Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað er gervigreind?

Eliza 1966

Mynd: Eliza gervigreinda "spjallmennið" frá 1966 (selt til Jósefs Biden 2019)

****

Mikið er rætt um síðustu markaðsfærsluherferð hugbúnaðar-, hálfleiðara-, og örgjörvabransans og sem sumir kalla "gervigreind". En þarna er aðeins um að ræða eldgamla viðleitni til að búa til betri kóða og ekkert annað. Og hver vill ekki betri forritun? Ég vil hana. Til dæmis er forritun í dag oft svo ömurleg að illa tekst til með að láta forrit lýsa myndrænt hlutfallslegri framvindu tölvunaraðgerða með einföldum framvindu-bjálka. Og allir vita að heilum 57 árum eftir að tölvuprentarinn varð til, gengur jafnilla að láta tölvuna "þekkja" slíkt tæki og "kannast við það". Þarna hafa litlar framfarir orðið á tæpum 60 árum, einkum þegar horft er til "hlutfallslegra framfara" því tölvur í dag þekkja bara þau tæki sem seljast best á líðandi smástund og akkúrat engin önnur, - nema að dustað sé rykið af gamla gagnabankanum með reklum og þeim bætt við. Það yrðu rosalegar "framfarir" eða hitt þó heldur

Ekkert markvert hefur gerst í þessum svo kölluðu gervigreindar-efnum (betri kóði) frá því að tölvu-munstursgreining var fundin upp árið 1959. Sást það afar vel um daginn þegar Rússar skutu bandarísku loftvarnarkerfin í spað við Kænugarð, en þá ristuðu þeir svo kallaða gervigreind ratsjáa Patriot-kerfisins kolsvarta, þannig að hún varð eitt stórt núll og hætti að vera einn - í stríði sem algjörlega er NATO-ríkjunum að kenna

Munstursgreiningu þekkja flestir frá vinnslu á svokölluðum OCR-línum á Gíróseðlum. Það er gervigreindin sem allir tala um í dag, þ.e.a.s. um sama prinsipp er að ræða. Lestur skynjara á fyrirfram þekktu og skilgreindu munstri (ath.: ekki skipta um leturtegund, fyrir alla muni!)

Gervigreind er samt fullkomið rangnefni því enn er ekki vitað hvað greind er. Sést það daglega út um allt, sérstaklega þegar málefni líðandi stundar eru "greind" af svokölluðum "fjölmiðlum" sem virðast hafa massífan mannafla af ekta gervigreindum fábjánum í vinnu og næstum enga aðra

Eliza var svo kallaður gervigreindar-spjallari sem forritaður var með tölvuforritunarmáli frá 1964 til 1967, fyrir IBM 7094 kerfið. Hægt var að ræða við spjallarann (rangnefndur "spjallmenni" í dag) í gegnum lyklaborð og svörin komu af "gagna-lager" sem búinn var til fyrir tölvuna til að leita í

Þeir sem hafa gaman af því að ræða við svona tækni í dag hefðu haft miklu meira gaman af því að ræða við símastaurana sem notaðir voru til að halda á lofti símalínum gömlu talsímanna í sveitum landsins - og sem hægt var að hlusta á með því að lyfta tólinu og bera það að öðru eyra af tveimur fyrir sama heilabú. Söngurinn í línunum var oft mjög skemmtilegur og ýmis dularfull hljóð bárust manni til eyrna, væru þau lögð við staurinn (faðma tré, tjargað). Um vissa "nálgun" var að ræða –eins og hjá ofseldu gervigreindinni í dag– og kostaði hún þess utan ekki neitt. Sveitasímastaurar í brakandi norðurljósum var ekkert sem drengur með fullu viti og áhuga á tækni fúlsaði við. En maður varð að passa sig, því annars gat maður fengið riðveikina

"Methinks it is like a weasel"

- er sex orða setning úr 28 latneskum bókstöfum, orðabil meðtalin. Hún inniheldur 10 þúsund milljón, milljón, milljón, milljón, milljón, milljón möguleika. Hægt er að reyna að setja milljón apa við milljón lyklaborð og þeir munu aldrei, svo lengi sem alheimurinn er til, rata á þessa samsetningu né hvað þá heldur merkingu þessara 28 bókstafa í einmitt þessari röð. Menn geta síðan reynt að geta sér til um hve langan tíma það tekur að þróa "greind" í tölvum og hvað þarf til. Forritarar, tölvur meðtaldar, gætu ekki forritað greind sem svarar til greindar býflugu á milljón árum með núverandi steinaldartækni á sviði tölvunar

Gervigreindin í dag er sem sagt sú að láta tölvu þekkja muninn á núlli og einum áfram. Ekkert nýtt er um að ræða og engin bylting hefur orðið. Menn eru aðeins að reyna að búa til betri kóða fyrir gamla tækni. Eftir milljón ár í viðbót, með þessu áframhaldi, mun tölvunartækni sem byggir á núlli og eittum halda áfram að vera bara það sama eða svipað og hún er í dag; löngu úrelt. Vilji menn hins vegar eitthvað nýtt þá verða þeir að koma með nýjar hugmyndir að algjörlega nýrri tækni. Betri kóði er ekki nóg

Vonarfen er gamalt lyf. Stærri gangabunki af meiri þvættingi er það líka

Bjánar!

****

VÖKUDRAUMUR - EFTIR JENNA JÓNS

Snillingurinn Grettir Björnsson frá Bjargi í Miðfirði leikur Vökudraum eftir Jenna Jóns. Þórir Baldursson sér um "undirleik". Þetta lag eftir Jenna Jóns er í mínum huga; seigla, heyskapur í brakandi norðanátt með sprungnar varir af vindþurrki og vökum, síldarplanið á Sigló og landstímið af miðunum, með fullfermi undir rauðamorgun á bjartri sumarnótt. Steypuvinna um sumarnótt á áttunda áratugnum kemur einnig upp í hugann

Fyrri færsla

Kengruglaðir grænkommar


Kengruglaðir grænkommar

Ég vinn fyrir fólkið

Mynd: "Ég vinn fyrir fólkið" stendur þarna á þessu gamla sovéska áróðursskilti. Í dag stendur þetta plakat fyrir ríkisstjórn Íslands. Hún vinnur fyrir fólkið - í útlöndum. Hún vinnur fyrir glóbalista - þ.e. nalla nútímans, sem kyrja nalla nútímans: 0,04 prósentin

****

Á tímum Sovétríkjanna var þetta hér fyrir ofan eitt áhrifamesta áróðursskilti sértrúarsafnaðar kommúnistaflokks sem á endanum lagði sjálft ríkið og líf fólksins í því í rúst

Í dag passar þetta plakat ákaflega vel við sértrúarsöfnuð þann sem trúir því að sú 0,04 prósenta gufuhvolfs jarðar sem er koltvísýringur (co2) sé að eyðileggja plánetuna vegna þess að hinn kapítalistíski* homo sapiens framleiði heilar fjórar prósentur af þessu brotabroti úr einu prósenti sem kallast koltvísýringur. Báðar eru stærðirnar innan skekkjumarkanna sem skilja á milli fífls og fávita

Áður fyrr var kommúnisminn sá staður sem hagkerfin fóru á til að deyja. Í dag er kolklikkuð jöfnun kolklikkaðra grænkomma staðurinn sem hagkerfin fara á til að deyja

FORSÍÐA FÁRÁNLEIKANS

Kom snjóflóðið á Flateyri á forsíður dagblaða annars staðar á Norðurlöndum? Það er ég viss um að gerðist ekki. Hvað er þá þessi plebbafrétt um eitt ónýtt hús í Noregi að gera á forsíðu Moggans í dag? Er Mogginn kannski líka að verða plebbablað í sovéskum stíl? Eða er þessi mynd þarna á forsíðunni til að styðja við grænsovét nýsovétstjórnarinnar hér á landi, þar sem utanríkisráðherrann er fyrst og fremst orðinn sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi?

* Kapítalismi er ekki kerfi. Hann er færslur milli manna. Hann er eins og andardrátturinn; meðfæddur og lífsnauðsynlegur

Fyrri færsla

Rússland nú fimmta stærsta hagkerfi veraldar


mbl.is Ekki beðið um undanþágu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússland nú fimmta stærsta hagkerfi veraldar

Upptaka: Að hafa það er betra en að hafa það ekki. Ural-4320 (drif á öllum) með YaMZ-238 V8 dísilvélinni (eða sexunni) frá vélaverksmiðjunni í Yaroslavl. Ural-4320 fór í framleiðslu 1976 og er framleiddur enn. Greinilega velheppnuð hönnun. Er líka með úttak fyrir drifskaft fyrir aftanívagn og er þá með drif á 5-7 hásingum

****

Alþjóðabankinn (e. The World Bank) segir og skrifar að Rússland hafi á síðasta ári orðið fimmta stærsta hagkerfi veraldar með því að landsframleiðsla þess mælist nú stærri en landsframleiðsla Þýskalands

Þetta kemur mér ekki á óvart. Og líklegt er að á næsta ári muni rússneska hagkerfið fara fram úr því japanska að stærð

En það sem mikilvægara er, er það að iðnaðarhluti rússneska hagkerfisins hefur árum saman verið miklu stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Þegar Rússland fer fram úr Japan og verður fjórða stærsta efnahagsstórveldi veraldar, kannski á næsta ári, þá er líklegt að iðnaðarhluti þess verði orðinn hátt í tvöfalt stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Sem sagt. Rússland er nú stærsta hagkerfi Evrópu (VLF PPP)

Fyrri færsla

Beint: Allt heyrt og séð áður


Beint: Allt heyrt og séð áður

Æi, við höfum heyrt þetta allt áður herra dramadrottning, vælukjói og sölumaður Prigozhin

Best að setja Austfjarðaþokuna með Gretti Björnssyni á fóninn, því ekki er hún síðri en þessi þoka þarna

Munið svo kæru lesendur að ekkert, núll nada og ekkert, hefur verið að marka hið risavaxna hóruhús vestrænna fjölmiðla um stríðið í Úkraínu frá því að það hófst 2014. Ekkert. Og reyndar minna en ekkert frá því í febrúar 2022. Við skulum ekki minnast á ruslahauga smáfélagsmiðlanna

Og í þetta skiptið verður ekkert að marka þá heldur. Horfið því bara á dansinn, lesið textann frá Rossi, en hlustið síðan á Gretti, því þá skilst þetta allt

Þakkir til Michaels Rossi stjórnmálafræðings fyrir þýðinguna yfir á ensku. Hann hefur líka þýtt ávarp Vladímírs Pútíns í dag

Fyrri færsla

Um hvað snérist Bakhmut?


Um hvað snérist Bakhmut?

HVAÐ VAR BAKHMUT?

Þegar Rússar, eftir 12 ára aðvaranir, ákváðu að sýna NATO-löndunum og Kænugarðsstjórninni fram á hve alvarlegum augum þeir litu fyrirhugaða innlimun Úkraínu í NATO, þá stilltu þeir upp vissum en takmörkuðum herafla við landamæri Úkraínu. Tilgangurinn var að sýna svo kölluðum "vesturveldum" fram á alvöru NATO-málsins. Að Rússar myndu ekki líða innlimun Úkraínu í þann félagsskap, dulbúinn sem "varnarbandalag" en sem nú hefur rústað friði í Evrópu. Rússar bjuggust þá við því að á þá sem málsaðila yrði að minnsta kosti hlustað. En það reyndust falskar væntingar. Enginn í vestri hlustaði

Þáverandi virkur og standandi landher Rússlands var þá tæplega helmingi minni en landher Kænugarðsstjórnarinnar. Allt þvaður vesturveldanna um að Rússar hygðust gleypa Eystarasaltslöndin var því fullkominn þvættingur og fjölmiðlauppspuni. Eystarasaltslöndunum stóð í raun meiri hætta af Kænugarðsstjórninni og afleiðum hennar, en af Moskvu með helmingi minni standandi herafla. Þess utan kæra Rússar sig hvorki um að stíga fæti né snerta á fársjúkri, úrkynjaðri og deyjandi Evrópu, þungt haldinni af banvænum þjóðberklum og geðbiluðu stjórnarfari er minnir Rússa mest á Marx-Lenín nalla-ofstækið forðum, en sem nú er orðið græn sextán kynja tortímingarvél alls og allra

Þegar þessi helmingi minni her Rússa fór síðan yfir landamærin og inn í þáverandi Úkraínu í febrúar í fyrra, þá var hann af nákvæmlega sömu stærð og sá sem stuttu áður hafði tekið sér stöðu við landamærin. Ætlun Rússa með hinni takmörkuðu innrás hernaðaraðgerðarinnar var að þvinga NATO-stjórnvöld vesturlanda og hið eins-flokks, en komandi fasistaríki Kænugarðs að samningaborðinu

Ég er ekki einn um að koma auga á að Úkraína er í dag orðin eins flokks fasistaríki. Hið sama segir Douglas Macgregor fyrrum ofursti Bandaríkjahers og þriðji æðsti maður bandaríska varnarmálaráðuneytisins í stjórnartíð Donalds J. Trumps. Og einhverra hluta vegna hafa bandarískir þingmenn, nú hengdir í gömlum geislabaugum, engan áhuga á að heimsækja "stjórnarandstöðuna" í því gerspillta Úkraínulandi sem þeir fjármagna og halda á floti núna, án nokkurs samráðs við bandaríska kjósendur. En það hefur verið föst leiksýning bandarískra þingamanna með geislabaug er þeir heimsækja fjarlæg lönd sem hafa ekki ríkisstjórnir sem þeim er að skapi. Í dag yrðu þeir teknir af pólitísku lífi í Bandaríkjunum, eins og í draumalandi Jósefs Stalíns í gamla daga, ef þeir myndu voga sér slíkt. Jósef Biden og gengi hans í rauða Hvíta húsinu með aðstoð sorpmiðlaveldis Bandaríkjanna myndi sjá fyrir því

En einnig þær væntingar Rússa reyndust falskar, því í vestri var enginn sem hlustaði og málfrelsið í þessum efnum í vestri hafði verið afmunið. Enginn vildi tala um neitt við Rússa af ótta við vestræna útskúfun vestrænna þjóðberklasjúklinga, og þar undir heyra nær allir fjölmiðlar vesturlanda

Greip Rússlandsstjórnin þá loksins til þeirra ráða að knýja fram lausn er alfarið yrði á skilmálum Rússa. Sergey Vladimirovich Surovikin hershöfðingi rússneska flughersins var skipaður yfir hinni sérstöku hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu og yfir honum var Valery Vasilyevich Gerasimov æðsti yfirmaður alls herafls Rússlands

STÓR-STRATEGÍA SMÍÐUÐ Á STAÐNUM

Surovikin ákvað síðan í september 2022 að reisa "varnarmúr" um þann árangur er þá þegar hafði náðst, og sem Úkraínuher yrði síðan boðið að ráðast á á meðan annar herafli Rússlands yrði byggður upp að baki varnarmúrsins, því hinn standandi landherafli Rússlands var, eins áður er getið, helmingi minni en sá sem NATO hafði fóðrað og byggt upp í Úkraínu á undanförnum 7-10 árum

Væntingar Surovikins –sem kann að lesa herstjórn NATO-landa– voru þær að Úkraínuher í vösum ábyrgðarlauss NATO myndi ekki standast freistinguna að kasta sér í massavís á varnamúrinn sökum þeirra alröngu ályktana sem allsráðandi ríkja um Rússland innan NATO ásamt þeim kolröngu ályktunum NATO-landanna sem dregnar voru af fyrstu mánuðunum fyrir og eftir að hin sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands hóst í febrúar 2022. En sjálf deilan hófst hins vegar 2014. Sjálft Úkraínustríðið hófst 2014 og jafnvel svo snemma sem sumarið 1941, sé kafað nógu djúpt í þetta mál, þ.e. hina síendurteknu aðför trylltra vesturlanda að Rússlandi

Frá því að Surovikin fékk samþykkta hina stór-strategísku hernaðaráætlun sína hefur Kænugarðsstjórnin kastað hermönnum sínum svo hundruð þúsundum skiptir á þennan varnarmúr Surovikins. En Surovikin gætti þess þó alveg sérstaklega að hafa allar færar leiðir og þurra vegi fyrir Úkraínuher opna beint inn í Bakhmut, svo að sem mestum mannaafla Úkraínuhers væri gert mögulegt að kasta sér á múrinn þar, í boði NATO-landa, og kála sér - óháð árstíma, veðurfari og færð annars staðar í landinu

Mánuðum saman hefur því sama sagan endurtekið sig í Bakhmut:

1) Rússar sækja lítið eitt fram og nýrri bylgju af úkraínskum hermönnum undir stjórn fjarverandi NATO-pólitíkusa í Rauðu-Washington, trúðaborg Lundúna, stjórnlausri París og úrkynjaðri Berlín er kastað á múrinn og líkin hrannast upp

2) Þá kemur smá hlé

3) Rússar gefa örlítið eftir og sýna passandi veikleikamerki, og enn fleiri úkraínskum hermönnum er þá skipað inn í þá vasa sem Rússar viljandi opna

4) Vasarnir lokast um Úkraínuherinn á þrjá kanta, og þeim og vopnum þeirra er tortímt

5) Síðan hefst nýtt ferli með passandi en örlitlum síbreytileika eins til dæmis skyndilegri bjölluhringingu einhverstaðar í norðri, með annarskonar tóntegund í vestri og leiktilburðum í suðri, en síðan er boltinn látinn skoppa á ný til Bakhmut og rúlla þar við múrinn áfram

Svona hefur laxinn verið þreyttur á önglinum og látinn hendast fram og til baka í landinu, eyða sem mestri orku og kasta sér til einskis á múrinn, frá því að Surovikin var falin herstjórnin

Sjálf borgin Bakhmut eða staðurinn sjálfur skiptir Rússa engu máli, fyrir utan þá Rússa er þar búa og er oft af Kænugarðsstjórninni haldið sem gíslum eða skjöldum í kjöllurum bygginga sem Wagner-sjálfboðaliðasveitir Rússlands eru síðan látnar frelsa og hreinsa. Það sem skiptir hins vegar öllu máli er að stríð fara fram (þau eiga sér stað) og þau eru háð þar sem heröflin mætast. Þau öfl geta til dæmis mæst úti á miðjum og lítilsnýtum mykjuakri eins og Gettysburg eða í Fyrri heimsstyrjöldinni eða í kringum minniháttar borg sem litlu hernaðar-strategísku máli skiptir. Það eina sem skiptir máli er að fá andstæðinginn til að ausa mannafla sínum á bálið, því stríð vinnast með því að tortíma her andstæðingsins, en ekki með því að hertaka land hans. Þegar herinn er fallinn og landið þar með afvopnað þá geta menn síðan gert það sem hentar best við þann landmassa sem hinn fallni her átti að verja. Slíkt er því seinnitíma viðfangsefni. Númer eitt er að afvopna andstæðinginn. Og í þessu tilfelli valdi Surovikin að byggja múr sem andstæðingunum var boðið að kasta sér á. Og það er einmitt það sem Kænugarðsstjórnin í vösum NATO hefur gert

En að baki þessa múrs Surovikins sendur nú stórefldur herafli alls Rússlands og sem ekki hefur verið öflugri í allháa herrans tíð, sem líklega er 40-45 ár. Nú er því komið að þeirri spurningu; hvaða og hvernig lausn málsins fellur best að hagsmunum Rússlands? Aðeins 20 prósentum af landherafla Rússa hefur hingað til verið beitt í þessari deilu

Á þessu tímabili frá því í febrúar 2022 hafa Rússar;

1) Náð hinum rússneskumælandi hlutum Úkraínu í austri á sitt vald og vernda þeir nú eftir bestu getu íbúana þar. Kænugarðsstjórnin er þó enn að skjóta á rússnesku borgarna á óvörðum stöðum þar, því henni hafa áskotnast langdrægari skotflaugar úr vestri til þess. Sú skothríð hefur staðið yfir í meira en 7 ár

2) Tæmt skotafærageymslur allra 30 NATO-landanna og þrýst vesturlöndum í keng í þeim efnum

3) Tortímt öllum þeim vestrænu vopnategundum sem Kænugarðsstjórninni voru látnar í té

4) Tortímt öllum þeim vopnum sem vesturlönd þóttust ein ráða yfir

5) Tætt Patriot loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna í spón og látið Kænugarðsstjórnina brenna 32 flaugum þess af á tveimur mínútum fyrir um það bil 170 milljón Bandaríkjadali, en ársframleiða Bandaríkjanna af Patriot-flaugum er ekki nema 300-400 stykki. Patriot-mínútan í Úkraínu kostaði því um það bil 85 milljónir dala

6) Náð niður verðbólgu og sem nú er minni en á vesturlöndum

7) Komið hagvexti í gang þrátt fyrir að sitja undir mestu refsiaðgerðum sem eitt ríki hefur nokkru sinni verið beitt

8) Látið vesturlönd koma sjálfum sér á kné sem óbeinum fórnarlömbum eigin refsiaðgerða. Nýjasta dæmið eru fyrirhugaðar refsiaðgerðir Marx-Lenínveldis Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á hrádemanta, en Rússar sjá heimsbyggðinni fyrir 70 prósentum af þeim. Sú framleiðsla Marx-Lenínveldis Evrópusambandsins mun því verða flutt til Dúbaí og Mumbai (áður Bombay) og Belgía ein og sér missir þar með 15 prósentur af útflutningi sínum

Talið er að meira en tvær milljónir Þjóðverja hafi nú flutt til Rússlands á undanförnum árum og ætli sér ekki til baka til afiðnvædds Þýskalands Marx-Lenínistanna, sem þar eru önnum kafnir við að frelsa Þjóðverja og helst heiminn allan undan oki iðnaðar og kapítalisma og að kenna þeim kynskipt kynjafræði grænheima og að bíta gras

Hvað næst? Já það er góð spurning. Satt að segja treysti ég mér ekki til að koma nánar inn á framtíðarmöguleika Rússlands núna, því það yrði allt of langt mál. En horfurnar eru slæmar fyrir restina af Úkraínu

Allt þetta er að gerast á meðan íslenskir stjórnmála- og embættismenn megna ekki einu sinni að stöðva innrás óvopnaðs erlends flökkulýðs með flugvélum sem allir vita hvar hefja sig til flugs og lenda og virkar eins og erlend haugsuga beint ofan í ríkissjóð okkar Íslendinga, og sem lúsafaraldur á þjóðríki okkar, og sem gæti reynst okkur sem þjóð banvænn

UM RÚSSLAND

Í nýlegri hagspá AGS, það er hins svo kallaða Alþjóðagjaldeyrissjóðs (ekki veit ég þó hver þessi "alþjóð" sjóðsins er), segir að raunhagvöxtur í Rússlandi hafi verið mun betri á síðasta ári en sjóðurinn spáði fyrir um. Það er að segja; samdráttur varð miklu minni en spáð hafi verið, þrátt fyrir refsi-, þvingunar,- og þjófnaðaraðgerðir vesturlanda til höfuðs Rússlandi, sem eru sennilega þær mestu í sögu mannkyns. Á þessu ári (2023) segir AGS að hagvöxtur í Rússlandi verði jákvæður og að á næsta ári verði hann meira en tvöfalt meiri en í Bandaríkjunum, nærri þrisvar sinnum meiri en í Bretlandi, Ítalíu og Japan, og nærri tvöfalt meiri en í Þýskalandi og Frakklandi

Vesturlönd, sem fóru að viðstöðulausum 40-ára ráðum AGS, geta sjálf ekki framleitt neitt að ráði lengur og verður verðbólga á vesturlöndum á næstu árum því mun meiri en AGS þorir að láta uppi í spá sinni. Allt sem heitir vestræn makróhagfræði liggur nú í tætlum um öll vesturlönd, ofan í fjöldagröf hins úthýsta framleiðsluhagkerfis þar, og eru dýrðardagar makróhagfræðinnar ásamt þvælunni um að sjálfstæði seðlabanka myndi redda öllu, nú algjörlega liðnir. Framundan á vesturlöndum er pólitískur barningur þar sem stjórnmálin snúast um að steindrepa allt það sem kom vesturlöndum upphaflega á fætur. Það verður gert með grænum kommúnisma úr heiðnikirkjuveldi vestrænna háskóla ásamt öðru menntarugli frumfábjána menntabólunnar, sem sennilega er lengsta og stærsta fjármálabóla mannkynssögunnar

AGS talar einnig um geopólitísk uppbrot í heiminum og þar á sjóðurinn við –en þorir ekki að segja það hreint út– að stórskotalið vestrænna menntamanna hefur skotið sig í gegnum höfuðið niður í báðar bætur þegar að Úkraínudeilunni kemur og eru afleiðingarnar þessar;

1) Flekum fjölgar og fleki vesturlanda breytist í bráðnandi ísjaka.

2) Einn innsti og barmafyllsti koppur í því búri var Angela Merkel er dáð var ákaft af flokksforystu Sjálfstæðisflokks vinstri græningja hér heima, ásamt merkantílistísku gervihnattaliði hennar, þar sem streymisveitur þjónustuhluta hagkerfanna áttu að sjá um að fóðra fallbyssur þeirra - og sem síðan sáu um að skjóta það lið í báðar fætur

Iðnaðarhluti rússneska hagkerfisins er nú orðinn miklu stærri og öflugari en samsvarandi hluti þýska hagkerfisins (VLF:PPP) og er þá litið burt frá hergagnaframleiðslu. Sum fallandi vestræn ríki hafa þó reynt að punta upp á landsframleiðslutölur sínar með því að meta vændi og sölu eiturlyfja inn í þær. Í tilfelli Þýskalands, úrbræddu vélarinnar í evrunni, er þjónustuhluti hagkerfis þess 69 prósentur af landsframleiðslunni en samsvarandi tala í Rússlandi er aðeins 63 prósentur. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall heilar 79 prósentur. Og eins og flestir vita nú, þá gengur illa að nota það sem vellur af stafrænu suði úr streymisveitum vesturlanda í sjálfstæðis,- fullveldis,- landvarna,- og hernaðarskyni. Slík þjónusta hefur ekkert þjóðhagslegt gildi þegar salernisseta vesturlanda brennur eða þegar um tilvistarmikilvæg mál er að ræða

RÚSSLAND ER;

1) Stærsti útflytjandi heims af hveiti

2) Stærsti framleiðandi veraldar af byggi, bókhveiti, rúgi og höfrum og næst stærsti framleiðandi heims af sólblómafræjum

3) Rússland er næst stærsti framleiðandi heimsins af platínu, kóbalti og vanadíum

4) Rússland er þriðji stærsti framleiðandi veraldar af gulli og nikkeli og fjórði stærsti framleiðandinn af silfri og fosfati

5) Rússland er fimmti stærsti framleiðandi heims af járngrýti og sjötti stærsti framleiðandi veraldar af úrani og blýi

6) Stálframleiðsla Rússland er á pari við eða meiri en öll stálframleiðsla Bandaríkjanna

7) Rússland er einnig stærsti útflytjandi heims af jarðgasi og á heimsins stærstu óunnu birgðir af því

8) Og Rússland er næst stærsti útflytjandi heimsins af olíu

9) Við skulum ekki minnast á sjaldgæfa málma eins og títan, en lendingarbúnaður flugvéla ásamt dyraopum og berandi bitum í flugvélum Boeing og Airbus er að mestu leyti úr títani frá Rússlandi. Til dæmis var öll Lockheed SR-71 Svartþrastarflugvél Bandaríkjanna byggð úr títani frá Rússlandi. Það er ekki tilviljun að Boeing var með miklar rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar í Rússlandi

10) En nú eru nýjar rússneskar farþegaþotur, sem afleiðing af heiladauða vesturlanda, á leið í samkeppni við Boeing og Airbus á þeim mörkuðum sem hata Bandaríkin og NATO meira en þeir hata Rússland og er þar um meira en helming heimsbyggðarinnar að ræða

11) Rússland útskrifar mun fleiri verkfræðinga og raunvísindamenn en Bandaríkin gera árlega, þrátt fyrir tvöfalt stærri mannfjölda Bandaríkjanna

12) Rússland var og er leiðandi í geimferðatækni og getu. Fyrsti maðurinn út í geim var Rússi

Rússland er sem sagt fullvalda stórveldi. Rússland er stærsta land veraldar og Moskva er stærsta borg Evrópu og Rússland er fjölmennasta ríki Evrópu. Þannig ríki sem framleiðir gnótt matar, hita, orku, innviði og vopn til verndar fyrir þjóð sína, verður ekki lagt að velli sama hvernig mönnum líkar stjórnvöld þess eða ekki, einkum í lygapressum vestrænna fjölmiðla. Ég efast orðið um að dagblöð verði enn þá til á vesturlöndum eftir 10 ár

Rússland er ekki eins flokks fasistaríki eins og Úkraína er orðin í höndum Vesturlanda. Rússar geta hvenær sem er og auðveldlega losað sig við þjóðarleiðtoga sína, sé það vilji þjóðarinnar. En fordæmin um pólitíska allsherjarupplausn, úrkynjun og geðklof vesturlanda blikka nú sem risavaxin aðvörunarskilti hvern einasta dag á himninum yfir öllu hinu víðfeðma ríki Rússlands. "Við viljum ekki verða eins og vesturlönd". "Allt sem kommúnistar sögðu okkur um kommúnismann reyndist lygi, en flest það sem þeir sögðu okkur um vesturlönd reyndist því miður rétt", segja Rússar. "Við viljum ekki stíga fæti okkar inn í Evrópu á ný. Aldrei aftur"

Fyrri færsla

Komst ekki upp í MiG-25 flughæð


Komst ekki upp í MiG-25 flughæð

Hin rússneska MiG-25 frá 1964 hefur komist upp í 130 þúsund feta hæð, sem er mun hærra en svo kölluð Starship SpaceX komst í gær

****

Þetta er sprenghlægilegt. Þessi svo kallaða, og nú sannarlega aleldaflaug frá Space-X (bráðum ex-Space) komst varla upp í þá flughæð sem sovéska MiG-25 herþotan náði auðveldlega, það er að segja upp í 100 þúsund feta hæð, sem er rétt rúmlega þreföld flughæð farþegaþota. MiG-25 hefur reyndar komist upp í 130 þúsund feta hæð, enda er hún frá árinu 1964

Greinilega sást í gær að SpaceX Starship flaugin var of hægfara alveg frá byrjun, skildi seint og illa við pallinn, hitaskildir byrjuðu strax að hrynja af henni, sprengingar í Raptorhreyflunum hófust snemma, og sem reynst hafa misfóstur frá byrjun. Flaugin skemmdi allt í kringum sig, mannvirki og byggingar, og stórskemmdi steypuna undir henni. Skotið var því fíaskó frá upphafi til enda og óvíst er um framtíð og traust fyrirtækisins, sem nú þegar er á niðurgreiddum brauðfótum

Burðargeta þessarar SpaceX Starship flaugar sem sprakk þarna í gær er sögð vera 150 tonn. Saturn-5 frá 1967 og sem fór með þrjá Bandaríkjamenn á sporbraut um tunglið og lenti tveimur þeirra þar sumarið 1969 og flaug þeim síðan til baka heim, hafði 140 tonna burðargetu og var þyngd hennar á skotpallinum ekki nema tæplega þrjú þusund tonn á móti fimm þúsund tonna þyngt SpaceX Starship

Þessir snillingar hjá SpaceX hafa sem sagt aukið þyngd flaugarinnar um tvö þúsund tonn til að koma tíu tonnum meira á sporbraut um jörðu. Athugið að 56 ár eru liðin frá því að Saturn-5 gat sent 140 tonn á sporbraut um jörðu. Það er rúmlega hálf öld. Histerísk og jafnframt krónísk múgsefjunin í kringum SpaceX leyndi sér ekki í gær. Fólk klappaði jafnvel þegar flaugin sprakk

SpaceX Starship flaugin fór því sömu leið og hlutabréfin í Tesla sem hrundu aukalega um 10 prósentur í gær, eftir að hafa fyrst hrunið um tæpar 60 prósentur frá því í október 2021, þegar í ljós kom að Tesla er bara venjulegur bílaframleiðandi en ekki tæknifyrirtæki. Eiga þau bréf því eftir að falla um 80-90 prósentur í viðbót eða niður á það sem markaðurinn metur aðra bílaframleiðendur á - eða úr v/h-51 niður á verð/hagnaðarhlutfallið 5 til 20. Reyndar féll v/h hlutfallið hjá Tesla úr 51 niður í 46 á einum sólarhring í gær

Áskorunin - geimbíómynd

Á meðan taka Rússar heilar bíómyndir upp úti í geimnum og þurfa því ekki tölvueftirhermur, enda ráða þeir yfir eigin farskjótum og geimstöðvum og eru því fullvalda ríki í geimferðum og geimferðatækni

****

Rússneska bíómyndin Áskorunin fer nú í dreifingu erlendis, sagði Tass í gær. En hún er fyrsta leikna bíómynd veraldar sem tekin er upp úti í geimnum. Frá og með 27. apríl verður hún sýnd í kvikmyndahúsum í Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu, Svarfjallalandi, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Barein, Egyptalandi, Jórdaníu, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbanon, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Óman, Palestínu, Sádi Arabíu, Sýrlandi og Súdan.

Telur þá sýningarsvæðið 542 milljón manns

Vesturlönd eru að brenna sig upp að innan í einu allsherjar rauðgrænu sjálfsvígi og úrkynjaðri baneitrun, eins og sjá mátti til dæmis hér hjá ítalska Ansa í fyrradag. Evrópusambandsaðild og evruupptaka hafa eyðilagt Ítalíu

Fyrri færsla

Þið eruð næst


mbl.is Geimflaug Musk og SpaceX sprakk í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð næst

Verið er að frumsýna nýja bíómynd Rússa í kvikmyndahúsum þar eystra um þessar mundir. Nefnist hún "Áskorunin" og er fyrsta bíómynd veraldar sem tekin er upp úti í geimnum - og hefði ekki verið tekinn upp þar ef Rússar ættu ekki Soyuz-2.1a og Soyuz MS-19 sem notuð voru sem farskjótar. Það er ekki tilviljun að Rússland sé mesta landherveldi mannkynssögunnar og sem þessi árin útskrifar árlega mun fleiri verkfræðinga og raunvísindamenn en Bandaríkin, þrátt fyrir að vera helmingi fámennara land. Rússar voru fyrstir út í geiminn og eru þar enn. Fóru aldrei heim og redduðu því vestrinu með farskjóta og hagnýtar aflvélar sem virka, og aðstöðu áratugum saman. "Þið lofuðuð okkur landnámi á Mars en við fengum bara Facebook", sagði Buzz Aldrin um Bandaríkin, sem eru fyrst og fremst flotaherveldi en ekki landherveldi

****

ÞIÐ ERUÐ NÆST AF ÞVÍ AÐ VIÐ....

Nú þegar þýskir láta loksins af þeirri áráttu að reyna að vera með iðnaðarframleiðslu í sovétríki Evrópusambandsins (sjá tengil á frétt Mbl neðst), þá er röðin komin að þeim öðrum löndum lendum ESB-sovétsins sem enn eru með kjarnorkuknúna raforkuframleiðslu í sínum lendum. Þetta kemur fram í máli Róberts Habecks sem er afiðnaðarráðherra Þýskalands og ráðherra ástigsmála. En þýsk ástigsmál eru alveg eins og þau íslensku: Vinstrimaður, áður rauður en nú grænn, kemur og stígur ofan á heila og lungu svo kallaðra mið-hægrimanna, til dæmis þingmanna Sjálfstæðisflokks, og þá missa þeir andann og þurfa ekki lengur á heilanum að halda - og sem þá þegar er ónýtur fyrir fullt og allt

En svo kallaðir kratískir miðju-hægrimenn eru þekktir fyrir að vera með utanáliggjandi lungu og heila sem hægt er fikta í og verður þar með alfarið undir fótum nývinstrimanna, þ.e. grænkommúnista sem síðan stofna með þeim ríkisstjórnir hugmyndafræðinga. Eins og til dæmis þá sem nú ræður hugmyndaríkjum á Íslandi. Þar hafa menn ekki hugmyndir, heldur hafa hugmyndir ríkisstjórnina í vösum sínum. Sé maður ekki sammála slíkum hugmyndafræðilegum ríkisstjórnum þá er maður af þeim stimplaður öfga-hitt og öfga-þetta og því á móti þeim og óvinur þeirra. Án undantekninga eru slíkar ríkisstjórnir glóbalistar sem annað hvort ætla að bjarga "verkalýð" veraldar eða "umhverfi" og "loftslagi" veraldar, þ.e. heilum reikistjörnum sólkerfa

Það er því í dag sprenghlægilegt að ESB-og-EES-menni skulu vera að vísa Rússum úr ESB/EES-landi fyrir njósnir, því Evrópusambandið og Vesturlönd hafa ekki lengur neitt sem Rússum vantar. Þau hafa einungis það sem Rússar vilja alls ekki, þ.e. gamla sovétríkið. Þau hafa einungis Habeck, sem er eitt stórt hahaha á bekk, og Bjarna Ben meðfærilegan skoðanaleysingja og nytsaman kjána, og Katrínu fóstureyðinga og Sigurð Inga skoðarann mikla, en þó alveg án skoðana. Allt þetta hugmyndafræðiforystufólk sem ég nefni þarna á það eitt sameiginlegt að predika. Það predikar til dæmis fyrir ökutækjum sem tortíma orku í stað þess að nýta hana. Það jafngildir því að hafa framleitt og selt bensíntanka sem leka öllu innihaldi þeirra ónotuðu út í ekki neitt, þegar reynt er að nota þá sem orkugeymslur. En skyldi það þó gerast að Rússum vanti eitthvað sem einhver maður í pólitískum óábyrgðarstöðum á Vesturlöndum segir og gerir, þá fara þeir bara á Facebook. Því Facebook er það eina sem Vesturlönd fengu í stað landnáms á Mars, eins og Buzz Aldrin benti á í MIT-grein sinni 2012. Fengu stafrænt suð í stafrænu auglýsingablaði

Róbert Habeck er því þegar kominn fram á völlinn til að heimta að allar aðrar ríkisstjórnir Evrópu geri hið sama. Þetta gerir hann til dæmis með því að krefjast þess að lokað verði fyrir úraneldsneytissölu frá Rússlandi til ESB-landa og að lokað verði fyrir endurvinnslu Rússa á (nú pólitískt) geislavirkum úrgangi Evrópualanda (DPA). Öll önnur lönd ESB-Evrópu ættu að verða landbúnaðarlönd eins og við hér í Þýskalandi erum að gera, segir Hahahabekkurinn þarna. Pol-pottur Evrópu verður því úr steini þannig að tryggt sé að hann geti ekki orðið útflutningsvara - og leki stanslaust. AfD-flokkurinn mælist því með meira fylgi en þýsku græningjarnir í flokki Habecks. Mælist AfD nú þriðji stærsti flokkurinn í Þýskalandi. Bara CDUCSU og SPD mælast stærri og er ekki nema fimm prósentu munur á SPD og AfD. Hvernig halda menn eiginlega að þetta nýsovéska grænrugl endi þarna?

Vilji maður vernda umhverfið á maður að kaupa sér V8-strokka bensín- eða dísilbíl (helst HEMI) sem eyðir rosalega og er með rosalega góðri vél sem endist 400-500 þúsund kílómetra eða í 18-25 ár. Slíkur bíll fer mörgum sinnum betur með umhverfið -og ríkissjóð- en hið sovéska rafmagnsstóladót hinna pólitísku hugmyndafræðinga ríkisstjórna hins nýja vinstra-helvítis þeirra á reikistjörnunni Jörð

HUGMYNDAFRÆÐINGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR

Ríkisstjórn Íslands samanstendur af þremur vinstriflokkum hugmyndafræðinga. Allir sem eru ósammála ríkisstjórninni eru á móti henni og því græna sovétríki á jörð sem hún boðar. Þannig eru hugmyndafræðilegar ríkisstjórnir alltaf. Ríkisstjórnin boðar grænt sovétríki sem enginn kjósandi bað sérstaklega um. Enginn. Í Moggann mjálma síðan grænkommar ríkisstjórnarflokkanna um að þeir sem ekki aðhyllast vitsmunalegt þingsovétríki þeirra og ríkisstjórnarinnar eigi samt að koma um borð og krjúpa fyrir grænum eyðileggingarmætti hennar. Ríkisstjórnin reynir þess utan að múta fólki til að koma um borð í geggjun hennar, og hefur gert svo árum saman. Stórar fúlgur af fé tekur hún úr vösum fólks til að múta öðru fólki. Annað eins hugmyndafræðilegt ofríki hefur varla sést hér á landi síðan að rauðir kommúnistar réðu hér of miklu. Í dag ráða þeir í ríkisstjórninni hins vegar því hvort að plánetan ferst eða ekki. En þær hugmyndir hafa ríkisstjórnarþingmenn um sjálfa sig. Hvorki meira né minna. Um líf en mest dauða er því að tefla, eins og alltaf gildir um hugmyndafræðilegt ofstæki eins og það sem knýr ríkisstjórnina hér heima áfram

Eiginlega vissi ég ekki fyrr en nú að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn nýsovéskur flokkur pólitískra hugmyndafræðinga. Það er svo sannarlega kominn tími til að leggja þann flokk á hilluna fyrst að svo er komið með hina rauðgrænu flokkselítu hans. Farið hefur auðvitað fé betra og engin eftirsjá verður af þessum hálfsovésku hugmyndafræðingunum xD

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það hugmyndafræðingar á borð við þá sem sullast um í hinum rauðgræna sósíalisma ríkisstjórnarinnar og með allt á hælum sér, plánetuna líka. Til fjandans með íslenska kjósendur er mottó hennar. Það er plánetan sem ræður: við erum nefnilega glóbalistar - við erum að bjarga heimsbyggðinni. Sama gamla Leníntuggan og síðast

Fyrri færsla

Gott: Pólland fái kjarnorkuvopn. Slæmt: Hvítarússland fái kjarnorkuvopn


mbl.is Síðustu kjarnorkuverunum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott: Pólland fái kjarnorkuvopn. Slæmt: Hvítarússland fái kjarnorkuvopn

ÞEGAR GOTT VARÐ SKYNDILEGA SLÆMT

Þegar Pólland lagði það til síðasta haust að það fengi bandarísk kjarnorkuvopn til Póllands, þá hoppaði Stoltenberg aðalhagfræðingur PLATÓ sennilega 30 sinnum af gleði ofan á 30 hnjáliðum NATO-samsteypunnar, eins og hann gerði þegar hann undirstrikaði getuleysið í vopnaframleiðslu aðildarlandanna og gleymdi þar alveg hversu "óvarlega" hann talaði á meðan hann hoppaði... "many times"

Pólland er því komið með kjarnorkuvopn. En þau eru bara hinumegin við landamærin. Hinumegin við hoppla-hopp Stoltenbergs

Er það vandamál?

Já það er vandamál, því vopnin beinast meðal annarra landa að Póllandi og þykja ekki eins mikil fagnaðarvopn og þau sem Pólland vildi fá og sem beinast áttu að því sem þá hoppaði bara alls ekki af gleði þeim megin við landamærin sem þau áttu að beinast að

Svona er að tala óvarlega

En nú eru vopnin sem sagt komin, eða réttara sagt; þau verða sett upp þann fyrsta júlí - hinumegin við landamærin

Af hverju átti það sem Pólland sagði síðasta haust að vera svona gott fyrst að þetta sem Hvítarússland fær núna er svona vont; samkvæmt Rússaþvæluhausum vesturlanda

Rússland hefur aldrei notað kjarnorkuvopn. En það hafa Bandaríkin hins vegar gert - til að koma sér hjá bardaga

Það er hreint ótrúlegt að horfa upp á Pólland láta Engilsaxa troða sér sem áleggi inn í samloku á milli Rússlands og Þýskalands, einu sinni enn

Hvað varð um Intermarium?

Engilsaxar bæði sigla og fljúga - burt. Ríki þeirra eru nefnilega ekki landhverveldi

Fyrri færsla

Samskonar kjarnorkuvopn og Bandaríkin geyma í fimm Evrópulöndum


mbl.is Hótanir Pútíns liður í áróðrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskonar kjarnorkuvopn og Bandaríkin geyma í fimm Evrópulöndum

Hinn norski Glenn Diesen prófessor við Suðausturháskólann í Noregi ræðir hér við Douglas Macgregor fyrrum skriðdrekasveitarforingja og aðalráðgjafa varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í stjórnartíð Donalds J. Trumps. Macgregor var lengi vel bjartasta stjarna Bandaríkjahers og talinn einn hinna fáu sem endurskipulagt gæti rekstur og uppsetningu hans, sem fyrir löngu orðið er hið brýnasta mál, því þar fossa fjármunir skattgreiðenda of mikið í ekki neitt. Bloggsíðu Macgregors má sjá hér

****

Bandaríkin geyma samskonar kjarnorkuvopn í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Ítalíu, Tyrklandi og eru með tilbúna geymsluaðstöðu fyrir þau í Grikklandi

Er þá eitthvað nýtt í þessu?

Frá Rússlands og Hvítarússlands hendi er um að ræða meðal annars Iskander eldflaugar- og vagna og segir Moskva að geymsluaðstaða fyrir taktísku kjarnorkuvopnin verði tilbúin til notkunar í Hvítarússlandi þann fyrsta júlí í sumar, en að þjálfun áhafna hefjist þann þriðja apríl

Um er að ræða eitt bandalagsríki Rússlands á móti sex bandalagsríkjum NATO í Vinstri grænum

Einhvern veginn og einhversstaðar verða Rússar að mæta útþenslustefnu NATO og ESB. En þau voru vöruð við árið 2007, og stanslaust síðan, en létu ekki segjast. Ballið er því byrjað og nú verða þeir sem buðu upp í þennan dans að dansa hann, flestir berfættir og á brókinni eins og sést

Fyrri færsla

Þjóðin sem ekkert getur og ekkert kann [u]


mbl.is Flytur kjarnavopn til Hvíta-Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin sem ekkert getur og ekkert kann [u]

Upptaka: Það sem ekki sést, fyrr en of seint. Þess vegna var Napóleon af Kutuzov leyft að hörfa með hluta af löskuðum her heim, til þess síðan að troða honum upp í túllann á Bretum. Byggð var gullin brú fyrir hann til baka. Það var betra og nytsamara en hitt sem flestir heimtuðu: algjöra tortímingu. Hvað verður nú?

****

Samkvæmt fréttum pólitískra vændishringa vestrænna fjölmiðla síðasta árið, og áratugina, þá er ekkert "lýðræði" í Rússlandi, en samt refsa vesturlönd og vestrænir vændisfjölmiðlar rússnesku þjóðinni eins og hún sé ábyrg fyrir öllu: þ.e. hafi kosið vitlausan mann. En samkvæmt Genfarsáttmálunum eru sameiginlegar refsingar bannaðar samkvæmt þeim lögum sem vesturlönd hafa sett en brutu síðan í 34-ára samfelldan spón með innrásum í Panama, Júgóslavíu, Afganistan, Írak, Líbýu og Sýrland og með því að aðstoða glæpagengi Gyðingahatara við árásir á austurhluta Úkraínu í samfellt sjö ár. Allt í allt hafa vesturlönd nýlenduhersetið töluvert stóran hluta heimsins síðan að líberalistar tóku að sér alheimsstjórnina með þessum blessuðu Genfarlögum þeirra við stríðsvinnuna, ofan í Parísarsamkomulagið sem er eina lagið sem menn kunna í dag. Enginn maður með fullu viti er eftir á vaktinni á vesturlöndum. Þar bíta frekar illa kjörnir stjórnmálamenn gras, það er nefnilega grænt. Samt bað enginn um það lag, eins og enginn bað um Evrópusambandið en fékk það samt. Þaaað er nefnilega lýðræði, sem ekki er hægt að kjósa burt

Upptaka: Rússneskt skítaveður. Rússar kunna ekki að fljúga í fylkingu, sagði eitt bandaríska undrabarnið við CNN (nú Communist News Network). Rússar geta nefnilega ekkert og kunna ekkert: sorpmiðill

****

Afleiðingarnar í dag eru þær að Kína endurreisti stjórnmálasambandið á milli Íran og Sádi Arabíu þann 10. mars síðastliðinn, og Moskva rúllaði út rauða dreglinum fyrir Bashar al-Assad forseta Sýrlands þann 15. mars, fimm dögum síðar

Í gær lentu síðan al-Assad og kona hans Asma í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að hugga sig saman með Sheikh Mohammed forseta

Salman konungur Sádi Arabíu bauð síðan í gær forseta Írans í heimsókn til Ríad

Og í dag, mánudaginn þann 20. mars 2023, hófst opinber heimsókn Xi Jinpings forseta Kína til Rússlands. Þar hitti hann forseta Rússlands, Vladímír Pútin, og sagði frá fyrstu stund að þeir væru að hittast einmitt þar vegna þess að nú séu löndin strategískir félagar

Uppfært: þriðjudagur, 21. mars 2023

Eftir rúmlega fjögurra tíma fund mánudaginn þann 20. mars munu fundir Vladímírs Pútíns og Xi Jinpings halda áfram í Moskvu í dag, þriðjudag, og verður fundarformið þrengra og einkennast af þátttöku rússneska vopnaiðnaðarins, því Kína er komið til Rússlands í leit að betri vopnum gegn Kyrrahafsflota Bandaríkjanna. Og þau vopn hafa Rússar einir í heiminum. Í gær voru friðartillögur Kína með tilliti til Úkraínu ræddar, en þar er Rússland með fyrirfram fastar áætlanir sem lítt verður haggað. Þessi tvö lönd heimsins eru líklega einmitt núna að enda ein-póls-heiminn sem reið heimsbúskapnum eins illa og ég nefni hér fyrir ofan. Hafði sá heimur feigðina innbyggða í sér frá byrjun af. Vesturlönd horfa bara á núna og halda áfram að sökkva sér í einu allsherjar sjálfsvígi firrtra glóbal-krata, með aðalstöðvar á Kleppi við Súez 2

Upptaka: Kíkt við í kaffi á Sukhoi Su-30: Er ekkert meira á borðum í þessari Ilyushin IL-76 strákar. Við getum ekkert eins og þið vitið

****

Á meðan brenna grænbruna-bankarnir, eins og flest annað, undir örvitanum Jósef Biden, og gengi hans í Washington. Maður bíður bara eftir því að snarbilaður Blinken stökkvi út um glugga eins sumir ráðherrar í sama Hvíta húsi með sömu einkenni hafa gert. Öll pólitík Bandaríkjanna, ESB og NATO liggur nú undir 34 ára rústum líberalista glóballarismans sem ætluðu sér að frelsa heiminn og jafna hann út með nú síðast vestgrænni myglu. Glóbalismi þeirra er gjaldþrota og mælist þrot hans best í verðbólgutölum, ónýtum vinnumarkaði og ónýtum háskólum vesturlanda, undir einum og sama alþjóðlega konu-vælandi kvenkyns grasasnasöng af báðum 25 kynjum - samanlagt. Síðasti alþjóða-vol-og-væl dagur kvenna var 8. mars. Sumir geta því enn náð að kvenvola og kvenvæla, hafi þeir ekki náð því þá. Volið og vælið, endilega!

Samkvæmt hinu rauða grænkveri NATO í Vinstri grænum er Rússland eina landið í heiminum sem engar lögmætar þjóðaröryggisáhyggjur er heimilt að hafa, né taka þarf tillit til

Nú er iðnaðarhluti rússneska hagkerfisins sennilega orðinn helmings til tvöfalt stærri en Þýskalands. Þjónustuhluti vestgrænna hagkerfa er hvað? Jú stafrænt streymisveitusuð. Á honum við byggjum framtíðina maður! 

Fyrri færsla

Ísland er með varnarstefnu og hún er ekki Þorgerður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband