Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Evrópusambandssinninn Baldur Kristjánsson lofar himnaríki og bannfærir villutrúarmenn
Þetta gerðist bara allt í einu. Eins og elding að himnum ofan
Saklaus var ég, Evrópusambandsbúinn sjálfur, að vafra um Moggabloggið. Upp í vafrann minn sprettur þá þetta
Ég verð harla undrandi. Þetta er eitthvað grín, hugsa ég, eða þá einhver sem er ekki alveg kominn niður á jörðina á þessum sunnudögum sem alltaf koma á eftir laugardögum. Því spyr ég viðkomandi hvort hann sé drukkinn. Ertu Drukkinn séra Baldur? Nema náttúrlega að maðurinn sé að villast á himnaríkjum?
Það sem gerðist næst gerðist líka mjög hratt. Úti er ég lokaður & læs og athugasemdir okkar Sigurðar eru þurrkaðar út. Vúptí! Svona eins og ýjað hefur verið að hér í ESB að helst þyrfti að gera við þá sem blogga illa um Evrópusambandið. Sumir þingmenn hér hafa líka sagt opinberlega að þeir vilji frekar ræða við nasista en við okkur Evrópusambandsandstæðinga.
Hann góði maður okkar Sigurður Þórðarson hefur ritað um þetta bloggfærslu hjá sér, Hjá Sigurði er líka hægt að lesa allar athugasemdirnar sem ekki eru lengur til á bloggi Baldurs. Þar er líka að finna útskrift á PDF formi. Þetta er úr bókhaldi mínu og alfarið mér um að kenna ef læti verða útaf einhverju seinna. Maður veit aldrei.
Blogg Sigurðar: "Gjafir eru yður gefnar" (ábending um furðulega bloggfærslu)
Mér datt þessi gamla auglýsing svona í hug þegar delete delete delete takkinn glóði hjá Baldri
Helmingur pappírsins var bara horfinn!!! Bíbb bíbb bíbb!
Bloggfærsla Baldurs: ESB - kjör almennings munu batna !
Það sem mér lá á hjarta - svona á meðan skriftastóll Baldurs er lokaður
En það sem mér lá á hjarta við guðsmanninn hann Baldur í sambandi við bloggfærslu hans um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum (Bandarískt heilbrigðiskerfi og það íslenska!) en sem ég get auðvitað ekki skrifað hjá honum því nú er ég bannfærður, er þetta hér:
Baldur Kristjánsson skrifar:
"Tugmilljónir Bandaríkjamanna eru án heilbrigðistrygginga."
Svar mitt til Baldurs er þetta:
Þetta er ekki allskostar rétt Baldur: US Census segir að um 15% af Bandaríkjamönnum hafi verið án sjúkratryggingar á árinu 2007. En það er bara einn stór hængur hér. Þessi tala telur alla sem hafa verið án sjúkratrygginga í t.d. 4 daga á meðan þeir eru t.d. að skipta um vinnu - þ.e. á meðan pappírsvinnan er að ganga í gegnum þegar þeir skipta um atvinnurekanda.
Þeir sem hafa verið permament (alveg) án sjúkratryggingar í BNA í t.d 4 ár samfleytt eru ca. 3.3% af íbúum í Bandaríkjunum. Og stór hluti þeirra eru ólöglegir innflytjendur. En ofaní þær sjúkratryggingar sem Bandaríkjamenn hafa og nota þá gefa velgjörðarsamtök mikið af verðmætum til heilbrigðismála í BNA.
Nokkur dæmi:Partnership for Prescription Assistance veitir til dæmis aðgang að 2500 lyfjategundum í gengum 450 stuðningsprógrömm.
Þau 400 háskólasjúkrahús sem eru í COTH samtökunum í BNA gefa aðgerðir fyrir ca. 6 miljarða dollara á hverju ári til þeirra sem hafa enga tryggingu og til samans gefa öll sjúkrahús í Bandaríkjunum um 12 miljarða dollara til aðgerða á hverju ári til þessa hóps. Þetta eru meiri peningar en eru notaðir í allt heilbrigðiskerfið hér í Danmörku á hverju ári.
Schriners Hospitals for Children reka um 20 sjúkrahús í BNA og um 8.000 manns vinna t.d. hjá St. Jude's Children Research Hospitals í Memphis sem þessi samtök eiga og reka. Kaþólsk velgjörðarsamtök veita einnig mikla aðstoð til ólöglegra innflytjenda.
En það sem er náttúrlega áberandi þegar borin eru saman heilbrigðiskerfi er að dauðsfallahlutfall í meðferðum við alvarlegum sjúkdómum er miklu lægra í Bandaríkjunum en víða í Evrópu og á Norðurlöndunum. Miklu betri árangur í meðferð sjúkdóma svo sem brjósta- lífmóðurs- ristilkrabbameins.
Tækjakostur er miklu betri í BNA. T.d eru 62 DTX skannar á hverja 1. miljón íbúa í BNA á meðan það eru bara 8-10 stykki á hverja 1 milljón íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Sama gildir um MRI og CT skannara.
Maður fær ekki það sem maður borgar fyrir víða hér í Evrópu, svo mikið er víst. En sum lönd eru þó verri en önnur. Sennilega eru sum Norðurlöndin að verða hér einna verst og lélegust. Sérstaklega þau Norðurlönd sem eru í Evrópusambandinu. Svo er annað: þeir sem eru á biðlistum í Evrópu; er hægt að segja þeir hafi heilbrigðisþjónustu á meðan þeir þurfa að bíða nokkur ár eftir að komast að? Biðlistar eru að mestu sérevrópskt fyrirbæri. Norðurlanda-fyrirbæri mest.
Góðar kveðjur til þín Baldur, en megi þér þó ganga svona trúboð sem allra verst. Þetta er þér ósæmilegt.
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 9.11.2009 kl. 00:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 1387415
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Almenningur flúði EU menningararfleiðina að meðaltali m.a. til USA.
Eftir upp regluverks EU hafa kjör almennings farið stórlega aftur í samburði við þau sér í lagi í Suður EU. Þökk myrkraverkum í skjóli regluverks hefur skiptingu köku sem er búin að vera 48.000 dollar á haus undanfarinna ártuga sniðið sig að þeirri lögvernduðu í EU. Stjórnarskrá EU skilgreinir að sérhver efnahagslögsaga ber ábyrgð á sínum innri málum. Ríkisborgarréttur í EU bætist við Ríkisborgararétt Meðlima Ríkis en kemur ekki í staðinn fyrir hann. Hið opinbera má er ekki skyldugt til að ráða þegna annarra Meðlima-Ríkja í störf. Þýska stjórnsýslan t.d. heldur áfram að vera hrein. Risafyrirtæki eru í eigu fjárfesta sem aldrei hafa þurft að dýfa hendinni í kalt vatn. Þar fær sá hæfasti eða ódýrasti starfið óháð öllu öðru. Enda skilar hluti gróðann sér í stjórnsýsluna. Fyrir regluverk sem á að festa í sessi voru Íslenska kennitölur ekki á alþjóðlegum skrám glæpamanna. Maður fékk að njóta þess og heyra í viðskiptum við landmæra gæslu um allan heim.
Mannréttindarákvæði stjórnarskrár EU er tilkomin vegna langvarandi almennra á Íslenska mælikvarða fyrir EU regluverk ómenningu.
Það var tími til komin að endurnýja húsakost í fátækrahverfum sér ílagi í Suður EU og hagaður alþjóða fjárfesta er en að borga. en ekki verður endurnýjað á hverju ári er fólksfjöldi er vandamál.
Almenningur gerir sér ekki grein fyrir að tækniframfarir eftir stríðsáranna haf lækkað fátækrakostnað [almenningur í flestum Ríkjum EU] gífurlega sem launþegar skynja sem kaupmáttar aukningu og þakka stjórnmálamönnum fyrir.
EU Miðstýring breytir ekki því sem er ekki sameiginlegt Meðlimum þar sem hún hefur ekki lögsögu á því svæði.
Ráðmenn hæfs meiri hluta stíga í vitið enda búa þeir við arfgenga hefð að stýra risastórum þjóðalíkömum. Flest svo kölluð mannréttinda ákvæði [viðurkenningu hefðbundins ósósama að meðaltali] eru með fyrirvörum. Ein hliðin er sú að ramma vandamálin og deila þeim upp í viðráðanlegar einingar. Stöðuleiki kökuskiptingar elíta efnahagslögsagnanna er tryggður en kjör massans, vandamálanna, almennra launþega getur breyst á einni nóttu.
Það er ekki færri ákvæði um leynd en markmið um gagnsæi í lögum EU. Ákvæði um að Meðlima Ríki geti gert landmæra gæslu gagnvart einstaklingum sýnileg og um að önnur ríki geti komið öðru til hjálpar hvað varðar löggæslu komi til innri vandamála sýna hversu ábyrgir hinir ráðandi í EU eru þar sem víðsýn áttvísi er aðalinn en ekki insular stefnumörkum.
Upptaka regluverks EU samfara EES og Schengen og skömmtun ráðstöfunartekna efnahagslögsögunnar er nánast það sama og vera komin inn eins og Lettar. Íslendingar geta borðið saman veruna í innfluttri EU menningu síðust 20 ár hlutirnir, breytast ekki við formlega inngöngu þeir festast í sessi í samræmi við lagaanda EU.
Hér hefur verið spilað á meint insularity sem óx í réttu hlutfalli við slökun á innrætingu í góðum Íslenskum siðum. EU almennings menntastefnunni sem var innleidd um 1972. Sem skilar greindar lausum sér-fræðingum. Öll meiriháttar Ríki tryggja 10% yfirstéttar uppeldi. Formun eða mótun. Mismunandi dýr eftir Ríkjum. Meira segja Sovét hafa aldrei sleppt síu úr sínu kerfi eins og Norðurlönd sem súpa seyðið.
Júlíus Björnsson, 8.11.2009 kl. 22:23
Þú ert ekki einn um þessar trakteringar Gunnar
Eftirfarandi athugasemd setti ég inn á bloggsíðu prests ekki alls fyrir löngu og uppskar einmitt það sem prestur kallaði andlýðræðislega hegðun þegar hann átti í hlut; þöggun.
"Er ekki að vænta vandlætingarpistils frá presti, um þöggun nú þegar uppvíst er um grófa tilburði til slíks innan ríkisstjórnar Íslands?
Presti var einmitt þetta efni mjög hugleikið fyrr á árinu og taldi þá ólýðræðislega hegðun ef ég man rétt.
Þá hafði ég búist við öðrum viðbrögðum frá jafn lýðræðiselskandi jafnaðarmanni og presti en þeim að afgreiða Ögmund sem „þverhaus“ þegar jafn grímulaus skoðanakúgun er afhjúpuð innan ríkisstjórnar jafnaðarmanna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og nú er staðfest."
Eins og fram kemur var tilefnið það að Ögmundi var gert að láta af skoðunum sínum eða yfirgefa ríkisstjórn jafnaðarmanna að öðrum kosti. Prestur kallaði hann þverhaus.
Athugasemdinn var umsvifalaust eytt og mér framvegis meinaður aðgangur að athugasemdakerfi prests!
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 22:30
Takk fyrir Júlíus
Þakka þér Sigurjón. Já við erum þá báðir bannfærðir. Þetta er ótrúlegt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2009 kl. 23:43
Viðfangsefnið er í EU að grunnlandbúnaður og fiskveiðar til sameiginlegar neyslu sé sem ódýrastur. Til þess á að borga menn út úr greinunum á mannsæmandi kjörum. Flutningar milli stórborga með sameiginlega neyslu eiga líka að vera boðnir út og fækkun launþega á þessum leiðum á líka að jafna með góðum lífskjörum það sem eftir er ævinnar.
Þetta er um 80-90% af grunnflokkum kallað hráefni og 1.stig vinnslu þeirra.
20% neytenda munu alltaf hafa nægur tekjur til að kaup dýrari vöru þannig að það í sjálfum sér er lífi í dýrar framleiðslu aðferðum.
Svo er líka gaman að halda menningu frumbyggja á norðlægum slóðum við og þess vegna er réttlætanlegt styrkja landbúnað þar sem grunvöllur lífsforms menningarinnar þar. [Samar]
Ráðmönnum EU ber skylda til að lækka framfærslukostnað launþega hliðstætt USA með risaverkmiðjuframleiðu. Þetta næst með að sérhæfa Meðlima Ríki með titil náttúrlega aðstæðna til framleiðslu m.a. Spánverjar Tómata, Pólverjar Kjúklinga, Ísland fisk [hráefni], Þjóðverja bjór [í mötuneyti og fangelsi m.a.]
Vonandi mun aldrei sá dagur koma upp að ekki minnst 10% íbúa EU geti haldið upp dýrari framleiðslu, svo styrkir geti verið óþarfir.
Allir sjá það í hendi sér að ódýrari framleiðsla býður upp á almennt lægri laun án þess að skerða kaupmátt.
Skoða hlutina frá Brussel og líta yfir heildina. Finnar fá að halda mikilli sykurrófu framleiðslu. Spánverjar gera kröfu um að Íslenskir launþegar að magninu til búi við sama ódýra grænmetið og aðrir, Pólverjar standa vörð um Kjúklinganna.
Það á hætta þessum ómerkilegu niðurgreiðslum sem eru á Íslenskum Landbúnaðafurðum, gæði standa undir sér, EU risaverksmiðju framleiðslan er ekki seld á ferðamannastöðum eða í betri veitingahúsum. Það er ekkert að óttast, fjarlægð Íslands frá EU og rétt gengi verndar líka. Hinsvegar á lækka verðið frá bónda til neytenda með að setja á fót uppboðsmarkaði, þar sem kaupandi staðgreiðir. Hafa eitt sláturhús og minnst eina sjálfstæða kjötfullframleiðslu í sérhverju [smá á mælikvarða EU] landbúnaðar héraði. Þá myndi flutningskostnaður til þéttbýlisstaða leggjast á vöru verð þar mismunandi mikið. 18% var hlutfall matvæla sem hlutfall af meðallaunum. Það er svona 36% af laun 2/3 launalægstu.
Landbúnaðarvörur eru þarf um 50% það er er 18% af laununum. 10% hækkun [ef þess er þörf eftir að milliliðakostnaður hefur lækkað] er því ekki nema 1,8% hækkun. Þetta eru svo mikil smáatriði að nær ekki neinni átt að ræða þetta. Spyrjum frekar hvað margir hundraðshlutar af launum fara í vexti af lánum hér á landi?
Besta ráðið til að minnka skuldir í heildina er að setja fyrirtæki löglega á hausinn og þá flykkjast fjárfestar á uppboðin til að stofna ný skuldlaus. Setja svo reglur um hvað eru samkeppnigeirar og gera kröfur um að þátttakendur séu minnst 120. Það þýðir mörg [smá á mælikvarða EU heildarinnar] sjálfstæð fyrirtæki.
Skuldlaus fyrirtæki eru langbest rekin það staðreynd. SanFo er því náttúrulega ósammála.
Það má verðtryggja miðað við verð á gull, dollurum, fasteignum, fiski, líka bólgu á olíu og korni.
Þetta hefur gleymst hjá Samfó. Íbúðalán á verðtryggja miðað við íbúðaverð að sjálfsögðu. Ríkistjórnin og fjármálgeirinn sér svo um að halda því uppi hér svo sem hjá siðmenntuðum þjóðum í hundruð ár.
Þeim sem finnst hlutirnir vera flóknir eru vanhæfir til að ráð fram úr vandanum.
Júlíus Björnsson, 9.11.2009 kl. 00:14
Því má náttúrulega ekki gleyma að þú ert að tala um heimasíðu Baldurs Kristjánssonar. Flest af ykkur hægra liðinu er með lokað fyrir athugasemdir. Yfirleitt vinsar þar eigandinn úr eftir hentugleikum. Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn eru með alveg lokað. Sigurður Kári og Stefán Akureyringur velja það sem þeim hentar.
Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að oft hljómi eins og þú sést að miðla upplýsingum sem byggi á þekkingu að þá eru ályktanirnar oft undarlegar. Þegar þú birtist poppaður og yfirlætisfullur með kældhæðnislegar yfirlýsingar tengdar starfi Baldurs, sem prestur, þá er ég ekki hissa á að hann vilji taka til í garðinum og hreinsa burt illgresið.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 08:43
Hér er ekki verið að efast um rétt prests til að henda út óægilegum athugasemdum og það bætir ekkert þótt aðrir geri það líka. Mín athugasemd var að minna prest á skarpa gagnrýni hans á fyrirbærinu þöggun, nokkuð sem hann lét sig mikið varða skömmu áður og kallaði þá ólýðræðislega hegðun. Þegar svo forkastanleg dæmi um slíkt æptu á mann og í hlut átti ríkisstjórn jafnaðarmanna, og ekkert heyrðist í presti kallaði ég auðvitað eftir viðbrögðum jafn sómakærs manns og ég taldi prest vera en uppskar í staðinn, af prests hálfu, einmitt það sem hann fordæmdi aðra fyrir; ÞÖGGUNINA
Þetta kallast tvöfalt siðgæði og hefur ekkert með hægri mennsku eða vinstri mennsku að gera heldur er löstur sem allir sómakærir menn forðast. Einstaka prestar mættu jafnvel einnig að huga að slíku, ekki kannski síst nú þegar siðgæði innan þeirra raða er jafn mikið í deiglunni og raun ber vitni, þessa dagana.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:39
Kallinn er gersamlega búinn að missa það. Í Silfri Egils um daginn var hann einnig með svona yfirlætislegar fullyrðingar án nokkurs grunns. Talaði úr fílabeinsturni niður til íslendinga eins og einhverra fjósamanna, sem hræddust útlendinga og annað álíka óvandað og órökstutt skítkast. Hrokinn og sjálfbyrgongurinn sló fólk og var almennt talað um það í mínum vinnukreðsum að þessi maður væri ekki með réttu ráði, jafnt hjá með og á móti EU.
Sér grefur gröf þar, má segja. Það hlustar enginn á kallinn lengur. Hann er kominn yfir það að vera hlægilegur, í afneitun sinni og ekki ósvipaður og Saeed Al-Sahaf upplýsingamálaráðherra Saddams, sem þóttist vera búinnað vinna stríðið á meðan sprengjurnar sprungu allt um kring.
Karlinn er hreint orðinn sorglegur. Það er þó ekki annars að vænta af manni, sem hefur lifibrauð af því að fara með staðlausa stafi og prédíka hugarburð sem sannleik. Hann er trú sjálfum sér í því.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 10:47
Þetta eru sterkar yfirlýsingar, Jón Steinar, enda hef ég tekið eftir því að þú átt auðvelt með að setjast í dómarasæti.
Það besta sem komið gæti fyrir hina taugaveikluðu íslensku þjóðarsál er að vera fullgildur aðili að siðaðra manna samfélagi.
Samvinnu lýðræðisþjóða í Evrópu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 11:01
Þakka ykkur fyrir innleggin og komuna.
Eins og ég sagði Gunnlaugur.
Mér datt einna helst í hug að hámenntaður maðurinn væri ekki edrú, fyrst hann skrifaði það sem hann skrifaði. Bara svona út í loftið. Algert fís. Algert kjaftæði.
Ekkert að því að banna þá sem hann vill ekki. Það er hans mál. En að bera svona þvætting á borð fyrir fólk er forkastanlegt. Ef það er gert í skjóli menntunar og prestskapa mannsins þá er það bara ennþá verra. Miklu verra. En það held ég svo sem ekki að um það sé að ræða. Þetta er bara bummert, eða fávísi.
PS: sparaðu þér gasið Gunnlaugur minn. Það gæti þér þrotið.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 12:52
Um hvað?
Sameinuðu þjóðarinnar eru sáttmáli um samfélag siðaðra manna.
EU er skilgreint sem aðskilið þjóðabandalag þar Meðlimir lúta sameiginlegu fjárforræði hæfs meirihluta og er skammtað föstum þjóðartekjum í föstum hlutföllum þannig að tekjuskipting milli efnahagslögsaga haldist föst. Ísland getur ekki fyrr en búið að taka til á heimamarkaði og byggja upp minnst eina risa fullvinnslu úr eigin hráefnum á Litla-Alþjóðamælikvarða EU 8% eða þann stóra tekið þátt í samkeppninni sem Sameiningin stendur fyrir.
Íslendingar er því miður ekki allir starfandi þingmenn eða fyrir-fólkið og kostnaður sem hefur fylgt óformlegri aðild síðan um 1994 er að sliga almenning hér og laun hafa ekki hækka í evrum allan tímann heldur verið greidd niður með EU lánum og lávöru.
Fæstir Meðlimir EU byggja á lýðræðislegum hefðum að meðaltali eru þetta fasistar og kommúnistar og ný-aðalsinnar í grunni.
Júlíus Björnsson, 9.11.2009 kl. 14:21
Gunnlaugur.
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir því að það að banna athugasemdir eða vinsa úr sé eitthvað sér hægri fyrirbæri. Maður sér þetta beggja vegna. En það er hverjum bloggara í sjálfsvald sett hvað hann gerir við sína síðu.
Þessu ESB umræða er hins vegar vægast sagt furðuleg. Þetta blogg sírans t.a.m. gengur út á að það ætti nú bara öllum að vera ljóst hvað allt verður æðislegt við inngöngu, án frekari rökstuðnings.
Það mætti kannski segja þeim 25% ungs fólks á Spáni sem ganga um atvinnulaus frá þessu?
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:17
Takk fyrir innlitið Þórður Ingi.
Það leiðinlega er að atvinnuleysi ungmenna á Spáni (undir 25 ára aldri) er komið í 41,7%. Þetta er sennilega heimsmet. Atvinnuleysi allra á vinnumarkaði á Spáni er því miður 19,3% og fer hækkandi. Sumir spá að atvinnuleysi allra á Spáni verði komið í 35% um páskana 2011.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 16:37
Vó! Þar fór ég heldur betur með rangar tölur og biðst afsökunar á því.
Ætlaði bara að nefna eitt lítið dæmi um dýrð og dásemd tilverunnar í ESB en dæmið er víst aðeins stærra en ég gerði mér grein fyrir.
En það breytir því ekki að eftir því sem ég kynni mér þetta fyrirbæri betur verð ég andsnúnari því. Í fyrstu var ég nokkuð spenntur fyrir umsókninni og lét plata mig í lið þeirra sem "vildu sjá hvað væri í boði"
En þetta ferli hefur breyst í peningaaustur í eitthvað sem er ekki nálægt því að fara að gerast, ESB umsóknin ein og sér átti að vera skjól og skammtímaredding fyrir okkur hér á landi en hefur heldur betur snúist í höndunum á samfylkingunni.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:55
Engin ástæða að biðjast afsökunar á neinu Þórður. Hvernig ætti nokkrum manni að detta svona ömurlegar tölur í hug? Og sérstaklega ekki eftir að hafa lesið pistil Baldurs.
Mig langar að taka það hér skýrt fram að mér finnst sjálfsagt að prestar og andlegir menn skipti sér af pólitík. Þeir eiga að gera það. ESB er pólitík og ekkert annað en pólitík. Þeir sem halda öðru fram segja ekki sannleikann.
Ég er mjög hliðhollur hinni Kristnu Kirkju okkar og vill fyrir engan mun taka hana niður úr hásæti sínu, því þá verður það sæti laust fyrir aðra og það er ekki gott. Þjóðfélag okkar byggir á Kristnum gildum og er það mjög vel.
Þessi stofnun, Kirkjan okkar, má því fyrir enga muni verða ósýnileg í þjóðfélagsumræðunni. En enginn söfnuður, sama hver og hvar hann er, verður betri en þeir einstaklingar sem manna hann.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 17:41
Ég var líka bannfærður og það áður en ég gat endurlesið athugasemd mína sem að sögn Baldurs var árás á hann sjálfan sem var ekki. Takk fyrir góðar greinar.
Valdimar Samúelsson, 9.11.2009 kl. 18:45
Obama hefur sagt að það séu um 50 milljónir Bandaríkjamanna sem séu ekki eða lítið tryggðir og að um 18 þúsund manns látist á ári vegna þess. Þetta passar ágætlega við upplýsingar af wikipedia þar sem stendur:
SKv. þessu eru það 15% sem eru ótryggðir og um 15% sem eru ekki með fullnægjandi tryggingar þannig skv. þessu eru það 50 til 80 milljónir íbúa USA sem eru ótryggðir. Þrátt fyrir það eyða USA mestu allra ríkja í heilbrigðisþjónustu. Einnig segir á wikipedia að hvergi í Vestrænu þróuðu ríki sé fleiri sem eru án tryggingar um heilbrigðisþjónustu:
Því skil ég ekki þessa þína hér að ofan um USA og kerfið þeirra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2009 kl. 19:01
Magnús
Þetta er eins og skrifaði. Allir sem hafa um stundarsakir verið án tryggina telja með í tölunum. Ekki láta blekkjast.
--------------------------------------
US Census segir að um 15% af Bandaríkjamönnum hafi verið án sjúkratryggingar á árinu 2007. En það er bara einn stór hængur hér. Þessi tala telur alla sem hafa verið án sjúkratrygginga í t.d. 4 daga á meðan þeir eru t.d. að skipta um vinnu - þ.e. á meðan pappírsvinnan er að ganga í gegnum þegar þeir skipta um atvinnurekanda.
Þeir sem hafa verið permament (alveg) án sjúkratryggingar í BNA í t.d 4 ár samfleytt eru ca. 3.3% af íbúum í Bandaríkjunum. Og stór hluti þeirra eru ólöglegir innflytjendur.
--------------------------------------
Staðan í ESB
Núna standa yfir samningar um fjárlagafrumvarpið fyrir danska ríkið næsta árið Magnús. Danska sjónvarpsstöðin TV2 var að fjalla um samningana núna áðan. Skattar eru þeir hæstu í heiminum og það er ekki hægt að hækka þá meira. Ekki hægt án þess að samfélagið fari í hjartastopp. Þó svo að Danmörk sé með í ESB.
Það fæðast of fá börn hér og það eru of margir gamlir. Hagvöxtur hefur verðið sá 5. lélegasti í OECD síðastliðin 10 ár og verður sá 4. lélegasti næstu 8 árin. 62% verðhrun verður á fasteignaverði miðað við hápúnktinn 2007. Þó svo að Danmörk sé með í ESB.
Það er búið að skera inn að beini í heilbrigðiskerfinu. Alveg inn að beini. Þó svo að Danmörk sé með í ESB.
Gamla konan, ein af þessum gömlu slitnu manneskjum sem byggðu upp velmegun þessa lands, sem sjónvarpið talaði við á elliheimilinu í einu bæjarfélagi hér, sagði að hún þyrfti að sitja í hægðum sínum og úrgangi frá kl 15:00 til kl 23:00 á kvöldin með bleyju. Hún er lömuð. Hún sagði að líf hennar væri ekki verðugt. Hún sagði að hún vildi frekar láta skjóta sig en að þurfa að lifa svona.
Það eru EKKI TIL MEIRI PENINGAR Magnús. Peningarnir eru búnir. Landið ÞÉNAR OF LÍTIÐ AF PENINGUM. Þó svo að Danmörk sé með í ESB.
En samt er þetta lang langsamlega skást hér í Danmörku miðað við flest önnur lönd Evrópusambandsins. Þið ESB sinnar ERUÐ SVO INNILEGA GJÖRSAMLEGA OG ÖMURLEGA CLUELESS um hvað bíður hins hrörnandi Evrópusambands þar sem svo fáir hafa viljað fæða ný börn og nýja skattgreiðendur hin síðustu 30 ár. MASSÍFT atvinnuleysi ÖLL síðastliðin 30 ár! Eyðni velmegunar og fólksfækkun mun tröllríða þessu Evrópusambandi næstu 200 árin. Þetta verður ekkert grín. Enginn vil fjárfesta í svona samfélagi í framtíðinni. Enginn.
Þú getur horft á gömlu konuna hér á www.tv2.dk þegar fréttin kemur á vefinn. Þetta var í 19:00 fréttunum.
Vandamál Bandaríkjanna eru eins og skemmtiferð á sunnudegi miðað við það sem býður Evrópusambandsins. Árið 2050 munu sennilega fæðast flest börn í heiminum í Bandaríkjunum - þó svo að Kínverjar séu 1 þúsund milljón manns núna.
Ef Ísland gengur í ESB verður það sjálfkrafa fátækara land. Smáríki og örríki þola ekki að missa fullveldið. Frelsi, fullveldið, sjálfsákvörðunarréttur og sjálfsábyrgð eru forsendur velmegunar. Smáríki þola ekki að missa frelsið. Þá verða þau fátæktinni að bráð. Frelsið þarf að iðka af full krafti því annars visnar það. Frelsið er vöðvabúnt heilans. Það er heili okkar sem býr til velmegun. Án frelsis virkar hann ekki eins og gerðist í Sovét og alltaf gerist þar sem frelsi og sjálfsábyrgð hverfur.
Frelsið, fullveldið, sjálfsábyrgðin og lýðræðið er að vinsa í Evrópusambandinu. Vöðvar frelsisins eru að vinsa hér í ESB Magnús minn, fátæktin ein bíður Evrópusambandsins. Ekkert getur lengur komið í veg fyrir að það gerist. Tíminn er liðinn.
Þetta er því miður ónýta skipafélagið sem sökk.
Kveðjur til þín.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 19:58
Þessi atvinnuleysiumræða þar sem eru tekin til einstaka lönd eins og Danmörk og Spánn er frekar barnaleg. ESB opnar tækifæri en er engin töfralausn. Hver þjóð verður að vinna í sínum málum eins og nú háttar.
Hinsvegar er atvinnuleysi nú í október yfir 15% í um tíu fylkjum USA. Þar er þó um meiri miðlæga stýringu á efnahagsmálum sem hefur sterk áhrif á einstaka fylki. Þau fylki vita samt að það væri enn verra ef þau tilheyrðu ekki ríkjabandalaginu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 20:06
Já og takk fyrir innlitið Magnús. Gaman að sjá þig hér.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 20:06
Gunnlaugur;
Það stendur víst ekki til að við ætlum að ganga í Bandaríkin, er það? Við erum í NATO og það krafðist ekki inngöngu í Bandaríkin. Ef þess hefði verið krafist þá værum við ekki í NATO í dag.
Þess utan, Gunnlaugur, þá flyst Ítalski trésmiðurinn ekki til Finnlands til að leita sér að vinnu, enda enga vinnu þar að fá. Hann talar heldur ekki finnsku og honum myndi aldrei falla þetta í hug. En það gera Bandaríkjamenn því Bandaríkin eru eitt land. Þeir flytja þangað sem vinnan er.
Hvað veist þú um atvinnuleysi og atvinnuþátttöku í ESB Gunnlaugur? Heldur þú að massíft leynt atvinnuleysi sé ekki til í ESB? Það er full af því. Þær tölur sem eru gefnar upp hér eru mest hvítir-lygar og feluleikur. Ástandið er enn verra en þessar hrikalega slæmu opinberu tölurnar segja.
Heldur þú að 50% vinnuafls Hollendinga vilji ekki vinna meira? Þeir eru í hlutastörfum 50% af þeim. Vinna minnst í OECD. Enda á að fara að skera niður ríkisútgjöld í Hollandi um heil 20%. Hvar heldur þú að verði skorið? Hollendingar hafa ekki lengur efni á samfélagi sínu. Ekki efni. Enda eru þeir í Evrópusambandinu.
Gunnlaugur. Næstum ÖLL lönd Evrópusambandsins hafa massíft atvinnuleysi núna. Þau hafa þau næstum öll haft síðastliðin 30 ár. Hvergi hefur atvinnuástand verið eins gott og á Íslandi hin síðustu 30 ár. Hvergi. Þú þekkir sennilega ekki svona atvinnuleysissamfélög innanfrá Gunnlaugur. Þú þyrftir að kynnast þessu af eingin raun. Það tekur 10-15 ár að kynnast samfélögum vel innanfrá.
Ekkert samfélag hefur efni á því að henda fólkinu sínu á ruslahaugana. Svoleiðis lönd verða alltaf fátækt að bráð.
Atvinnuleysi á evrusvæði síðastliðin 28 ár
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 20:28
Heill og sæll Gunnar; sem og þið aðrir, hér á síðu !
Yfirlæti; sem dramb, Gunnlaugs B Ólafssonar (kl. 11:01, í dag), lýsir honum, einkar vel.
Ekki; hafði stríðsjálka tímabil, þeirra tveggja stærstu, í Evrópusambandinu, Þjóðverja og Frakka - oftlega; þeirra í millum, fram eftir öldum, neinn sérstakan siðmenningar blæ yfir sér, svo sem, séu dæmi tekin, úr litlu álfunni (Evrópu), með stóra ginið.
Það er eins; og Gunnlaugur viti ekki, af tilvíst hinna heimsálfanna - og; að þar sé ekki síður, áhugaverðra menningarheima að finna.
Reyndar; hefir þessi þvergirðingur; Gunnlaugur B Ólafsson, margsinnis valdið mér, sem eflaust, mörgum öðrum, heilabrotum, sökum einsýni hans, barnalegrar, á þessa veröld okkar - pólanna í millum.
Nema; Heimskautin; sem tilvera þeirra, séu einnig ofvaxin skilningi, þessa sjálfumglaða Evrópu drengs, einnig ?
Og; að lyktum. Ánægjulegt mjög; þykir mér, að upplýsa þá fráfróðu (sumir þykjast vera það, af hentugleikum, reyndar), að hluti Íslands er einnig, í Norður- Ameríku - svona; til að upplýsa þá, sem ei vissu - eða; þóktust enga vitneskjuna hafa, þar um.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:34
Takk kærlega Valdimar fyrir innliti þitt.
Og takk til þín Óskar Helgi.
Já hvað eru tvær heimsstyrjaldir á milli stríða og nokkrar útrýmingarbúðir á milli stórmenna Evrópu? Þetta er jú fyrirmyndarheimsálfan Evrópa.
Þegar sérvitringurinn og hann De Gaulle hringdi í Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að tilkynna honum að Frakkland væri hætt í NATO og svo til að skipa honum að fjarlægja alla bandaríska hermenn af franskri grundu, þá spurði Dean Rusk hvort þetta ætti líka við um þá bandarísku hermenn sem væru jarðaðir í Frakklandi. Það kom auðvitað ekkert svar.
En hér í Evrópu gleðjast menn nú yfir að 20 ár eru liðin síðan múrinn féll. Ekkert hefur þó verið minnst á Ronald Regan í þessu sambandi og ekkert hefur verið minnst á að það voru Bandaríkjamenn sem forðuðu Vestur-Evrópu frá því að verða bara Gúlag-númer í fangabúðakerfi glæpafélags kommúnista Sovétríkjanna sem voru jú líka í Evrópu.
Já ég er sammála þér Óskar. Góðir vinir Íslands eru líka í Vestri. Sennilega þeir bestu þegar á reynir. Flestir afkomendur Íslands eru líka þar. Ísland tilheyrir Ameríku alveg jafn mikið og Evrópu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 21:59
Samdrátturinn í EU er starx farin að segja til sín hjá almenningi í Litlu-Asíu þó slíkt sé ekki fréttnæmt í EU fréttstofuvefnum. EF Kína þenst út þá hlýtur að kreppa að annarstaðar. Nóg er af kjaftæði en föst efni eru takmörkuð á jörðunni.
Strákurinn er 11 ára og var í mat hjá mér í dag. Ég gaf honum hrossabuff og hann skildi ekkert í því að hann varð pakksaddur af einu stykki. Ég sagði honum að í skólanum væri ódýrt fæði. Mitt buff væri hreint kjöt og egg. Það þarf að éta 3 sinnum meira af soyablönduðu kjöti. 6 sinnum meira af prótínum úr jurtaríkinu, sem kallar á mikla orku inntöku til meltingar. Það er ekki allt sem sýnist, ódýrt er ódýrt af því það er ekki hollt né hagstætt: skilar offitu og skammlífi. Náttúrlegur Fiskur og Kjömeti egg og mjólkurvörur 1 flokks er það sem Íslendingar hafa nært sig á. Ekki baunir, mjöl, grjón sem EU er full af.
Júlíus Björnsson, 9.11.2009 kl. 22:06
Ég fékk grófhökkuð hrossabjúgu um daginn Júlíus, tengdó kom með þau. Lostæti. Gott að drengurinn þinn gat fengið svona góðan mat hjá pabba :)
Ég verða að játa að ég er ekki mikill makkarónumaður (spagettí). Enda segir einn skemmtilegasti og snjallasti kokkur Dana, Søren Gericke, að makkarónur séu baneitraðar. Hann heldur mikið upp á íslenskt hráefni. Uppáhalds jurt hans er rabbabari.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2009 kl. 22:30
"Þrátt fyrir það eyða USA mestu allra ríkja í heilbrigðisþjónustu."
Getur það verið að reiknaður kostnaður hækki vegna allra útlendinganna sem sækja þangað hvaðanæva að úr heiminum til að fá fullkomnari þjónustu? Og ofan á það bætast ólöglegir innflytjendur í milljónavís: Engum er neitað um læknishjálp þó hann sé ótryggður þvert á algengar rangfærslur. Og það hækkar töluna ef milljónir útlendinga koma inn í reikningsdæmið. Og getur það ekki líka verið að allar tryggingarnar séu reiknaðar inn það dæmi? Það held ég nokkuð örugglega og ekki hægt að miða það við norrænt kerfi. Það er ekki heildarkostnaður við læknisþjónustu ef tryggingarnar eru reiknaðar inn í dæmið. Það er kerfið í heild.
"According to the Institute of Medicine of the National Academy of Sciences, the United States is the "only wealthy, industrialized nation that does not ensure that all citizens have coverage" (i.e. some kind of insurance)."
"Coverage" og "insurance" þýðir bara að fólk sé með greiddar tryggingar fyrir læknisþjónustu. Það eru miklir rangdómar og rangfærslur hérlendis um um frelsi, mannréttindi og læknisþjónustu í Bandaríkjunum. Það er sko bannað þar samkvæmt lögum að neita mannfólki um læknishjálp þó það sé ótryggt og eigi enga peninga og öfugt við rangfærslur Íslendinga oft um læknisþjónustu þar. Og alrangt að setja dæmið þannig upp að fólk búi þar og hafi ekki aðgang að lækni.
ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:34
"Og; að lyktum. Ánægjulegt mjög; þykir mér, að upplýsa þá fráfróðu (sumir þykjast vera það, af hentugleikum, reyndar), að hluti Íslands er einnig, í Norður- Ameríku - svona; til að upplýsa þá, sem ei vissu - eða; þóktust enga vitneskjuna hafa, þar um."
Gott 'Oskar Helgi. Það er akkúrat málið að við erum engir einangrunarsinnar og molbúar - eins og Evrópusinnar halda oft fram - þótt við göngum ekki eða viljum ekki ganga inn í United States of Europe (stolið frá GR). Það er heill heimur, 92% af löndum heims fyrir utan US of E.
ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:42
"Já ég er sammála þér Óskar. Góðir vinir Íslands eru líka í Vestri. Sennilega þeir bestu þegar á reynir. Flestir afkomendur Íslands eru líka þar. Ísland tilheyrir Ameríku alveg jafn mikið og Evrópu."
Tek undir þetta, Gunnar.
ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:51
Við erum ekki á leið í að sækja um aðild að Bandaríkjunum segir Gunnar þar sem atvinnuleysi er enn meira, efnahagslegar horfur enn verri og félagslegt réttlæti lítið, samanber heilbrigðisþjónustu.
Við tilheyrum Evrópu þó við verðum áfram einn helsti inngangur að Evrópu frá Ameríku. Samvinna og þróun ESB hefur tryggt frið á sínu svæði í 50 ár.
Innan hins gífurlega fjölbreytileika mannlegrar flóru, sem að er svo áhugaverður og spennandi, hefur myndast grunnur mannréttinda, sem að stendur undir nafni sem siðaðra manna samfélag.
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 23:39
Atvinnuleysi á frábærasta svæðinu í Evrópubandalaginu, þ.e. evrusvæðinu, var 9,6% í september, þ.e.a.s. 33,3% meira en hjá okkur, þar sem það var 7,2%, hr. Gunnlaugur.
Skemmtileg þessi vefslóð þín, Gunnar, en ég er nú farinn að vorkenna greyinu honum Baldri, þó hans sjálfs vegna, ekki af því að þið leikið hann svo grátt.
Auðvitað varst það þú, sem ég var að reyna að rifja upp, hver það var, sem hrakti bullið um allan þann fjölda sem væri án heilbrigðistrygginga í Bandaríkjunum. Takk fyrir það. (Ég bloggaði um annað aspekt málsins í dag, HÉR!)
Kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 9.11.2009 kl. 23:57
Ég vil vera nákvæmar og segja að Íslendingar og Margir íbúar Ameríku eiga það sameiginlegt að vera með sterk brautryðjendagen sem höfðu tækifæri til að nema land hér áður fyrir frekar en lúffa og láta lífið. Að því leyti tengjumst við meira til vesturs en austurs þar sem sauðhlutfallið er vaxandi.
Sauður lúffar, hann tekur skásta kostinn og er það flókið að taka ákvörðun svo hann fylgir hjörðinni. Kötturinn hefur níu líf hann fer sínar eigin leiðir. Sauðir eru ófærir um að framkvæma lýðræði nema að nafninu til þótt þeir telja annað.
Ég ferðaðist um heiminn í um fjögur ár og kynntist öllum þjóðfélags hópum þá var hvergi betra að búa en á Íslandi þegar uppi var staðið.
Ég veit ekki hvað sumir meintir EU sinnar eru að tala um þegar þeir láta í veðri vaka og EU stand fyrir einhver sértök almenningstækifæri umfarm þau sem tíðkuðust á Íslandi fyrir regluverk handstýrðra sprotafyrirtækja, kolaports og minjasölu bænda.
Júlíus Björnsson, 10.11.2009 kl. 00:00
Takk fyrir innlitið Jón Valur
Gunnlaugur: frasar þínir minna mig mest á auglýsingaskilti frá Intourist (gömlu ferðaskrifstofu Sovétríkjanna). Ekkert samhengi við raunveruleikann.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 00:36
Sannur sauður lúffar ekki, Júlíus, og fylgir ekki hjörðinni, heldur hún honum.
Jón Valur Jensson, 10.11.2009 kl. 02:10
Það er forustu Sauður
Júlíus Björnsson, 10.11.2009 kl. 02:24
Hvaða félagslega réttlæti er lítið í Bandaríkjunum, Gunnlaugur? Það er alrangt.
ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:37
Gunnar ertu fullur!!! Á ég nú að bera ábyrgð á Sovétríkjunum eða er þetta svona ósmekkleg sneið sem að á að gera mig ómarktækan líkt og persónulega sneiðin sem þú sendir á Baldur. Held að þú ættir að biðja hann afsökunar og pikka á lyklaborðið af aðeins meiri yfirvegun. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2009 kl. 23:26
Góða nótt Gunnlaugur
Sofðu rótt
Kveðjur til þín
099 signoff
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.