Leita í fréttum mbl.is

Í dag er beðið eftir að hvítur reykur stigi upp úr aðalstöðvum lýðræðisins í Brussel

Þar eru nefnilega samankomnir 27 æðstu valdamenn 27 ríkja Evrópusambandsins til að velja nýjan og fyrsta forseta þess. Nú er það heill forseti sem á að stýra því sem sumir á Íslandi halda ennþá að sé efnahagsbandalag. Þetta verður erfitt því bæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy verða að finna minni persónu en þau eru hvort fyrir sig. Persónan má ekki vera það stór að hún varpi skugga - á þau. Öðru máli gegnir með hin 25 peðin sem hýrast í kjallara ESB-garðs. 

Fleiri stuttar fréttir í glugganum  

 

<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>

 

atvinnuleysi og kosningafylgi nasista

Þá voru þó kosningar - Wall Street Journal 16. september 1930; Dow vísitalan er 236.62 -3.72 (1.5%). Kosningaúrslit eru komin frá Þýskalandi. Flokkur þjóðarsósíalista (nasistar) fékk 107 þingsæti miðað við 12 þingsæti í síðustu kosningum. Kommúnistar fengu 76 þingsæti miðað við 54 áður. Sósíaldemókratar fengu 143 þingsæti. Þeir sem fylgdust með kosningunum eru að sögn ánægðir með að kommúnistar fengu ekki fleiri þingsæti. Róttækir flokkar virðast hafa unnið á vegna efnahagskreppunnar. Kommúnistar eru í slagtogi með Moskvu á meðan þjóðarsósíalistar eru and-lýðveldissinnar, and-þingræðislega sinnaðir, and-samfélag-þjóða sinnaðir, and-Gyðinga sinnaðir, and-kapítalistískir og aðhyllast myndun öfgafulls einræðis með sósíalistískum eiginleikum; news from 1930 blog. | Mynd; atvinnuleysi og kosningafylgi nasista Brad DeLong | Músik Julian Fuhs Orchester - Tango from Berlin 1930

 

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

 

Fyrri færsla: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt WSJ í dag geta hinir fræknu foringjar hvorki komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu né hvaða verkefnum hann eigi að sinna.

Þeir áttu hins vegar ekki í vandræðum með að skikka Íslendinga til að taka á sig annarra manna skuldir.

Ragnhildur Kolka, 19.11.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hvítur reykur?

Kristinn Pétursson, 19.11.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ragnhildur - og takk fyrir innlitið - þetta ER er erfitt, mjög erfitt. En það er víst komin smá reykur núna. Belgískur upptaktur að reyk.

Kristinn, þakka þér innlitið, já hvítur reykur. Svona eins og sendur er upp þegar kardínálar Vatíkansins hafa ákveðið hver á að verða nýr Páfi. Þá er sendur upp hvítur reykur. Ef ekkert gengur að velja nýjan Páfa þá kemur svartur reykur. Þeir  koma ekki út fyrr en þeir hafa valið sér nýjan Páfa. 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mikið varstu nú sannspár Gunnar.

No-Name snyrtivörur eru konar með nýtt andlit....eða kannski ekki-andlit, því þennan mann þekkir ekki einu sinni kona hans

Haraldur Baldursson, 19.11.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haraldur

Já, belgískur forseti (hneigja sig hér) úr hönnuðu landi. Þessi maður er konfektmoli fyrir Mosk. .. nei . . . hvað ég vildi sagt hafa . . . fyrir Brusselgarð. Hann er úr ríki sem var hannað af embættismönnum og sem er að liðast í sundur. Þessu þarf að bjarga svo hægt verði að nota belgísku vinnuteikningaranar fyrir tröllabandalagið sem nú er orðið.

Næsti fasi: the implementation. Við breiðum úr Belgíus sem þá verður Betelgeuse  - rauður risi!

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þjóðverjar,Frakkar og Englendingar hafa samþykkt forsetann.

Skyldi hann vera góður leppur,og handgengur í taumi,fyrir þá.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.11.2009 kl. 00:45

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ingvi, þetta er góð spurning. 

Ég held að ég verði að laga pípuna mína, koma henni í gagnið á ný og hvíla fílter stönglana aðeins. Þessi pípa sem þú ert með á myndinni er aldeilis óforbetranlegur kostagripur sýnist mér.

Góðar kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband