Leita í fréttum mbl.is

EMU-RÍKISGJALDÞROTA-DAGBÓK STOFNUÐ 3. APRÍL

Gríski harmleikurinn. Er stærsta ríkisgjaldþrot mannkynssögunnar að hefjast í evrum í myntbandalagi Evrópusambandsins?

Ég hef stofnað EMU-ríkisgjaldþrotadagbók. Eins og sakir standa, eru sterkar líkur á því að lýðveldið Grikkland muni verða gjaldþrota inni í myntbandalagi Evrópusambandsins. Allir sem hlut eiga að máli vona að til þessa muni ekki koma.

Málið er stórt og mjög flókið. Ef gríska lýðveldið mun fara í þrot, þá yrði um stærsta ríkisgjaldþrot mannkynssögunnar að ræða. Peningalega séð eru tæplega hálf billjón evrur í húfi. Þetta yrði stærra en samanlagt ríkisgreiðslufall Argentínu og Rússlands. Og það sem verra er, það mun eiga sér stað inni í miðju myntbandalagi Evrópusambandsins. Það yrði verst hugsanlegi staðurinn til að fara í ríkisgjaldþrot. Afleiðingarnar yrðu geigvænlegar fyrir alla aðila. Tilgangurinn með þessari síðu er að fylgjast sérstaklega með þróun þessa máls. Við skulum þó vona það besta, Grikklands vegna.  

Dagbókin er hér: EMU-Ríkisgjaldþrotadagbók á tilveraniesb.net og verður uppfærð í takt við þróun atburðarásar þessa máls. 

 

Fyrri færsla:

Skoðanakönnun: Þjóðverjar vilja út úr evru


Bloggfærslur 5. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband