Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Frá hverju ætti að bjarga Portúgal? Sjálfsmorði?

Vaxtakostnaður evrulandsins Portúgals - 10 ára ríkisskuldabréf.
Mynd Bloomberg; Vaxtakostnaður evruríkisins Portúgals síðustu 12 mánuði. Meiri skuldir, lægri lánshæfni, verri vaxtakjör, meri áhætta. 10 ára ríkisbréf pr. 31. mars 2011.
 
Þegar ég las þessa grein á Bloomberg, vísað til hér að neðan, datt mér Icesave ósjálfrátt í hug. Að samþykkja Icesave fjárkröfurnar hér á Íslandi gæti hæglega leitt til greiðsluþrots ríkissjóðs; ríkisgjaldþrots. Þegar og ef það gerist; hvað munu þeir sem nú hræða þjóðina til að samþykkja þessa tröllvöxnu fjármálaáhættu ríkissjóðs okkar segja þá? Hvaða rök myndu þeir færa að samningaborðinu við gjaldþrot ríkissjóðs íslenska lýðveldisins? Að þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera? En þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Taka áhættu. Mikla áhættu. 
 
It is hard to conclude that the problem was anything other than the currency itself -- and the way it affects countries that aren’t able to stay competitive with Germany. After this bailout, it will be impossible to claim that the euro represents a functioning monetary system with just a couple of rogue members. Its flaws will be impossible to ignore. 

Þannig er það með Portúgal. Engin fjármálabóla, ekkert uppsvíng, ekkert falsað ríkisbókhald og engin byggingabóla. Það eina sem Portúgal gerði af sér var að taka upp evru, samkvæmt læknisráði elítu Evrópusambandsins. En evran drap hagvöxtinn hjá þeim og hefur sú fjarvera hagvaxtar aukið stórkostlega á skuldabyrði landsins. Svo litlir og fáir peningar koma frá atvinnu í ríkissjóð þjóðarinnar því vöxtur hefur verið svo lélegur og atvinnuleysi massíft. Ríkissjóður Portúgals er að verða þurrausinn og landinu er ekki lengur treyst til að taka á sig fleiri lán. Greiðslugeta portúgalska lýðveldisins er að þorna upp vegna evrunnar. Nú þarf því að bjarga Portúgal frá áhrifum evrunnar. Kostnaðurinn við evru Evrópusambandsins hefur reynst landinu því sem næst banvænn. 

Mun samþykkt Icesave fara eins með ríkissjóð Íslands? Verður það þá túlkað sem sjálfsmorð?

Ég stofnaði ekki til skulda Landsbankans. Það gerðu hins vegar þeir sem fengu himinháu launin greidd fyrir það. Ríkisstjórn Íslands er talsmaður þeirra.
 
Ég vel að berjast til síðasta lagabókstafs og til síðasta dropa af sæmd. Ég ætla ekki að kála mér. Ég segi því nei.  
 
 
Fyrri færsla
 

Hvað á maður að segja?


Tryggvi Þór Herbertsson - þingmaður Sjálfstæðisflokksins? 
 
 
 
SIGNOFF
 
 

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband