Leita í fréttum mbl.is

Slóvakar vonsviknir með evru. Bjuggust við gjaldmiðli. Vilja skila henni.

 Slóvakía nokkrar lykiltölur árið 2009
Slóvakía, nokkrar 2009 lykiltölur; atvinnuleysi mældist þar 14,7 prósent í október 2010
 
Það sem átti að vera svo gott á árunum frá 1999 til 2008 er nú orðið svo slæmt að Slóvakar íhuga plan-B. Það var ekki hin stórpólitíska evra dagsins í dag sem Slóvakar tóku upp í byrjun síðasta árs. Þeir álitu, vegna þess að hin pólitíska elítu-stétt ESB sagði þeim það svo oft, að 2008-evra seðlabanka Evrópusambandsins væri fyrsta flokks sannur gjaldmiðill. Og þeim var líka sagt að þessi seðlabanki, sem gefur út evrumyntina, væri svo góður að fýsilegt væri að leggja niður slóvensku korun mynt landsins og taka hennar í stað upp evru ESB.  

Stöðugleiki myntbandalaga
Slóvakar höfðu þá væntanlega skoðað í pakkann, skoðað og metið kosti og galla þess sem ekki er hægt að vita, og myndað sér síðan skoðun, byggða á því sem þeim var alls ekki sagt frá; að evrumynt Evrópusambandsins væri eingöngu pólitískur gjaldmiðill, dulbúinn sem efnahagslegt fyrirbæri en hornsteinninn í myndun Bandaríkja Evrópu. 

Forseti slóvakíska þingsins, Richard Sulik, skrifaði því eftirfarandi í blaðagrein í Hospodarske Noviny: "ESB lofaði okkur stöðugum og traustum gjaldmiðli. Því lögðum við mikið á okkur við að uppfylla skilyrðin fyrir evruupptöku. Okkur hafði verið lofað stöðugum gjaldmiðli byggðum á vönduðu og traustu regluverki. Tveimur árum síðar er hins vegar dapurlegt að sjá að þessar reglur og regluverkið allt er ekki eins fyrir öll löndin, svo maður komi sér nú hjá að þurfa að segja að engar reglur gildi um myntina í þessu myntbandalagi. Tíminn er kominn til að við gerum okkur áætlun-B, hættum að treysta blint á það sem leiðtogar evrusvæðis segja, segjum okkur úr myntbandalaginu og tökum aftur upp okkar eigin mynt."         

Kosningaþátttaka í heild til Evrópuþingsins 2004

Mikil er einfeldni mannanna hér. Slóvakar hefðu átt að stunda þá sönnu upplýstu ESB-umræðu sem hvergi hefur farið fram í Evrópusambandinu nokkurn tíma. Stjórnmálamenn landsins áttu að segja Slóvökum að mynt Evrópusambandsins væri það sem hún er; þ.e.a.s. pólitískur gjaldmiðill sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með efnahagsmál. Þeir hefðu líka átt að upplýsa þjóðina um að engin leið væri út úr myntbandalaginu aftur. Einnig hefðu þeir átt að upplýsa þjóðina um að Slóvakía hafði ekki um neitt að velja, hún var skyldug til að leggja niður sinn eigin gjaldmiðil. Það stendur í sáttmála ESB. Þeir hefðu átt að segja þjóðinni að hún má aldrei aftur gefa út sína eigin mynt. Aldrei! Þetta eru reglur Evrópusambandsins. Þegar þjóðir ganga í ESB þá missa þær fullveldið að fullu og öllu leyti, með smáum sem stórum skrefum, og fá það aldrei aftur - án styrjaldar.   


Öllu hefur alltaf verið logið, meðvitandi sem ómeðvitandi, að þjóðum Evrópusambandsins um Evrópusambandið. Engin upplýst umræða hefur farið fram í neinu landi um Evrópusambandsaðild nokkru sinni, aldrei. Þetta, mínar dömur og herrar, er nefnilega ekki efnahagsbandalag. ESB er einfaldlega stórríki í smíðum. Það er vel hægt að kalla það fyrir hið pólitíska óstöðugleikasamband Evrópu, enda er það einmitt gert í þessari grein í Wall Street JournalThe European Destabilization Mechanism. Mikil möguleg áhætta er hér á ferðum fyrir Evrópu.
 
Þjóðmál : Vetur 2008 Númer 4 2008
Ég bendi einnig á mína eigin grein, Seðlabankinn og þjóðfélagið, sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum 4. hefti 4. árgangi veturinn 2008/9 - og sem kemur einmitt inn á pólitíska mynt Evrópusambandsins og hið óendanlega stóra mikilvægi seðlabanka Íslands sem og annarra seðlabanka fyrir fullveldi virkra þjóðfélaga.
 
Ég mæli einnig með þessari grein dagsins á EvrópuvaktinniEr þetta sú framtíð sem við sækjumst eftir?
 
Ekkert af ofangreindu mun birtast í ESB-DDRÚV. 
 
Krækjur
 
 
Tengt

Fyrri færsla

Bloggfærslur 15. desember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband