Leita í fréttum mbl.is

Ríkisbanki eins evru-ríkis ţjóđnýttur af evru-ríkinu í öđru evru-ríki

Josef Pröll fjármálaráđherra Austurríkis  og embćttismađur Andreas Schieder óska til hamingju 

Mynd; Fjármálaráđherra Austurríkis, Josef Pröll og embćttismađur Andreas Schieder kynna glćsilegan nýjan ríkisrekstur í Vín í gćr (Stúfur)

Halda mćtti ađ ég vćri međ óráđi

En nei, ţetta er rétt. Austurríki ţjóđnýtti í gćr ţýska bankann Hypo Group Alpe Adria. Ţetta var gert til ađ reyna ađ forđa fjármálakerfi evrulandsins Austurríki frá ţví ađ brasa saman inn á stofugólf skattgreiđenda. En skattgreiđendur ţarna eru orđnir frekar aldrađir sökum mikillar rúmmálslegrar hógvćrđar í marga áratugi og ţola ţví illa svona niđursparnađ. Austurríki gékk - enda stutt ađ fara - í ESB áriđ 1995 og tók niđur mynt Evrópusambandsins frá Brusselhimnum áriđ 1999. En ţađ er áriđ sem myntbandalagiđ hófst á loft. Nú er ţađ svo hátt á lofti ađ enginn nćr til ţess. Ađeins tvö evrulönd af sextán eru svo hátt sett ađ ţau uppfylli uppgönguskilyrđin upp í myntbandalagiđ núna.

En hvađ er svona merkilegt viđ ţetta? Ekkert annađ en ţađ ađ ţessi nú ţjóđnýtti banki í Austur Ríki var í eigu ríkisstjórnar Bćjaralands í fyrrverandi vestur ríki Ţýskalands. Eins og ţiđ vitiđ er flest fyrrverandi í Evrópu. Fólkiđ líka.

Já. Vegna ţess ađ Austurríki er í myntbandalaginu ţá ţurfti Fransmađurinn og seđlabankastjórinn Jean-Claude Vigilant Trichet ađ eyđa helginni í Austurríki. Ţar fćst hvergi ćtur biti matar fyrir sannan Fransmann. Hann hírđist ţví úti í bifreiđ og borđađi nesti á međan hann beiđ eftir ađ bankinn fćri nógu mikiđ á hausinn svo hann gćti stigiđ upp í hann. Svo hátt var flugiđ á ţessum banka, enda var hann í eigu ríkisstjórnar Bćjaralands Ţýskalands.

Ţetta var björgunarađgerđ segja fréttamiđlar. Bankanum var bjargađ til og frá ríkinu. Evrusvćđinu var líka bjargađ frá hruni. Móđurríkiđ sem stýrir Bayern Landesbank skaut (af byssu?) 825 milljónum evrum inn í nýja bankann eftir hafa látiđ bćverska ríkiđ selja 67% hlut sinn í bankanum fyrir eina bć bć evru til ríkiskassa Austurríkis. Forstjóri Bayern Landesbank sagđi svo af sér, enda létt verk, ţví allt er ein rjúkandi rúst í öllu ríkisrekna Landesbankakerfi Ţýskalands. Stjórnmálamenn sitja ţó ţćgilega áfram í bankaráđi Bayern Landesbank.

Ţetta er sem sagt annar bankinn í evrulandinu Austurríki sem er ţjóđnýttur á einu ári. Hinn fyrri hét Kommunalkredit Austria AG, sem ţýđir eiginlega Bćjaraútgerđ Austurrísku Sveitafélaganna. Mikiđ af útlánum bankakerfis Austurríkis hefur fariđ til Austur-Evrópu og landa á Balkanskaga. Útlánin hafa ţó vonandi ekki öll fariđ í bćjarútgerđir eđa SAS, sem vćri ţá eins konar SÍS í útrás frá Austurríki. Ţiđ muniđ eftir SÍS? En markađirnir óttast samt mjög ađ svo sé tilfelliđ. Ţá eru tveir af sex kerfislega mikilvćgum bönkum evrulandsins Austurríkis komnir niđur í skjól skjaldborgara Austurríkis. Fjórir eru eftir. 

Fleiri stuttar fréttir í glugganum 

Fyrri fćrsla

Evrópusambandiđ ein rjúkandi rúst. Sósíalistar ESB endurskilgreina óskir sínar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

DOW JONES NEWSWIRES --Stress in the Austrian banking sector is dragging down the euro Tuesday and putting currencies from Central and Eastern Europe under pressure too.

News Monday that Austria had nationalized its sixth-largest bank, and concern Tuesday that other Austrian banks could be struggling, have further shaken confidence in the euro-zone banking sector after Greece's sovereign debt rating was downgraded last week by Fitch Ratings.

Investors are now starting seriously to wonder how the currency bloc's banks will finance an economic recovery, and whether they will be forced to scale back activity or even withdraw funds from Eastern Europe.

http://online.wsj.com/article/BT-CO-20091215-703889.html

Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tveir ágćtis upplýsandi póstar á Credit Writedowns:

Um bankakreppuna í Austurríki 

Og svo hér, holl áminning:

Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lifandi grein um dauđans alvöru. Í ţessu tilfelli líf eins annars dauđi... eđa er ţetta frestađur dauđi eins annars dauđi.. eđa er ţetta fórnum ekki einum svo hinir megi deyja saman... eđa skjótum allt sem hreyfist ţví ţá er ţađ of ungt til ađ teljast marktćkt í almennilega háum međalaldri góđra ES borgara... spurningar vakna, en ég fer nú ađ sofa....vona ađ ég vakni ekki í ESB

Haraldur Baldursson, 16.12.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitiđ kćri Haraldur

Ég er alvarlega farinn ađ óttast ađ Austurríki verđi nćsta Ísland. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2009 kl. 18:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband