Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Höfuð undir hendi gangandi um götu hér og þar

Fáninn 

Ég vona svo sannarlega að Uffe Ellemann-Jensen & Co gangi nú um götur Danmerkur með hauspoka, efir þvætting þeirra um Icesave og ríkissjóð lýðveldis Íslendinga, í kjölfar hins fyrsta bankahruns þess.

Þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafi kosið rangt, þá ber að bæta þeim ummælum við ákæruskjal þjóðarinnar á hendur henni. 

En þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að kjósendur hafi valið versta möguleikann í kosningum sem haldnar eru í skjóli stjórnarskrár Lýðveldisins, þá lýsir það annað hvort eða bæði; geðbilun eða óafsakanlegri fyrirlitningu hennar á leikreglum lýðveldisins. Þar dæmir hún sig núll og void.

Svo þegar Ögmundur Jónasson í annað skiptið á kjörtímabilinu kemur sem hróðugur ráðherra fram í útsendingum útvarpara DDRÚV og stælir sig þar af að hafa rekið opinbera starfsmenn bandaríska lýðveldisins úr landi, þá verða allir menn þessa lands að muna, að á vegum og í skjaldborgar skjóli Ögmundar, starfrækir erlend og nýuppslegin evrópsk sovétríkjasamsteypa pólitíska áróðursdeild sína hér á landi og þiggur ríkisstjórn hans fé til áróðurs, neðanjarðar- og umbyltingarstarfsemi á Íslandi af sömu stofnun. Þvert á reglur lýðveldis Íslendinga. Og þvert á samþykktir flokks hans. 

Þingmaðurinn Ögmundur Jónasson sótti um inngöngu í Evrópusambandið. Ekkert umboð frá kjósendum Lýðveldisins hafði hann til þess. Þessa umsókn á umsvifalaust að draga til baka. Tafarlaust!

Vont mun svo oft og því miður versna.


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband