Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hörpuvísitalan hristist og skelfur

Citigroup Surprise Economic Indicators Index 5. maí 2011
Mynd; Bloomberg; CESIUSD:IND
 
"Óvæntinga-vísitala" Citigroup hefur hrunið síðustu mánuði. Þessari vísitölu má líkja við Steingrímsvísitöluna. Þegar Steingrímur og Jóhanna hundrað og einn birtast á svölum Hörpunnar og segja landsmönnum með gjallarhornum að landið sé að rísa og allt sé að batna, þá bætist plús einn við vísitöluna (+1). Hún ætti því að stíga og sýna okkur svart á hvítu að allt sé svo sósugott í þjóðarbúi Íslands. Er það ekki?

En svona einföld er vísitala þessi ekki. Hún borðar líka staðreyndir sem vega upp á móti hörpuslætti ríkisstjórnarinnar í 101. Hún tekur einnig inn raunverulegar hagtölur sem fást með því að mæla það sem gerst hefur í raun á meðan Jóhanna og Steingrímur blésu lofti sínu út í fjölmiðlum. Við hverja hagtölu sem passar ekki við fullyrðingar Steingríms, um að landið sé að rísa, fær vísitala mínus einn (-1). 

Þetta er reyndar ekki alveg satt hjá mér, því þessi vísitala er staðsett í Bandaríkjunum. Gefin út þar af fjármálastofnuninni Citigroup. Hún mælir hvernig hagtölur falla saman við þær væntingar sem menn höfðu til þeirra. Ef birt er efnahagstala (hagtala) sem sýnir betri árangur en menn áttu von á, þá fær vísitalan einn í plús. Ef hagtalan sem birtist er hins vegar verri en það sem menn áttu von á, þá fær vísitalan einn í mínus. Daglega og vikulega er þetta síðan lagt saman og útkoman myndar vísitölu dagsins eða vikunnar og þar fram eftir götum.

Það er svona, cirka about, sem Citigroup Surprise Economic Indicators Index virkar. Hann hefur hrunið frá því í byrjun marsmánaðar sem þýðir að allt of margar hagtölur eru og hafa verið verri en það sem menn voru sammála um að væri í raun og veru að gerast í bandaríska hagkerfinu. Það sama gildir reyndar á heimsvísu. Allt er verra en menn héldu og vonuðu. 

Undanfarnar vikur hefur silfurmarkaðurinn hrunið. Stórt hrun markaða varð síðan í gær. Þá var það olían sem hrundi um 12 dali á þeim einum og sama fimmtudegi, sem er met. Hrunið náði einnig til hávöru og málma eins og til dæmis kakóbauna, kopars, silfurs og gulls. Þessi lækkun er svo kröftug að hún fer inn í sögubækurnar.

Er allt að hrynja? Ég veit það ekki. Enginn veit það með vissu. En þeir sem voru séðir og unnu heimavinnuna sína vel - eins og til dæmis Warren gamli Buffet gerir - þeim er alveg sama þó svo að hlutabréfamarkaðir, sem og aðrir markaðir, séu lokaðir og læstir næstu fimm til tíu árin. Það gerir ekkert til þegar um þannig maraþonhlupara markaða er að ræða. Þessir eru alltaf í réttu myntinni. Mynt sem hefur fullvalda ríki á bak við sig. Í réttu vörunni eða bréfunum sem hafa hugarhlutdeild neytenda á bak við sig. Gleyma ber fyrirbærinu markaðshlutdeild, það segir okkur ekki neitt. Það eina sem skiptir máli er það sem geymt og ógleymt er í heilafrumum jarðarbúa; mindshare. Þetta gildir líka í pólitík.
 
Mind share => er það sem menn muna þegar áföllum slotar. Þeir sem fóru best úr úr óðaverðbólgunni í Þýskalandi á öðrum áratug síðustu aldar, voru þeir sem áttu pappíra í fyrirtækjum sem gátu lifað af. Svoleiðis voru bankar og útrápsfyrirtæki Íslendinga ekki. Og þannig verður Harpan heldur ekki. Geðbilunin keyrir áfram. Þetta er jú Weimartímabil Íslands - í 101. 
 
Krækjur: FT: When indicators disappoint | Rout 
 
Tengt; svona var málum háttað þá; The Surprise Index 22. ágúst 2008
 
Fyrri færsla
 
 

Á þjóðin fulltrúa á Alþingi?

30. apríl 2011 Málmey
Laugardagur 30. apríl 2011; Málmey í blíðu við Þórðarhöfða í Skagafirði  
 
Til að byrja með. Tökum tvo flokka. 

Vinstri grænir: Þetta er orðin nokkurs konar valdamafía fárra prívat persóna sem allar götur frá stjórnarmyndun situr án nokkurs umboðs frá kjósendum. Flokkur sem virkar eins og handrukkari Samfylkingarinnar. Hér á þjóðin varla neinn fulltrúa lengur. Það verður að segjast eins og er. 

Sjálfstæðisflokkurinn: góðar sterkar samþykktir flokksmanna liggja þarna að baki og sem ég aðhyllist, en forystan aðhefst annað hvort með nó komment policy eða í trássi við samþykktir flokksins. Forystan virðist vera veik á vafasömu svelli sem er að bráðna og þorir ekki að aðhafast og framkvæma í samræmi við yfirgnæfandi vilja flokksmanna. Fælni. 
 
Forystan segist ætla að virkja ánna sem rennur í flokkinn, en hefur, samkvæmt sinni prívat skoðun, líklega ákveðið byggja virkjunina á sínu eigin landi í von um að vatnið fyrir slysni leiti þangað þegar stormflóð geisa næst. Flokksmenn borga kannski og kannski ekki. Þeir báðu um afgerandi grænt gras í garðinn Ísland, en fá líklega malbikað lyftuhús sem flestir hafa lúmskan grun um á hvaða stigi og á hvaða hæð hurðir þess munu opnast - þetta virðist vera svo. 

Er þetta pólitík? Á þjóðin fulltrúa þarna?
 
 
Fyrri færsla
 

Össurarsvæðið gjaldþrota - verður ávalt fátækt og ófullvalda

Raunstýri Portúgals 

Nú hefur Portúgal fallið fram á allar fjórar evrur og 77 óseldar sardínur. Þetta evruland er komið í fang ríkisgjaldþrotasjóðs evrusvæðisins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. 

Flest lönd evrusvæðis munu ávalt verða fátæk og alltaf þurfa að greiða hærri vexti fyrir fjármagn en lönd sem hafa sinn eigin gjaldmiðil. Þau eru hættulegri fjárfestum því þau hafa þverrandi sjálfsstjórn, ekkert fullveldi í efnahags og peningamálum og eiga því á hættu að verða gjaldþrota þegar á móti blæs. Einfalt en satt. 
 
Um evrusvæðið; Why is Spain paying higher interest rates on its government debt than the UK? The answer to this question is illuminating: membership of a currency union makes a country fiscally fragile. This is inherent in the construction: members are neither sovereign states nor components of a federation.

Martin Wolf á Financial Times bendir lesendum blaðsins á þennan óþægilega en einfalda sannleika í nýjum pappír frá Paul de Grauwe, sem Paul Krugman vildi óska að hann hefði skrifað sjálfur.    

 1 Grikkland
Össur Skarphéðinsson; "hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum haft evru"
Grikkland hafði evru. Það er hrunið í fang AGS og ESBÞROT
Bankakerfi á leið í þrot og fjármangsflótti 
Atvinnuleysi: 15 prósent

2 Írland
Össur Skarphéðinsson; "hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum haft evru"
Írland hafði evru. Það er hrunið í fang AGS og ESBÞROT
Bankakerfi farið og fjármangsflótti
Atvinnuleysi: 14,7 prósent

3 Portúgal 
Össur Skarphéðinsson; "hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum haft evru"
Portúgal hafði evru. Það er hrunið í fang AGS og ESBÞROT
Bankakerfi farið og fjármangsflótti
Atvinnuleysi: 11,1 prósent

 
Er Össur heimskasti maður þessa heims? Ég spyr.
 
Evruaðild er ávísun á fátækt. Fáfræði Össuar er refsiverð og á aðeins heima á hinu fullveldis- og efnahagslega öryrkjasvæði Evrópusambandsins. Össur og Samfylking hans er hvorki fugl né fiskur. Þar virðist fáfræðin vera allsráðandi.
 
Fyrri færsla
 
 


Framsókn vinnur á. Þýskur risabanki ákærður fyrir svindl í bandarískum húsnæðislánum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið lögsókn gegn stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, fyrir lygar, vanrækslu og svindl með bandarísk húsnæðislán sem bankinn svo seldi sem skotheld skuldabréf til lífeyrissjóða og seðlabanka. 
 
Starfsemi Deutsche Bank á bandarískum húsnæðismarkaði endaði illa. Bankinn vanrækti skyldur sínar í meðferð lána, lét hjá leiðast að afla upplýsinga um lánshæfni lántakenda; s.s. hvort skuldari hefði atvinnu og fengi laun. Sum lánanna enduðu því í vanskilum aðeins tveim mánuðum eftir að þau voru veitt. Bankinn henti áminninarbréfum frá yfirvöldum óopnuðum inn í skáp.
 
Lánin voru tryggð af bandaríska ríkinu sem nú situr eftir með ruslið en Deutsche Bank hins vegar með gróðann. Eins konar bandarískt "já" í Icesave.
 
Þýska ríkið mun að sjálfsögðu borga hvern einasta dal? Eða, hvað heldur þú Tryggvi Þór? Kyngja þeir ekki upplýstri sælunni?
 
"While Deutsche Bank and MortgageIT profited from the resale of these government-insured mortgages, thousands of American homeowners have faced default and eviction, and the government has paid hundreds of millions of dollars in insurance claims," the suit against Deutsche Bank alleged
 
 
Verður Jóhönnu Sigurðardóttir nokkuð stefnt fyrir að sprengja íslenskan húsnæðismarkað í tætlur? Hélt hún ekki á kyndli þeim og jós samtímis bensíni á bálið í síðustu ríkisstjórn?
 
Alþingi 10. okt. 2006; Birkir J. Jónsson; "Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir mótmælti því harðlega í sumar að við værum að lækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs og skerða lánshlutfallið" 
 
 
Gleðileg frétt. Framsókn eykst fylgi. 

Framsóknarflokkurinn vinnur á, samkvæmt frétt Morgunblaðsins hér að neðan. Það borgar sig að standa í lappirnar. Áfram Sigmundur Davíð! Gott hjá þér. Gæfan fylgir þér langt ef staðið er áfram fast.
 
Upplýst afsal 
Upplýst 
 

mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berkshire Hathaway: "I think Europe has a hell of a problem"

Wall Street Journal skrifar heim frá aðalfundi hluthafa fjárfestingafélags Warrens Buffett; eins snjallasta fjárfesti heimsins. 

"Ef ríkisfjármál ESB landa verða ekki sameinuð þá mun hin innri efnahagslega spenna myntbandalagsins brjótast út með mjög óþægilegum afleiðingum fyrir Evrópu", sagði Buffet.

Á þessum aðalfundi var ESB gagnrýnt fyrir að skjóta með baunabyssum á vandamál evrusvæðisins, sem eru af mammúskri stærð.     

"Það er ekki nóg að kunna og vita" - sagði Buffet eitt sinn er margháskólaðir fagmenn kvörtuðu yfir því að ná ekki sama árangri þegar þeir fylgdu viðskiptauppskrift þessa nú gamla manns - "þú verður líka að geta hugsað", sagði hann.
 
Elíta ESB kann og veit allt. En getur ekki neitt - og síst af öllu hugsað.

Það er einmitt það sem Gylfi allsherjarkjáni ESB-ASÍ stendur fyrir. Hann er ofalinn fíll á jarðsprengjusvæði elítu ESB. Sundurtættur en tekur bara ekki eftir því að allt fyrir ofan mitti er horfið. Þegar maður er bara hamar þá heldur maður að öll vandamál séu naglar. Sama gildir um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er undir sérstökum verndarvæng DDRASÍ, DDRÚV, DDRHÍ, DDRBIF og um það bil fimm þúsund annarra DDRlegra fyrirbæra ekki_almennings.

Á útborgunardegi Gylfa hjá DDRESBASÍ í gær skrifaði Financial Times heim frá paradís ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og verkalýðselítu Íslands, um að ríkisfjármálahersveitir myntbandalagsins - það eina sem virkar á evrusvæðinu - bíði nú ávalt reiðubúnar í viðbragðsstöðu í hliðargötum Aþenu, dag sem nótt, því að landið eigi á hættu að springa í loft upp á hverri stundu. Eftir heil 29 ár í ESB.
 
Each evening, as darkness descends on Athens, police in riot gear wait in buses that line the side streets of the city centre. Some fidget with mobile phones, others stare into the night. What they are waiting for, nobody is sure. But everyone in the Greek capital agrees something could happen any time.  
 
Já, eftir 29 ár í Evrópusambandinu og 37 árum eftir að herinn sleppti þar ríkisvöldum, er Grikkland sprengt í tætlur af myntbandalagi Evrópusambandsins. Fólkið mun ekki sætta sig við þessa nýju herstjórn Evrópusambandsins. Það hitnar í kolunum og þrúgur reiðinnar safnast saman á næfurþunnri eggjaskurn myntbandalags Evrópusambandsins. 
 
Þrúguðu silfri DDRÚV líkar þetta afar vel, þ.e.a.s í Grikklandi. Bíbb. Slökkva.
 
Warren Buffett er hins vegar bjartsýnn á framtíðina fyrir Bandaríki Norður-Ameríku. 
 
Krækjur 
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband