Leita í fréttum mbl.is

Af síðustu salernisferð evru

 vantraust2 

Síðast þegar evran féll um 30 prósent gegn Bandaríkjadal fór skjálfti um valdafíkla myntbandalags Evrópusambandsins. Myntbandalagið sem engin þjóð í Evrópu hafði nokkurn tíma beðið um. Þetta gengishrun evrunnar varð að helmingi þess sem íslenska krónan féll þegar allt bankakerfi lands okkar var stráfellt af okkar eigin bankamönnum og um leið sett á svartan lista sem hryðjuverkasmiðjur. Seðlabanka lýðveldis okkar var einnig um stund komið fyrir á glæpabekk sem stórþjóð ein smíðaði handa okkur. Þegar stórþjóðir trampa um á stígvélum þá fá smáþjóðir að finna fyrir því. Verst er þó þegar ríkisstjórn fórnarlambsins sleikir síðan skítug stígvél yfirmanna stórþjóðarinnar.

Traders at one of Germany's leading banks are said to have nick-named it the 'toilet currency'. 

Snemma undir þessu kinnroðafulla 30 prósent falli evrunnar fóru valdafíklar ESB á stjá og heimtuðu strax stýrivaxtalækkun. Seðlabanki Bandaríkjanna var kallaður til aðstoðar tvisvar. En ekkert dugði. Fallið hélt áfram. Ef Hans Tietmeyer seðlabankastjóri Þýskalands hefði ekki haldið við skjálfandi hendur yfirmanna seðlabanka evrunnar, er eins líklegt að evran hefði orðið að liðnu líki og fall hennar hefði aldrei stoppað. Svitadropar spruttu fram á enni Dana sem voru og eru enn tjóðraðir fastir við þessa evru sem svo fáir höfðu trú á nema ESB-söfnuðurinn í Brussel.

Handverksmenn fjármálamarkaða í stærstu bönkum Þýskalands kölluðu evruna fyrir kamar-myntina, eða klósett-myntina (toilet currency). Það gera þeir eflaust enn í dag.

Tíu árum síðar er þessi mynt orðinn stærsti leiksoppur spákaupmanna fjármálamarkaða og hefur myntinni þegar tekist að sprengja efnahag margra evrulanda í tætlur.  

Evran er mynt sem dregin var yfir lönd Evrópusambandsins eins og lambhúshetta. Peningayfirvöld hennar eru nú að breytast í eins konar ríkisfjármála Gestapó þeirra landa sem voru svo heimsk að falla fyrir auglýsingaskiltum valdafíklanna í Brussel. Gössur Skarphéðinsson* smellur þarna inn eins og sannur evru-api.

En nú er allt evruliðið varanlega komið á stóra klósettið í myntbandalagi Evrópusambandsins. Bandalagið er að verða að eins konar eftirmanni Gestapó, eða EUR-Stasi a la DDR. Af evrum urðu löndin apar.

* (© PV) 

Söguleg krækja: BBC 7. mars 1999; Sinking euro worries ECB 

Fyrri færsla

Lok & læs á evruríkið Portúgal. Lýðveldið fer í þýska Blaupunkt öndunarvél


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ESB er að verða að eins konar STASI a la DDR myndi  ég frekar segja.
Meiriháttar útlistun. Góðar kveðjur Gunnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir margt gott Gunnar, en, já evru apar, það passar.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.3.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband