Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Seinkuðum teppa-sprengjum rignir nú yfir þegna Evrópusambandsins
Hann reyndist sannspár hann A.E.P um atvinnuástandið í Evrópusambandinu
Hann hafði ágætlega rétt fyrir sér hann Ambrose Evans-Pritchard þegar hann skrifaði greinina "Iceland's krona: By then the delayed cluster bomb of Europe's unemployment will have detonated" í byrjun september mánaðar. Nú eru "teppa-sprengjurnar" að byrja að lenda og þær munu halda áfram að koma í hausinn á okkur hér í Evrópusambandinu næstu árin. Stanslaust. Það heimsmet hefur líka gerst að 40% ungmenna á Spáni eru núna atvinnulaus, já fjörutíu prósent: 10+10+10+10%
Evrópusambands-ástandið á Íslandi varaði aðeins örstutt
Atvinnuástand á Íslandi er nú að verða einna best í Evrópu, þ.e. séð í Evrópusambandslegu ömurleikasamhengi - og fer batnandi. Þið náðuð aldrei virkilega að að prófa Evrópusambandslegt massíft 30 ára atvinnuleysi fyrir alvöru. Þökk sé íslensku krónunni okkar. Þakkið henni fyrir að Ísland er ríkt land með bjartar og öfundsverðar framtíðarhorfur. Engin lönd geta orðið rík eða haldið áfram að vera rík ef þau henda fólkinu sínu á ruslahaugana, eins og gerst hefur hér í Evrópusambandinu síðastliðin 30 ár. Svoleiðis lönd munu smá saman glata velmegun og velferð. Þau verða ríki örvæntingar og vonleysis.
Mynd (smellið tvisvar til að skoða betur): Atvinnuleysi í Evrópusambandinu í september 2009. Heimild: hagstofa ESB og Vinnumálastofnun. Athugið að tölur hagstofu ESB og Vinnumálastofnunar eru ekki beint samanburðarhæfar
Hvað annað ætti manni að detta í hug, þegar maður skoðar myndina, en að bankakerfi flestra þessara landa hafi oltið um koll og séu alltaf á hausnum endalaust
Hvað ættu útstillingar-gínur seðlabanka Evrópusambandsins að vera að gera núna?
Skyldu gínurnar Finnland og Írland ennþá vera til sýnis á plakötum og auglýsingaskiltum frá ECB og Brussel? Finnland er í tvöföldum bankahrunssamdrætti og Írland er harðfryst í plokkfiskblokk. Spánn er horfið af yfirborði jarðar.
- Hvað ætti seðlabanki Finnlands að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ætti seðlabanki Spánar að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ætti seðlabanki Írlands að vera að gera núna og sem hann er ekki að gera?
- Hvað ættu seðlabankar Lettlands, Litháen og Eistlands að vera að gera núna?
- Hvað er seðlabanki Þýskalands að gera núna og sem hann ætti ekki að vera að gera?
- Hvenær yfirgaf Evrópusambandið raunveruleikann og fór inn í hugarheim hagfræðilegra geðsjúkdóma, EMU?
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 2.11.2009 kl. 10:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 53
- Sl. sólarhring: 136
- Sl. viku: 272
- Frá upphafi: 1390902
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 165
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þú segir nokk, Gunnar. þarna erum við evru- og ESB laus í sama sæti og 77 sardínur lukkuriddararnanna frá Möltu.
Eftir hverju er eiginlega að sækjast þarna í ESB?
Ragnhildur Kolka, 1.11.2009 kl. 19:57
Sæl Ragnhildur og takk fyrir innlitið.
Það er ekki eftir neinu að sækjast í ESB fyrir land eins og Ísland. ESB er verkefni þeirra sem hafa engan áhuga á raunverulegum framförum og raunverulegri velmegun. ESB er og verður alltaf hækja og hóstalyf Frakklands og Þýskalands. En það er langtfrá víst að það virki fyrir þessar tvær þjóðir þegar á reynir.
Þetta er mest óskaverk elítunnar í ESB. Fólkið í ESB hefur engan áhuga á þessu fyrirbæri. Það er búið að fá nóg af munnvanti Brussel og tómum loforðum. Sjá: Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Hvernig gengur með þessi marmið. Ekki neitt, ekki neitt, ekki neitt. Það eru 63 dagar til stefnu.
Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2009 kl. 21:03
Gunnar, varst þú ekki á leiðinni „heim“. Eða hefurðu það svona miklu betra í ESB-Danmörku en þú gætir hér?
En hvernig er það ætlar þú enn ekki að ómaka þig við að kynna þér EES samninginn og þá staðreynd að allt sem gæti orðið til að draga úr atvinnu með samstarfi eða inngöngu í ESB var innleitt með EES-samningnum. Og ertu enn ekki búinn að kyngja því að ESB fer ekki með nema 1% af þjóðarframleiðslu ríkjanna og af því fer helmingur í niðurgreiðslu landbúnaðarvar í ríkjunum og svo meirihluti þess sem þá er eftir í byggða og þróunarstyrki hverskonar, en hið opinbera í ríkjunum sjálfum fer beint með 40-60% af þjóðarframleiðslu sinni (eða 40-60 sinnum meira en far í gegnum ESB) og þar með og þess vegna er atvinnuástand æði misjafnt milli ríkjanna því það eru ríkin sjálf sem ráða mestu um allt sem skapar eða dregur úr atvinnu og uppbyggingu.
Átti þetta ekki allt löngu að vera hrunið ef brot af staðhæfingum þínum væru sannar Gunnar?
Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2009 kl. 10:54
Helgi minn.
Ég ráðlegg þér að sýna styrk til andlegrar endurreisnar og hætta að hugsa og mjálma um styrki og ölmusu. Það fer þér ekki vel að tísta svona um styrki og ölmusu.
Hvorki Finnland né Svíþjóð hafa nokkurn tíma fengið eina krónu í nettó greiðslu frá ESB. Jú Finnland fékk smávegis í eitt ár, en það var árið 2000. Svíþjóð hefur aldrei, never, mix, zero, fengið neitt frá ESB. Meira að segja fátækasta lén Svíþjóðar, Norrbottenm er núna nettógreiðandi til þrotabúsins í Brussel.
Finnland, sem núna er illa statt í næstum tvöföldum samdrætti miðað við samdrátt á Íslandi á fyrstu 6 mánuðum ársins, hefur borgað - JÁ BORGAÐ - yfir 3000 milljón evrur síðan 1994 í húsaleigu fyrir ónýtt hús til þrotabús Brussel.
3000 milljón evrur í nettógreiðslur frá 1994.
Á meðan eru 1.000.000 fátæklingar í Finnlandi. 250.0000 manna aukning frá árinu 2000, var nefnt í fréttum í síðustu viku
Hættu nú þessu styrkjavæli og sýndu mannlega reisn maður minn.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2009 kl. 11:41
Megi dagurinn verða þér ábatasamur Helgi, og að þér græðist peningar í dag. Ef þú vilt kaupa húsið af mér þá kemst ég fyrr heim til Íslands. En hér er fasteignamarkaðurinn kominn í dauðadá frá losti velgengni, eða hitt þó heldur.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2009 kl. 11:45
sæll.
Vildi ómögulega að þú misstir af þessum gullkornum átrúnaðargoðsins.
kv.
h
Þór (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:54
Hverskonar bull er þetta alltaf í þér Gunnar. Hvort ertu viljandi að skrökva eða veist svona lítið? - Ég er reyndar ekkert að tala um styrki í mínu illeggi ofar heldur að ríkin fari sjálf án aðkomu ESB með 40-60% af landsframleiðslu en ESB aðeins 1%, - en af þessu eina prósenti fer helmingur í niðurgreiðslu landbúnaðarvara og helmingur af því sem þá er eftir í byggða og þróunarstyrki, - OG það hreinlega getur ekki verið að þú vitir það ekki að niðurgreiðslur landbúnaðarvara hafa jafnt gegnið til Svía og sænskra neytenda og FInna finnskra neytenda sem allra annarra innan ESB.
- Finnar hafa reyndar extra svigrúm að taka við öllum niðurgreiðslum ESB en mega að auki bæta við þær eigin niðurgreiðslum fyrir svæði þar sem skilgreindur er „heimsskautalandbúnaður“. - Svo veit ég fyrir víst að bæði Svíar og Finnar hafa notið úreldingar- og markaðsstyrkja fyrir sjávarútveginn auk þess sem þar gildir eins og í öllum ESB-höfnum að ESB greiðir til sjómanna lágmarksverð á fisk sem lendir undir mörkum við löndun og sölu eða lendir í gúanói.
- Þetta er svona bara það sem alkunna er - en ég hef ekki kafað í hvers annars þeir hafa notið af styrkjum, þar eru þó auðvitað vísinda, mennta og starfsskipta prógröm ESB og EES - og víst er allar jaðarbyggðir njóta frá ESB byggðastyrkja og sveitafélög fá jafnan bæði aukin völd og fé með aðild að ESB vegna nálægðarreglunnar - að alltaf eigi að útkljá mál sem næst vettvangi og að fé og styrkir eigi að ganga stystu leið á vettvang. - Styrkir eru þó ekki það sem ég leita að hjá ESB en þetta er hluti af reiknisdæminu um hver stýrir atvinnuuppbyggingu og atvinnuástandi landanna - það eru nær eingöngu ríkin sjálf. Þessvegan er líka atvinnuástandið svona misjanft.
- EN hvernig væri nú að þú kynntir þér EES og þá staðreynd að allt sem sagt er að geti skaðað atvinnuástand hér við ESB aðild var tekið upp 1993 með EES samningnum.
Helgi Jóhann Hauksson, 2.11.2009 kl. 12:44
Tja, síðast þegar ég vissi, þá voru styrkir til Landbúnaðar frá ESB háðir jöfnu mótframlagi frá viðkomandi ríki. Og muni ég rétt, þá tóku hinir nýbökuðu ESB Svíar þann pól í hæðina að sleppa þessu í byrjun.
Enda kannski ekki tilbúnir, þar sem skorti kunnáttu í pappírsmennskuna. Árið 2000 var ESB áfangi orðinn að skyldufagi í Sænskum bændaskólum. Sumir Finnskir bændur hafa sleppt skýrslufarganinu og þar með þeim styrkjum sem því fylgja (refsingin) til að spara sér pening.
Annars held ég að hann Gunnar eigi við jafnvægi á greiðslum til og frá, það er jú lítið gagn af styrk ef þú þarft að borga hann tvöfaldan til baka....alveg eins hægt að sleppa svona móverki og styrkja bara sjálfan sig tvöfalt
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:18
Helgi minn.
Ef ég tek af þér 100 kall og gef þér svo 20 kr til baka til að laga skaðann sem ég olli þér þá ertu ekki betur settur en áður. Þú ert að flækja þig í innanhússbókhaldi ESB.
Það sem skiptir okkur máli eru þjóðhagsreikningar okkar sjálfra og hið endanlega uppgjör á samskiptum okkar við utanaðkomandi aðila. Það eru nettó-tekjur/útgjöld okkar sem skipta máli.
Íslendingar vita alltaf best hvernig á að hátta málum innandyra á Íslandi. Að hleypa öðrum ríkjum í að hanna innviði þjóðfélags okkar er ekki gott. Það er það sem ESB er að reyna að gera í 27 löndum sambandsins með styrkja og deilikerfum. Afleiðingarnar eru slæmar.
ESB fær miklu meira en 1% af LVF. Það fær hugsanlega ca. þrefalda þessa upphæð af ríkum löndum, þegar upp er staðið.
Nettó greiðsla Svíþjóðar til Evrópusambandsins á síðasta ári var EUR 1,848.37 mil. Einn komma átta miljarðar evrur
En svo er hið óuppgerða reikningsdæmi yfir þann skaða sem Evrópusambandið hefur valdið á þjóðfélögum landanna. Evrópusambandið er búið að drepa hagvöxt landanna. Skaða mynt og peningamála þeirra. Auka á fátækt, skemma lýðræði í löndunum og eyðileggja framtíðina fyrir ungt fólk í mjög mörgum löndum sambandsins.
Þetta reikningsdæmi er afar stórt Helgi.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2009 kl. 13:29
Akkúrat Logi! Móaverk svoleiðis er. Móaverk :Þ
Takk fyrir innlitið
Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2009 kl. 13:45
Helgi sagði m.a. þetta:
"EN hvernig væri nú að þú kynntir þér EES og þá staðreynd að allt sem sagt er að geti skaðað atvinnuástand hér við ESB aðild var tekið upp 1993 með EES samningnum."
Í umræðum varðandi áhrif ESB aðildar á atvinnustig hefur það verið einna fyrirferðarmest að evran sjálf skaði atvinnustigið vegna þess að hún útilokar gengisaðlögun krónunnar. Ef evran var tekin hér upp árið 1993 þá fór það alveg framhjá mér .
En, fyrst EES samningurinn var svona fínn þurfum við þá nokkuð restina af pakkanum?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:11
Bara 2 aulaspurningar. Afhverju býrðu og hefur búið árum saman í ESB-landi? Afhverju býrðu ekki á Íslandi, ef að ömurleiki í ESB er svona mikill?
Skil ekki að þú skulir leggja það á þig að búa við svona aðstæður.
Veistu hvað atvinnuleysið á Spáni var fyrir inngöngu landsins í ESB og á árunum 1980-1990?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:20
Veistu hvað atvinnuleysið á Spáni var fyrir inngöngu landsins í ESB og á árunum 1980-1990?
Já Hermann, það veit ég; það var það sama eða lægra en það er í dag.
1980 = 11.0%
1981 = 13,7%
1982 = 15,7%
1983 = 17,2%
1984 = 19,9%
1985 = 21,3%
1986 = 20,9%
1987 = 20,2%
1988 = 19,2%
1989 = 17,2%
1990 = 16,2%
En hvað ætti ESB að hafa með lækkun atvinnuleysis á Spáni að gera, á árunum frá t.d. 1994? Það hefur ekkert með það að gera.
Aðild að ESB hjálpaði ekki Spáni fyrr á tímum og hjálpar landinu ekki enn.
En ESB ber hinsvegar mikla ábyrgð á því atvinnuleysi sem er á Spáni núna því peningapólitík á Spáni á árunum 2001-2008 var akkúrat þveröfug við þarfir landsins. Það var þessi peningapólitík ECB sem bjó til bóluna á Spáni.
Spánn var einræðisherraríki fram til 1975. Frá 1975-1890 þ.e. í olíukreppunni voru ríkisstjórnir Spánar ónothæfar og höfðu ekki sameinað þing á bak við sig. Viðbrögð og mótvægisaðgerðir gegn áhrifum olíukreppunnar komu ekki og Spánn flutti inn um 70% af allri orku sem landið notaði. Þessvegna fór atvinnuleysi á Spáni í tæp 22% árið 1985.
En svo kom ríkisstjórn Felipe González með sameinað þing á bak við sig og tókst með miklum harmkvælum að koma ríkisfjármálum í sæmilegt lag.
En þar á eftir kom svo hið fræga hagfræðilega geðveilufyrirbæri sem heitir EMS/ERM (fast gengi) og því tókst m.a. að þeyta atvinnuleysi á Spáni og í allri Evrópu upp í allra hæstu hæðir. Atvinnuleysi á Spáni minnkaði svo eftir að EMS'inn var sprengdur í loft upp af markaðnum.
Við tók svo ágætis tímabil en svo erum við sem sagt aftur föst undir trúarreglum ECB á Spáni núna. Enn ein peningalega geðveilan frá Brussel tröllríður Evrópu enn einu sinni.
Það er margt sem þarf að laga á Spáni og það eru einungis Spánverjar sem geta lagað það sem þarf að laga.
Kveðjur
Þakka ykkur fyrir innlitið öll.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2009 kl. 16:45
Viðmiðin eru að vísu röng með því að birta atvinnuleysistölur. Það eina vitræna er að birta tölu þeirra sem eru í vinnu. Í gjörvallri Evrópu (á Íslandi líka) eru atvinnuleysistölur hreinlega rangar.... atvinnuþáttaka er mun meira upplýsandi.
Hversu margir ræðarar eru á bátnum og hversu margir farþegar... það er mælikvarðinn.
Reyndar er ég viss um að ESB kemur ekki vel út þeim samanburði heldur.
Haraldur Baldursson, 2.11.2009 kl. 22:43
Þakka þér Haraldur. Já það er alveg rétt að tölur um atvinnuleysi segja ekki allt.
Sem dæmi má nefna Holland.
Þar segja opinberar tölur okkur að atvinnuástand sé frekar gott. En í engu landi Evrópusambandsins var eins mikið af fólki í hlutastarfi eins og í Hollandi, samkvæmt seinustu tölum hagstofu ESB. Af öllum sem höfðu vinnu í Hollandi voru 46,8% í hlutastörfum árið 2004. Samkvæmt tölum OECD frá 2006 voru 66% kvenna í Hollandi í hlutastörfum sem gerir að verkum að fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi þegn í Hollandi var sá lægsti meðal allra landa OECD.
Árið 2006 vann hver lifandi Íslendingur að meðaltali um 1530 tíma árinu en hver Hollendingar vann aðeins 1007 tíma á því ári. Á sama ári voru hæstu jaðartekjuskattar láglaunafólks í Hollandi 55%, eða þeir fimmtu hæstu í 30 löndum OECD.
Þessi háa tíðni hlutastarfa gæti hugsanlega útskýrt þessar frekar lágu uppgefnar opinberar atvinnuleysistölur frá Hollandi undanfarin mörg ár.
Stærsti niðurskurður ríkisútgjalda í sögu Hollands mun verða að raunveruleika ef ríkisstjórn Jan Peter Balkenende fær að ráða. Forsætisráðherrann hefur boðað hvorki meira né minna en 20% niðurskurð á útgjöldum hollenska ríkisins, hækkun ellilífeyrisaldurs upp í 67 ár, niðurskurð á stuðningi ríkisins til fjölskyldna og heimila, takmörkun á fjölda innflytjenda og ættingjum þeirra til Hollands.
Þjóðarframleiðslu Hollands er spáð 5% samdrætti á þessu ári, 8% atvinnuleysi mun renna upp, skuldir ríkisins munu vaxa um 50% og verða 66% af þjóðarframleiðslu landsins.
Eitthvað meiriháttar hlýtur að vera að fyrst skera á niður útgjöld hollenska ríkisins um heil 20%. Þar að auki þarf Holland af gæta þess að brjóta ekki í bága við reglur myntbandalags Evrópusambandsins um að halli á rekstri ríkissjóðs megi ekki fara yfir 3%
En Holland er stundum notað sem dæm um hversu vel gengur fyrir litlum löndum í Evrópusambandinu - þ.e. á pappírnum
Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2009 kl. 10:30
Gunnar, góður punktur þetta með vinnustundafjöldann. Er þetta ekki eini raunhæfi mælikvarðinn ? 1530 á Íslandi á móti 1007 ! Sláandi.
Haraldur Baldursson, 3.11.2009 kl. 10:58
Já það er um að gera að kíkja á sem flestar hliðar Haraldur. En þetta með fjölda vinnustundirna á hvern þegn er heldur ekki einhlýtt. Ef allir vinna hjá riki & bæ þá verða allir fátækir alltaf (USSR).
Ef allir vinna margar vinnustundir í Brussel verðum við öll gjaldþrota. Ef það eru búni til mörg léleg störf og léleg afleidd störf þá verðum við líka fátæk.
Dæmi um lélegt afleitt starf: skattasérfræðingar
Ég bý ég í landi með svo flókna skattalöggjöf. Sem dæmi getur enginn lengur reiknað út sinn eigin skatt sjálfur. Fari málið fyrir dómstól skattaréttar þá er úrskurður og dómsniðurstaða háð því í hvaða landshluta-rétti málið er sótt. Skattalöggjöfin er orðin svo flókin og óskiljanleg að hún er orðin háð túlkun dómstóla í hverju skattamáli fyrir sig og í hvaða rétti fyrir sig => háð stað og stund. Réttraröryggið því er að hverfa og óvissan ræður.
Skattasérfræðingar stækka sem starfsgein. Afleiðing => ríkið vinnur við að brjóta rúður með því að framleiða léleg lög á færibandi - og skattasérfræðingar vinna við að gera við þær. Árangur: þú borgar => kostnaður þinn eykst => stærri og stærri hluti vinnuafls þjóðarinnar vinnur við að laga þær rúður sem ríkið brýtur => þjóðartekjur minnka =>samkeppnishæfni minnkar.
Þetta eru léleg störf og léleg afleidd störf og þau verða alltaf mest og flest í þeim þjóðfélögum sem alltaf vilja löggefa sig út úr öllum vandamálum => þjóðfélög sósíaldemókrata í ESB ! Skjaldborgir!
Svona lönd verða fátækari.
Það er t.d. ekki gott ef 3 persónur vinna við að hafa eftirlit með 2 persónum. Það er ekki gott að þjóðir séu orðnar það miklir aumingjar að það þurfi 4 sinnum fleir opinbera starfsmenn til að hugsa um sama fjölda fólks eins og þurfti árið 1960. Það getur bara varla verið rétt.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2009 kl. 11:26
Shit... voðaleg flækja er þetta !
Þá er spurningin hvort til eru mælikvarðar á fjölda vinnustunda í framleiðslugreinum ? En þar sem það er ekki heldur útslagsgefandi, þá þarf að vega þetta með vöruskiptajöfnuði,...en það segir þá ekki endilega allt í tilfelli landa eins og USA, sem eru sjálfum sér býsna næg...
Opinber störf segja ekki allt heldur, því sum staðar eru þeim sinnt hjá ríkinu og annars staðar hjá einkageiranum. Auk þess sem sum störf sem einkageirinn þjónar eru greidd af opinberum aðilum..
Þetta eru svo margir vektorara, að stjórnmálamenn geta hæglega falið sig bak við hvern þeirra háð því hvað þjónar þeim best hverju sinni....
Er það bara ég eða finnst ekki einhverjum vanta mikið upp á gegnsæi í þessu samfélagi ? Er ekki orðið býsna einfalt að fela kostnað í nafnlausum afkimum kerfisins ? Ég get ekki ímyndað mér að ESB minnki þá flækju...þvert á móti óttast ég að það verði ómögulegt fyrir dauðlega menn að greiða þá flækju í sundur...eins og dæmin sýna, þegar ekki er hægt að skila endurskoðuðum gögnum fyrir ESB.
Haraldur Baldursson, 3.11.2009 kl. 13:51
Lisbon stjórnarskráin í lélegri sáttmálagæru samþykkt, megi allar vættir forða okkur frá þessu hel-sambandi.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.