Leita í fréttum mbl.is

Kosninga-ekki-þátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins í sumar endaði á 57% ekki-þáttöku kjósenda

Úr glugganum í viku 42 

Fimmtudagur 15. október 2009 

Kosningaþátttaka í heild til Evrópuþingsins, frá 1979

Kosningaþátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins í sumar endaði á 43% þáttöku kjósenda á þessu 500 milljón manna landsvæði embættismanna sambandsins. Þetta er lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi. Kosningaþátttaka í 18 af 27 löndum ESB var undir 50% og í 11 löndum var hún minni en 40%. Aðeins 19,6% íbúa Slóvakíu sáu ástæðu til að reyna að hafa áhrif á gang mála í ESB með því að kjósa. Í Lettlandi var kosningaþátttakan svo mikil sem 21%. Aðeins 24,5% íbúa í 38 milljón manna þjóðríki Póllands notfærðu sér kosningarétt sinn. Í aðeins 4 af 27 löndum ESB var kosningaþátttaka yfir 60%. Í Frakklandi kusu um 40% kjósenda. Það er lélegasta kosningaþátttaka þar frá upphafi. Um 43% Þjóðverja mættu á kjörstað og köstuðu atkvæði. Það er rétt tæplega lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi þar í landi. Í Danmörku tókst að hækka kosningaþátttöku töluvert með því að láta kjósa samtímis um málefni dönsku konungsfjölskyldunnar, því þá mættu mun fleiri kjósendur á kjörstað en ella hefði orðið.

Úrslit þessara kosninga í öllum 27 löndum ESB voru tekin góð og gild af embættismönum sambandsins. Embættismenn Evrópusambandsins munu ekki fara fram á nýjar kosningar því það var hvort sem er engin stjórnarandstaða í boði sem hægt var að kasta atkvæði sínu á. Lítið var því í húfi fyrir embættismenn sambandsins hér. Ekkert meira hefði unnist fyrir þá með því að kalla kjósendur á ný inn í kosningabúrin eins og gert var á Írlandi þegar kosið var aftur um hvort færa ætti enn meiri völd yfir til embættismanna ESB í Brussel eða ekki. Þetta gerðist eftir misheppnuð kosningaúrslit þar í landi á síðasta ári. Þá kom "nei" út úr þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrá embættismanna ESB yfir Írum, því urðu Írar að kjósa aftur. Engir embættismenn Evrópusambandsins voru kosnir að þessu sinni og hafa heldur aldrei verið kosnir af neinum neinsstaðar í 27 löndum ESB; Þing ESB  

Össur Skarphéðinssson

Samkvæmt utanríkisráðherra stjórnmálaflokksins Samfylkingar á Íslandi, herra Össuri Skarphéðinssyni, er hlutverk Evrópusambandsins þetta: “Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim”Morgunblaðið

 

Fleiri stuttar fréttir í glugganum 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Maður skilur Össur vitanlega afskaplega vel. Honum finnst þetta vafalítið ansi mikið ómak að drusla sig til og fara í kosningabaráttu á nokkurra ára fresti. Væri ekki mun þægilegra að fá starf í Brussel, skattfrítt starf það er að sejga, enda ekki leggjandi á mektarmenn eins og Össur mikið lengur að taka þátt í samneyslunni.

Það óska ég að íslendingar beri gæfu til að halda haus og láta ekki síbykju áróðursins fyrir ESB vinna á sér. Áróðursmaskínan á eftir að skipta upp um nokkra gíra að beita síharðnandi hræðsu- og konfektmolaaðferðum til að lokka okkur inn í bílinn með sér.
Munum það nú að við eigum ekki að fara upp í bíl hjá ókunnugum, jafnvel þó þeir bjóði okkur nammi....

Haraldur Baldursson, 16.10.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta heitir að búa til kerfi um sjálfan sig. Öll slík kerfi enda með uppreisn alþýðunnar, sagan segir það og undan því verður ekki komist. Einungis spurning um tíma.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.10.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Grein um ekki-kosningar er viðeigandi að "skreyta" með mynd af Össuri. Í vor fór hann, sem ekki-ráðherra til Möltu. Skrapp í frí. Þar breyttist hann í ráðherra og fór að leita stuðnings við þingsályktun sem ekki var búið að leggja fram: Um aðildarumsókn að esb.

Hann var ekki ekki-ráðherra þegar hann fór að bulla í Svíþjóð. Sagði að Íslendingar hefðu kosið um öryggis- og varnarmál í kosningunum í apríl. Man einhver eftir því? Nei, ekki ég heldur. En Össur sagði að af því að ameríski herinn hvarf hafi Íslendingar ákveðið að sækja um inngöngu i esb. Kosið um það. Já, það toppar enginn bullið í Össuri.

Einu sinni kenndi hann mér líffræði. Hann var skemmtilegur og vinsæll kennari, en það er lítið gagn af því, núna 30 árum seinna, í pólitík. Hann er eflaust klár í líffræði, en það er móðgun við fullorðið fólk að hann skuli eiga sæti í ríkisstjórn. Eða á maður að segja ekki-stjórn? Burt með'ann og kratana alla.

Haraldur Hansson, 17.10.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innleggin

Mér og fleirum finnst nú "konfektmola áhrifin" vera farin að verða ansi dýru verði keypt:

1) Þýskaland er núna á sínum týnda japanska áratug númer tvö og hraðast vaxandi elliheimili heimsins

2) Spánn er að springa í loft upp 

3) Ítalía er að verða efnahagsleg múmía og grafreitur

4) Portúgal, hvað er nú það? 

5) Írland er frosið fast og mun ekki þiðna í bráð

6) Austur-Evrópa er geld, fátæk og mun aldrei komast til efna

7) Eystrasaltsríkin eru á barmi örvæntingar

8) Bretland er eins og það er, í stórum vandræðum  

ESB mun enda sem heit kartafla sem enginn vill halda á lengur. En enginn getur þó hent henni frá sér því löndin eru límd föst við djásnið og komast ekki undan. Evran innsiglar svo allar útgönguleiðir, exit er lokað. Þú verður að rotna saman með kartöflunni þarna inn í horninu sem þú málaðir þinn inni í. 

Þetta verður svona 

þ.e. eitthvað í líkingu við það sem einn ákafasti evru-áhugamaður heimsins segir hér; Wolfgang Münchau

(2) My second prediction is that the stability and growth pact, the only effective tool of policy co-ordination at present – will lose its purpose, and will be increasingly superseded by national policies.

Þýðing: evran var ekki hönnuð til að geta þrifist sem sameignleg mynt á meðal sjálfstæðra þjóða. Hún gerði alltaf ráð fyrir sameiginlegum fjárlögum United States of Europe.

(3) My third prediction is that, the Lisbon Agenda notwithstanding, Europe will not return to the rates of economic growth that prevailed before the crisis. Most member states of the euro area still struggle to confront the post-industrial age. Countries like Germany and Italy still cling on to outmoded export-based industrial models. Spain has still not yet found a viable alternative to a model in which economic growth became a by-product of huge real estate price increases. My own guess is that the euro area’s future potential growth may not be much higher than 1 to 1.5%, which compares with estimates of 2-2.5% previously.

Þýðing: Lissabon 2000 markmið ESB voru bara munnvatn blómaskreytingarmanna frá Brussel. Evran drepur hagvöxt því hún krefst United States of Europe með sameiginlegum fjárlögum. Bless hagvöxtur og velmegun um alla tíð.

(4) My fourth and final prediction is that in such an environment, the future of the euro area will remain in doubt. I am not saying that the euro area will collapse. It would probably not be in any member state’s interest to quit the euro area and adopt a national currency. But the big risk is not so much break-up, but mayhem. The euro area may enter into a permanent semi-depression, not quite bad enough to force countries out, but sufficient bad to lead to very negative economic consequences that remain unsolved.

So when we fail to co-ordinate policy, or accept the principle of a genuine European regulation and supervison for the banking sector, and continue to make a living by exporting more than importing, we will get deeper and deeper into trouble. During the first ten years of the euro, we lived in the hope that the next crisis would sort everything out. It did not. Perhaps the next crisis will bring the much needed changes. I doubt it. Something will have to give in the long run. We will either have to sacrifice the supremacy of national policy, economic growth and prosperity, or the euro itself. Ten years ago, I would have been certain that we would have sacrificed national supremacy. Today, I am certain that it will be one of the other two.

Þýðing: öngþveiti og upplausn (mayhem) aðgerðarleysi og apati. Ekkert verður gert. AIDS Eurosclerosis sjúkdómsins mun smá saman gera útaf við sjúklinginn (lönd Evrópusambandsins)

En meðan á öllu þessu stendur munu embættismenn sambandsins hugga sig og skemmta sér vel, eða svo lengi sem peningar berast ofaní seðlaveski þeirra.

Fátæktin mun svo sverfa að og þá hefst nýr ófriður í Evrópu.

Slóð: A crisis wasted 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2009 kl. 18:53

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Finnst þetta hin besta lesning og mjög fróðleg en verð þó að segja að þýðingin hjá þér er annsi skorinort, í besta falli.

Er ósammála þér með lið númer sex, gott orð og góðar gæftur af þessu orði en miðað við útflutning okkar af fiski þá er austurhlutinn sá eini sem sækir á. Hitt, þ.e. vesturhlutinn, er mikið til staðnaður og hefur verið lengi.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið Sindri. Það hefði frekar átti að standa "meining" en ekki "þýðing". Það er 25 ára vera mín á erlendu tungumáli sem hleypur hér með mig. Málvilla.

Austur-Evrópa mun aldrei ná því ríkidæmi sem núna er tímabundið viðloðandi í sumstaðar Vestur Evrópu. Þeir hafa einfaldlega ekkert ungt ekki fólk til þess. Þar fer fram einskonar demógrafískt sjálfsmorð fólksmassans sem einungis er hægt að bera saman við þá sjálfsútrýmingu sem fram fer í Rússlandi núna. Fólk er undirstaða hagkerfanna og það fæðist ekkert af því neins staðar í Austur Evrópu.

Svo þegar ESB-menn tala um "stöðugleika og sjálfbærni" þá er það háðung og tær sjálfsmótsögn þegar að ESB kemur.

Án ungs fólks verður enginn hagvöxtur fram yfir það sem er þegar vissu grunn tilverustigi hefur verið er náð en þá byrjar kostnaðurinn við elliheimilið að verða óviðráðanlegur.    

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2009 kl. 00:58

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fulltrúaþingið er afgreiðslustofnum til löggildingar ákvörðunum stofnakerfis EU og ekki skrítið að þjóðir sem hafa búið sýndarlýðræði í gegnum aldirnar mæti í kosningar þegar það skiptir engu máli fyrir persónulega afkomu þeirra.

Júlíus Björnsson, 18.10.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gunnar eftir þessa lesingu vaknar spurningin: verður hægt að halda Evrunni mikið lengur ? Og ef ekki....er þá ekki um tikkandi tímasprengju að ræða ? Ef Ítalía, Spánn, Portúgal, Írland, Grikkland,... nánast allir nema Þýskland og Frakkland taka upp sína mynt, munu þau horfa á gríðarlegt verðfall síns gjaldmiðils...en ekki bara það Þýskaland og Frakkland yrðu umkringd af löndum sem væru miklu samkeppnisfærari (verðlega) í sínum útflutningi og myndu skapa mikið atvinnuleysi í Þ+F. Ofan á allt saman er hæpið fyrir stórfyrirtæki að hægt sé að verja það að fjárfesta í löndum sem ekki eru að viðhalda mannfjöldanum...þ.e. löndum með markað sem óhjákvæmilega er að hrynja.
Skoðað í þessu samhengi : HVAÐ ERUM VIÐ AÐ VILJA ÞARNA INN ?

Haraldur Baldursson, 18.10.2009 kl. 15:35

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Júlíus, þakka þér fyrir innleggið.

Það er mikill misskilningur að halda að ESB hafi ekki áhrif á "persónulega afkomu" kjósenda. Ég vildi svo óska að þú hefðir rétt fyirr þér, en svo er bara ekki. ESB stýrir öllu þínu lífi, meira eða minna, frá því þú ferð á fætur og þar til þú leggst til hvílu á hvejrum degi og einnig á meðan þú sefur.

En það er hinsvegar alveg hárrétt hjá þér að þetta er í besta falli sýndarlýðræði - en þó í sannara falli, ríki einræðis (dictatorship).

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2009 kl. 16:23

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Haraldur takk fyrir

Að halda evrunni? Þetta er alls ekki spursmál um hvort það sé hægt að halda henni. Hinn dapurlegi sannleikur er sá að það er ekki hægt að losna við hana. Það er engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs. Þú veður að drepast saman með henni. 

Japanska yenið er ónýt mynt fyrir Japani. En þeir komast bara ekki út úr yeninu því það er alþjóðlegur gjaldmiðill. Því hafa þeir rætt möguleikann á að innleiða aðra mynt í Japan. Mynt sem væri bara notuð þar innanlands.

Einnig hefur verið ræddur möguleikinn á að banna seðla og myntir í umferð og setja 2% neikvæða vexti á innistæður í Japan. Svona er það að vera elliheimili. Að skapa efturspurn og hagvöxt á elliheimilum er ógerningur. Að skapa ávxötun fyrir innistæður og eignir íbúa elliheimila er ógernigur. Það er þatta sem bíður evrusvæðisins: Mayhem eins og Wolfgángur bendir þarna á í góðri grein sinni hér að ofan.  

Það verður ekkert gert í málinu Haraldur. Ekkert. Skipið mun sökkva smá saman og svo mun allt springa í tætlur í orgíu fátæktar og vonleysis.  Það er ekki hægt að yfirgefa þetta sökkvandi skip. Engin leið út aftur. Við vitum svo öll hvað mun taka við af vonleysi og vanmætti þjóðanna.   

Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd

Ný útópía er í smíðum í Evrópu. Einu sinni enn.  

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2009 kl. 16:41

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gunnar undaskilið á að vera afkomu á mælikvarða kjósenda m.ö.o. til bættri lífskjara m.t.t. gæða.

Afgreiðslustofnunin afgreiðir í samræmi við vilja hæfs meirihluta. Það mun vera á eigin ábyrgð þeirra efnahagslögsögu með ætlar að hindra stöðugan meirihluta. Afgreiðslustofnunin sjálf skiptir engu máli hefur engin áhrif. Þetta er ekki alþingi eins og það var skilgreint 1948.

EU hefur áhrif til ódýrara viðurværis  80%-90% þegnanna í framkvæmd til langframa eins og er sannast betur og betur með hverjum degi.

Júlíus Björnsson, 18.10.2009 kl. 18:36

12 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Þakka þér fyrir frábærar greinar um frammistöðu Evrópubandalagsins, Gunnar. Eins og þú væntanlega veizt, skara þeir þar fram úr okkur í atvinnuleysi, á sjálfu hinu háheilaga evrusvæði er 33,33% meira atvinnuleysi en á hinu illa stadda Íslandi.

Kristin stjórnmálasamtök, 20.10.2009 kl. 17:39

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var óvart loggaður inn á Krist-blogginu, en þetta var frá mér!

Jón Valur Jensson, 20.10.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband