Leita í fréttum mbl.is

Beðið eftir Bandaríkjunum, bindi IV

Wall Street

Þetta ætti að geta orðið jólabók fjármálaráðherra flestra landa heimsins þessi jólin, þ.e.a.s. ef einhver myndi skrifa bókina. Ef einhver tæki að sér að skrifa þessa bók yrði hann að byrja á bindi fjögur því fyrstu þrjú bindin hefðu átt að koma út á milli ca. 1860 og 1999.

Japan er til dæmis núna að bíða eftir Bandaríkjunum. Skattatekjur japanska ríkisins munu falla um hálfa billjón dollara á þessu fjárlagaári. Skuldir hins opinbera í Japan eru um 200% af landsframleiðslu og vaxa hratt. Skuldatryggingaálag á skuldum japanska ríkisins þýtur upp á flugeldahraða. Japan er mjög líklega á leiðinni í ríkisgjaldþrot innan bara fárra ára. Núna er sparnaður japanskra sparifjáreigenda að verða uppurinn því svo örfáir nýjir skattgreiðendur fæðast þar - og þá verður ekki lengur hægt að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins með peningum þessara sparifjáreigenda. Þeir þurfa nefnilega sjálfir að nota peninga, auðvitað í ellinni.

Þeir sem hafa áhyggjur af Bandaríkjunum ættu að kaupa sér bók, japanska bankabók, vaxtalaus inn í hið óendanlega núll komma ekki neitt - og hratt fallandi; Bloomberg I og II

Japan er á leiðinni á hausinn

Frjósemishlutfall í ESB og EES 2007

Við ættum ekki að hafa áhyggjur af Bandaríkjunum, heldur af Japan. Þetta var þema greinar Ambrose Evans-Pritchard í breska blaðinu Telegraph fyrir skömmu

Skuldatrygginaálag japanska ríkisins hefur nú mölvað bryggjupollana og fullt strand & sökk í japönsku höfninni er yfirvofandi fyrir kyrrsettan efnahag Japans. Þessi efnahagur er hættur er að vaxa fyrir langa löngu og er nú að brasa saman innan sem utanfrá. Gjaldþrot japanska ríkisins er yfirvofandi. Skuldatrygginaálag japanska ríkisins er nú þrefalt hærra en Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands og mun hærra en ríkissjóðs Bretlands sem margir hafa áhyggjur af

“Markaðirnir hafa áhyggjur af að Japan sem að komast í þrot. Skuldir ríkisins eru svo óstjórnlega ofboðslegar”, segir Albert Edwards hjá Société Générale

Fyrrverandi yfirhagfræðingur hjá AGS, Simon Johnson, sagði frá því í bandaríska þinginu að skuldaþróun Japans sé nú komin úr böndunum og hætta sé á að Japan lendi í hörmulegu ríkisgjaldþroti

Missa flugið

AGS býst við að skuldir ríkissjóðs Japans muni ná 218% hlutfalli af landsframleiðslu á þessu ári, 227% á því næsta og 246% á árinu 2014. Japan hefur aðeins getað ráðið við þetta vegna þess að japanskir sparifjáreigendur hafa nauðugir viljugir lánað ríkinu peninga sína fyrir næstum ekki neitt. Ávöxtun ríkisskuldabréfakaupa þeirra hefur verið ömurleg eða um 1,3% á 10 ára bréfum. Þetta hlutfall skaust svo upp í 1,45% í síðustu viku. Japanska ríkið hefur svo séð um að sólunda peningum þeirra. Alveg eins og flestar ríkisstjórnir gera alltaf þegar þær fá einn túkall með gati frá borgunum til að skalka & valka með. 

Svona hafa sparifjáreigendur gleypt skuldir hallareksturs japanska ríkisins. Þeir hafa getað fjármagnað þessa skuldasöfnun því þeir áttu sparifé til að skjóta inn í framtíð Japans. En nú er nýtt vélarhljóð að taka sig upp í japanska undraverkinu. Öldrun þegnana er nú svo hröð að sparifé þeirra er á góðri leið með að verða upp étið; Telegraph

Fyrri færsla

Góðir skjaldborgarar, ágætu félagar . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Japan ekki búið að vera í samdrætti eða nokkurs konar kreppuástandi í nær tvo áratugi?  Hvers vegna?  Var það nokkuð vegna þess að þeir ákváðu að ríkisvæða tapið þegar bóla sprakk?  Sama 'beilát' módel og USA og UK leiða í nýjustu hörmungunum. 

Fyrir 'tilviljun, óheppni og vanhæfni' fáum við samskonar díl, 200%+ GDP skuldir ríkisvæddar, skuldir sem við höfum ekkert með að gera.

Þetta er hnattræn þróun í átt að lénskerfinu, 5/95 skiptingu, út með millistétt, eftir sitja aðall og þrælar.

Sjá einnig Varnir gegn miðstéttinni

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband