Leita í fréttum mbl.is

Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað í Evrópu

Þýska skipafélag Evrópusambandsins 

Pólitískt myntbandalag drepur efnahag

Evran er stórslys fyrir efnahag og iðnað Evrópu á þvi gengi ($1,50) sem hún er á núna gagnvart dollar, segir Henri Guaino sem er hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Núna er það Kína sem leikur sér að piparmynt öldrunarhagkerfi myntbandalags Evrópusambandsins, evru.

Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur hækkað um 15% frá því í mars. Þetta jafngildir 1% vaxtahækkun á hverjum ársfjórðungi í samtals 6 ársfjórðunga í röð. Þetta gerist í risavaxinni fjármála og efnahagskreppu á evrusvæðinu. Þetta gerist ekki á sólskinsdögum heldur í kreppu sem er banvæn fyrir hagvöxt og velmegun á landsvæði embættismanna Brussel. Það eru blessaðir Kínverjarnir sem leika sér með mynt Evrópusambandsins núna því þeir hafa hljóðlátlega smyglað sér inn undir lækkun Bandaríkjadals, pumpað upp gjaldeyrisforðann, notað hann til að kaupa upp skuldbréf á evrusvæði - og þar með hækkað gegni Brussel myntarinnar svo þeir sjálfir geti dælt vörum sínum inn á markað piparmyntarinnar. Kínverjar þora ekki að fella sitt eigið gengi af ótta við Bandaríkjamenn. Þeir eru nefnilega ekki í Brussel.

Meira franskbrauð 

Utanríkisráðherra Frakklands, Christine Lagarde, segir að það sé óþolandi að evrusvæðið þurfi að borga fyrir “óvirka tengingu” kommúnistamyntar Kína við Bandaríkjadal (hún ætti sjálf að prófa tengingu myntar Lettlands, Eistlands, Litháen og Danmerkur við evruna!). “Við viljum sterkan dollar, við höfum endurtekið það margoft við Bandaríkin”, segir konan. Svona er þegar maður getur ekki skaffað sér brauðið sjálfur, þá kallar maður - “við viljum meira franskbrauð, Jens!”. Það kæmi sér vel núna fyrir Frakkland að hafa franska frankan og að hafa gengi. 

Evrusvæðið og Japan eru núna bæði hágengismyntsvæði elliheimila sem geta ekki sjálf skaffað sér hagvöxt innanfrá í löndum sínum. Hann verður að koma utan frá því þeirra eigin neytendur eru orðnir eitthvað svo slappir. Vilja eftrispurn frá þér og sérstaklega frá þeim sem eiga bæði börn og peninga. Sviss stundar núna sjálft virka peningastjórnun því það stýrir mynt sinni ágætlega sjálft. Þetta gera þeir til að bægja frá verðhjöðnun. Svíþjóð er líka í gangi með virka peningastjórn eigin myntar og sama er að segja um Nýja Sjáland og Bretland.

The Extended Recession Mechanism - EMU/ERM 

En evran haggast sem sagt ekki. Hún er föst uppi í skýjunum og getur ekki lent. Þess vegna flytur t.d. Airbus flugvélaframleiðsluna til Kína. Fyrir aðeins tveim árum var hluti framleiðslunnar fluttur til Bandaríkjanna. Þetta kalla ég burtflognar hænur og það er nóg af þeim hér á evrusvæðinu. Í gær drapst póstverslunin Quelle í Þýskalandi, 10.500 Þjóðverjar misstu þar vinnuna. Þetta heiðursfyrirtæki var stolt Þýskalands á undraverkaárum þýska hagkerfisins (áður en ESB varð til). Quelle var gott fyrirtæki, ég kynntist þeim lauslega á tímum mínum í fjarverslunarbransanum hér í Evrópu.

Þýskaland hefur hærri sársaukaþröskuld en önnur lönd myntbandalagsins. Þeir þola hátt gengi betur en aðrir. Það á betur við Þjóðverja en aðra að lækka kostnað og laun hjá sér, enda eru engin virk lágmarkslaun í Þýskalandi. En áframhald flugferðar evru ræðst af því hvað mönnum í gráum jakkafötum í Bundesbank Deutschland finnst um þetta mál. Það kæmi sér hreint ekki svo illa fyrir þá að sem flest fari á hausinn í “hinum löndum” evrusvæðis. Þá lagast til dæmis útflutningur frá Þýskalandi, fyrst Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa læst þá úti í bili. Það er svo gott að eiga einkaútflutningsmarkað. Mikið er það nú gott. En þeir geta samt ekki keppt við Ísland. Ekki á meðan krónan okkar kýlir vömb þeirra með þorskhausum og raflosti á góðu gengi.

X.25 one way

Danska krónan er því miður beintengd við piparmynt Brussel í gegnum lokaða one way X.25 símalínu fyrir stýrivaxtatilskipanir beint í æð danska peningakerfisins. Maður ýtir á takka í Brussel og þá hoppar seðlabanki Danmerkur í gírinn, eins og gangráður ESB á Íslandi hefur útskýrt fyrir okkur.

Hérna segir gamla þumalfingurreglan okkur að fyrir hver 3-4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar þá tapast 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá síður samkeppnishæfur við vörur frá öðrum löndum. Frá árinu 2001 hefur danska krónan hækkað óstjórnlega um 100% gagnvart Bandaríkjadal og er nú í allra hæstu hæðum. Það er ekki að undra að símsvara-seðlabanki dönsku krónunnar spái að atvinnuleysi í Danmörku muni fjórfaldast frá því sumarið 2008. En Danmörk hefur notið 4. lélegasta hagvaxtar allra OECD landa í þessu fastgengis faðmlagi við myntbandalag Evrópusambandsins, frá 1997 til 2007. Afleiðingin fyrir frændur okkar Dani hefur verið sú að landið þeirra hrapaði frá 6. sæti ríkustu þjóða heimsins niður í 12. sæti á listanum. En það er meira hér. OECD segir að Danmörk muni fá 4. lélegasta hagvöxt landanna frá 2011 til 2017 - þ.e. hrapa enn neðar á þessum lista. Já, Danmörk hrapar á meðan evran fer í tunglferð í loftbelg Brussel; Cepos | Euro at $1.50 is 'disaster' for Europe 

Raunveruleikarnir 

Eins og fæstir vita eru það mynt- gengis- ásamt peningastjórnunar-vandmálum sem eru og hafa verið helstu vandamál efnahagsstjórnunar og uppgufunar hagvaxtar á myntsvæði Evrópusambandsins síðustu 20 árin. Þetta myntsvæði er stundum nefnt evrusvæðið. Það á þessa nafngift fyllilega skilið.

Þessi mynt er líka óhæf sem alþjóðlegur gjaldmiðill samkvæmt áliti hagfræðinga; Jean Pisani-Ferry and Adam Posen

Fyrri færsla

Tengt efni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Frábær grein hjá þér:)

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.10.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Kári Harðarson

Kvitta og þakka fyrir mig!

Kári Harðarson, 21.10.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur Adda og Kári kærlega fyrir innlitið.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Hressandi og upplýsandi færsla að venju.

Hvað myndi gerast ef Danir tækju upp danska krónu? Alvöru danska krónu fyrir Dani, en ekki evru þýdda á dönsku eins og núna. Ef þeir lokuðu símsvara-seðlabankanum og færu að ráð sér sjálfir.

Myndi hagur Danaveldis vænkast? Líklega. En hvers vegna gera þeir það ekki? Verða menn svona framtakslausir eftir langa veru í ESB eða eru þeir hræddir um að strákarnir í Brussel verði reiðir? Mér finnst ótrúlegt að Danir séu sáttir við að síga svona niðurávið árum saman.

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Haraldur. Þetta eru góðar spurningar.  

Hvað myndi gerast? Það sem myndi gerast er að opinbera sudo_hagfræði_elítu_klíku_krkja Danmerkur myndi rísa upp á halann og upp hringja öllum bjöllum. Hún myndi vara STÓRKOSTLEGA við því að skipin sem áttu að finna Ísland á sínum tíma myndu nokkurntíma legga frá bryggju í Noregi. Þessi elíta myndi nota sömu rök og núveandi ríkisstjórn Íslands notar, enda er sú ríkisstjórn eins og skip sem var sökkt af ótta við að það myndi sökkva hvort sem væri ef kastað væri köðlum og stímið fyrir alvöru sett á að finna Ísland. Duft og gjall er hún því á sjávarbotni við bryggjur Noregs þessi ríkisstjórn. Þessi ríkisstjón veit ekki ennþá að Ísland er til, hún þorði ekki að gá að því, enda gungur, druslur og aumingjar sem stýra sokkinni kænunni. Hún er sem draugaskipið Flúgandi Hollendignur S/V     

Sagan 

Danir hafa enga hefð fyrir því að vera með frjálst fljótandi mynt. Þetta er ekki stefna sem seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið. Þetta hefur alltaf verið ákveðið af stjórnmálamönnum. En staðreyndin er hinsvegar sú að þetta veðmál stjórnmálamanna Danmerkur hefur alltaf beiðið skipbrot með reglulegu millibili. Allt það sem Danir hafa bundið mynt sína við hefur nefnilega hrunið:

  1. Silfurmyntfóturinn frá 1838 hundi
  2. Gullmyntfóturinn frá 1873 hrundi
  3. Alþjóðlegi gullfóturinn hrundi í kreppunni 1930
  4. Fastgengi við Pundið hrundi 
  5. Bretton Woods hrundi í byrjun 1970
  6. EMS hrundi 1992

Það eina sem á eftir að hrynja núna er EMU

Danmörk hefur aðeins gert tilraunir með fljótandi krónu á stuttu tímabili undir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þetta er alls ekki hagfræðilegt mat hjá Dönum. Þetta hefur alltaf verið pólitískt ákveðið og alltaf var tekið var sérstakt tillit til mikils útflutnings landbúnaðar.

Þetta hefur ekki fært Danmörku neina kosti eða neitt ríkidæmi því Danmörk er - eins og ég hef bent á - að hrapa neðar og neðar á lista ríkustu landa OECD. Veran í EMU hefur ekki fært Danmörku neitt mikið meira er massíft atvinnuleysi áratugum saman og einn lélegasta samanlagða hagvöxt í OECD síðustu 10 árin.

Nýlega lagði yfirhagfræðingur Danske Bank til að bindingin við evru yðri rofin, að þetta gengi ekki lengur þessi fastgengisstefna. Það lá við að maðurinn yrði hengdur opinberlega fyrir Guðlast. Þetta eru trúarbrögð í Danmörku. Hrein trúarbrögð og ekkert annað. 

Rödd út úr myrkinu 

Nýlega birti hugveitan Ny Agenda rannsókn á peningastefnu Danmerkur. Þar segir meðal annars:

[ "Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku.

Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.

Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum. Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar.

En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu.

Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008." ]

Sjá (Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU

 
 
Veruleika firring 
 
Þeis sem skilja ekki hvaða áhrif þessi binding hefur haft á Danskan efnahag ættu að skoða eftirfarandi mynd. Hún sýnir hvernig stýrivextir voru úr öllu samhengi við verðbólgu í mörg mörg ár hér í Danmörku og hvaða áhrif þetta hafði á atvinnuleysið. Það var hein kvöl að stunda atvinnurekstur unidr þesum stóra terror hér í Danmörku. Það er mitt álit að þessi binding hafi eyðilagt efnahag Danmerkur til frambúaðr. Sjá nánari lýsingu hér: Seðlabankinn og þjóðfélagið
 
Mynd
 
 
Stýrivextir, vrðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008;

 
 
 
Hafið hann góðan daginn
og látið sem flest af því rætast sem hjaratð segir ykkur - og skila GRÓÐA !
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2009 kl. 07:11

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Bestu þakkir. Ég var nú ekki að fara fram á ritgerð, en þetta er alvöru svar.

Þegar pólitík breytist í trúarbrögð er fátt um varnir, enda menn þá búnir að taka sér skotleyfi á skynsemina. Hér á Íslandi hefur einn svona fjölþjóða sértrúarsöfnuður náð að bora sig inn í þjóðarsálina. Íslenska deildin heitir Samfylking og erkiklerkurinn heitir Gordon Brown. 

Haraldur Hansson, 22.10.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband