Leita í fréttum mbl.is

Hvar?

HVAR, HVAR og HVAR?

"Kína sigl­ir fram úr Banda­ríkj­un­um", segir þarna í frétt mbl.is

Hmm, já kannski má kalla þetta frétt, en menn verða þó að athuga hvaðan hún upphaflega kemur og taka mið af því. CNN er sjaldan hægt að taka mikið mark á né alvarlega. Þetta er því mest frétt um frétt

Og þá spyr ég. Hvar er Kína "að sigla fram úr Bandaríkjunum". Hvar?

Á Kyrrahafinu?

Á Atlantshafinu?

Á Miðjarðarhafinu?

Á Norður-Íshafinu?

Á Indlandshafinu?

Á Eystrasalti?

Á Svartahafinu?

Á Arabíuhafinu?

Svarið er náttúrlega: Hvergi

Nema auðvitað við kínverska skerjagarðinn! Það er að segja á milli meginlands Kommúnista og hins frjálsa Taívan, þar sem síðasta og jafnframt eina núverandi lögmæta ríkisstjórn Kína er til húsa. Kína er ekki einu sinni þess megnugt að hertaka Taívan

Hvað segir þetta okkur. Jú það að Kína er héraðs- eða heimshlutaveldi. Það er ekki neitt annað, enn sem komið er. Kína er ekki það sem kallað er veldi með heimsáhrif eða hnattrænt ofurveldi (e. global super-power). Og við skulum vona að þannig verði það

En að vona það besta er náttúrlega hvergi þjóðaröryggisstefna nema í Útópíu vinstrimanna á Íslandi og víðar. Þar sem varnarmálin samanstanda af getnaðarvörnum og fóstureyðingum, helst fram að fæðingu samkvæmt forsætisráðherranum  - og að Landhelgisgæslan sé með aðeins eitt sjóklárt skip á hvern dómsmálaráðherra yfir tæplega milljón ferkílómetra lögsögu Íslands, sem er 18. stærsta eyja veraldar

Bjóðum endilega forsætisráðherra Taívan í opinbera heimsókn til Íslands sem fyrst. Það getum við að minnsta kosti gert, ekki satt?

HAF- OG/EÐA HAFNBANN?

Kína hefur þegar brotið gerða alþjóðlega samninga um Hong Kong. Síðan eru það Tíbet og Innri-Mongólía, með svo gott sem bönnuðu móðurmáli íbúanna, sem líklega er hægt að bæta við. Og þá komum við að Xinjiang, þar sem kommúnistastjórnin í Peking hefur sett fólkið í gúlag-fangabúðakerfi og er að fremja það sem kallast glæpur gegn mannkyninu, sér til tómstundaafþreyingar. Þarna er þegar kominn hugsanlegur hluti af nægri ástæðu fyrir því að setja meginland Kína í haf- og/eða hafnbann

Það geta Bandaríkin vel gert, jafnvel eins og að drekka vatn, því ekki þarf nema tvö til þrjú flugmóðurskip til að loka landið inni í skerjagarði þess ásamt eyjagarðinum frá Filippseyjum upp til Kurileyja - og Japan vill mjög svo gjarnan taka þátt í því

KÍNA OG ESB

Eurointelligence 5. mars 2021:

"The mercantilism at the heart of German foreign policy was expressed with brutal clarity by Gerhard Schröder in a rare article published in the newspapers of the Handelsblatt group. He is saying: forget human rights. Foreign policy is about self-interest and gain alone. A moralising foreign policy, as he calls it, does not work. This is obviously a position we disagree with strongly. But it differs from Angela Merkel’s foreign policy only in terms of its honesty. He describes the status quo. He is not calling for something that does not exist, both in Germany and the EU. It is also the guiding philosophy of the EU-China comprehensive agreement on investment,..."

Kína kommúnista á enga vini nema Norður-Kóreu, Þýskaland og þar með Evrópusambandið, því þar sagði nefnilega Gerhard Schröder fyrrum kanslari í síðustu viku allt það sem Angela Merkel þorir ekki að segja upphátt, en praktíserar samt: að mannréttindi eigi ekkert erindi né heima í utanríkismálastefnu ríkja og Evrópusambandsins. En það er einmitt þarna sem lítið vitandi Guðlaugur Þór, Bjarni Ben og kó eru með öll töpuðu veðmálin sín. Þess vegna, væni minn; Filippseyjar, reykur og speglar. Já, Reykur og speglar ohf. Hæ hæ Alþingi

Hinn þýski Gerhard Schröder og SPD-flokkur hans er systurkirkjuskipastóll prestakalls Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á Íslandi, þar sem Þorsteinn Pálsson þjónar fyrir rauðu ESB-altari og loftslagslaus kór Vinstri grænna syngur rauða sálma, og hvetur til enn frekari fóstureyðinga í vinstrisálminum Alla leið, sem forsætisráðherrann frumsamdi ekki, heldur er hann rauð-sovéskur sálmur sérfræðinga úr Lenínmenntastétt VG (aðvörun: 20. mars 2012)

Sem sagt; Evrópusambandið snýst ekki um frið og réttindi þjóða frekar en önnur vinstrifyrirbæri jarðar. Þau snúast öll um völd og pólitísk yfirráð, sama þó svo að grænu sé bætt við nöfn þeirra. Þau eru öll rauð að innan, Þorsteinn Pálsson-félagið líka

Hvar eru bóluefni Stóra aumingjadóms ESB-taglhnýtinga Íslands gegn kínversku Wuhan-veirunni. Hvar?

Fyrri færsla

Varðskipið Týr eldra en Áslaug Arna - og veit meira


mbl.is Kína siglir fram úr Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband