Leita í fréttum mbl.is

Dauðsföll Angelu Merkels kanslara

DIKTAT MERKELS

Wolfgang Münchau og teymi hans á Eurointelligence skrifar í dag um dauðsföll Angelu Merkels. Lausleg þýðing:

****

"Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst á stórskala (að talað sé um Wuhanveiru-dauðsföllin sem dauðsföll Merkels, GR). Enn sem komið er er Angelu Merkel og öðrum forsætisráðherrum ekki kennt persónulega um aukin dauðsföll vegna sameiginlegar óhæfni og getuleysis í krísustjórnun vegna kínversku Wuhanveirunnar

En Karl Lauterbach varaþingflokksformaður SDP (þýskir sósíaldemókratar í samsteypustjórn Merkels, GR) og sem einnig er prófessor í heilbrigðismálahagfræði og faraldursfræðum við háskólann í Köln, gerir það hins vegar, á varfærinn hátt, og afleiðingarnar eru augljósar: því ný rannsókn sýnir að breska B117-afbrigðið af kínversku Wuhanveirunni veldur 64 prósent aukningu í dauðsföllum, og það þýðir að mikill fjöldi fólks mun láta lífið áður en það nær því að hlotnast bólusetning gegn veirunni. Með öðrum orðum þá eru þetta dauðsföll af völdum Angelu Merkels, því það var hún sem ákvað að Evrópusambandsvæða bóluefnisinnkaupaferlið

Gögnin (Þýskaland, GR) sýna fall í fjölda smita frá því í lok desembermánaðar fram í miðjan febrúar, og óverulega aukningu í fjölda smita síðan þá (reyndar 9 prósent, GR). Og vegna þess að útbreiðsla breska B117-afbrigðisins er í gangi núna (það er í 46 prósentum nýrra tilfella, GR), þá búast faraldursfræðingar á borð við Karl Lauterbach við aukningu í smitum þegar litið er fram á veginn. Með aðeins 5,7 prósentuhluta þjóðarinnar nú þegar bólusettan með fyrstu stungunni, þá er sviðsmynd Lauterbach klárlega raunhæf. Á kjördag í september (þjóðþing, GR) mun meirihluti þjóðarinnar hafa verið bólusettur (kannski og kannski ekki, gæti verið 40-51 prósent, GR), en stjórnmál þessa pólitíska stefnustórslyss munu hins vegar enduróma í langan tíma fram yfir þann dag. Enginn er enn sem komið er að tala um dauðsföll Angelu Merkels. Þýska pressan reynir að forðast alla hugsanlega persónulega gagnrýni á kanslarann. En þessu máli hefur hún ekki stjórn á"

Tengt: Coumo er fallandi stjarna demókrata | Hvað varð um kínverska sendiherrann?

HRUN Í FJÁRFESTINGUM Í ESB

Nú er komið í ljós að neyðarlánin í ESB-löndum síðasta sumar hafa næstum öll farið í að bæta lélega eiginfjárstöðu fyrirtækja og í að fjármagna birgðahald. Fjárfestingar í ESB hafa hrunið næstum algjörlega og hafa ekki tekið við sér og munu ekki taka við sér nokkru sinni að ráði úr þessu, eða svo lengi sem Evrópusambandið er á lífi, því kjarnastaðan í heild í flestum löndum Evrópusambandsins er það ömurleg vegna tilvistar sambandsins og myntar þess, að ekki verður úr bætt. Um er að ræða skipbrot eða "depression" þar sem fyrirtæki og hagkerfin eru svo löskuð að aukið aðgengi að fjármagni getur ekki úr bætt. Þau geta ekki nýtt sér nýtt ferskt fé að ráði nema þá helst í þjóðargjaldroti, 70 prósent gengisfellingum, eða 65 prósent hækkun á gengi þýska marksins. Upphafstaða landanna var það vonlaus er þau tóku upp evru eftir að hafa samþykkt Maastrichtsáttmálann og fóru þaðan inn í convergence tímabilið (samræmingin) frá 1993-2001. Þetta lagast ekki. Það eina sem var samræmt þá voru ófarir, eins og í bóluefnastórslysi Evrópusambandsins í dag, þar sem upptaka bóluefnis getur ekki farið fram sökum ESB-eyðni

Fyrri færsla

Bóluefnaklúður ESB: Stalín er ekki hér, segja Rússar


Bloggfærslur 11. mars 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband