Leita í fréttum mbl.is

Enn þynnist eggjaskurn myntbandalags ESB: lokað á írska bankakerfið

Myntbandalagið sekkur 
 
Saga dagsins er sú að Írland féll í nótt í gegnum næfurþunnt gólf peningamarkaðs þeirra landa sem eru svo óheppin að hafa látið blekkja sig inn í myntbandalag Evrópusambandsins. Bankakerfi Írlands á nú að vera nokkuð lokað og læst úti frá peningamörkuðum alþjóðlegs fjármagns (FT). Mörkuðum er orðið ljóst að í pakkaboði myntbandalagsins eru aðeins tvær tegundir á borðum: niðurskurður, ríkisgjaldþrot eða hvort tveggja. Evran er ekki trygging.   

Nú halda menn að næsta skref Íra sé að afklæðast evru-smokk Samfylkingarinnar og láta skjaldborg Evrópusambandsins ýta sér nöktum í fang Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, sem Bandaríkin hafa ákveðið að aðstoða, og sem einnig veitir ríkisgjaldþrotasjóði ESB aðstoð við skiptaráðin. 

Nota þarf nú enn stærri snjóþrúgur þegar gengið er á næfurþunnri eggjaskurn myntbandalags Evrópusambandsins. Inni í egginu veit enginn hvað er að gerast. Evran gegn dal hefur fallið á mörkuðum síðustu daga, þrátt fyrir peningaprentverki fyrir vestan.
 
Stjóri stærsta gjaldeyriskaupasjóðs heimsins, John Taylor, segir að evran verði álíka mikils virði og ítölsk líra eftir aðeins nokkra mánuði. Það eina sem getur hindrað að þetta gerist er að stofnuð verði Bandaríki Evrópu í einum grænum hvelli. Aðeins þannig geti mýmörg hálf gjaldþrota lönd myntbandalags Evrópusambandsins komist alveg til botns í gullforða og peningakistum Þýskalands.
 
Íslenskir fræðimenn segja að þetta muni bara gleðja þýsku þjóðina, fullveldi Írlands stóraukist og að friður í Evrópu sé þar með gulltryggður. Luck of the Irish
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 12. nóvember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband