Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn myrkraverka sækir um aðild að stærra vandamáli

Fyrst Evrópa hefur átt og á enn við svona mikil vandamál að stríða, að hún - samkvæmt stjórnmála- og embættismannastétt ESB - þarf heilt Evrópusamband með öllu tilheyrandi, til að reyna að lækna vandamálin, af hverju, já af hverju vill þá Samfylkingin og Vinstri grænir ganga inn í þetta vandamál? Af hverju vilja þeir sækja um aðild að vandamálinu? 

Langar stjórnmála- og embættismannastétt sósíalista og kommúnista Samfylkingar Vinstri grænna svona mikið inn í aðild að þessu eilífðarvandamáli Evrópu vegna þess að vandamálin hér heima eru svo smásmuguleg að ekki tekur sig að leysa þau? Þarf að búa til ný risavaxin vandamál handa þessari stétt? Sérferð handa þessum fáu sem fóru á mis við síðasta stóra misfóstur heimsins? Er það þetta sem þeim vantar. Stærri vandamál?    

Evrópusambandið var stofnað sem eins konar hjálpartæki Þýskalands og Frakklands. Það átti að reyna - og einungis bara reyna - að gera þessum tveim löndum kleift að búa í sömu bygginu. Þetta er eins konar hækja handa fötluðum sem þessir tveir krónískt mölbrotnu sjúklingar Evrópu nota í neyð sinni. En því miður. Þrátt fyrir þessar hækjur er Evrópa á góðri leið með að sprengja sig í loft upp aftur. Eina ferðina enn.

Viðhorf marga nágrannaríkja þeirra hefur verið það að fyrst þessi tvö lönd ganga um á báðum mölbrotnum - og með hækjur - þá hljóta hækjur að vera góðar. Alveg burtséð frá eigin heilsufari. 

En viðhorf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er hins vegar svona; "Mamma mamma, ég fór yfir í næsta hverfi og þar ganga allir, já alveg allir, um með hækjur. Ég vil fá hækjur."   

En ríkisstjórn sem gengur erinda annarra ríkja, hundsar algerlega vilja þjóðarinnar og hagsmuni hennar, er þegar orðin hækja og skækja. Hún er orðin verri en engin ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur nú sýnt sig sem verandi þjóðfjandsamleg og stórhættuleg Íslandi. Þessi Icesave ríkisstjórn er Vinstri grænir og Samfylkingin. Hún er lýðveldi og lýðræði okkar hættuleg. Þessi ríkisstjórn er hættuleg öllu heiðarlegu fólki með jarðsamband við rétt og rangt. Hún er börnum Íslands óholl. Þau munu skammast sín fyrir þetta fólk. 

Þetta minnir allt saman - frekar óneitanlega og óþægilega - á myrkraverk í Moskvu.
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 13. desember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband