Mánudagur, 21. desember 2009
Borgar menntun sig í svo kölluðu "norrænu velferðarkerfi?"
Mynd; Cepos.dk
Danska hugveitan Cepos tekur þetta efni fyrir í nýrri rannsókn. Á þessari mynd sést hve mikið það borgar sig hreint efnahagslega (umbun í formi launagreiðslna fyrir skatt) að ganga menntaveginn með því að leggja á sig nám á háskólastigi sem í Danmörku er venjulega kallað videregående uddannelse - og - sem að mestum hluta til samanstendur af kandidatsprófi eftir 5 ára háskólagöngu. Hér er um einfalt meðaltal allra menntagreina að ræða. Dönsk skólastjórnvöld og ofdekraðir atvinnurekendur hafa lengi verið á þeirri skoðun að BSc gráða eða bachelor-menntun sé ekki hægt að nota til neins og því fara flestir í 5 ára háskólanám sem stundað er í 10 mánuði á ári í 5 ár. Myndin sýnir hve mörg prósent þú hagnast á því að fara í þetta lengra nám miðað við að láta þér nægja menntaskóla- eða iðnnám. Þetta eru tölur frá mörgum löndum OECD.
Drengir hafa auðvitað komið auga á þetta og sækja því núna mun minna í háskólanám. Þeir sem t.d. vilja verða læknar núna eru því oftar stúlkur en það er oft slæmt því stúlkur vilja t.d. helst ekki vera skurðlæknar heldur sækjast þær frekar eftir að vinna mýkri læknastörf eins og til dæmis að deila út pillum, fylla út pappíra, tala við sjúklinga og helst ekki vinna á vöktum. Þetta er náttúrlega ekki algilt, heldur sá "trend" sem kvartað er yfir. Drengir sækjast hinsvegar oftar í blóð, vélsagir, borvélar og græjur eða bara læknahandverk og eru því í yfirgnæfandi mæli þeir sem hafa sótt í að stunda skurðlækningar. En það eru bara svo fáir drengir sem koma nýjir til þessa náms á hverju hausti. Þeir fara frekar í trésmíði. Þar er nefnilega hægt að kveikja fyrr í skólabókunum og éta svo að segja strax úr launaumslaginu. Þetta er norræn velferð.
"The article also notes that Europes best brains are leaving in droves. Some 400,000 E.U. science and technology graduates currently reside in the United States, and barely one in seven, according to a recent European Commission poll, intends to return; that European immigration to the United States jumped by some 16 percent during the 1990s; and that there are now half a million New York City residents who were born in Europe"
Innfluttir læknar koma því hingað frá Pakistan og Indlandi á meðan innfæddir og oftar en ekki kvenkyns danskir sálfræðingar sitja á skólabekk til að læra um sáluhjálp handa sjúklingum sem eru að springa úr pirringi vegna tungumálaerfiðleika á sínum eigin sjúkrahúsum í eigin landi - og svo auðvitað líka til að læra um sáluhjálp til félagslega einangraðra karlkyns lækna sem koma hingað án fjölskyldu alla leið frá Langtíburtuztan. Koma hingað til að borga mikinn skatt og sem fara svo aftur til síns heima við fyrsta tækifæri. Þetta er svo gott. Svo gott er þetta skattakerfi sem er orðið svo flókið að enginn getur lengur reiknað út sinn eigin skatt. Skattakerfið þar sem réttaröryggið er horfið því jafnvel dómstólarnir skilja ekki lengur þetta skattakerfi. Því þarf að vanda vel í hvaða héraðsdómi skattamál fá meðferð því útkoma dóma er oft háð túlkun dómsmanna á lögunum. Þessi túlkun er misjöfn eftir því hverjir túlka skattalöggjöfina.
Ríkið er hér hinn frægi rúðubrjótur hans Frédéric Bastiat og allir vinna við að ráðgefa öllum um hvernig á að komast hjá rúðubroti ríksins. Ónýtar starfsstéttir eins og skattaráðgjafar spretta upp eins og gorkúlur og hagvöxtur verður því lélegri og lélegri fyrir vikið, því allir vinna á Moskvulegum skrifstofum við að ráðgefa öllum um rúðubrot ríkisins. Þetta eru miklu meira en handónýt afleidd störf sem hámenntað fólk vinnur við. Það er svo mikið af svona lélegum afleiddum störfum hérna að hagvöxtur í Danmörku var sá 5. lélegasti í OECD síðustu 10 árin og verður sá 3. lélegasti í OECD næstu 10 árin líka. Danmörk hrapar neðar og neðar á skalanum yfir ríkustu þjóðir heimsins vegna fíflagangs stjórnmálamanna í hinu norrænda velferðarkerfi. Kerfi sem þeir hafa ekki efni á lengur því hænan var étin lifandi af þeim sjálfum.
Réttaröryggið er því orðið ákaflega veikt og gloppótt sökum spagettíflækju stjórnmálamanna. Skattayfirvöld nota löggjöfina eins og skammbyssu með einni patrónu eða réttara sagt, yfirvöld stunda rússneska rúllettu með þessum verkfærum yfirvaldsins. Það gerir ekkert til þó yfirvöld tapi málinu því þau "eiga" nóg til af auðæfum þegnana til að keyra mál á hendur þegnunum, sem alltaf þurfa að sanna sakleysi sitt sama hversu ákæra yfirvalda er vafasöm. Dómarastéttin er orðin ansi þreytt á að þurfa að eyða tíma sínum í mál sem skattayfirvöld vita fyrirfram að eru töpuð. Dómarar hafa gagnrýnt skattayfirvöld harðlega fyrir að sóa tíma réttarins. En yfirvöld taka áhættuna engu að síður því þau gætu nefnilega "óvart" fengið hagsæða túlkun á spagettí-lögunum sem koma stanslaust á færibandi frá fjölmiðla-þyrstum þingmönnum þingsins, þ.e. ef málið er tekið fyrir í hagstæðum héraðsdómi með hagstæðum túlkum.
Mynd; Cepos.dk
Mynd 2; Munurinn á jaðarsköttun láglaunamanns og hálaunamanns. Seinni myndin sýnir okkur hvernig hinni fyrrnefndu umbun í launagreiðslum fyrir skatt reiðir af eftir að hafa farið í gegnum hið stigversnandi jaðar-skattakerfi hinnar norrænu velferðar. Hér eru það skatta-prósentustigin sem eru sýnd á vinstri ás. Lægsti jaðarskattur á laun í Danmörku er 43%. Hæsti jaðarskattur er 63%. Myndin tekur mið af jaðarsköttun launa hjá láglaunamanni með 67% af meðallaunum starfsmanns í iðnaði og svo hátekjumanns með 167% af þessum meðallaunum starfsmannsins í iðnaðinum. Prósentustig sköttunar. Eins og sést er þetta hlutlaust (neutral) á Íslandi og Tékklandi því þar er (var!) flatur skattur. En nú er það búið að vera og norræna velferðarkerfið heldur nú innreið sína á Íslandi. En í "norræna velferðar kerfinu" fer hér hinsvegar það litla sem ávannst við menntunina burt áður en það fyrir slysni hefði dottið ofaní í vasa menntaða mannsins.
Hér í Danmörku fær t.d venjulegur hagfræðingur með 5 ára háskólanám ekki endilega meira í laun en trésmiður fær hjá góðum meistara með góð verkefni. Í rannsókninni tekur Cepos einnig fyrr æfitekjur.
Mottó norræna velferðarkerfisins er því kannski þetta: lokum skólunum og allir fari út á stillas. En þá blasir við það smá vandamál að það þarf ekki að byggja neitt undir neinn lengur. Ekkert DeCode, engir peninga-turnar, engin sjúkrahús, engar skemmur, ekkert álver því enginn finnur upp neitt til að nota álið í. Þá byggir maður kannski bara Moskvublokkir í staðinn, - eða opin berar byggingar.
Það er engum vafa undirorpið að sá mikli fjöldi fólks með góða menntun sem flutti til Íslands á mörgum síðustu árum flutti þangað meðal annars vegna þess að skattakerfið var einfalt og það átti auðvelt með að gera sér grein fyrir að hverju það gékk. Kosturinn var líka sá að flatur skattur virkaði hvetjandi á þetta fólk. Rannsókn Cepos PDF; Præmien ved uddannelse i Danmark
Tengt efni:
Vox EU; The European brain drain: European workers living in the US
The Heritage Foundation; Fiscal Policy Lessons from Europe - PDF
Fyrri færsla
Ríkisstjórn Íslands. Gagnslausir illviðrahnjúkar
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 25.12.2009 kl. 18:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 75
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 1390924
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 182
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Svo satt. Svo satt sem þú skrifar. Þetta er ekki sniðugt, en alveg satt. Enda líka eftir góðum heimildum.
Það er engin sem græðir á þessum skelvilegheitum sem eru kölluð velferð. Verst misnotaða orð sem um getur....
Jón Ásgeir Bjarnason, 22.12.2009 kl. 00:03
Já Jón Ásgeir og takk fyrir innlitið. Velferð er mikið misnotað orð. Aukaverkanir velferðar eru velferðar-fíklar. Það er eiginlega ekki hægt að afvatna þá. Þeir verða krónískt veikir í þjóðfélögum sósíaldemókrata. Þeir kjósa yfirleitt aldrei undan sér peningakassa ríkisins. Og þeir geta yfirleitt ekki skilið á milli velmegunar og velferðar. Þeir halda að velferð sé búin til úr engu.
Velmegun og velferð - tveir ólíkir hlutir:
Hvað er velmegun?
Velmegun geta frjálsar tilfinningaverur einungis búið til. Velmegun kemur frá þeim vörum sem frjálsar tilfinningaverur búa til og senda til markaða erlendis sem innanlands. Vörur og þjónusta sem skaffar þá peninga sem byggir upp hagkerfið. Með öðrum orðum: velmegun eru verðmætin sem frjálsar tilfinningaverur búa til og sem skaffa peninga inn í þjóðfélagið þegar þau eru seld fyrir peninga. Ef verðmætin eru seld erlendis þá kemur erlendur gjaldeyrir í landið sem hægt er að nota til að kaupa þær vörur sem þarf að flytja inn. Til dæmis er hægt að kaupa byggingakrana og steypujárn fyrir þessar vörur. Byggingariðnaður mun svo búa til ný verðmæti úr innfluttu verðmætunum, en aldrei öfugt, ekki á Íslandi.
Einnig er hægt að flytja inn græjur til heilbrigðiskerfisins með þeim gjaldeyri sem grunnatvinnuvegirnir skapa. Dæmi: sjávarútvegur, hann skapar gjaldeyri sem hægt er að nota til að búa til stærra hagkerfi og betra heilbrigðiskerfi sem krefst innflutnings. Annað dæmi er landbúnaður, því hann sparar þann gjaldeyri sem annars þyrfti að nota í að flytja inn mat. Þeim gjaldeyri er til dæmis hægt að verja í að mennta íslenska lækna erlendis og kaupa meiri græjur og lyf. Ekki þarf að flytja inn viðskiptavini í heilbrigðiskerfið. Þeir eru næstum allir framleiddir á Íslandi. Það er alls ekki víst að það "borgi sig" að "gera við" alla viðskiptavini heilbrigðiskerfisins. En við gerum það samt vegna þess að við erum einmitt tilfinningaverur. Þetta er nefnilega ekki "kalt" reikningsdæmi. Ef þetta væri "kalt" reikningsdæmi þá hefðum við, tilfinningaverurnar, aldrei fundið upp sjúkrahús á sínum tíma
Hvað er velferð?
Velferð er það að taka þá peninga sem frjálsar tilfinningaverur hafa skaffað og deila þeim út til annara. Oft eru það stjórnmálamenn og embættismenn sem reyna að búa til velferð. En menn meiga ekki gleyma því að til þess að geta búið til velferð þá verður fyrst að búa til velmegun. Það er velmegunin sem fjármagnar velferðina - og alls ekki öfugt. Ef frelsið vantar þá deyr velmegun og um leið velferðin
Forsenda velmegunar er frelsið
Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra. Það er þó einn hængur á þessu máli, það þarf að nota frelsið. Það þarf að koma í veg fyrir að þetta vöðvabúnt heilans visni. Með því að iðka frelsið og nota vöðvabúnt heilans þá er hægt að koma í veg fyrir að þessir dýrmætu vöðvar visni og þar með að velmegun okkar minnki. Ef auka á velmegun okkar allra þá þarf að standa vörð um frelsið, viðhalda því og oft að kaupa það dýru verði. Sífellt þarf að vinna að því að auka frelsi því frelsisaukning á, andstætt frelsisskerðingu, oft erfitt uppdráttar. Þegar frelsið og sjálfsábyrgðin hverfur hjá einstaklingum og þjóðum, þá munu þær sjálfkrafa verða fátækari og fátækari.
Innganga í Evrópusambandið (ESB) eða upptaka myntar annarra ríkja mun óhjákvæmilega þýða frelsisskerðingu. Það er vegna þessa sem Evrópusambandið dregst sífellt meira og meira aftur úr velmegun bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Lesa áfram (Þrífst frelsið í faðmi evru og ESB)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2009 kl. 13:30
Getur þetta svokallaða "menntaða fólk" ekki komið okkur til bjargar í kreppunni? Ég er enn að bíða eftir því að blessaður "mannauðurinn" fari nú loksins að gefa eitthvað af sér. Mér sýnist og heyrist sprenglærðir háskólaborgarar öskra sig hása og heimta álver!¨álver! Kunna þessir bjálfar ekki að bjarga svona 2-3 störfum í atvinnuleysinu? Ég sé enga ástæðu til að ríkið (samfélagið) sé að kosta 20 ára menntun fyrir fleiri lögfræðinga, viðskiptafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga eða jafnvel guðfræðinga. Ég sé ekki hvaða hagsæld þetta fólk skapar nema fyrir eigin heimilishald.
Árni Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 16:33
P.s. Ég legg til að rektorar segi við þetta fólk þegar það útskrifast og skjögrar út í samfélagið þúsundum saman á hverju ári: "
Nú hefur þjóðin ykkar kostað ykkur til náms og hún er að hruni komin vegna skulda og tekjuþörfin er botnlaus. Hunskist til og skapið ykkur tekjur á eigin forsendum án afskipta ríkisféhirðis og skapið síðan öðru fólki vel launuð störf eftir þörfum. Til þess voruð þið hér og ef þið hafið ekki burði til að standa undir þessum væntingum þá hefur nám ykkar hér verið ykkur og þjóðinni til lítils gagns!"
Árni Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 16:40
Sæll Gunnar. Þetta er með flottari færslum sem ég hef lesið í seinni tíð. Þú teiknar upp þarna góðan hitamæli á umfangi ríkisrekstrarins. Þegar það hættir að borga sig að sækja fram í menntun og framtaki sökum skatta og reglugerða fáum við þessa stöðu sem ESB er að upplifa...fólksflótta sem er jú missir af verðmætum "atvinnutækjum".
Hér búum við í fámennulandi sem hefur öll tækifæri til að aðlaga sig að breytilegum þörfum. Við höfum öll tækifæri til að koma okkur aftur upp úr lægðinni....en ekkert af þessu er hægt með félagslegum úrræðum einum...það þarf að vekja aftur framtakamátt þjóðarinnar, ekki í anda Stalíns með uppbrettar ermar verkamannsins (þó jú jú það megi fylgja) heldur með því að losa um hömlur og leyfa hugmyndaríku fólki, vel eða illa menntuðu að sækja fram með hugmyndum og áræðni... Við þurfum starfhæfan hægri flokk sem drusslar ekki á eftir sér drulluskítugum nærfötum gamallar spillingar.
Sýnið ykkur þið sem viljið skipa sæti leiðtoga ! Sýnið okkur hinum að hér séu tækifæri og svigrúm til að rífa okkur sjálf upp... Hættið að horfa til AGS, eða annarra með undirlægjuhætti og aumingjaskap.
Haraldur Baldursson, 22.12.2009 kl. 17:46
Þakka ykkur fyrir Árni og Haraldur
Akkúrat !
Ríkið er nú að þenjast út eins og blaðra. Í Skandinavíu er þetta kallað "Mogens Lykketoft mistökin" (d. Mogens Lykketoft fejltagelsen). Um er að ræða þann misskilning að ríkið geti stuðlað að hagvexti með því að hlutdeild þess í hagkerfinu aukist. En þetta er leiðin til fátæktar. Sönnunargögnin blasa alls staðar við.
Núna er ríkið eins og rúðubrjóturinn frægi.
Sum afleidd störf eru mikið minna góð en önnur afleidd störf. Dæmi: ef ég fæ mann til að brjóta rúðu í glugga hjá kaupmanni þá skapa ég afleidd störf hjá þeim sem setja glerið í glugga kaupmannsins aftur. Margir munu segja að lítill skaði sé skeður því þetta hafi skapað atvinnu hjá "gler-meistaranum" og hjá fleirum sem vinna við "glerið".
Þetta er það sem þú sérð: Það sem þú sérð ekki er það að kaupmaðurinn þarf að borga rúðuna og ísetningu hennar. En þetta eru peningar sem hann hefði getað notað til að bæta vöruúrval, stækka verslun sína, eða til að lækka vöruverð. Eða til dæmis bara bætt góðri bók í bókasafn sitt, sem svo hefði gert honum kleift að læra eitthvað nýtt og nytsamlegt, eða bara aukið við menningu þess þjóðfélags sem hann býr í.
Svona eru mjög mörg störf þar sem opinberir geirar eru að verða stórir. Þar verða alltaf til mikill fjöldi starfa sem vinna við rúðubrot í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna stóra og flókna skattheimtu, sem býr til mikinn fjölda skattaráðgjafa sem ráðgefa einstaklingum og fyrirtækjum um skattamál. Þessir skattaráðgjafar eru í hlutverki "gler-meistarans". Hlutverk rúðubrjótsins er svo leikið af hinu opinbera. Að gera allt skattakerfið svo flókið að enginn skilji það. Þetta skapar líka mikla vinnu í dómskerfinu. Enginn af þessum þáttum er velmegunarskapandi. Heldur eyðir þetta velmegun og í síðasta enda velferðinni líka.
Hámenntaðir menn vinna því sem skattaráðgjafar. Pathetic. Þetta eru mjög léleg störf fyrir þjóðfélagið, því þau auka á fátækt í þjóðfélaginu. Svona urðu Sovétríkin og svona er ESB að verða. Miðstýrt bákn. Ef þú býrð til mikið af svona lélegum störfum þá verður allt þjóðfélagið fátækt.
Þetta á einnig við um menntun eins og aðrar vörur. Ef til dæmis hið opinbera - og jafnvel fleiri misvitrir aðilar - gefa sig fram sem sjálfkjörna forsjárhyggjumenn og frambjóðendur af menntun sem þeir álíta að allir þurfi á að halda, þá munu þeir einnig gera þjóðfélagið fátækt því hið opinbera getur aldrei vitað hverjir þurfa á meiri menntun að halda eða á hvernig menntun þeir þurfa að halda. Þessi ákvörðun verður að vera tekin af einstaklingnum sjálfum og ekki af neinum örðum.
Ef menn eru alltaf að brjóta rúður þá munu þeir sjá til þess að enginn hefur efni á að hafa vit fyrir sjálfum sér og gera gott fyrir sjálfan sig og þar með fyrir allt þjóðfélagið.
Það er því alls ekki sama hvaða störf og hvaða afleidd störf verða til á fæðingardeild hagkerfisins. Þetta þurfa allir að vita sem fást við stjórnmál. Þetta eru grunnatriði.
Hérna í ESB eru t.d. allir að "gera allt sjálfir" vegna þess að skattar eru svo háir og pressa upp verð á þjónustu þannig að aðeins fáir hafa efni á að kaupa þjónustuna í því "þjónustusamfélagi" sem stjórnvöld segja þeim að þeir búi í. Þetta er því orðið "gerðu það sjálfur" þjóðfélag frekar en þjónustusamfélag.
Menn ættu ekki gleyma því hvað það er sem býr til velmegun - og þeir meiga heldur alls ekki gleyma að velmegun er allt annar hlutur en velferð.
Svo það er aðeins eitt sem menn þurfa að muna hér: stefna vinstri manna, vinstri jafnaðarmanna og áttavilltra íhaldsmanna, mun alltaf gera alla fátæka í lengdina.
Þetta er svo augljóst og það er einmitt þess vegna sem ESB er alltaf að dragast meira og meira aftur úr Bandaríkjunum og Íslandi, efnahagslega séð. Nema náttúrlega ef þessi ríkisstjórn sem er núna á Íslandi fái vilja sínum framgengt. Þá mun Ísland verða fátækara.
Þegar búið er að ráðstafa stórum hluta hagkerfisins í það að brjóta rúður hjá borgurunum þá verður hinn tekjuaflandi hluti hagkerfisins alltaf fátækari og fátækari. En þetta gerist bara ekki hjá þeim sem sitja núna í sovésku stólunum í Sölunefnd Varna Íslands í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg 150 Reykjavík.
Útkallsvakt Glerjunga Ríkisins verður þá mjög umsvifamikil. Það verður kannski hægt að kalla hana fyrir ung-glerjunga-hreyfinguna
Stærsta og mikilvægasta arfleið Keynes er sú að hann fékk stjórnmálamenn til að halda þeir gætu stýrt öllu sjálfir. En það geta þeir ekki, nema ef þá væri að stýra öllu í gjaldþrot, eins gerst hefur í mörgum ríkjum kommúnista og í ríkisblöðru-ríkjum semi-komma.
Ég skrifaði reyndar þessa athugasemd við leiðara Morgunblaðsins hér: Kreppan framlengd
Þetta er því klippt og klístrað, afsakið.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2009 kl. 17:54
"Svo gott er þetta skattakerfi sem er orðið svo flókið að enginn getur lengur reiknað út sinn eigin skatt." skrifar þú Gunnar á einum stað. Þessi fullyrðing er mjög orðum aukin því nánast hvaða skattskyldur auli sem er hér í Danmörku getur farið inn á heimasíðu danska skattsins og slegið inn sínar helstu tölur og fengið tiltölulega nákvæma útkomu. Eins er orðið hægt að slá inn aukatekjur og fá áætlun og borga síðan bara skattinn beint með Dankorti. Var sjálfur að þessu í dag og þetta var eins og að drekka vatn.
Kær kveðja
Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 20:11
Sæll Magnús
Það var einmitt þetta sem ég átti við.
Getur þú ekki bara gert þetta sjálfur Magnús? Þarftu að láta tölvukerfi skattayfirvalda reikna þetta út fyrir þig? En auðvitað getur þú ekki reiknað út skattinn þinn sjálfur. Þú þarft að láta yfirvöld gera það fyrir þig - til dæmis á heimasíðu skattayfirvalda.
Skattana geta skattayfirvöld heldur ekki reiknað út sjálf og því þarf heill her af mannafla að standa í því alla daga ársins að leiðrétta þá útreikninga sem yfirvöld hafa þegar gert.
Og aðeins örsjaldan tekst yfirvöldum að gefa út rétt skattakort. Þetta er sennilega ein óskilvirkasta og flóknasta skattheimta í heiminum. Enda kostar hún landið ekkert smáræði.
Þetta er svo flókið að niðurstöður útreikninga þerra sjálfra birtast ekki eins allt eftir því hvort reiknað er út fyrir eða eftir hádegi. Þegnarnir verða alfarið að treysta á að það sé ekki verið að svindla á þeim. En svindl og pretti stunda skattayfirvöld alla daga ársins og alveg án þess að vita af því. Fara létt með það.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2009 kl. 20:33
Sæll Gunnar
Í mínu tilviki gat ég það reyndar léttilega líka með einföldum prósentureikningi, en hitt var mjög aðgengilegt og er flestum auðvelt. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að vel rúmur helmingur danskra launþega á við afar lítinn vanda að stríða gagnvart skattayfirvöldum hér í landi. Sjálfur hef ég þurft að leiðrétta mistök hjá Skattinum þar sem greiðendur þjónustu af minni hálfu höfðu gert mistök. Það gekk afar auðveldlega og hvað mig varðar hefur verið einstaklega þægilegt að eiga við dönsk skattayfirvöld í gegnum tíðina og ég þekki mikinn fjölda Dana og útlendinga hér í landi sem eru afar sáttir við Skattinn sem stofnun, þó ýmsum þyki skattprósentan á hátekjuskattinum há.
Kær kveðja
Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 20:53
Magnús.
Helmingur launþega gerir ekki einu sinni skattaskýrslu. Þessi helmingur treystir sér ekki til þess. Hann gerir eins og þú. Treystir á að yfirvöld geri þetta fyrir sig. Auðvitað eru fullt af dæmum um að sára einföld mál fái ágæta úrlausn hjá yfirvöldum. Þó það nú væri. En þú getur ekki reiknað út skatt í Danmörku með einföldum prósentuútreikningi nema að þú þekkir reglurnar - og þær eru afar flóknar og viðamiklar. Þess vegna fórstu inn á heimasíðu til að fá þetta reiknað út. Þú treystir þér ekki til þess sjálfur.
Það vill svo til af fyrirtæki mitt færir bókhald og gerir skattaskýrslur fyrir tugi fyrirtækja í Danmörku, og fyrir einstaklinga einnig. Við þekkjum málið því ágætlega og þekkjum skattaréttinn svona rétt svona sæmilega því við höfum þurft að keyra ýmis mál viðskiptavina okkar þar í gegn með aðstoð sérfræðinga. Við njótum einnig ráðgjafar fremstu skattasérfræðinga landsins í þágu viðskiptavina okkar og höfum gert það áratugum saman. Þeir hafa nóg að gera og eru sjálf skattayfirvöldin einn af þeirra viðskiptavinum. Svo umfangsrík og flókin er skattalöggjöfin í Danmörku að yfirvöld þekkja hana ekki. Þau leita sér því ráðgjafar eða láta vaða og eru svo í réttinum sífellt.
Það fyrsta sem fyrirtæki gera þegar þau velta fyrir sér verkefnum og fjárfestingum er oft að hafa samband við skattaráðgjafa. Skattalöggjöfin er einn allsráðandi drullupyttur sem allir þurfa að óttast að lenda í vandræðum með, þ.e. ef þeir hreyfa rass frá spönn. Best er því að gera aldrei neitt því þá gerir maður nefnilega engin mistök.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2009 kl. 21:55
Þetta er það sem gerist í krata ríkjum þar sem allir eru jafnir. Metnaðurinn hverfur og samfélaginu á eftir að fara aftur.
Íslendingar horfa fram á sama vanda. Ég ákvað sjálfur að stökkva úr skóla þar sem mitt markmið hefur alltaf verið að verða sjálfstæður atvinnurekandi. Ég hugsaði sem svo að ég þyrfti nú ekki háskólagráðu til þess að fá starf hjá sjálfum mér.
Ég hef hinsvegar laggt hugan að því að læra ljósmyndun og/eða kvikmyndatöku og leikstjórn, þar sem áhugi minn í starfi er að færa mig á víðari svið. Hinsvegar sé ég mig ekki alveg hafa þolinmæði til þess þar sem grundvallarhugmyndin sem maður lærir í skólanum er ég nokkurnvegin með á hreinu og reynslan og æfing sjálfur á eftir að skapa mér miklu meiri þekkingu heldur en nokkur skóli gæti gert.
En allavega þá þykir mér menntun vera ofmetin og vanmetin bæði í einu.
Hún er ofmetin að því leiti að fólk álítur mann ekki vera mann með mönnum nema að hafa gengið mennta veginn. Og fyrir þá staðreynd að hún skilar manni ekki endilega hærri tekjum.
En hún er líka vanmetin á margann hátt.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 03:09
Maður getur kallað sig hámenntaðan. Þess vegna var þetta jú sérlega merkileg samantekt. Hef búið í Noregi. En hef verið að læra aðeins meira og búið heima í nokkra mánuði.
Þetta skattkerfi gerir það að verkum að það er best að vera ekki að eyða of miklum tíma í vinnunni. Það er bara svoleiðis. Þú átt ekki að vinna. Þú færð ekki að njóta vinnunnar í formi launa, vegna skattana.
Þú getur bara hækkað launin þín með því að taka frí. Það er svo sem ekki alslæmt. Timinn er þrátt fyrir allt meira virði en peningar.
En þetta er verst fyrir þá sem kanski myndu geta notið vinnu minnar. Yfirvöldin segja þeim að ég eigi ekki skilið meira í laun en eitthvað ákveðið áður en skattarnir fara til himna. En græða þeir á því?
Jón Ásgeir Bjarnason, 23.12.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.