Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Neytendur hafna fjármálaeftirlitinu

Þetta getur alveg staðið þarna sem fyrirsögn, fyrst höfuð Fjármálaeftirlitsins segir standandi í ræðu að neytendur hafi "hafnað" verðtryggingu. Á þetta að vera fyndið? Og svo þetta þvaður um svo kallaðan "stöðugleika" og "örmynt". Á þetta virkilega að vera svona á fullum launum hjá íslenskum skattgreiðendum og viðskiptavinum bankanna? Eða spila ESB-styrkirnir þarna inn í málflutninginn?

Síðan hvenær á Fjármálaeftirlitið að fást við stjórnmál eða jafnvel pólitíska stefnu? Hvað kemur mynt Lýðveldis Íslendinga Fjármálaeftirlitinu við? Endurskoðendur fást við virki sitt á bak við luktar dyr, stunda þar endurskoðun sína og telja þar þau verðmæti eða töp sem aðrir búa til. Það sama gildir um eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun sem lýtur "sérstakri stjórn". Stofnunin heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunar(fliss)ráðherra. Er þetta á hreinu?
 
Íslenska krónan er ekki "örmynt". Hún er mynt fullvalda ríkis á átjándu stærstu eyju veraldar. Hún er nákvæmlega af þeirri stærð sem hún á að vera. Hvorki of lítil né of stór. Og hún er myntin okkar

Fyrst höfuð Fjármálaeftirlitsins segir að neytendur hafi "hafnað" verðtryggðum lánum, þá hlýtur almenningur í Evrópusambandinu að getað "hafnað" þeirri "stórmynt" sem er að murka lífið úr löndum þeirra. Þetta hlýtur að vera svona einfalt mál, fyrst höfuð Fjármálaeftirlitsins segir það

Það heimskulegasta sem menn geta gert í lágri verðbólgu er að hafna verðtryggðum lánum, því þau tryggja lántakendum alltaf lægstu mögulega vexti. Þá þurfa lánveitendur ekki að sullast niður við þá hálf vonlausu iðju að giska á hvað framtíðin muni bera af áföllum ofan í lánveitingar þeirra; inn í einmitt óráðna framtíðina. Nema að Fjármálaeftirlitið ætli að bjóða landsmönnum upp á lán inn í fortíðina

Fyrir mér mætti leggja Fjármálaeftirlitið alveg niður, því það er og verður alltaf 100 árum á eftir þeim höfðum sem ráðast til starfa í bönkum sem eru ekki reknir af stjórnmálamönnum, eins og til dæmis þeim í Evrópusambandinu þar sem Landesbankakerfi stjórnmálamanna Þýskalands liggur sem brunarúst eftir þá. Hægt er að nefna mýmörg dæmi um brunarústir stjórnmála- og embættismanna í bankarekstri

Bankarnir verða alltaf höfðinu á undan Fjármálaeftirlitinu því þeir eru einfaldlega betur gefnir, betur borgaðir og snúa andlitlum sínum fram, en ekki aftur eins og höfuðstöðvar Fjármálaeftirlitsins verða og eiga sannarlega að gera, lögum samkvæmt. Þetta er tvennt ólíkt að fást við. Nema að menn vilji gera sjálfa framtíðina ó-mögulega
 
Fyrri færsla
 
 

mbl.is Erfitt að viðhalda stöðuleika með krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband