Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt nýtt ár og velkomin í áratug kreppu og hruns

Mig langar að þakka ykkur fyrir árið sem leið. Um leið óska ég ykkur öllum hins besta á því nýja ári sem nú er hafið. Við stigum inn í nýjan áratug í dag.

Að mínu mati verður þetta áratugurinn þar sem fjármála- og efnahagskreppa heimsins mun fyrst fyrir alvöru breiða út hinn eyðileggjandi faðm sinn. Allt árið 2009 fór í það að fresta hinni raunverulegu kreppu með því að bæta meira dýnamíti í hriplekar holur hagkerfanna. Núna eru skotfærin búin og enginn máttur getur lengur stöðvað hið óumflýjanlega hrun sem verður á næstu mögrum árum. Sumir halda að við séum stödd í bataferli. En það er enginn raunverulegur bati í gangi neins staðar, heldur aðeins tímabundið stopp hrunferlisins.

Verið því við öllu búin.

Kærar þakkir fyrir samveruna hér á Morgunblaðsblogginu allt árið 2009. Samveran hefur verið gjöful og mun líka verða það áfram.

Gleðilegt nýtt ár - fleira er gull en það sem glitrar.

Hetja ársins 2009 er óumdeilanlega hin íslenska króna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mikið langar mig að vera ósammála þér, en get það því miður ekki... Gleðilegs árs og farsældar í einhverri stærstu orustu sem lands okkar bíður....ESB stjörnu-stríðsins...

Haraldur Baldursson, 1.1.2010 kl. 21:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, - og mikið langar mig að hafa rangt fyrir mér. Gleðilegt ár Haraldur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.1.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hefur líklega rétt fyrir þér eins og endranær, Gunnar, hversu illkyngjanlegt sem það nú er. En við látum ekki deigan síga og gerum okkar besta hvernig sem viðrar.

Mikill var máttur Davíðs sem hratt þessari bévaðans heimskreppu af stað.

Ragnhildur Kolka, 1.1.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæl verið þið öll.

Endilega lítið á bloggið mitt, var að blogga smávegis um blekkingar stjórnvalda, sem mér finnst rétt að fái athygli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála því fullkomlega, að Ísland raunverulega er: Kanaríinn í kolanámunni.

Ísland verður aðeins fyrsta 1. heims ríkið, til að verða greiðsluþrota.

Nokkur munu fylgja á eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2010 kl. 23:40

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gleðegt nýtt ár!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Ragnhildur og Einar Björn. Takk fyrir gott heimboðið Einar Björn.

Nýtt og ferskt er árið. Kaldi frostsins og fullt tunglið gerðu mikið grín að flugeldum fólksins í nótt. Frosttunglið hló alla nóttina og flissaði við skýin því þessir eldar mannanna voru hér svo fáir og lélegir sökum ótta og sparnaðarfyrirhyggju fólksins.

Hitamælirinn í tölvunni minni segir að það sé 21 stiga frost á Akureyri núna. Það er ekkert smáræði.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2010 kl. 01:01

8 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Eitt smáatriði í framhjáhlaupi, er nokkuð byrjaður nýr tugur fyrr en fyrsta tugnum er lokið? Einn tugur er 10, og nú er 2010 að byrja, þannig að við verðum að klára það áður en við byrjum nýjan áratug.

Gísli Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 11:48

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gísli

 
Ef síðasta öld endaði árið 1999 og ný hófst árið 2000 þá er víst of seint að gera nokkuð í þessu núna. Ég tala nú ekki um allar hinar aldirnar og áratugina sem á undan hafa farið
 
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
= 10 ár.
 
Já núllið telur víst með í árunum.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2010 kl. 12:40

10 Smámynd: SeeingRed

Gerald Celente hefur spáð réttilega fyrir um alla stærri atburði síðari ára af óþægilega mikilli nákvæmni, hann er jafnvel enn raunsærri en þú Gunnar og er þess fullviss að ballið sé rétt að byrja...og það sem verra er, styrjöld sé við sjóndeildarhring. Full ástæða af fenginni reynslu til að leggja við eyrun þegar þessi gaur spáir í horfurnar http://www.youtube.com/watch?v=_18t2_XvZRA

SeeingRed, 2.1.2010 kl. 15:36

11 Smámynd: SeeingRed

SeeingRed, 2.1.2010 kl. 15:44

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. klárt, að við erum á millistríðs-árum. Ef til vill er árið í ár, sambærilegt við 1931.

En, ég er að tala um e-h sambærilegt við kalt stríð, og tel aðal vettvang þess, muni verða Indlandshaf.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.1.2010 kl. 15:53

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á Íslandi er að minnsta kosti árið 1937, 1938 og 1939. Á Íslandi er Neville Chamberlain nefnilega við full völd. Þetta voru appeasement árin (friðþægingarárin).

En svo kom gamli hugrakki maðurinn fram og lamdi hnefanum í borðið og bjargaði landi sínu og annarra. Það vantar svona mann á Íslandi núna. Hann er til á Íslandi, en hann er bara ekki við völd. Hann heitir Davíð Oddsson.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2010 kl. 20:46

14 Smámynd: Halldór Jónsson

"Nú lifum við hin góðu millistríðsár.Og brátt verða þau hin enn betri fyrirstríðsár." Þannig sungu Þjóðverjar í kvikmyndinni "Wir Wunderkinder" sem gekk fyrir 1960  í Þýskalandi.

Ég held að það verði gert eitthvað í þessu sífellda áreiti múslímaheimsins gegn Vesturlöndum. Þessir heimar lifa ekki friðsamlega saman lengi í einu. Innflutningur múslíma til V-Evrópu leiðir bara til atvika eins og þess sem varð í Danmörku í gær. Spennan vex stöðugt en minnkar ekki. Svo sýður bara uppúr eins og í Afghanistan.

Vestræn þjóðfélög geta ekki haft milljónir af liði innanborðs sem hefur sín eigin lög og fyrirlítur gistiþjóðfélögin. Okkar heimur stendur höllum fæti einn og sér. Þrælahald eins og Þjóðverjar, og raunar Bandaríkjamenn líka,  byggja sitt veldi á, leiðir einhvern tímann til þess að Spartacus gerir uppreisn. Með tóm gamlamenni sem borgara í Þýskalandi sé ég ekki fyrir endann á því. 

En gleðilegt ár Gunnar og takk fyrir þína fersku vinda á árinu. Ertu virkilega að flytjast heim ?

Halldór Jónsson, 2.1.2010 kl. 23:52

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Halldór og gleðilegt ár. Já við erum að flytja til Íslands og hlökkum mikið til. Best að koma heim í kreppu. Við fáum okkur svo kaffibolla saman þegar ég er kominn.

Takk fyrir innlitið  SeeingRed

Gunnar Rögnvaldsson, 3.1.2010 kl. 09:10

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Reyndar, - held ég, að Múslimar og Krsitnir, verði að vinna saman, getum kallað það samvinnu Abrahamískra trúarbragða.

-----------------------

En, pólar þessarar aldar, verða -Indland- og -Kína-.

Og, kalda stríðið á milli þeirra, er þegar í startholunum.

Hefur verið, hægt en örugglega að hefjast síðan öldin reið í garð.

------------------------

Nú þegar, hafa Kínverar flotastöðvar bæði í Pakistan og Myanmar, þ.e. sitt hvrou meginn, vð Indland.

Indverar, eru að svara þessu, með uppbyggingu eigin flotastöðva, á t.d. Andaman-eyjum, og öðrum eyjum á Indlandshafi, sem hafa staðsetningu, er gæti nýst sem varnarlína gegn ásókn Kínverja í hugsanlegu stríði.

Að auki, hefur spenna farið vaxandi á landamærum, einkum þeim sem eru enn umdeild. En, þ.e. heilt fylki sem Kínverjar gera tilkall til, og í hvert sinn, sem ráðherra ríkisstjórnar Indlands fer um það fylki, senda Kínverjar opinber mótmæli til Indlans.

Hefur ekki verið mjög áberandi í fréttum hér, en báðar þjóðir hafa undanfarið verið að fjölda herliði, á þessum landamærum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.1.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband