Sunnudagur, 13. mars 2011
Gagn og Gaman myntbandalags Evrópusambandsins. Fræðslupistill.
Myntin Evra var byggð á setti af reglum, þ.e. regluverki, því hún er ekki eins og alvöru mynt sem byggð er á þegnum sem saman mynda einn bakhjarl myntarinnar, sem er ríkisjóður eins þjóðríkis. Samanber þeirri staðreynd að ef ég fjarlægði sambandsríkisstjórn Bandaríkjanna og fjárlög hennar úr bandaríska þjóðríkinu þá myndi Bandaríkjadalur samstundis breytast í evrusvæði (myntsvað), þar sem 50 fylki og jafn margar fylkisríkisstjórnir þeirra þyrftu að koma sér saman í hvert skipti sem sameiginlegur seðlabanki þeirra prentaði einn dal í viðbót við þá sem nú þegar eru í umferð. Hver fær nýja peninga seðlabankans og aðgang að peningahirslum hans?
Regluverk evrusvæðisins var þannig að löndin sem nota myntina evru máttu ekki koma ríkisfjármálum sínum í uppnám með því að reka ríkissjóði sína með meira en max 3 prósent tapi og svo urðu skuldir ríkissjóðs landanna að vera það lágar að ríkisskuldabréfin sem bankakerfi ríkjanna nota sem veð til að sækja sér peninga í umferð hjá prentsmiðju seðlabankans, myndu ekki enda sem veðsafnarusl í kistum seðlabanka Evrópusambandsins og þannig grafa undan mynt allra 16 landa myntsvæðisins samtímis.
En allt var þetta brotið og áhættutöku einkageirans var þar að auki smyglað yfir á ríkisjóði landanna þegar bankakerfum þeirra var bjargað frá hruni. Þetta voru þvílík regin mistök að núna hangir líf myntarinnar á bláþræði. Seðlabanki Evrópusambandsins er nú þegar að verða gjaldþrota, bæði álitslega, peningalega og pólitískt séð, því hann er kominn út í horn og allar aðgerðir hans til úrbóta munu bara kála enn frekar ríkisfjármálum þeirra landa sem standa að myntinni. Hættan við sameiginlegu mynt ESB var ávalt sú nágranni þinn gat eyðilagt mynt þína, eins og er að gerast núna, og án þess að þú hefðir gert neitt rangt sjálfur. Þú og þjóð þín áttu heima á peningalegri eldavélarhellu sem 16 lönd stýrðu. Nú eru nokkur landanna orðin ristuð rauðspretta. Brunarústir myntbandalagsins.
Fyrst þverbrutu Þjóðverjar og Frakkar allar reglur myntbandalagsins á árunum 2002-2005. Svo brutu Grikkir þær. Svo brutu 11 lönd reglurnar. Það gerðist vegna þess að einn peningur, einir og sömu vextir og ein peningapólitík getur aldrei gengið í 16 ólíkum löndum án þess að um "transfer union" sé að ræða, þ.e.a.s án þess að eitt þjóðríki með einum ríkissjóði standi á bak við myntina og færi peninga á milli landanna eins og þeir eru fluttir á milli landshluta Íslands. Sjúkratryggingar, atvinnuleysisbætur og svo vinnuafl til Kárahnjúka og Austfjarða. Gamli heimabær minn var byggður svona, Siglufjörður, og hann lifir enn vegna þess að hann er hluti af þjóðríki Íslendinga. Hann gaf stórt og örlátlega til þjóðríkisins á meðan hann gat og nú fær hann kannski smá stuðning til baka. Hann fór ekki á hausinn þó svo að síldin hyrfi því hann er í þjóðríki Íslendinga.
Í þessu læsta myntsamstarfi, sem er eins og læst gengisfyrirkomulag, hefur Þýskaland stundað massífa innvortis gengisfellingu í 12 ár og rakað til sín viðskiptahagnaði sem nemur 1000 miljörðum dala. Til þess að hægt sé að laga þennan ójöfnuð og drepa öxulvald þessa miðflóttaafls í miðju myntbandalagsins, þarf að flá þessa kínverja Evrópu inn að skinninu, þannig að þeir skilji hvað fór fram undir nefinu á milljón embættismönnum tröllabandalags Evrópusambandsins og undir stjórn seðlabankans ECB sem hefur massíft skrúfað peningapólitík sína saman eftir þörfum Þýskalands, only. Nú er payday. Þýskaland; borgið 800 miljarða evrur strax. Greiðist við kassa eitt, takk.
Þetta var Gagn & Gaman um myntbandalag Evrópusambandsins (EMU). Ef þú ert álíka fróður um EMU eins og 99,99 prósent af þeim sem tóku upp evru; þ.e.a.s 100 prósent clueless um allt nema um útlit peninganna, þá skil ég þig afar vel, en það hjápar bara ekkert í þessu máli. Skilningur þeirra landa og þess fólks sem býr í þeim löndum Evrópusambandsins sem tóku upp evru var ekki meiri en 0,01 prósent. Þau gerðu bara eins og stóð í auglýsingabæklingunum frá Brussel. Því eru þau að verða ríkisgjaldþrota í dag og verið er að ræna þjóðríkinu frá þeim, innan frá.
Þetta áttu íslenskir stjórnmálamenn og þeir sem berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið að vita. Fyrir rúmlega tveimur árum sagði ég ykkur frá því að hinum efnahagslega samruna landa Evrópusambandsins væri lokið. Sá lagarammi væri kominn og það sem fram færi í Evrópusambandinu núna væri hinn pólitíski samruni landa sambandsins - að þau væru að renna saman í eitt ríki; Bandaríki Evrópu. Þetta verður að gerast ef myntin á að lifa af. En þá hlógu menn að mér.
Grundvallar gallinn við þetta allt er sá að ekkert land sem gekk í ESB hafði hugsað sér að leggja niður þjóðríki sitt og verða bara fylki í embættismanna heimsveldi Bandaríkja Evrópu í Brussel.
Evrópusambandið hefur drepið friðinn í Evrópu. Read my lips: friðurinn sem lýðræðið í þjóðríkjunum skaffaði Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar er úti, því Evrópusambandið er að drepa þetta lýðræði í öllum löndum sambandsins samtímis. Og velmegun og hagsæld Evrópu er á sömu leið; á leiðinni til fjandans.
Núna þurfa íslenskir stjórnmálamenn að láta renna af sér og verða allsgáðir. Börn Íslands þola ekki drykkjuskap ykkar lengur. Framtíð Íslands næstu þúsund árin er hér í húfi. Draga þarf illa tilkomna umsókn Samfylkingarinnar fyrir hönd Íslands inn í Evrópusambandið til baka. Strax!
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. mars 2011
Nýjustu færslur
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 22
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 183
- Frá upphafi: 1403142
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008