Miðvikudagur, 21. október 2009
Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað í Evrópu
Pólitískt myntbandalag drepur efnahag
Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað Evrópu á þvi gengi ($1,50) sem hún er á núna gagnvart dollar, segir Henri Guaino sem er hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Núna er það Kína sem leikur sér að piparmynt öldrunarhagkerfi myntbandalags Evrópusambandsins, evru.
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur hækkað um 15% frá því í mars. Þetta jafngildir 1% vaxtahækkun á hverjum ársfjórðungi í samtals 6 ársfjórðunga í röð. Þetta gerist í risavaxinni fjármála og efnahagskreppu á evrusvæðinu. Þetta gerist ekki á sólskinsdögum heldur í kreppu sem er banvæn fyrir hagvöxt og velmegun á landsvæði embættismanna Brussel. Það eru blessaðir Kínverjarnir sem leika sér með mynt Evrópusambandsins núna því þeir hafa hljóðlátlega smyglað sér inn undir lækkun Bandaríkjadals, pumpað upp gjaldeyrisforðann, notað hann til að kaupa upp skuldbréf á evrusvæði - og þar með hækkað gegni Brussel myntarinnar svo þeir sjálfir geti dælt vörum sínum inn á markað piparmyntarinnar. Kínverjar þora ekki að fella sitt eigið gengi af ótta við Bandaríkjamenn. Þeir eru nefnilega ekki í Brussel.
Meira franskbrauð
Utanríkisráðherra Frakklands, Christine Lagarde, segir að það sé óþolandi að evrusvæðið þurfi að borga fyrir óvirka tengingu kommúnistamyntar Kína við Bandaríkjadal (hún ætti sjálf að prófa tengingu myntar Lettlands, Eistlands, Litháen og Danmerkur við evruna!). Við viljum sterkan dollar, við höfum endurtekið það margoft við Bandaríkin, segir konan. Svona er þegar maður getur ekki skaffað sér brauðið sjálfur, þá kallar maður - við viljum meira franskbrauð, Jens!. Það kæmi sér vel núna fyrir Frakkland að hafa franska frankan og að hafa gengi.
Evrusvæðið og Japan eru núna bæði hágengismyntsvæði elliheimila sem geta ekki sjálf skaffað sér hagvöxt innanfrá í löndum sínum. Hann verður að koma utan frá því þeirra eigin neytendur eru orðnir eitthvað svo slappir. Vilja eftrispurn frá þér og sérstaklega frá þeim sem eiga bæði börn og peninga. Sviss stundar núna sjálft virka peningastjórnun því það stýrir mynt sinni ágætlega sjálft. Þetta gera þeir til að bægja frá verðhjöðnun. Svíþjóð er líka í gangi með virka peningastjórn eigin myntar og sama er að segja um Nýja Sjáland og Bretland.
The Extended Recession Mechanism - EMU/ERM
En evran haggast sem sagt ekki. Hún er föst uppi í skýjunum og getur ekki lent. Þess vegna flytur t.d. Airbus flugvélaframleiðsluna til Kína. Fyrir aðeins tveim árum var hluti framleiðslunnar fluttur til Bandaríkjanna. Þetta kalla ég burtflognar hænur og það er nóg af þeim hér á evrusvæðinu. Í gær drapst póstverslunin Quelle í Þýskalandi, 10.500 Þjóðverjar misstu þar vinnuna. Þetta heiðursfyrirtæki var stolt Þýskalands á undraverkaárum þýska hagkerfisins (áður en ESB varð til). Quelle var gott fyrirtæki, ég kynntist þeim lauslega á tímum mínum í fjarverslunarbransanum hér í Evrópu.
Þýskaland hefur hærri sársaukaþröskuld en önnur lönd myntbandalagsins. Þeir þola hátt gengi betur en aðrir. Það á betur við Þjóðverja en aðra að lækka kostnað og laun hjá sér, enda eru engin virk lágmarkslaun í Þýskalandi. En áframhald flugferðar evru ræðst af því hvað mönnum í gráum jakkafötum í Bundesbank Deutschland finnst um þetta mál. Það kæmi sér hreint ekki svo illa fyrir þá að sem flest fari á hausinn í hinum löndum evrusvæðis. Þá lagast til dæmis útflutningur frá Þýskalandi, fyrst Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa læst þá úti í bili. Það er svo gott að eiga einkaútflutningsmarkað. Mikið er það nú gott. En þeir geta samt ekki keppt við Ísland. Ekki á meðan krónan okkar kýlir vömb þeirra með þorskhausum og raflosti á góðu gengi.
X.25 one way
Danska krónan er því miður beintengd við piparmynt Brussel í gegnum lokaða one way X.25 símalínu fyrir stýrivaxtatilskipanir beint í æð danska peningakerfisins. Maður ýtir á takka í Brussel og þá hoppar seðlabanki Danmerkur í gírinn, eins og gangráður ESB á Íslandi hefur útskýrt fyrir okkur.
Hérna segir gamla þumalfingurreglan okkur að fyrir hver 3-4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar þá tapast 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá síður samkeppnishæfur við vörur frá öðrum löndum. Frá árinu 2001 hefur danska krónan hækkað óstjórnlega um 100% gagnvart Bandaríkjadal og er nú í allra hæstu hæðum. Það er ekki að undra að símsvara-seðlabanki dönsku krónunnar spái að atvinnuleysi í Danmörku muni fjórfaldast frá því sumarið 2008. En Danmörk hefur notið 4. lélegasta hagvaxtar allra OECD landa í þessu fastgengis faðmlagi við myntbandalag Evrópusambandsins, frá 1997 til 2007. Afleiðingin fyrir frændur okkar Dani hefur verið sú að landið þeirra hrapaði frá 6. sæti ríkustu þjóða heimsins niður í 12. sæti á listanum. En það er meira hér. OECD segir að Danmörk muni fá 4. lélegasta hagvöxt landanna frá 2011 til 2017 - þ.e. hrapa enn neðar á þessum lista. Já, Danmörk hrapar á meðan evran fer í tunglferð í loftbelg Brussel; Cepos | Euro at $1.50 is 'disaster' for Europe
Raunveruleikarnir
Eins og fæstir vita eru það mynt- gengis- ásamt peningastjórnunar-vandmálum sem eru og hafa verið helstu vandamál efnahagsstjórnunar og uppgufunar hagvaxtar á myntsvæði Evrópusambandsins síðustu 20 árin. Þetta myntsvæði er stundum nefnt evrusvæðið. Það á þessa nafngift fyllilega skilið.
Þessi mynt er líka óhæf sem alþjóðlegur gjaldmiðill samkvæmt áliti hagfræðinga; Jean Pisani-Ferry and Adam Posen
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Frábær grein hjá þér:)
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.10.2009 kl. 08:02
Kvitta og þakka fyrir mig!
Kári Harðarson, 21.10.2009 kl. 14:14
Ég þakka ykkur Adda og Kári kærlega fyrir innlitið.
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2009 kl. 19:48
Hressandi og upplýsandi færsla að venju.
Hvað myndi gerast ef Danir tækju upp danska krónu? Alvöru danska krónu fyrir Dani, en ekki evru þýdda á dönsku eins og núna. Ef þeir lokuðu símsvara-seðlabankanum og færu að ráð sér sjálfir.
Myndi hagur Danaveldis vænkast? Líklega. En hvers vegna gera þeir það ekki? Verða menn svona framtakslausir eftir langa veru í ESB eða eru þeir hræddir um að strákarnir í Brussel verði reiðir? Mér finnst ótrúlegt að Danir séu sáttir við að síga svona niðurávið árum saman.
Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 21:43
Þakka þér fyrir Haraldur. Þetta eru góðar spurningar.
Hvað myndi gerast? Það sem myndi gerast er að opinbera sudo_hagfræði_elítu_klíku_krkja Danmerkur myndi rísa upp á halann og upp hringja öllum bjöllum. Hún myndi vara STÓRKOSTLEGA við því að skipin sem áttu að finna Ísland á sínum tíma myndu nokkurntíma legga frá bryggju í Noregi. Þessi elíta myndi nota sömu rök og núveandi ríkisstjórn Íslands notar, enda er sú ríkisstjórn eins og skip sem var sökkt af ótta við að það myndi sökkva hvort sem væri ef kastað væri köðlum og stímið fyrir alvöru sett á að finna Ísland. Duft og gjall er hún því á sjávarbotni við bryggjur Noregs þessi ríkisstjórn. Þessi ríkisstjón veit ekki ennþá að Ísland er til, hún þorði ekki að gá að því, enda gungur, druslur og aumingjar sem stýra sokkinni kænunni. Hún er sem draugaskipið Flúgandi Hollendignur S/V
Sagan
Danir hafa enga hefð fyrir því að vera með frjálst fljótandi mynt. Þetta er ekki stefna sem seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið. Þetta hefur alltaf verið ákveðið af stjórnmálamönnum. En staðreyndin er hinsvegar sú að þetta veðmál stjórnmálamanna Danmerkur hefur alltaf beiðið skipbrot með reglulegu millibili. Allt það sem Danir hafa bundið mynt sína við hefur nefnilega hrunið:
Það eina sem á eftir að hrynja núna er EMU
Danmörk hefur aðeins gert tilraunir með fljótandi krónu á stuttu tímabili undir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þetta er alls ekki hagfræðilegt mat hjá Dönum. Þetta hefur alltaf verið pólitískt ákveðið og alltaf var tekið var sérstakt tillit til mikils útflutnings landbúnaðar.
Þetta hefur ekki fært Danmörku neina kosti eða neitt ríkidæmi því Danmörk er - eins og ég hef bent á - að hrapa neðar og neðar á lista ríkustu landa OECD. Veran í EMU hefur ekki fært Danmörku neitt mikið meira er massíft atvinnuleysi áratugum saman og einn lélegasta samanlagða hagvöxt í OECD síðustu 10 árin.
Nýlega lagði yfirhagfræðingur Danske Bank til að bindingin við evru yðri rofin, að þetta gengi ekki lengur þessi fastgengisstefna. Það lá við að maðurinn yrði hengdur opinberlega fyrir Guðlast. Þetta eru trúarbrögð í Danmörku. Hrein trúarbrögð og ekkert annað.
Rödd út úr myrkinu
Nýlega birti hugveitan Ny Agenda rannsókn á peningastefnu Danmerkur. Þar segir meðal annars:
[ "Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku.
Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.
Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum. Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar.
En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu.
Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008." ]
Sjá (Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU)
Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2009 kl. 07:11
Bestu þakkir. Ég var nú ekki að fara fram á ritgerð, en þetta er alvöru svar.
Þegar pólitík breytist í trúarbrögð er fátt um varnir, enda menn þá búnir að taka sér skotleyfi á skynsemina. Hér á Íslandi hefur einn svona fjölþjóða sértrúarsöfnuður náð að bora sig inn í þjóðarsálina. Íslenska deildin heitir Samfylking og erkiklerkurinn heitir Gordon Brown.
Haraldur Hansson, 22.10.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.