Leita í fréttum mbl.is

Enn hægt að bjarga Evrópu með því að endurvekja þjóðarmyntir landanna


Hollenskt gyllini
Franski þingmaðurinn Nicolas Dupont-Aignan segir í grein í Le Monde að hægt sé að bjarga löndum myntbandalags Evrópusambandsins með því að þau fái á ný sínar gömlu þjóðarmyntir. 

Það væri gott fyrir Evrópu ef löndin fengju aftur þjóðarmyntir sínar því aðeins þannig er hægt að bjarga Evrópu, segir Dupont-Aignan. Það er einber þvættingur að Evrópa þurfi standa og falla með evrunni - að það að bjarga myntbandalaginu sé það sama og bjarga hinu svo kallaða Evrópuverkefni, eins og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur sett hlutina fram til að réttlæta björgunarpakka evrulanda upp á 750 miljarða evrur.

"Augljóst er að það er ekki hægt að betrumbæta evruna þannig að hún virki". Eina lausnin á vandamálunum er að þjóðirnar fái sínar gömlu myntir aftur. Kannski væri hægt að nota evruna áfram sem eins konar varamynt handa þeim sem löndum sem sjálfviljug vilja samhæfa fjárlög og efnahag ríkja sinna. 

En því fyrr sem löndin fá sínar gömlu myntir til baka, því betra. Það er afar slæmt að bíða með þetta þangað til allt er um seinan og grípa þarf til örþrifaráða. Það þarf að hætta að troða þeim falska sannleika inn á Evrópubúa að ESB standi og falli með evrunni. Bæði Svíþjóð og Danmörk sem hafna alfarið evru eru ágætis dæmi um að þessi rök hafi ekki við neitt að styðjast, segir Dupont-Aignan: Le Monde
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 31. maí 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband