Leita í fréttum mbl.is

Fyrrv. fjármálaráðherra Þýskalands: Grikkland fer í ríkisgjaldþrot, sama hvað ESB segir.

Fjármálaráðherra Þýskalands Peer Steinbrück
Fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segir í nýrri bók að evrulandið Grikkland muni verða ríkisgjaldþrota innan tíðar, sama hvað hver segir í Brussel. Það er óhjákvæmilegt, tölurnar eru þannig skrúfaðar saman, skrifar hann í bókinni sem Der Spiegel og Financial Times fjalla um. Steinbrück var fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn Angelu Merkel, eða fram í október á síðasta ári; FTDS
 
Steinbrück: "Greece will not manage to get back on its feet without restructuring its debt. There is no way around it. The country's creditors will have to reduce a portion of its debts by extending maturity dates, lowering interest rates or giving them what's called a "haircut" in financial jargon."  
 
 
Mín skoðun: 

Nettó jöfnuður Grikklands við Evrópusambandið
29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot. Það eru liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir kjánar hafa sagt að sé svo góður fyrir öll lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Samt er landið á barmi ríkisgjaldþrots. 

Neikvæðir raunstýrivextir á Spáni
Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú. Grikkland missti myntina sína árið 2002. Síðan þá hafa raunstýrivextir í Grikklandi aldrei verið í takt við verðbólgustig hagkerfis Grikkja. Allir vita hvernig fer þegar peningar eru verðlagðir úr samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika. Það sama hefur einnig gerst á Írlandi, Spáni og Portúgal. 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum
Þegar Grikkland verður ríkisgjaldþrota þá munu Grikkir ekki gleðja sig yfir að peningar þeirra - eins og peningar svo margra annarra evrulanda - hafa á endanum hafnað í hinum risavaxna jákvæða viðskiptajöfnuði Þýskalands. Þetta er svona því í samfleytt 12 ár hefur Þýskaland haft í gangi innvortis gengisfellingu í sínu eigin hagkerfi. Þessu er ekki hægt að verjast í læstu gengisfyrirkomulagi myntbandalags. Þá er ekki hægt að verjast með því að grípa til leiðréttingar-mekanismans - gengis gjaldmiðilsins. Mest allt evrusvæðið er svona orðið að einkaútflutningsmarkaði Þýskalands. Allt evrusvæðið er því í járngreipum Þýskalands. 

Svona myndi fara fyrir Íslandi ef það tæki upp evru. Hér myndi þetta bara gerast ennþá hraðar en það gerðist í Grikklandi, Írlandi og á Spáni.
 
Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 
Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd
 
Hér er ekki um að ræða 77 sardínur í $28 dós á mann eða 2000 tonn á ári eins og á Möltu. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
 
Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista. 

Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra kjána stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem myndi banna Íslendingum að fella gengið, því þá væri ekki til neitt gengi sem hægt væri að fella. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei þaðan aftur. 

Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og okkur þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi.
 
Þetta mál á ekki að vera pólitískt leikfang ríkisstjórnar Íslands. Ríkisstjórnin á ekki spila hazarspil með tilveru og framtíð íslensku þjóðarinnar - eins og hún gerir með flest það sem Vinstri grænir lofuðu kjósendum sínum að myndi ekki gerast fyrir og undir þeim Alþingiskosningum sem komu þeim til valda. Kosningasvik, léttúð þessa og ábyrgðarleysi er ekki hægt að þola lengur. Takið ykkur saman. Þetta er ekki leikur.
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 15. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband