Leita í fréttum mbl.is

Andstaða almennings á Íslandi mun sjálfkrafa fella lánshæfnismat ríkissjóðs Íslands erlendis.

Sú óhæfa sem ríkisstjórn Íslands er nú í gangi með í æðstu stofnun Íslands, sjálfu Alþingi Íslendinga, mun sjálfkrafa leiða til lækkunar á lánshæfnismati ríkissjóðs Íslands.

Þau vinnubrögð og glæframennska sem ríkisstjórn Íslands viðhefur núna mun ekki ganga vel ofaní erlenda lánadrottna. Þessi vinnubrögð munu ganga enn verr ofaní erlenda lánadrottna en ofaní íslenskan almenning. Miklu verr.

Það er alveg 100% öruggt að mikil valdníðsla ríkisstjórna leiðir alltaf til lækkunar á trausti þeirra hjá lánadrottnum og mest hjá lánadrottnum erlendis. Það er líka 100% öruggt að ríkisstjórnir sem vinna svona illa að mikilvægum málum og sem aðhafast svo fullkomlega í trássi við vilja þjóðarinnar, munu sjálfar fella lánshæfnismat þjóðar sinnar erlendis.

Engir erlendir lánadrottnar munu líta það mildum augum þegar ríkisstjórn fer algerlega gegn vilja þeirrar þjóðar sem kaus hana sér til verndar. Þegar um svona stórt og mikilvægt mál er að ræða eins og Icesave, þá verða stjórnvöld að tryggja sér samþykki og velvilja almennings. Annars mun fara fyrir Íslandi eins og kannski á eftir að fara fyrir Grikklandi. Þá gæti nefnilega það langtum versta ennþá verið eftir. Styrjöld gegn þegnunum verður ekki verðlaunuð af lánshæfnismatsfyrirtækjum. Þvert á móti. Þau munu refsa stjórnvöldum fyrir valdníðslu og valdhroka til að aðvara aðra lánadrottna.

Steingrímur og Jóhanna. Hlustið vel. 

Þið eruð ekki í gamla Kreml núna. Þið eruð stödd í lýðræðisríki. Ef þið hagið ykkur eins og valdníðingar þá munuð þið uppskera ríkulega refsingu og fyrirlitningu hjá þjóðinni. Það versta er þó það að bök ykkar sjálfra eru ekki nógu breið, sterk og ung til að bera afleiðingarnar. Hrum bök ykkar munu brotna í spón við minnsta álag og byrðin mun öll lenda á þjóðinni sem kaus ykkur sér til verndar. Þjóðin mun veðra ykkur ævinlega fjandsamleg því þið hafið nú þegar brugðist henni fullkomlega. Þetta veit Moody’s og þetta veit Fitch.

Þess vegna hefur yfirmaður greiningar skuldamats ríkissjóða hjá Moody’s, hún Sarah Carlson, gert Grikkjum það alveg ljóst að það versta er líklega eftir fyrir Grikki. Ef ríkisstjórn Grikklands hefur ekki samþykki grísku þjóðarinnar í harkalegum aðgerðum sínum þá mun það sjálfkrafa þýða lækkun á lánshæfnismati ríkissjóðs Grikklands um mörg mörg þrep.

 

“The long-term credit capacity of Greece will depend on the acceptance of the government’s measures by the Greek people and their dynamic application by the government,” she argues 

 

Það versta gæti því verið eftir fyrir bæði Grikki og Íslendinga. Hagið ykkur því ekki eins og einræðisherrar í bananalýðveldi. Það borgar sig ekki og það er engan vegin þess virði. Þjóðin mun nefnilega þurfa að gjalda þess í langan langan tíma og það er þjóðin sem býr til greiðslugetu ríkissjóðs. Og þá verðið þið eins mikið og eins langt fjarverandi frá ábyrgðinni eins og íslensku útrásarfurstarnir eru núna; í eigin útlegð skammar, fyrirlitningar og aumingjaskapar.

En þjóðin mun þurfa að heyja það stríð sem þið gáfust upp á. Þetta veit bæði Moody’s og Fitch. Hvenær ætlið þið að skilja þetta líka? Þið hafið sýnt núna að þið eruð bæði tvö mikið skammtímafólk. Þið hagið ykkur nákvæmlega eins og skammtímalánafíklar.

En þjóðin kaus ykkur ekki til að gegna hlutverki VISA. Hún kaus ykkur alls ekki til að gera það sem þið eru að gera - og heldur ekki til þess sem þið eruð búin að gera nú þegar. Þið eruð fullkomlega umboðslaus og bráðum algerlega rúin öllu trausti kjósenda og allra lánadrottna Íslands erlendis. Hættið að misnota ríkissjóð Íslands sem ykkar eigið VISA-kort. Þið hafið ekkert leyfi til þess.

       | Slóð: gríska blaðið KathimeriniMoody’s issues new warning

Á íslensku;

a) Moody’s sendir frá sér nýja aðvörun til Grikklands

b) Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) mun lenda á flugvellinum í Grikklandi í janúar

- hér í  glugganum þriðjudaginn 29. desember 2009

Fyrri færsla

Launþegasamtökin í Danmörku segja að evrusvæðið sé einar rjúkandi efnahagslegar rústir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hefðbundin blótsyrði duga ekki á þessa forsprakka helfararinnar... það þarf að setja Sverri Stormsker í þetta mál...ég hef ekki orðaforðann....

Haraldur Baldursson, 29.12.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð hugvekja, Gunnar, sannarlega vel við eigandi og rétt að beina sjónum ráðamanna að þessari grísku hliðstæðu og afleiðingum hennar. Hafðu heilar þakkir fyrir þetta og alla þína baráttu á árinu – gleðilegar hátíðar, ágæti bloggvinur og samherji.

Jón Valur Jensson, 29.12.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög vel að orði komist og ef ríkisstjórnin er að biðja um stríð við almenning í landinu er greiðsluverkfall sterkasta vopn okkar.

Með því getum við fellt lánasöfn bankanna í verði og þar með kippt grundvellinum undan okurvaxtastefnunni.

Theódór Norðkvist, 29.12.2009 kl. 07:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið Haraldur og Theódór og þér fyrir góðar kveðjurnar Jón Valur.  

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.12.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þú hefur greinilega fengið gott að borða um jólin. Hver færslan annari betri. Tek heils hugar undir þau orð sem beint er til stjórnarforeldranna.

Færslan um menntun og jaðarskatta í norræna velferðarkerfinu er líka fín. Það mætti gauka Cepos skýrslunni að stjórnarflokkunum.

Haraldur Hansson, 29.12.2009 kl. 21:08

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haraldur H.

Já hangiketið og laufabrauðið vinna alltaf sín litlu kraftaverk og virka vindeyðandi. Með steyptum maga hefst maður ekki á loft. Svo hringlar heldur ekki í manni.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.12.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband