Leita í fréttum mbl.is

Þýskur útflutningur fellur

Öldrun Þýskalands - kjarni evruEins og þeir vita sem hafa fylgst með hnignun Þýskalands hin síðustu 25 árin, þá standa málin þannig til í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins að Þýskaland er orðið varanlega ósjálfráða hagkerfi. Þýskaland er orðið ófært um að hafa áhrif á eigin efnahag því öldrun þegna samfélagsins er svo mikil og hröð. Þetta þýðir að þýska öldrunarhagkerfið verður að stóla algerlega á eftirspurn frá útlöndum og þá helst frá löndum utan evrusvæðis. Þýska þjóðin er sjálf orðin of gömul og veikburða til að geta skapað nauðsynlega eftirspurn innvortis í sínu eigin hagkerfi.
 
Landið og efnahagur þess þarf því að sitja, standa og falla samkvæmt ákvörðunum sem teknar eru í öðrum löndum heimsins, utan Evrópusambandsins. Þýskaland er orðið það sem kallað er "útflutningsháð öldrunarhagkerfi", ófært um að hafa áhrif á sín eigin efnahagslegu örlög. Þessu verður ekki breytt næstu mörg hundruð árin, því þannig virka aldurspýramídar sem snúa öfugt. Flestar mikilvægar efnahaglegar ákvarðanir Þýskalands eru teknar í Bandaríkjunum og nýmarkaðslöndum heimsins. Því miður er stærsti hluti Evrópusambandsins að verða eins og Þýskaland; öldrunarhagkerfi án innlenskrar eftirspurnar. Hægfara deyjandi samfélög.
 
Útflutningur frá Þýskalandi júlí 2010
Hagstofa Þýskalands sagði í morgun að útflutningur Þýskalands hefði dregist saman í júlí miðað við júní um 1,5% og innflutningur um 2,2%. Hrun útflutnings Þýskalands hófst um leið og umheimurinn fór í kreppu þ.e á öðrum ársfjórðungi ársins 2008 og féll stanslaust og hrikalega næstu 16-18 mánuðina, eða fram til janúar á þessu ári, þegar hann loksins náði botni er umheimurinn skipaði svo fyrir og fór að kaupa eitthvað aftur af vörum gamla heimsins í Þýskalandi. Í síðustu þingkosningum var helmingur þýskra kjósenda orðinn sextugur og eldri. Ritvélaiðnaður öldrunarhagkerfis Þýskalands, bílaiðnaðurinn, á ekki góða daga í vændum í þessu öldrunarsamfélagi. 

Raunverð húsnæðis :: graf frá Seðlabanka Íslands :: Peningamál 2/7 2008
Þó svo að Þýskaland hefði ekki upplifað neina fasteignabólu í hagkerfi sínu þá féll landsframleiðsla landsins eins og steinn um 4,5% á árinu 2009. Þetta var mesta fall meiriháttar hagkerfis í heiminum. Auðvitað var engin húsnæðisbóla í gangi í Þýskalandi þegar heimskreppan skall á; hvernig ætti húsnæðisbóla að geta skapast á 80 milljón manna elliheimili? Reyndar hafði raunverð húsnæðis í Þýskalandi fallið um 20% frá aldamótum (sjá mynd Seðlabanka Íslands). Svo ekki var það fasteignabóla sem sökkti hagkerfi Þýskalands: það var umheimurinn. Eftirspurnin frá umheiminum fór í sumarfrí og því lokaði þýska elliheimilið strax. Þýskaland er oft kallað vélin í evrusvæðinu. Í nýrri skýrslu spáir Bank for International Settlements (BIS) því að fasteignaverð muni falla um 75% í Þýskalandi á næstu 40 árum.
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 8. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband