Leita í fréttum mbl.is

Dönsk uppreisn gegn ESB-aðild að mótast?

Konservativ ungdom Danmark 
Mynd; landsfundur KU
 
Ungliðahreyfing danska íhaldsflokksins, konservativ ungdom, krefst þess að Danmörk segi sig úr Evrópusambandinu. Hvorki meira né minna. Unga fólkið vill út úr ESB. Út!
 
Jeg mener at Grundloven er den vigtigste del af vore danske love, og at denne lov er ukrænkelig i forhold til det at være dansker [. . ] Og hvad mener EU om vor Grundlov? Tillad mig at citere EU’s forfatning: ”Forfatningen og den ret, der vedtages af Unionens institutioner (…) har forrang frem for medlemsstaternes ret (artikel 1-6)” Dette betyder at den lovgivende magt, bliver givet fra nationalstaterne til EU og at linjen mellem en selvstændig stat, og en forbundsmagt bliver udvisket.

Um stóran meirihluta fyrir þessari ákvörðun hreyfingarinnar var þó ekki að ræða. En fyrir mér hljómar þetta eins og viss súpubylting. Þetta eru að minnsta kosti alveg nýjar bollur í súpunni sem Danmörku hefur verið hellt út í. Miklar fréttir. Og meira að segja fyrrverandi Nyrup-formanni danskra sósíaldemókrata blöskrar þróunin í ESB  svo mikið að hann getur ekki orða bundist. Hvar er lýðræðið spyr hann. Maðurinn sá er farinn að skilja að hann er að drukkna í naglasúpunni sem hann eldaði fyrir þjóð sína.     

Síðustu 25 árin ól ég manninn í Danmörku. Það besta við Danmörku er ekki ESB aðild landsins. Nei, það besta við Danmörku eru Danir. Margir Íslendingar uppgötva Dani aldrei því þeir halda að Danmörk sé Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Þar býr enginn Dani. Að fara til náms á ensku í Danmörku er svona eins og að horfa á Danmörku í gegnum sjónvarpið heiman að frá.   

Eitt það versta við Danmörku fannst mér hins vegar vera orðið Evrópusambandsaðild landsins. Þegar ég flutti til Danmörku var Evrópusambandið ekki til. Og ári eftir komu okkar til landsins fullvissaði forsætisráðherrann dönsku þjóðina um að Evrópusambandið yrði heldur aldrei til. Að ESB væri andavana fædd hugmynd og steindauð. Níu árum seinna sat þessi kaldi karl sem þingmaður á þingi þess Evrópusambands í Brussel sem átti ekki að vera orðið til - og þáði þar laun fyrir að hafa logið þjóð sinni svona hratt en örugglega að feigðarósi fullveldis. 

Nú um mundir státa svona galeiðuþrælar Brusselveldisins sig á laun af því að Evrópusambandið sé Bandaríki Evrópu í smíðum. Önnum kafið við að slíta barnsskónum. Að ESB hafi náð því sem svarar til fyrstu 50 áranna af sameiningarferli Bandaríkja Norður Ameríku. Hinum megin við sundið laug svo sænski Persson-forsætisráðherrann því að Svíum að heldur ekki þeir væru að skríða inn í skipasmíðastöð Bandaríkja Evrópu. Danmörk, Svíþjóð, Burmeister & Wain, Kocums, Volvo og allt heila dótið er nú orðið að frímerkjasleikjurum í stað strokka í eigin aflvél. Og vélarvana er þetta orðið, trúið mér.
 
CDS Iceland versus Greece 
Iceland vs Greece; The first difference is that Iceland was a direct, relatively isolated banking crisis. (Iceland is a relatively independent, in the sense of uncorrelated, entity, whereas Greece clearly is not.) Greece is one sovereign aspect of a broader European situation that we see as generally a banking crisis; FT/Alpaville
 
Engum af 500 milljón þegnum landa Evrópusambandsins hefur þó verið sagt frá þessu. Að þeir búi í bakaraofni Bandaríkja Brussels. Hinu andstæða hefur stanslaust verið logið að þeim af litlum körlum eins og til dæmis þáverandi forsætisráðherra Danmerkur og Uffe Ellemann Jensen, sem er sá krossfari Evrópusambandsins í Danmörku sem riðið hefur hve lengst á þeim stolnu hestum sem hann og kumpánar í leyfisleysi hafa hnuplaði frá kjósendum. Engin er virðing mín fyrir þessum ESB-fíklum lengur. Þeir eiga mikla skömm skilið fyrir að vera orðnir blindir ESB-dópistar sem selt hafa land sitt fyrir þorskklapp á báðar axlir frá torfustofum Brussels. Nei, þetta er ekki rétt hjá mér. Búið er að spenna þorskinn fyrir þessa menn. Hann löðrungar þá stanslaust á óþreytandi sundi sínu um þvagsíkin í Brussel. En út mun hann brjótast.   

Á 25 árum sá ég hvernig þetta skrímsli hefur þróast án samþykkis þjóðarinnar í reynd. Illa gefin aðild Danmerkur að ESB er orðin að handjárnum og hugarfarslegri spennitreyju fyrir dönsku þjóðina. Hjálparleysið er algert. Danmörk bara er próvins í ESB eins og Grikkland er það. Hún getur hvorki lifað né dáið.
 
Shit og lort er ekki það sama. 
 
Krækjur
 
Ud af EU! - Konservativ Ungdom
Vejen ud af EU - Konservativ Ungdom
Nyrup går imod Rompuys europagt - Folkebevægelsen mod EU
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 11. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband