Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól þið öll, - og gott hangikjöt með laufabrauði. Hvað meira er hægt að biðja um?

 Laufabrauðið. Eigin framleiðsla

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um að þið eigið góða og gleðilega hátíð ljóss, friðar og frelsis

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Þrátt fyrir minn þjóðernisrembing þá finnst mér bæði laufabraut og hangikjöt hundvont. Gleðileg jól og takk fyrir pistlana þína á árinu. Les þá alltaf með athygli. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kolbrún !!!!! það þarf náttúrlega að senda þig í endurhæfingarbúðir fyrir afhuga hangikétsætur og villuráfandi laufabrauðsáhugamenn með duldar langanir, þetta gengur bara ekki (er auðvitað bara að grínast  - flissa ofaní blandið mitt og slefa í laufabrauðið á meðan hangilærið stendur í mér)

Þakka þér mikið fyrir góðar kveðjurnar kæra Kolbrún - og gangi þér allt í haginn.   

Gunnar Rögnvaldsson, 26.12.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já já ég veit að ég er "ekki hægt" eins og sagt er stundum. Gikkur þegar kemur að mat og þá helst þessu gamla og hálfúldna dóti sem þjóðin lifði á lengst framan af eins og hákarli , skötu, hangi-, signu-, kæstu- og söltuðu fæði. Ekki einu sinni mjólkur- og grjónagrautar fara inn fyrir mínar varir. Vona samt að þér verði að góðu þessar veitingar og að þær renni nú ljúflega niður fyrir rest. Vona líka að þú verðir áfram kátur og hress hvað sem skemmdu og óhollu fæði líður. Málið að njóta þess sem manni líkar en láta hitt eiga sig. Þakka góðar óskir, þær kann ég að meta kveðja til þín.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband