Leita í fréttum mbl.is

Myntbandalagið: "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti"

Gírkassi Evrópusambandsins: allir gírar eru þar aftur á bak 

Boom-bust-dead peningastefna myntbandalagsins

Grikkland færist óþægilega nær því að sogast ofaní skuldaniðurfall í botni Evrópusambandsins. Evrulandið Grikkland er fyrsta þróaða ríki beggja megin Atlantsála sem hefur náð það langt í ófjármagnaðri eyðslusemi ríkisins að þolinmæði fjármálamarkaða í garð ríkisfjármála landsins er nú þrotin. Allt er í hers höndum, eins og svo oft áður í Grikklandi, en nú vegna inngöngu landsins í myntbandalag Evrópusambandsins

Sjálf evruaðild Grikklands lokar á allar hugsanlegar leiðir út úr vandamálunum - nema þá einu, auðvitað - að hefja langa stranga betligöngu innan í hinu trójanska hesthúsi Evrópusambandsins. Svona fer þegar auðtrúa pólitísk elíta fávísra stjórnmálamanna gengur í myntbandalag sökum glysgirni hrafnaþingmanna. Gróðavonin bar þá örvita í glingurdái inn í faðmlag furstaklúbbs Evrópu; inn í sjálfan myntbandorminn. Núna er njálgurinn að gera útaf við Grikkland. Ekki er hægt að losna við kláðann og lyfin eru læst inni í apóteki gaukshreiðursins í Brusselgarði. Þaðan sem hvítur reykurinn steig upp frá í síðustu viku

Lars Christensen hjá Danske Bank segir að Grikkland skilji ekki hvað sé að gerast. Að þeir geri sér alls ekki grein fyrir þeim mikla niðurskurði sem verður að framkvæma á fjárlögum landsins. Yfirmaður Abwehr dulmálsdeildar seðlabanka Evrópusambandsins, herra Jean-Claude Vigilant Trichet, skammar Grikkland opinberlega með orðunum um að "útkjálka fjárlagagap Grikklands í myntbandalaginu sé að rýja landið öllu trausti". Á vægu dulmáli: certain sinners on the edges of the eurozone were "very close to losing their credibility"

Lars segir ennfremur að nútíma hagkerfi hafi áður staðið frammi fyrir svipuðum vandamálum og leyst þau. En þau hafa bara aldrei staðið í sporum Grikklands. "Þeir geta ekki prentað peninga og þeir geta ekki fellt gengið"

Kommúnistar og stjórnleysingjar Grikklands eru nú þegar komnir út á Austurvelli Aþenu. Afrek þeirra í síðustu viku var að brenna bíla og koma 200 manns úr þeirra eigin hópi í steininn

Eftir að hafa lofað aukinni og bættri opinberri þjónustu í nýafstöðnum þingkosningum í Grikklandi segir Geórgios Papandréou að gatið í peningakassa gríska ríkisins sé fjórfalt stærra en gert var ráð fyrir. Markaðurinn kvittar fyrir með því senda skuldaálag gríska ríkisins upp í himinhæðir skjaldborga. Því munu kosninga loforðin enda í hinu algerlega gagnstæða, þ.e. í miklum og erfiðum niðurskurði. "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti" segir Papandréou

Svona er lífið á botni myntbandalagsins. Samfylkingarskýrislífið í glingurgarði hrafnaþingmanna er ömurlegt fyrir Grikkland. Hér myndu jafnvel armbandsúrin á höndum íslensku trjókunnar svitna eins og þau gerðu í barnabókum Maxíms í Gorkúlum. Léleg barnæska og ónýtir háskólar eru engin afsökun fyrir áframhaldandi fíflagangi trjóku Íslands 

Greece tests the limit of sovereign debt as it grinds towards ...

Tengt efni

Seðlabankinn og þjóðfélagið 

Fyrri færsla:

Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðlima-Ríki EU eru sjálfstæða skattaefnahagslögsögur gagnvart Miðstýringunni. Það að fara fram úr fjárlögum eða yfirdráttur hjá Selabanka er höfuð synd eða stjórnarskrálög brot með þungum þvingunar refsi ákvæðum.

Þetta á svo að ganga niður allan valda stigann. Sömu lögmál eiga að gilda innan sjálfsábyrgu efnahagslögsagnanna. Hérað [undirríki, stofnun] í Meðlima-Ríki má ekki hafa milliliðalaus viðskipti við Seðlabanka. Leið fjármögnunar er einkavinabanki með aðgang að kauphöll og geta allir svo boðið í skuldsetninguna það er fjárfest.

Þá munu meðmæli Seðlabanka eftirlitsins vega þungt hinsvegar.

Grikkir frekar en Lettar virðast ekki skilja þetta grunngildi hæfs meirihluta EU.

Bretar halda Englandsbaka fyrir utan þetta og segjast fjármagna sig á eigin spýtur og halda Pundinu.

Júlíus Björnsson, 23.11.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Estonia að taka upp evru 2011.

Estoníubúar fagna !

"EU Economic and Monetary Affairs Commissioner Joaquin Almunia suggesting the Baltic state could receive an invitation to the eurozone as early as June 2010. "Estonia could secure approval in June 2010 to adopt the euro currency in 2011 if everything goes well (...) The news was welcomed in Estonia"

Merkilegt - eins og evran er nú slæm !!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það taka upp evru mun merkja að þá er það miðstýring hæfs meirihluta evru Seðlabanka sem ræður peningamagni í umferð á viðkomandi undir sjálfsábyrgðar efnahagslögsögu. Getur vissulega hentað efnhag ríkja þar sem mikill stöðuleiki ríkir í utanheimamarkarða viðskipum ríkir og heimamarkaður sterkur eða sættir sig við lávöru lífskjör sem festast í sessi þegar Ríkin byrja að kaupa evruseðla á sínu eigin handstýrða jöfnunar gengi.

Evran er slæm að mati Englandsbanka sem telur sig enþá geta lifað af viðskipta samböndum utan EU. Viðskipta samböndum sem standa Estoníu ekki til boða held ég. 

Ég efast ekki um að meiri eftirspurn eftir evru seðlum geri framleiðslu þeirra ekki ódýrari.

Júlíus Björnsson, 23.11.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er misskilið hjá þér Ómar Bjarki.

Það sem Almunia minntist lauslega á við blaðamenn í Austurríki var að sjálf ákvörðunin um HVORT Eistland geti komist inn í myntbandalagið verður tekin á næsta ári. EF myntklúbburinn segir já þá gæti Eistland tekið upp evru árið 2011. Þetta er sem sagt ennþá óákveðið. 

Eistland sótti um ESB aðild árið 1995 eða fyrir 14 árum. Landið fékk inngöngu í ESB árið 2004, þ.e. 10 árum seinna.

Frá því árið 2004 hefur Eistland staðið í einskonar Evru-Víetnam styrjöld sem landið kemst ekki út úr aftur. Ef landinu yrði neitað um evru upptöku á árinu 2010 þá þýðir það að næsta tækifæri yrði ekki fyrr en ca. 2013 eða 2014.

Evru Víetnam-styrjöld Eistlands mun þá standa yfir í að minnsta kosti 7 ár. Spurningin fer að verða sú hvort eitthvað verði eftir af Eistlandi sem muni geta gengið eða skriðið inn í myntbandalagið, eða hvort myntbandalagið sjálft verði ennþá á lífi þegar loksins Eistland fær aðgang að því. Svileiðis hefur gerst áður. 

Síðast þegar Ísland ætlaði að ganga í myntbandalag þá andaðist myntbandalagið undir nýjum fótum Íslendinga. Þá misstu Íslendingar áhuga á að taka þátt í svona þrotabúi annarra þjóða og völdu sínar eigin leiðir, þ.e. leið ríkidæmis og velmegunar á eigin forsendum. Þetta var myntbandalag Skandinavíu krónu. Það dó. 

Svona hafa öll myntbandalög endað. Sem dragbítur á raunverulegum framgangi efnahagsmála, þ.e. dragbítur á raunverulegum hagvexti sem skapar velmegun. Myntbandalög eru óskabörn þeirra sem hafa ekki áhuga á raunveruleikanum, heldur á formsatriðum, því myntbandalög eru koddar öndunarvéla aðgerðarleysis og ósjálfstæðis - verkfæri uppgjafarhugsunar. 

Svo er það skuldaástandið í myntbandalaginu. Þetta með Grikkland er nefnilega bráðsmitandi. Bara þýskir bankar hafa keypt um 200 miljarða evrur af skuldum gríska ríkisins. Svo eru allir hinir bankarnir sem halda á skuldum gríska ríksins. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.11.2009 kl. 08:02

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Og þegar búið er að bjarga Grikklandi þarf að redda Finnlandi (hér) og síðan koma við í Lettlandi á leiðinni til Spánar. Þaðan fer svo björgunarsveitin til Írlands og áfram ...

Haraldur Hansson, 24.11.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já evran er því miður hrunin ofan á Finnland. Samdráttur er þar verri núna en hann varð þegar gamla Sovét féll saman og ofan á nágranna sína. En við tökum þessu rólega Haraldur. ESB-sinnar segja nefnilega að það geri ekkert til þó allir verði atvinnulausir. Skiptir engu máli. Peningarnir koma bara með næsta póstbáti. Voila!

Gunnar Rögnvaldsson, 24.11.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband