Leita í fréttum mbl.is

Telegraph: "Emmanuel Macron ásakar Holland um breska brexit-hegðun"

WSJ - Ríkisfjárlagaeyðsla í Bandaríkjunum vegna Wuhan-veirunnar

Mynd WSJ: Ríkissjóðsútgjöld eða "efnahagsleg örvun" Bandaríkjanna, annarra ríkja og efnahagssvæða vegna kínversku Wuhan-veirunnar. Hlutfall af landsframleiðslu. Til viðbótar þessu koma síðan aðgerðir Bandaríska seðlabankans

***

LOL: ÞETTA ER SPRENGHLÆGILEGT

"Emmanuel Macron accuses Dutch of acting like Brexit Britain at EU coronavirus summit" – segir í fyrirsögn Telegraph í dag – og sjá frétt Mbl um málið

Þetta er fyndið vegna þess að Holland er útibú Angelu Merkels og eins konar bremsumiðstöð Þýskalands í Evrópusambandinu. Þannig að þegar Macron skammar Holland þá skammar hann Þýskaland. Á Sovéttímanum var þetta kallað að "taka Albaníu á málin", því þegar umboðslausum Kommúnistaflokkunum í Kreml líkaði ekki það sem eitthvert stærra ríki í USSR-allsherjarverkóinu gerði, þá skammaði Kremlið Albaníu, því hún var svo lítil. Síðan urðu Kremlológar að rýna í bollana og afkóða skammirnar

Sem sagt: "leiðtogar" 27-ríkja hafa verið lokaðir ofan í suðukatli í bráðum fjóra daga til þess að rífast um hámark 0,8 prósentu af samanlagðri landaframleiðslu Evrópusambandsríkja, dreift yfir þrjú ár, eða 350 miljarða evra skv. Eurointelligence í dag

Sovétmenn voru þó aldrei svo heimskir að krefjast sameiginlegrar myntar í öllum ríkjum kommúnismans

Þannig að Þýskaland er sennilega á leið út úr Evrópusambandinu (reyndar sjálfgefið úr þessu), því nú er komið að nýju rassakasti þar: Gertrúd eða Gertút þ.e.a.s nýtt Versalasamnings-rassakast. Við viljum ekki borga (en Grikkland á hins vegar að borga okkur, í okkar mynt). Og við höfum þénað þrefalt inn fyrir kostnaðinum við endursameinungu Þýskalans á myntinni evru og veru okkar í ESB

Samkvæmt þessari mynd hér fyrir ofan þá þokast evrusvæðið núll komma einn millímetra upp súluna eftir þessa fjögurra daga reykfylltu suðu í suðukatli taparanna á meginlandinu. Untergang Evrópusambandsins er fyrir löngu orðinn notbremsenresistent

Massíf tiltök

WSJ - Fjárlagahalli í Bandaríkjunum vegna Wuhan-veirunnar í sögulegu ljósi

Mynd WSJ: Fjárlagahalli ríkissjóðs Bandaríkjanna vegna kínversku Wuhan-veirunnar, settur í sögulegt samhengi. Hlutfall af landsframleiðslu. Já ríkissjóðir fullvalda og sjálfstæðra ríkja hafa eyðsluskyldur

Fyrri færsla

Anna Bretaprinsessa gefur lítið fyrir loftslagsþvætting nútímakjána


mbl.is Ekkert samkomulag í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband