Leita í fréttum mbl.is

"Leynilegar kosningar í fyrsta sinn". Já er það?

Fyrsta sinn sem Svíar fá að kjósa leynilega segir í frétt Mogga

Ég spái í hvort að þessu hafi verið "breytt" til að hægt sé að samþykkja Svíþjóð inn í NATO?

Tja. Kannski að Tyrkland hafi krafist þessa, plús það að Erdogan krefst þess að sænska þingið framselji það fólk til Tyrklands sem hann sækist eftir að losa heiminn við. Getur það hugsast?

Nei varla, því sænsku "þingkosningarnar" virðist enn bara vera sovéskur brandari. Engu hefur verið breytt í fyrirkomulagi kosninganna, nema því að kjörseðlarnir eru hafðir þar sem ekki er hægt að sjá hvaða seðil kjósandinn tekur

Kjörseðlarnir eru sem sagt enn merktir hverjum flokk. Einn sérstakur kjörseðill fyrir hvern flokk

En þá hefur bara birst nýtt vandamál á kjörstöðum og það er það, að það "vantar" kjörseðla (eða eru látnir vanta) á mörgum stöðum í landinu fyrir vissa flokka. Þannig að það hafa verið endalausar biðraðir

"Ha? Ert þú ennþá hér? Hvað segirðu maður, ertu búinn að bíða hér síðan í morgun? Vantar kjörseðla, segirðu? Hvaða flokkskjörseðli ertu að bíða eftir? Nú já, ég veit það nokkurn veginn, því ég sá að það vantar kjörseðla fyrir Svíþjóðardemókratana. Ætlarðu að kjósa þá?"

Svíþjóð er og hefur aldrei verið lýðræðisríki. Allar skoðanir fólksins í landinu eru ríkisendurskoðaðar af hinum fáu og sviksamlega kjörnu, og sem komu sér saman um hvað séu réttar og rangar skoðanir

En fær landið þá inngöngu í NATO? Land sem er enn með opinberan gapastokk fyrir þegna valdastéttar landsins, því engir eru borgararnir til í þessu landi, það er nefnilega búið að þurrka þá út

Og þar sem öngvir borgarar eru, þar geta ríkisborgarar ekki heldur verið til. Hugtakið "ríkisborgari" hefur þar með enga merkingu í þannig ríki. Allir eru jafnóviðkomandi framandi í landinu. "Folkhemmet" er ekki til

Þetta tókst jafnvel Sovétríkjunum sálugu aldrei. Austur-Þýskalandi (DDR) tókst þetta hins vegar næstum því alveg. Svíþjóð er að leysast upp

Evrópa orðin helgræn [u]


mbl.is Leynilegar kosningar í fyrsta sinn valda töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2022

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband