Leita í fréttum mbl.is

Goðsagnir um EES-samninginn og "80-prósent" uppspuninn.

Við þurfum að ryðja úr vegi nokkrum goðsögnum um EES-samninginn þannig að vitrænar umræður um þetta mál geti farið fram. 

Í fyrsta lagi:
 
Við þurfum ekki á EES að halda til þess að geta selt vörur okkar erlendis. Ef EES-samningurinn yrði felldur úr gildi þá mun fyrri fríverslunarsamningur okkar við ESB sjálfkrafa taka gildi. Þetta kemur gagngert fram í EES-samningnum. Noregur [Ísland] mun því geta selt vörur sínar án tolla og annarra viðskiptahindrana eins og áður. 

Samkvæmt WTO-reglunum getur ESB ekki lagt hærri tolla á Noreg [Ísland] en á önnur lönd utan Evrópusambandsins. Lausnin á hinu svo kallaða laxastríði, þar sem ESB var skikkað til að gefa sig samkvæmt fyrirmælum frá WTO, sýnir einmitt, óháð EES-samningnum, að ESB er skyldugt til að virða alþjóðlegar viðskiptareglur.

ESB hefur engan rétt til - eða hagsmuni af - að hefja viðskiptastríð við Noreg [Ísland] ef við skyldum segja EES-samningum upp. Stærsti hluti vöruútflutnings okkar til ESB eru hráefni og hálfunnar vörur sem eru notaðar til frekari vinnslu í framleiðslugeira ESB-landa. Kaupmáttur Noregs er sterkur [Ísland er t.d. besti útflutningsmarkaður Danmerkur á hvert mannsbarn og ætur fiskur er sjaldgæf vörutegund í ESB] og alls ekki smávægilegur markaður fyrir ESB. Frá janúar til nóvember í fyrra fluttum við inn vörur frá ESB fyrir 267,6 miljarða norskar krónur. Ef vil lítum burt frá olíu, gasi og skipum þá var samanburðarhæfur útflutningur Noregs til ESB 187,6 miljarðar norskar krónur. 

Það væri því beint óskynsamlegt af ESB að gera nokkuð sem helst til klúðra þessum gagnkvæmu viðskiptum.

Þjónustuviðskipti okkar myndu halda óbreytt áfram án EES-samningsins. Því sjá alþjóðlegar reglur GATS fyrir, sem er þjónustusamningshluti WTO-samninga [sjá utanríkisráðuneyti Noregs hér og Íslands hér (PDF-skjal horfið?)]. GATS-samningurinn mun samtímis veita Noregi [Íslandi] enn stærra alþjóðlegt ráðarúm. Til dæmis gæti þá meirihluti Stórþingsins [Alþingis] varðveitt einkarétt Póstsins á útburði bréfa án þess að komast í krambúlag við reglur EES. 

Í öðru lagi:
 
EES-samningurinn tryggir ekki öryggi atvinnu. ESB-dómstólinn hefur hvað eftir annað úrskurðað að réttindi sem kjarasamningar veita launþegum í landi okkar verða að víkja fyrir frjálsri samkeppni á hinum svo kallaða "innri markaði ESB" og reglum hans. Þetta er uppskriftin að sósíal-dumping sem við höfum séð mörg tilfelli af hér í Noregi á síðustu árum.

Í þriðja lagi:
 
EES-samningurinn er ekki forsendan fyrir samvinu um rannsóknir, vísindi og menntun. Samvinnan á milli Noregs[Íslands]/EFTA-landanna og ESB hófst mörgum árum áður en EES-samningurinn kom til skjalanna með vísan til Lúxemborg-yfirlýsingarinnar frá 1984. Noregur var - alveg utan við EES-samninginn - fullgildur meðlimur af til dæmis lyfja- og heilbrigðis rannsóknum, raunvísinda- og tæknirannsóknum (SCIENCE) og umhverfisrannsóknum (STEP). Á sviði menntamála tók Noregur þátt í mikilvægustu sviðum þess COMETT (frá 1990) og ERASMUS (frá 1992) áður en EES-samningurinn kom til.

Ef við göngum út úr EES-samningum mun veigamesti munurinn þar á eftir verða sá að við erum ekki skyldug til þess að taka þátt í allri samvinnu á sviði menntunar og rannsókna (nema kjarnorkurannsókna). Við gætum því sniðið áherslurnar á þessu sviði að okkar eigin þörfum.            

Samvinnuverkefni okkar við ESB í dag eru tapsgefandi verkefni. Noregur greiðir 9 miljarða norskar krónur í aðildargjald til rammaáætlunarinnar fyrir árin 2007-2013. Nú er þetta tímabil hálfnað og samkvæmt Rannsóknarnefnd Noregs höfum við aðeins fengið tvo miljarða af þessum níu til baka.

Að lokum:
 
EES-samningurinn er ekki "næstum því" jafngildi ESB-aðilar. Tollabandalag og viðskiptastefna ESB gagnvart þriðja landi, fiskveiðimálin, þrír fasar myntbandalagsins (EMU) og evran eru aðeins nokkur af þeim málum sem liggja alveg utan EES-samninginn. Frá byrjun ársins 2000 og til loka ársins 2009 voru alls 3.119 ný ákvæði, lög- og réttarfarslegar viðbætur settar inn í EES-samninginn. Á sama tíma samþykkti og meðtók ESB 34.733 ný ákvæði, laga- og réttarfarslegar viðbætur og breytingar.

Einungis 8,9 prósent af nýjum ESB-lögum og reglum var sem sagt bætt inn í EES-samninginn. Hann er því minna en 10 prósent af fullri ESB aðild.
 
 
| Lausleg er þessi ofangreinda þýðingin mín úr norsku. Upprunalega greinin, eftir Heming Olaussen formann Nej til EU, birtist þann 21. janúar 2011 m.a. hér hér á E24 í Noregi |
 
 
 
 
Eftirfarandi símtal fór fram einhvers staðar í ESB í gær (þó ekki í Frakklandi né Þýskalandi)
 
Lost in the legal corridors of the EU (former EC was the former EEC which was the former ECSC)
 
"Heyrðu nú forsætisráðherra minn. Nú þurfum við á fullveldi þjóðarinnar að halda í þessu máli og það strax. Immed! . . . Ekki hægt? . . Hvað áttu við? Erum við ekki fullvalda þjóð? . . . Þér getur ekki verið alvara? . . . Getum við ekki notað fullveldi landsins af því að við höfum deilt því og lánað það út til 28 annarra landa Evrópusambandsins? . . . Er þér alvara? Hverslags ástand er þetta! . . . Ekkert við því að gera? Hvað með þjóðina, fólkið okkar? . . .  Eigum við þá bara að bíða eftir því að þeir sem eru að nota fullveldið okkar núna skili því einhvern tíma aftur? . . . Nú jæja, hvenær fáum við það þá aftur? Veistu það ekki! Erum við þá hjálparlaus eins og er? . .  Einmitt það. Við erum sem sagt orðnir aumingjar aftur? Bless og farðu aftur til Brussel, þú ert þar alltaf hvort sem er." 
 
Fyrri fræsla
 

Spönsk gjábakkaveisla í boði seðlabanka Evrópusambandsins

Þegar lítið annað en tortíming opinberast fólkinu í pakkanum, þá mun Össur M. Skarphéðinsson birtast með hlutfallslega volgt skótau sitt og pússa það blankt með Ögmundarjoði Steingríms-samfylkingar Jóhönnu. Svo verður íbúum ESB-pakkans ekki gefin nein önnur skýring á hitatapinu en sú að hér sé um kostina við stöðugleikaaðild þeirra að þvagpakka Evrópusambandsins að ræða. Kostirnir munu vara að eilífu.     

Um þessar mundir standa yfir örvæntingarfullar tilraunir til að forða Spáni frá því að  banka- og sparisjóðakerfi landsins hengi þetta evruríki í hálsreipi því sem seðlabanki Evrópusambandsins óf handa spænska konungsríkinu á síðustu tíu árum. Stóran hluta tímabils landsins í evrupakkanum voru raunstýrivextir evruseðla neikvæðir á Spáni því ekkert tillit var tekið til verðbólgu né athafna í spænska hagkerfinu. 

Þetta þýddi m.a. að árið 2006 var 25 prósentum af allri steinsteypu sem notuð var í 27 og 500 milljóna manna löndum Evrópusambandsins hellt niður á Spáni. Sagt er að á hverjum degi hafi flatarmál sem svarar til þriggja fótboltavalla verið þakið með steinsteypu þarna í evru-sólinni. Einstaka þráhyggjumaður velti því þá fyrir sér hver fjármagnarinn væri, og hvað þetta myndi þýða fyrir íbúa landsins, síðar. 

Nú eru kostirnir komnir í ljós. Spánn nýtur minna fjármálalegs trausts hjá alþjóðlegum fjárfestum en Ísland. Skuldatryggingaálag er verra en á ríkissjóð Íslands. Atvinnuleysi er rúmlega 20 prósent hjá öllum og tæplega 43 prósent hjá ungu fólki. Spánn er steindautt og bankakerfi þess á kafi í þornaðri steinsteypu. Landið riðar til falls eftir aðeins 10 ár í evru-pakkanum. Lokað hefur verið á aðgengi spænska fjármálakerfisins að öllum peningamörkuðum heimsins.       

Liebherr International AG seldi 600 krana til Spánar árið 2006 og þeir peningar eru nú á stóra kistubotninum í Þýskalandi og næsta nágrenni þess, því þar hefur sögulega fátt vinnandi fólk ekki fengið neina launahækkun í samfleytt 13 ár og engin lágmarkslaun eru þar við lýði. Eftir þessum þýsku makró-efnahagsaðstæðum voru stýrivextir seðlabanka Evrópusambandsins alltaf stilltir. En árið 2009 seldi Liebherr International AG engan krana til Spánar því Spánn var þá umkomið í steypu. Þetta, ásamt svipuðu viðskiptaferli í hinum 25 löndum ESB, fékk þýsku evruvélina til að brasa saman og hagkerfið þýska fékk versta hagvaxtarhjartastopp allra meiriháttar hagkerfa heimsins. Það skrapp saman um 4,5 prósent árið 2009. Hvert fjórðungs prósentustigs ris þess upp úr kafinu er nú túlkað sem undraverk. 

Húsnæðisverð á Spáni þaut upp á evruáratug landsins. Svo mikið að verðið mun hrynja um helming á næstu 10 árum, og kannski meira ef ríkissjóður landsins verður gjaldþrota í miðjum evrupakkanum. Hættan á ríkisgjaldþroti Spánar er veruleg því fjárfestar vilja ekki lána Spáni peninga nema gegn gríðarlegri áhættuþóknun. Þeir vita að tekjur spænska ríkisins eru að þorna hratt upp því svo margir eru að verða atvinnulausir og skattatekjur frá atvinnu og rekstri koma ekki í ríkiskassann lengur. Óhætt er að segja að Spánn eigi kost á því að deyja hægfara dauða í þýskri Blaupunkt öndunarvél friðarbandalags Evrópu. Þar mun það kafna kæst í þvagpakka ESB. 

En peningar Spánverja, hvar eru þeir?  Jú, þeir eru í ESB-friði hjá Hansakaupum GmbH.
 
Fyrri fræsla

Bloggfærslur 1. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband