Leita í fréttum mbl.is

Moody's aðvarar stjórnvöld Grikklands: ef þið farið í styrjöld við grísku þjóðina þá mun það þýða lækkun á lánshæfnismati gríska ríkisins

Moody’s sendir frá sér nýja aðvörun til Grikklands.

Eins og margir vita þá lækkaði lánshæfnismatsfyrirtækið Moddy’s mat sit á lánshæfni gríska ríkisins í síðustu viku. Þessi lækkun fylgir í kjölfar lækkunar annarra matsfyrirtækja. Einkunnin var lækkuð frá A1 til A2. Um leið sagði Moody’s að litlar líkur væru á yfirvofandi greiðslufalli gríska ríksins alveg á næstunni. Þessi yfirlýsing frá Moody’s róaði marga mikið.

En þessi yfirlýsing varð þó frekar skammgóð ánægja því í viðtali við gríska blaðið Kathimerini í gær segir Sarah Carlson - sem er yfirmaður greiningar á lánshæfni ríkissjóða hjá Moody’s - að það versta eigi ennþá eftir að koma til Grikkja. Hún segir að langtíma lánshæfnis- og greiðslugetumat Moody’s sé háð því að skilningur og samþykki grísku þjóðarinnar styðji við og undir aðgerðir ríkisstjórnar Grikklands og einnig að ríkisstjórnin verði fær um að skilja og nýta sér hugsanlegt samþykki og skilning þjóðarinnar. En samhliða þessu gerir Moddy’s einnig kröfu til að seðlabanki ESB muni halda áfram að taka við skuldabréfum gríska ríksins sem tryggingu gegn fyrirgreiðslu úr bankanum til bankakerfis Grikklands. Annars er hætta á lánsfjárkreppu og lausafjárkreppu sem mun gangsetja lækkun lánshæfnismatsins um mörg þrep.

Sarah Carlson segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi komið auga á veiku hliðar efnahags- og fjármála Grikklands og að hún sé að vinna að varanlegum breytingum. En hún segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi hvorki tryggt sér velvild né skilning almennings á aðgerðunum og að það liggi heldur ekki fyrir hvernig ríkisstjórnin ætlar að framkvæma aðgerðirnar í samspili sínu við þjóðina.

“Vegna þess að nokkur tími mun líða þar til aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu bera ávöxt höfum við sett þetta nýja og lægra lánshæfnismat Grikklands á neikvæðar horfur. Neikvæðar horfur þýða að það eru meira en 50% líkur á að matið verði lækkað enn frekar innan næstu 12 til 18 mánaða.” | Kathimerini

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) mun lenda á flugvellinum í Grikklandi í janúar.

Samkvæmt heimildum gríska blaðsins Kathimerini hefur ríkisstjórn Grikklands nú þegar leitað ásjar AGS til að reyna koma fjármálum ríksins á réttan kjöl. Blaðið segir að það sé í skattamálum sem AGS eigi að aðstoða ríkisstjórnina - að AGS eigi að aðstoða við að koma skattheimtu landsins í lag svo hún megi fullnægja kröfum Brussel. Blaðið segir ennfremur að framkvæmdanefndin í Brussel hafi vantrú á að ríkisstjórninni muni takast að koma fjármálum landsins í það ásættanlegt horf að þau verði ESB þóknanleg. Því þorir ríkisstjórnin ekki að treysta á eigin hæfni af ótta við að tillögum og áætlunum hennar verði hafnað af æðsta ráði ESB. Ríkisstjórnin leitar því til AGS í von um að það muni blástimpla áætlanir ríkisstjórnarinnar í augum Brussel. | Kathimerini

Fyrri færsla

Andstaða almennings á Íslandi mun sjálfkrafa fella lánshæfnismat ríkissjóðs Íslands erlendis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Minnka [eyða] þörf Íslands á erlendum lánum. Skera niður allan óþarfa kostnað við erlend samsamskipti.

Er verðugt takmark í sjálfum sér á nýju ári.

EU hefur alltaf verið martröð. Nema í augum höfundanna og nú hæfs meirihluta hverju sinni.

Við eigum gott að EU er ekki nema 8% heimsmarkaðarins og við eigum af hráefnum og orku nóg. Ódýran raunverulegan mannauð má flytja inn eftir þörfum  enda er ekki skortur á honum á alþjóðamælikvarða. 

Júlíus Björnsson, 30.12.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðilegt ár Júlíus og takk fyrir innlitið

Gunnar Rögnvaldsson, 1.1.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gleðilegt ár Gunnar, óska ég þér og þinni fjölskyldu. 

Júlíus Björnsson, 1.1.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband