Leita í fréttum mbl.is

Danske Bank: grunnur og sökkull myntbandalagsins er nú óbætanlega skaðaður

EUR_USD 28 apríl 2010 
 
Byggt á sandi 
 
Danske Bank skrifaði í síðustu viku að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður. Það versta, segir bankinn, er að steypugallar og alkalívikni steypunnar í myntbandalaginu hafi sýnt sig í dagsljósinu - alveg á einu bretti og á einum degi. Bankinn segist álíta að myntin evra sé á varnalegri niðurleið og ráðleggur þeim sem hafa tekjur og afkomu sína í evrum að tryggja sig gegn áhættu og tapi. Evran er nú fallin um það bil 12-13% í verði frá því í nóvember gagnvart Bandaríkjadal (sjá símamynd); Danske Bank: Euroen har taget varig skade | Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem" 

Þetta hefðu menn þó átt að geta séð í röntgenmyndasafni bankans af sökkli myntbandalagsins. En bankinn minnist ekkert á þær myndir því þær hafa verið "top-secret" allan tímann og læstar inni í sannleiksskáp bankans. Ekki hæfar til birtingar því enginn hefði hvort sem er trúað að myndirnar væru ófalsaðar áður en sannleikurinn kom í ljós á einum brettadegi. 

Þessar sömu röntgenmyndir gátu þó allir sem hafa augu og heila lesið út úr skýrslu hinna vísu manna í De Økonomiske Råd sem kom út vorið 2009 í Danmörku. Skýrslan innihélt sérstakan kafla um myntbandalagið. Þar var hægt að lesa, þ.e.a.s. ef menn höfðu rétt gleraugu og einbeitni til, að sú staða sem Danske Bank er að fárast yfir núna, var einmitt raunverulegt áhyggjuefni þeirra fjögurra vísu manna sem gerðu skýrsluna. Skuldastaðan og hjálparleysi þeirra sem eru læstir inni í myntbandalaginu - ásamt öldrun og hnignun skattatekna ríkisjóða landanna. Þetta gæti eyðilagt myntina og tekið völdin af peningastjórn hennar, eins og í sannleika er að gerast í dag. Skýrslan: Dansk Økonomi, forår 2009 | Pressemateriale_DOR
 
Ég heiti ekki "allir" 

Um þær mundir, þ.e. í janúar 2009, reyndi forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, að benda á þessa steypugalla í myntbandalaginu. Hann benti einnig þáverandi forsætisráðherra Danmerkur á þá óþægilegu staðreynd, fyrir forsætisráðherrann, sem sést aftur á myndum þessa dagana. Í áföllunum verðlaunaði markaðurinn sænska krónuhagkerfið með lægri vaxtakostnaði en stóð sjálfum ríkissjóði Þýskalands til boða. Myndbandið af þrumuræðu Anders Dam yfir forsætisráðherranum er hér neðst á þessari síðu

Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái nú að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "allir"
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 4. maí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband