Leita í fréttum mbl.is

Icesave sett fram myndrænt II

Evrópsambandsfáni

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland

 

Jóhanna Sigurðardóttir

Steingrímur J. Sigfússon

 

Bjarni Benediktsson, Jr. Lítil mynd.  

Borgarísjaki

nálgast lýðveldi Íslendinga 

 

Fyrri færsla

Icesave eldveggir settir upp í Evrópusambandinu 


Icesave eldveggir settir upp í Evrópusambandinu

Þar sem Írland gekk í ESB og þar sem Írland tók upp evrur og þar sem Írland er að kröfu fjármálamarkaða Brussels að skera hagkerfi sitt á háls svo sem mest blóð hætti að streyma til heilans svo hann spari nú súrefnið sem kostar svo mikið í ESB - já - þá hlýtur landið að vaða í klofstígvélum um bústnar myntlendur sínar í erlendu lánsfé. Ekki satt? En nei, það er ekki satt. Írum er ekki treyst fyrir einni evru yfir nóttina á fjármálamörkuðum heimsins. Fjármálakerfi Írlands er lokað af frá umheiminum. Hvað skyldu samtökin Sterkara & Áfram Írland segja nú? Ef þau þar að segja væru til, sem ég efast stórlega um.  
 
“A firewall is what we are hoping for and the price action in the markets appears to support it,” 
 
Þar sem Portúgal gekk í ESB og þar sem Portúgal tók upp evrur og þar sem Portúgal er að verða gjaldþrota vegna þess að það tók upp öllum þessum evrum of mikið - já - þá undirbúa allir þeir fjármálamarkaðir Brussels sem alltaf sögðu Portúgal að svo lífsnauðsynlegt væri að ganga í ESB og taka upp evrur, því annars myndi landið einangrast frá öllu - já - þá undirbýr þetta sama ESB uppsetningu fjármálalegs eldveggs umhverfis landið inni í miðju öryggisbúri þess í myntbandalagi Evrópusambandsins. Evruríkin undirbúa fjármálalegan eldvegg gegn evrulíkinu Portúgal. Er þetta ekki yndislegt? Lengi má myntina þá reyna. Hvað segir Sterkara & Áfram Portúgal nú? 
 
Reyndur maður rak fjármálafyrirtæki í Evrópu. Þegar mikið fjármálahrun skall eins og flóðbylgja á mörkuðum heimsins á níunda áratug síðustu aldar, kom aðstoðarmaður hans hlaupandi inn á skrifstofuna og hrópaði: Allt er að hrynja, markaðurinn er allur að hrynja, hvað ætlarðu að gera? Maðurinn horfði undrandi á aðstoðarmann sinn og sagði: Hvað ætla ég gera? Ég hef verið í Auswitch!
 
 
Paul Krugman; 
The Euro Straitjacket - Suffering from a single currency. 
The Austerity Delusion - The confidence fairy won’t save us from the consequences of our folly
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 28. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband