Leita í fréttum mbl.is

Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk

Ísland eða Samfylkingin. Valið er þitt. 

Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins, fólkið í ESB

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár

Þýska hagstofan tilkynnti í fyrradag að þýsku þjóðinni muni geta fækkað úr 82 milljón þegnum í dag og niður í 65 milljón manns á næstu 40 árum. Í dag eru 16 af 82 milljón Þjóðverjum eldri en 65 ára (20%). Árið 2060 verður þetta hlutfall 33%. Í dag eru 100 persónur á vinnualdri til að styðja undir samfélagslega velferð síns sjálfra og 34 annarra persóna sem eru 65 ára og eldri (við skulum ekki tala hér um allan þann massa sem líka er atvinnulaus og undir 65 ára). Árið 2030 (eftir 20 ár) þurfa þessar 100 persónur að standa undir meira en 50 manns sem verða þá 65 ára og eldri.

Fólk á atvinnumarkaði í Þýskalandi

Hver kýs undan sér peningakassann? 

Reynsan sýnir að þessar spár standast næstum aldrei því frjósemishlutfall framtíðarinnar er alltaf ofmetið. Raunveruleikinn verður nær undantekningarlaust verri (low fertility trap). Þau börn sem fæðast inn í barnfáar fjölskyldur munu alltaf eingast ennþá færri börn en foreldrar sínir þegar frjósemishlutfall fer undir ca 1,5 fætt barn á hverja konu. Menn geta einnig ímyndað sér hvernig skattar og launamyndun verður í svona þjóðfélagi. Þrýstingurinn niður, niður og enn neðar verður mikill. Lífið fyrir ungt fólk verður ekki skemmtilegt í svona ellisamfélögum og innflytjendur sækast ekki eftir að koma. Þeir fara bara annað. Þegar flestir kjósendur verða gamalmenni er varla hægt að tala um lýðræði lengur. Hver kýs undan sér kassa hins opinbera? Í ESB er ellin að mestu skattafjármögnuð. Lífeyrissjóði, eins og þá íslensku, eiga þeir ekki. Öllum peningunum hefur verið eytt í atvinnuleysisbætur og eymdarhjálp síðastliðin 30 ár. Í kosningunum í Þýskalandi núna í haust var helmingur kjósenda orðinn 60 ára og eldri.

Atvinnuþátttaka kvenna í ýmsum löndum árið 2007

Góðar framtíðarhorfur og erlendir fjárfestar óskast. Þeir innlendu eru því miður útdauðir 

Konur á frjósemisaldri munu ekki láta bjóða sér að fæða börn inn í svona vonlaus samfélög. Þær munu kjósa með fótunum og flýja til betri og sjálfbærari samfélaga í takt við að gamlir kjósendur fá meiri og meiri völd til að kjósa mannsæmandi líf undan ungu fólki. Þýska þjóðfélagið, eins og flest þjóðfélög Evrópusambandsins, er ekki sjálfbært. Vinnuafl Þýskalands mun sennilega minnka frá 50 milljón manns árið 2005 niður í 35 milljón manns árið 2050. Hagvöxtur mun ekki sjást þar næstu margar kynslóðir. Neytendurnir urðu útdauðir og gamalmenni finna mun síður upp mikilvægar nýjungar sem eru svo lífsnauðsynlegar í samkeppninni við öll önnur lönd heimsins. Frá árinu 2004 til og með ársins 2007 fækkaði Þjóðverjum um tæplega 350.000 manns. Það er bara byrjunin á hnignun Þýskalands; hagstofa Þýskalands

Hint: hægt er að skoða dæmi um framskriðið öldrunarhagkerfi í raun-tíma (live) með því að horfa á Japan. Það er stórt land á leiðinni beint í ríkisgjaldþrot innan örfárra ára. Ekkert gefur afkast í Japan. Hvorki fólk, eignir né peningar. Enda er sparnaður Japana að verða uppurinn. Þá mun enginn kaupa ríkisskuldabréfin af þeim svo hægt sé að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins áfram og því mun japanska ríkið verða bust. Japanskar konur eru í æfilögnu verkfalli. Nútíminn kom aldrei til þeirra, því miður.

Sama verður reyndin hjá svo kölluðum "afdala-mönnum" Evrópusambandsins í mið, suður og (fjár)austur Evrópu. En þá mun Evrópusambandið auðvitað heita the European Debt Union; Evrópuskuldasambandið, EDU.

 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að koma með smá athugasemd varðandi fólksfjölgun í samfélag eins og þetta, enda eins og þú segir þá vill enginn fæða börn á krepputímum né öðrum tímum eins og reynslan í Evrópu sýnir.

Samt virðist eins og Íslendingar séu háðir allt öðrum reglum heldur en Evrópa, metfæðingartíðni er nú í gangi og það er eins og það stjórnist af hversu djúpar kreppur eða lægðir gangi yfir landið.... !!!

Viskan (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Viskan og takk fyrir innlit

Ég leyfi mér að benda á málefni Nýfundnalands, en þeirri þjóð hefur fækkað mikið eftir að Nýfundnaland gékk í sambandsríki Kanada árið 1949 og gaf frá sér sjálfstæði þjóðarinnar. Einnig vil ég vekja athygli á grein Halls Hallsonar og á viðtalinu við höfund myndarinnar "Hard Rock & Water", Barbara Doran. Allt þetta er hægt að skoða hér; Málefni Nýfundnalands

Lyga- og falsherferðin er byrjuð á Íslandi

Það sama virðist vera að gerast á Íslandi núna og gerðist á Nýfundnalandi árið 1948/9 þegar stjórnmálamenn veifuðu miðum (cupons) og loforðum um peninga frá framan í þjóðina á Nýfundnalandi. Loforðinu um alls konar peninga frá sambandsríkinu Kanada. Menn þurfa þó að hugsa út í eitt: enn sem komið er er samruni sambandsríkja Kanada ekki kominn eins langt á veg og samruni ríkja Evrópusambandsins. Þetta er uggvænlegt!

Núna veifar persónan Jóhanna Sigurðardóttir - og sem á að kallast forsætisráðherra Íslands - hvítum og svörtum lygum framan í íslensku þjóðina. Hún sagði eftirfarandi í ræðu í gær:

Hingað til hefur lítið verið gert hérlendis úr þeim möguleikum sem byggðir landsins eiga með aðild að Evrópusambandinu en þar er um að ræða tækifæri sem verðskuldar meiri athygli. Við aðild Finna var sérstakt tillit tekið til þess hversu dreifbýlt landið var og fengu þeir hærri byggðastyrki fyrir vikið. Í Finnlandi búa að meðaltali 17 íbúar á hvern ferkílómetra, en aðeins 3 á ferkílómetra á Íslandi. Þarna hlýtur að vera samningsmöguleiki. Við höfum reynslu á þessum sviðum; okkar fólk á vísinda- og rannsóknasviðinu hefur sýnt áræði og er eftirsótt í samstarfsverkefnun í áætlunum ESB. Það verður ekkert öðru vísi í byggðamálunum. ESB aðild mun verða stórt framfaraskref fyrir hinar dreifðu byggðir landsins og skapa skilyrði til fjölbreyttara atvinnulífs en við höfum áður átt kost á um land allt.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands í ræðu: Ræða Jóhönnu í heild 

Þetta er forkastanleg tilfærsla og hagræðing á sannleikanum. Staðreyndin er sú að síðan Finnland gekk í Evrópusambandið hefur landið þurft að greiða yfir þrjá miljarða til Brussel fyrir að fá að vera í sambandinu. Finnland hefur ekki fengið svo mikið sem eina krónu frá ESB. Ekki eina. Aðeins í eitt ár var bókhald Finnlands í plús við ESB, en það var árið 2000. Svíþjóð hefur heldur aldrei fengið krónu frá ESB og núna er fátækasta lén Svíþjóðar, Norrbotten, orðið nettógreiðandi til ESB. Finnland fékk sem sagt aðeins í eitt ár nettógreiðslu frá ESB. Sjá mynd:

Yfirlit nettó greiðslna Finnlands til Evrópusambandsins

Sem sagt.

Finnland hefur ekki fengið eina krónu nettó frá ESB þegar á heildina er litið. Aldrei. Greiðslujöfnuður Finnlands við Evrópusambandið (peningar sendir til ESB mínus peningar fengnir frá ESB) er algerlega neikvæður. Þessir peningar hefðu að hluta til getað notast til að hjálpa landbúnaði og dreifbýli í Finnlandi. Ríkisstjórn Finnlands hefði getað ákveðið þetta sjálf ef hún hefði ekki álpast inn í Evrópusambandið. En núna kemst Finnland ekki út úr ESB aftur. Aldrei: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru

Nú er matvælaverð í Finnlandi næst hæst í Evrópu og miklu hærra en á Íslandi samkvæmt verðlagkönnun hagstofu ESB 2008

Evrópusambandstilveran er verri fyrr landsframleiðslu Finnlands en hrun Sovétríkjanna var fyrir landið. Evran er hrunin ofan á efnahag Finnlands og ekkert hægt að gera annað en horfa aðgerðarlaust á hamfarirnar. 

En fyrir utan það að forsætisráðherra Íslands hefur ekki vit á því sem hún er að tala um (nema þá að hún ljúgi vísvitandi að almenningi) því hún veit ekki hvað ESB er búið að kosta Finnland í heildina frá því að þeir gengu í ESB, þá ætti hún að hringja í kollega sinn í Finnlandi núna og spyrja hann hvernig standi á því að samdráttur í landsframleiðslu Finnlands (hagvexti) sé núna ennþá meiri og verri en hann var í kreppunni miklu í byrjun 10. áratugs síðustu aldar, þegar Sovétríkin hrundu ofan á Finnland. Sú kreppa hefur jú alltaf verið notuð til að útskýra hversu slæmt það var að vera ekki í ESB. Enginn minnist á þetta. Enginn talar um að Evrópusambandið og gjaldmiðill þess sé hruninn ofan á Finnland í dag - og hefur reyndar verið að smá-hrynja ofan á landið allar götur frá árinu 2000.

Sjá einnig: Hugleiðing um raun-stýrivexti  

Bestu kveðjur

========================

Hverir fá og hverjir þurfa að borga 

======================== 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.11.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þó stutt sé í aldurs-tengda hrunið, sé miðað við aldursskiptinguna, þá er hin sprengjan sennilega þegar sprungin... Stórfyrirtæki eru að yfirgefa ESB. Finnland sem einu sinni átti Nokia, á það ekki lengur. Nokia er alþjóðlegt fyrirtæki og það er á leiðinni í burtu. Í orði kveðnu fær það að heita finnskt, en þar liggur ekki framtíð Nokia. Írland er að missa sína fyrirtæki og það mun ekkert geta haldið í þessi fyrirtæki. Markaður sem hratt færist með síðan neysluvenjur í áttina að gervitönnum og fullorðinsbleyjum er ekki sérlega spennandi fyrir fyrirtæki. Auk þess sem greiðsluhæfni er að hverfa.
Er þetta í alvöru ríki sem við viljum verða fylki í ? Eru ráðamenn ekki bara að grínast ?

Haraldur Baldursson, 22.11.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Haraldur. Þú ert ekki einn um þetta álit. Síðasta "skýrsla hinna vísu manna" efnahagsmála í Danmörku (De Økonomiske Råd) kom inn á einmitt þetta. Athugið að þetta ráð er óháð, starfar sjálfstætt og nýtur virðingar:

Það sem mér fannst merkilegast og áberandi nýtt í síðustu skýrslu ráðsins - og sem ég hef ekki séð þar áður - voru áhyggjur ráðsins af framtíð myntbandalagsins. Það má nefnilega lesa út úr skýrslunni talsverðann og raunverulegan ótta um að öldrun þegna evrusvæðis muni geta skapað vandamál um háls ríkissjóða evrusvæðisins í formi mikillar ríkisskuldabyrði, þegar litið er fram á við. Þessi byrði gæti grafið undan peningastefnu evrusvæðis og þvingað myntsvæðið út í ógöngur. Þetta nefnir ráðið sérstaklega. Einnig gætu aðstæður hugsanlega þvingað Danmörku til að leita sér nýrra markaða á öðrum heimssvæðum en á sjálfu evrusvæðinu í framtíðinni. Og þá er ekki gott að hafa kastað krónunni fyrir borð því ráðið segir að það sé sáttmálalega bannað að segja sig úr myntbandalaginu, svo ekki sé talað um hina praktísku hlið málsins sem er ógerningur. 

Þetta fannst mér nýjir tónar og ég get sagt það alveg eins og það er að opinberlega er hér bannað að setja spurningamerki við heilagleika ESB og myntbandalagsins meðal "fræðimanna", nema meðal örfárra þeirra. Þetta er Galileo jarðsprengjusvæði (bannfæring):

Hinir vísu menn Danmerkur: enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.11.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Finnar fá nú eitthvað fyrir aurinn sinn. T.d. fullsmíðaðar reglur um að hænsnabúr skuli vera 36 cm á hæð og að jarðarber verði að vera 18 mm á breidd og með réttri lykt.

Og ekki má gleym að "the strawberries must have been carefully picked" eins og stendur í hinni löngu, ítarlegu og óviðjafnanlegu jarðaberjareglugerð ESB. Finnar hefðu aldrei getað sett svona reglur sjálfir, hjálparlaust og ókeypis.

Haraldur Hansson, 23.11.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband