Leita í fréttum mbl.is

Nýir beinir ESB-skattar í löndum Evrópusambandsins, að ósk Brussel?

Beðið er um að fá beinan aðgang að skattgreiðendum í 27 löndum ESB 

Nú biður Brussel um að fá að innheimta beina ESB-skatta í löndum sambandsins.

Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins í Brussel leggur til að innleiddir verði alveg nýjir og beinir ESB-skattar sem sambandið innheimtir sjálft í löndum sambandsins, en ekki úr ríkissjóðum aðildarlandanna eins og gert er núna. Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins fer einnig fram á að afnumdir verði ýmsir afslættir (e. rebate) sem sum lönd sambandsins hafa samið um á undanförnum áratugum. Verði þetta reyndin munum við ekki lengur geta séð hver er nettó-greiðandi eða nettó-móttakandi fjármuna í ESB-samsteypunni. Það yrði innanhússmál framkvæmdanefndarinnar (ríkisstjórnarinnar?) í Brussel. Þá munum við ekki lengur geta birt svona tölur eins og hér að neðan. | Frankfurter Allgemeine

Er Evrópusambandið í Brussel gjaldþrota?  

Nettó greiðslujöfnuður 27 landa við Brussel árið 2008. Hver fær og hver borgar.

Það veit enginn ennþá, nema kannski þeir sem sjá um peningakassa ESB. Kannski er ESB rekið eins og íslenskur banki í höndum há menntaðs fólks. Eða eins og jörð í sparisjóði? Hver veit. Børsen skrifar að núna sé fimmtánda árið sem endurskoðendur kveikja á rauða ljósinu yfir ársreikningum Evrópusambandsins. Þeir neita að skrifa undir ársreikninga sambandsins, einu sinni enn. Það eru ennþá vandamál með greiðslur úr vissum sjóðum ESB. Endurskoðendurnir sögðu að það væru stórar villur í greiðslum úr peningasjóðum eins og til dæmis “structural funds”. Þar var að minnsta kosti greitt 11% of mikið út sjóðnum. Þessi 11% eru um 720 miljarðar íslenskar krónur. Þau lönd sem voru nettó-greiðendur til ESB á síðasta ári - og sem borga þetta - sjást hér á myndinni til hægri. Það er fyrrverandi efnahagsráðunautur Vaclav Klaus forseta Tékklands, hann Petr Mach, sem hefur tekið tölurnar saman: sjá hér nánar um þetta afrek Petr Mach. | Hverir fá og hverjir þurfa að borga

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu í september 2009 

Uppfærðar hafa verið tölur vefseturs míns yfir atvinnuleysi í ESB síðustu 12 mánuðina og svo einnig tölur yfir landa- og héraðsatvinnuleysi í ESB og nýlendum þess, ásamt tölum úr EES-löndunum. Tölurnar ná frá árinu 1999 til og með ársins 2008. |  Atvinnuleysi í ESB núna

Fleiri stuttar fréttir í glugganum

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það hefur mikið vægi í dag ef endurskoðendur neita að skrifa upp á reikninga ESB eins og þú ert að segja frá. Ég veit þetta er alveg rétt hjá þér, þetta hefur oft verið nefnt í fréttum á undanförnum árum. En vægi þessarar neitunnar er sérstaklega mikið í dag í ljósi þess að endurskoðendur virðast nú ekki vera mjög feimnir að skrifa upp á vafasaman hluti almennt. Þetta hefur sést víða um heim í tengslum við fall ýmissa banka og stórfyrirtækja, þar hafa endurskoðendur algjörlega brugðist. Einföld ályktun sem maður dregur af þessu öllu er því að reikningar ESB hljóta að vera alveg hrikalega slæmir svo meira að segja endurskoðendurnir þori ekki að skrifa á þá.

Jón Pétur Líndal, 17.11.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Menn eru strax farnir að tala um að nýta nýjar heimildir Lissabon til skattlagningar á þegna Evrópuríkisins.

Það sem verður 311. grein TFEU eftir Lissabon, veitir heimild til að leggja á ESB-skatt. Ákvörðunin er háð einróma samþykki, en reglurnar ekki.

Ég spáði því fyrir löngu að innan 10 ára frá Lissabon yrði Brussel komið með puttana í öll skattamál, þó svo að beinir skattar eigi að heita utan valdsviðs þess. Þessi umræða og makalausir úrskurðir dómstóls Evrópusambandsins sýna hvert leiðin liggur.

Í máli númer C-35/98 segir EU Court beinlínis: “although direct taxation falls within their competence, the Member States must nonetheless exercise that competence consistently with Community law”. Lesist: Brussel ræður.

Já, Írar voru snjallir að fá þó fram stjórnmálasamþykkt um að hafa sín skattamál í friði áður en þeir voru þvingaðir til að samþykkja Lissabon. Það eiga margir eftir að verða þakklátir fyrir það á Írlandi. Umsóknarríki, eins og Íslandi, stendur slík undanþága alls ekki til boða.

Haraldur Hansson, 17.11.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Hlutirnir gerast nú orðið mjög hratt í ESB. Þegar ég flutti hingað árið 1985 var ESB ekki til og okkur var lofað að það myndi heldur aldrei verða til (Evrópusambandið er steindautt).

Við sjáum að 20 ára stanslaus örvunarpakki (e. stimulus) Vestur-Þýskalands í Austur-Þýskalandi kefur nú kostað 1.000 miljarða evrur (billjón evrur) en lítið gagnast. Gengisfellin í Austur Þýskalandi hefð unnið þetta verk mun betur, ódýrara og af sjálfbærni.

Allt evrusvæðið, öll Austur-Evrópa og öll ríkin fyrir botni Eystrasalts eru orðin níðþung öldrunarhagkerfi þar sem farið er að hrikta verulega í undirstöðum samfélaganna. Þetta eru ekki sjálfbær samfélög og hafa ekki verið það mjög lengi. Það dýrmætasta, fólkið sjálft, er að deyja.

Einhver mun þurfa að borga undir dauðadaga þessa svæðis því ekki munu löndin sjálf geta gert það. Þá er náttúrlega upplagt að hafa komið skattlagningargrunni sínum yfir á aðrar þjóðir sem munu borga. Þá mun maður nefnilega getað kosið sig til auðæfa annarra. Er þetta ekki snilld?

Japan er ca. 20 árum á undan ESB. Það er á leiðinni í ríkisgjaldþrot sökum elli og ósjálfbærni samfélagsins. Það er einfaldlega bust.

Afdalamenn Evrópusambandsríkja munu fara sömu leið. En þeir vilja að þú borgir og löndin vilja því fá að kjósa sig til auðæfa þinna. Allsstaðar þar sem fólki er gefinn kostur á því að kjósa sig til auðæfa annara, þar mun það einmitt gera það. Það er því upplagt að byrja á sköttunum.  

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld stefna þeir að því að hækka skatttekjur sínar í þessu Evrópubandalagi og verða sem mest sjáfráðir í því efni. Þakka þér þín mörgu þörfu skrif og ykkur þessar upplýsingar um skattamálin, Gunnar og Haraldur.

Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband