Leita í fréttum mbl.is

Landa- og héraðsatvinnuleysi í Evrópusambandinu og nýlendum þess frá 1999 til 2008

10 ár í ESB?

eða á Íslandi, Noregi, Lichtenstein og Sviss?

Sýnishorn: héraðsatvinnuleysi í ESB 1999-2008 

Talnaefni úr 1700 héruðum Evrópusambandsins 

Hægt er að skoða 10 ára tölur yfir landa- og héraðsatvinnuleysi í Evrópusambandinu og nýlendum þess frá 1999 til 2008. Um er að ræða ca. 17.000 tölur úr ca. 1700 héruðum Evrópusambandsins á síðasta 10 ára tímabili. Neðst á vefsíðunni er einnig PDF-útgáfa af þessum tölum sem hægt er að hlaða niður, geyma og skoða seinna þegar tími gefst. Bakgrunnur talnaefnis er litaður eftir þunga atvinnuleysis; yfir 5% atvinnuleysi, yfir 10% , yfir 15% yfir 20% og verra. Ekki láta ykkur bregða. Vinsamlegast athugið að síðan er nokkrar - já jafnvel þó nokkrar - sekúndur að lesast inn í varfann hjá þér, enda eru þetta mörg héruð, fleiri en 77.  Heimild: hagstofa ESB

Slóð: Atvinna og atvinnuleysi 

Allir vilja hafa atvinnu, ekki satt?

Villa - uppfært; ég biðst velvirðingar. Mér yfirsást. Ísland er víst þarna með í þessum 1700 héruðum. Ég tók bara ekki eftir því. En það liggur á milli Írlands og Ítalíu í tölunum. En tölur Íslands eru sem betur fer ALLAR hvítar. Enginn skuggi fellur á atvinnuleysistölur Íslands síðastliðin 10 ár. Enginn. Forritið reiknar út litina eftir formúlu, svo hér er ekki svindlað neitt.

Ég mun laga PDF skránna, þegar tími gefst. En nú vitið þið af þessum "bummert" mínum. Síðast þegar ég gáði í þessa skrá frá hagstofu ESB var Ísland ekki sett þar inn sem land heldur bara sem eitt hérað. 

Uppfært 1: PDF-skráin er uppfærð. Ísland er á blaðsíðu 19, merkt með gulum miða.

Uppfært 2: (12. nóvember kl. 17:38) Ný PDF skrá sem hægt er að leita í. Nú með bókarmerkjum og nú aðeins 1,6 Mb í stað 12,4 Mb. 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo væri fróðlegt að sjá meðalstarfsæfi, hámarksvinnuvikutíma. Launakostnað yfirbyggingar sem hlutfall af veltu í stórum EU fyrirtækjum og einingum hins opinbera.

Reykjavík á mælikvarða EU er varla borg hvað þá höfuð annarra borga.

Risi í EU leggur aðrar tengingar í orð og orðasambönd en dvergur á eyju utan útjaðars sameiginlegs samkeppniflutninga net kerfis.

Ef ég þekki EU risanna rétt hefði alveg mátt gera tvíhliða samninga við EU á miklu  hagstæðari hlutleysiskjörum ef EFTA hefði ekki flækt málin þá ekki bara tveggja alvöru Ríkja Samband. Það er fullt að eyjum á Atlandhafi sem hafa gert tvíhliða samninga við EU. Losna við regluverk og Schengen fyrirkomulag og Seðlabankaeftirlit.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 03:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Með þessar upplýsingar í huga þá er ekki seinna vænna fyrir ESB að senda hingað erindreka til að kenna okkur að lifa við permanent atvinnuleysi. Samfylkingin hefur nú þegar tekið að sér innflutninginn og Vg skaffar atvinnuleysið.

Þeir kunna að vinna saman vinstrimennirnir.

Ragnhildur Kolka, 12.11.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Júlíus og Ragnhildur

Já Ragnhildur. Ef maður fjarlægir peningana úr vösum fólksins þá mun atvinnuleysi aukast því fólk hefur þá minni peninga á milli handanna og samdráttur mun verða meiri og neysla minnka. Þessi ríkisstjórn er sennilega orðin verri en engin. Ég hef reyndar aldrei á æfi minni séð eins vonlausa og landsfjandsamlega ríkisstjórn neins staðar.  

Mér sýnist allt bloggkerfið á Mogganum vera komið í steik. Útlit og skipulag þessa bloggs er komið í steik og myndir vantar á forsíðu blog.is. Myndina vantar í header hér að ofan og hægri dálkur flúinn yfir í vinstri hlið.

Valdarán ? Innrás ESB?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Minn skilningur á Stjórnarskrá EU er að hún gangi út á lækka framfærslu kostnað 80 til 90% launþega Meðlima-Ríkja með áherslum á risaframleiðslueiningum á lágvöru til að gera fullframleiðslu Meðlima-Ríkja samkeppnis færa miðað við t.d. Kína og USA. Skapa tekjusvigrúm til aukins hernaðarmáttar í samræmi við USA

Eftir gildistöku Lissabon verði þetta einkaklúbbur hæfs meirihluta á hverjum tíma með áherslu á aðalatriði.

Sumir halda að þetta snúist um litla manninn og aðrar undantekningar. Þeir skilja greinlega ekki hvernig heilarnir hugsa í ráðandi Meðlima-Ríkjum EU.  Allt er réttlætanlegt m.t.t heildarinnar.

Mannréttindi eru orðin svo mikill vandmálaflokkur á Íslandi og við erum kominn með Mannréttindamálaráðherra.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband