Leita í fréttum mbl.is

Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar í Evrópusambandinu

Eplaverksmiðjan 
- run Forrest, run - 
 
Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar

Þeir sem halda ennþá að Evrópusambandið sé "tolla- og efnahagsbandalag" rétti upp hönd. Þetta gæti orðið spurning í kennslustund í sjö ára bekk í barnaskólum Evrópu eftir aðeins nokkur ár. Þeir sem réttu upp hönd fengju annað hvort rétt eða væru reknir út.

Ég get ekki séð neitt tollabandalag í dag. Og ég sé heldur ekki neitt efnahagsbandalag. Það sem ég sé er stórslys. Eitt stykki Evrópusamband sem hriktir í eins og gömlum Sovétríkjum. Evrópusamband sem varð einni myntinni of ákaft og sem gleymdi að ráðfæra sig við fólkið. Alveg eins og gerðist í Sovétríkjunum. Við völtum yfir fólkið.

Þegar Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar kom til Íslands til að predika, sagði hann Íslendingum frá því að "sænska fólkið" hefði ekki skriðið gengið í nein "sambandsríki Evrópu" þegar það ákvað í hræðslukasti og með 2,8% meirihluta kjósenda að ganga í ESB árið 1994. Verður Göran Persson rekinn úr sjö ára bekknum?

Það er nú þegar búið að reka Poul Schlüter fyrrum forsætisráðherra Danmerkur úr skólanum og senda hann til Síberíu. Hann sagði nefnilega að Evrópusambandið myndi aldrei verða til. Það sagði hann árið 1986. "Evrópusambandshugmyndin er steindauð", sagði hann. "Kjósið já. Ekkert að óttast. ESB verður aldrei til." Evrópusambandið var því stofnað sjö árum seinna með einum Maastrichtsáttmála. Tveir litlir menn í tveim litlum löndum sem þá héldu að þeir vissu hvað þeir voru að gera.

Grikkland á leið í ríkisgjaldþrot. Portúgal fylgir í humátt á eftir. Írland er í tætlum. Spánn riðar, Eystrasaltsríkin í djúpri neyð og Ítalía lifandi grafin í skuldum. Á meðan myntbandalag Evrópusambandsins sprengir lönd þess í loft upp, sitja evrufíklar Brussels niðri í kjallara og sjúga þumalputta með lokuð augu. Skjálfandi af hræðslu eins og óvitar sem kveikt hafa í húsi nágrannans um miðja nótt. Þeir vona að pabbi og mamma vakni ekki. Vona að þau taki ekki eftir að hús nágrannans verður horfið á morgun.

Seðlabankastjórinn sem stjórnaði sprengjuhleðslunum á evrusvæði þorir varla að láta sjá sig opinberlega lengur. Hann er skjálfandi af hræðslu. Seðlabanki Evrópusambandsins er orðinn seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB núna er óttinn einn.

Spurningin er sem sagt þessi: hverjir verða reknir úr skólanum fyrir að koma með rangt svar? Hvert verður rétta svarið? Í tilfelli Sovétríkjanna vitum við nú hvert varð hið rétta svar. En lengi vel vissi enginn hvert hið rétta sovéska svar yrði. En það kom þó að því.

Hér eru nokkrar fréttaslóðir stór-fyrra dagsins

Evran er dauðadæmd segja bankamenn (þ.e. án stórríkis) á vef Heimssýnar

Grikkland í dauðadans segir Geroge Soros (þ.e. án stórríkis) í CNBC

Grikkland á enga von segir Soros í grísku viðtali (þ.e. án stórríkis) í Kathimerini

Aðeins efnahagslegur fáráðlingar eða stórríkissinni segir að Bretland eigi að taka upp evru segir Anatole Kaletsky í Times. 



Absúrd að Þýskaland eigi að bjarga 16. launamánuði Grikkja sem hætta að vinna 57 ára gamlir. Brussel gerir ekkert. Engin neyðaráætlun hefur verið gerð, engar ráðstafanir gerðar til að Grikkland komist lifandi út úr evru-fangelsinu. En það má ekki tala um þetta, þetta heitir nefnilega evrópsk samstaða, segir tékkneska blaðið Lidové noviny.

AGS kom með skýrslu sem segir að evrusvæðið sé vænleg og líkleg útungunarvél fyrir nýja heimskreppu vegna ríkisgjaldþrotaáhættu landa þess. 

Forrest Gump er ennþá ánægður með að hafa fjárfest í eplaverksmiðju en ekki í Brussel. Hann þarf ekki að vinna meira.

Gleðilegt sumar !
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 24. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband