Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot fyrirtækja í Evrópusambandslandinu Danmörku slá öll met

Fjöldi gjaldþrota í hverjum mánuði í Danmörku frá 1979

Gjaldþrot fyrirtækja í landi Evrópusambandsins, Danmörku, slá nú öll fyrri met. Í október voru 537 fyrirtæki lýst gjaldþrota i hér í fastgengis-landinu Danmörku. Þetta er mesti fjöldi gjaldþrota í einum mánuði síðan mælingar hófust árið 1979. Algengast var að 3-5 ára gömul fyrirtæki yrðu gjaldþrota. Ársvelta þeirra fyrirtækja sem voru lýst gjaldþrota í þessum mánuði var 3,3 miljarðar danskar krónur. Um 1800 manns unnu fulla vinnu í þessum fyrirtækjum. Þeir bransar sem mest verða fyrir gjaldþrotum eru: verslun, flutningar, byggingafyrirtæki og fyrirtæki sem þjónusta önnur fyrirtæki; DST

Mesti fjöldi nauðungaruppboða í Danmörku síðan 1995. Í október fóru 423 fasteignir á nauðungaruppboð í Danmörku. Í september var þessi tala 357 eignir. Um 7-10.000 manns missa vinnuna í hverjum mánuði í Danmörku um þessar mundir; DST

Vanskilahlutfall lána í bankakerfi Lettlands jókst frá 13,8% af lánum sem voru komin 90 daga fram yfir gjalddaga í ágúst og í 14,5% af lánum í september. Í desember á síðasta ári var þetta hlutfall 3,6%. Heimili Evrópusambands-landsins Lettlands ráða ekki lengur við afborganir af lánum sínum. Landsframleiðsla Lettlands dróst saman um 18,7% á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi í Lettlandi mældist 19,7% í september. Fastgengi við evru, evrufótur, ríkir í Lettlandi. Smásala í landinu hefur dregist saman um 30,9% frá því í september í fyrra; BBN

Fleiri stuttar fréttir í glugganum 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ótrúlega skarpur.

Árið í kjölfar mestu hamfara á fjármálamörkuðum er að líða, mesta hrun frá 1929, og þú hefur fundið það út að aukning á gjaldþrotum í Danmörku sé ESB aðild Danmerkur að kenna.

Hefur þér aldrei dottið í hug að þú hefur minna en hundsvit á því sem þú ert að segja, og halda fram?

Að sama skapi eru útflutningsfyrirtæki ekki meðal þeirra sem þú telur upp og kennir fastgengisstefnu um.  Það er þó grundvallaratriði að þegar kreppir að og gengi fellur (eins og þú virðist telja að hefði komið í veg fyrir gjaldþrotin í Danmörku) eru það útflutningsfyrirtæki sem lifa en innflutningsfyrirtæki sem fara á hausinn.  En þegar gengið er of sterkt (eins og þú virðist telja að sé raunin og þar með ástæða gjaldþrotanna) eru það útflutningsfyrirtækin sem fara á hausinn en ekki verslun og þjónusta.  Það er því ekki genginu að kenna.

Þú ert flottur í því að eyðileggja allan málefnalegan grundvöll andstæðinga ESB, enda virðist þið flest eiga það sameiginlegt að hafa ekkert fram að færa nema bull og staðleysur eins og þetta.

S. (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta, Jón Frímann?

Gunnar Rögnvaldsson, 5.11.2009 kl. 17:14

3 identicon

Góðar fréttir, ekki er nú svo mikið af þeim um þessar mundir.

ESB yrði kolfellt í kosningum

http://visir.is/article/20091105/FRETTIR01/535643082

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:14

4 identicon

Það eru nú víðar slegin met:

http://www.hagstofa.is/?PageID=95&NewsID=4233

Í september 2009 voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í september 2008, sem jafngildir rúmlega 65% fjölgun milli ára.

 Það er kannski ESB umræðan á Íslandi sem hefur keyrt þessi fyrirtæki í þrot? Ekki vonlaus hagstjórn undanfarin ár (áratugi).

- grettir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:29

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Gullvagn og Grettir

Eins og ég sagði Grettir. Ökumenn bankanna og vegalögregla bankakerfisins (fjármálaeftirlitið) sátu að drykkju saman og komu bankakerfinu í þrot.

Bankarnir höfðu líka lánað út foss peninga eins og kjánar og glæframenn í alls konar lélegan trjágróður sem veltur nú um koll eins og spilaborg og tekur líka heilbrigð fyrirtæki með sér í fallinu. Þetta er mjög leiðinlegt.

Mest leiðinlegt fyrir þá sem tapa aleigunni, vinunni og svo fyrir þá fjárfesta sem trúðu bankamönnum fyrir peningum sínum og keyptu hlutabréf í því sem þeir heldu að væri banki en sem reyndist svo bara vera venjulegt hóruhús, a Banking Bordell.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband