Miðvikudagur, 7. október 2009
Valdis Dombrovskis forsætisráðherra Lettlands herðir þumalskrúfurnar á AGS og ESB
Úr glugganum í viku 41
Miðvikudagur 7. október 2009
Valdis Dombrovskis forsætisráðherra Lettlands er samkvæmt heimildum BBN í gangi með lagabreytingu sem á að takmarka aðgang lánadrottna (sem að mestu eru erlendir bankar) að eignum húnsæðislántakenda í Lettlandi sem eru umfram þá fasteign sem veðsett er fyrir lánunum. Ef þetta verður mun það þýða að bankar munu ekki geta gengið að eignum lántakenda umfram þá fasteign sem veðlánin hvíla á. Þetta er að sögn Lars Christensen hjá Danske Bank ákveðinn mótleikur gegn þeim mikla þrýstingi sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið beitir ríkisstjórn Lettlands, því þetta mun þýða mikil töp fyrir þá erlendu banka sem stóðu fyrr um 80-90% af útlánum í Lettlandi síðustu mörg árin - þ.e. skyldi landið neyðast til að fella gengi lats gagnvart evru. Valdis stillir hér með þumalskrúfurnar á AGS og ESB á snaraukinn þrýsting. Þetta er meira en hægt er að segja um baráttuvilja og ákveðni vissrar ríkisstjórnar sem núna situr lömuð í hræðslubúri miklu norðar og hugsanlega einnig neðar í plánetu okkar; BBN | Børsen
Hagstofa Finnlands tilkynnti í morgun að þjóðarframleiðsla Finnlands féll um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð á síðasta ári og um 1,5% frá því í júní á þessu ári. Myndin (hagstofa Finnlands) sýnir þróunina mánuð fyrir mánuð á milli ára (YoY). Samdrátturinn virðist því halda áfram í Finnlandi svo ekki er ólíklegt að spá seðlabanka Finnlands um 7,2% samdrátt á þessu ári muni standast. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland í síðustu viku. Þar spáði seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011; Hagstofa Finnlands
Þriðjudagur 6. október 2009
Danmörk mun ekki uppfylla inntökuskilyrðin inn í myntbandalag Evrópusambandsins næstu árin og því telur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra litlar líkur á að það gagni neitt í bráð að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu [já eina ferðina enn!] um það sem Danir sögðu nei við árið 2000. Þá sögðu Danir nei við því að skipta dönsku krónunni út með evrum. Tapið á ríkisfjármálarekstri landsins verður einfaldlega of stórt. Danmörk er því ekki velkomin í evruregluna núna; DI | tengt efni; Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 1387420
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Tvær fyrri fréttirnar vöktu einmitt athygli mína í dag og fannst önnur geta verið fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórn Íslands. Vandi Finna (Letta og Íra) sýnir aftur að jafnvel í skjóli ESB lenda menn í snörpum stormum.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 18:05
Sæll Marinó og takk fyrir innlitið
Já þetta er ekki beint glæsilegt það sem af er árinu. Dapurleg vígstaða í Evru-Víetnam styrjöldinni fyrir botni Eystrasalts og þar með er talið sjálft Finnland. Ekki lekur heldur gullið út úr vélarúmi ESB þ.e. sjálfu Þýskalandi. Mér sýnist nú að þessi svokallaða ESB-vél sé að bræða gersamlega úr sér. Ekkert meiriháttar hagkerfi í heiminum mun fá þvílíka útreið eins og Þýskaland mun fá - nema náttúrlega elliheimilið Japan. En Japan var nú reyndar liðið lík áður en kreppan skall á og verður það næstu 180 árin
breyting
það var sem sagt það
Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2009 kl. 18:31
Ég hef verið efins um tilgang þess að ganga í ESB. Vissulega er það ein stór ástæða eða gulrót, sem er evran, en hinar ströngu kröfur, sem eru settar um efnahagslegan stöðugleika áður en kemur að upptöku hennar, eru slíkar að hvaða ríki sem á annað borð uppfylir skilyrðin ætti að geta haldið úti sínum eigin gjaldmiðli. Þess vegna hef ég sagt: Hvernig væri að setja þá stefnu fyrst að uppfylla skilyrðin hvað svo sem aðildarumsókn líður, og síðan taka ákvörðun um framhaldið þegar því markmiði er náð.
Ég líki þessu við það sem ég er að fást við, þ.e. að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu stjórnkerfa upplýsingaöryggis og stjórnkerfi rekstrarsamfellu samkvæmt tveimur alþjóða stöðlum. Mér finnst það ekki skipta megin máli hvort vottun fáist, heldur að uppfylla kröfur staðlanna. Innleiðingin á jú að vera af innri ástæðum, þ.e. til hagsbóta fyrir fyrirtækin, en ekki bara vegna þess að staðallinn gerir kröfuna. Síðan þegar menn eru orðnir sæmilega vissir um að þeir nái að uppfylla viðkomandi staðal, þá er hægt að taka endanlega ákvörðun um vottun eða ekki. Árangurinn getur nefnilega verið alveg jafngóður fyrir rekstur fyrirtækisins hvort vottun fæst eða ekki. Vottunin hefur það þó fram yfir að menn fá alþjóðlega viðurkenningu, sem annars fengist ekki.
Það segir líka í góðri bók, að maður eigi að útrýma metnaðargirni, en starfa samt eins og þeir sem metnaðargjarnir eru.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 20:11
Athyglisvert þetta sem þú nefnir um fyrirætlanir í Lettlanda um að takmarka kröfugerð veðlána við veðin ! Satt að segja hélt ég að það þekktist hvergi nema á Íslandi að lánadrottnar gætu ofsótt menn með veðkröfum umfram veðsetningar.
Mér hefur lengi fundist þessi heimild glæpsamleg. Veðlán eru þá ekki veðlán, heldur í raun persónuleg ábyrgð. Til hvers er þá verið að setja veð sem tryggingu ? Ekki bólar á neinum breytingum. Hafa ráðamenn ekki skilning á þessu ranglæti ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2009 kl. 23:46
Þakka þér innlitið Loftur
Það undrar mig að sumir á Íslandi skuli halda að hvergi annarsstaðar sé gengið að skuldunautum umfram hina veðsettu eign. Ég held reyndar að þetta sé svona í flestum löndum. Við þekkjum Dani sem misstu húsnæði sitt á hrunárunum hér þegar fastgengisstefna var innleidd í Danmörku og þjóðin barin til hlýðni við stýrivexti Þýskalands sem voru úr öllu samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika í Danmörku í 15 ár. Þá hrundi fasteignamarkaður um 40% og fólk missti eigur sínar miskunarlaust í massavís. Þetta fólk sem við þekkjum missti húseign sína 1988 og er ennþá að borga af þeim lánum sem hafðist ekki inn fyrir með nauðungarsölu á húseigninni sem þau áttu.
Hér segja bankar miskunarlast upp lánum smáfyrirtækja á Þorláksmessu vitandi það að eigendurnir standa í persónulegri ábyrgð fyrir öllu og þurfa því að nota jólin til að undurbúa brottflutning frá húsi og heimili fjölskyldunnar. Svo eru þeir dregnir í réttinn og þurrkaðir út af yfirborði peningalegrar tilveru og settir í opinberan gapastokk vanskila. Bókhald bankanna við áramót gengur auðvitað fyrir. Svona er þetta.
Ég hef oft rekið mig á að það sem Íslendingar halda um Evrópu er byggt á draumórum og óskhyggju. Það er mín skoðun að íslenska samfélagið sé um margt hinum evrópska langtum betra og örlátara. Það yrði Íslendingum oft mikið áfall að þurfa að falla niður á evrópskt level. En margir eru bara svo ofdekraðir að það nálgast hraðablindu.
Marinó
Þetta með stöðugleikann er einungis enn ein útópía Evrópu í viðbót við þær sem hér hafa fæðst hin síðustu 100 ár. Réttnefnið er stöðnun og eyðni samfélagsins. Það er alveg hárrétt sem segir í nýju Working Paper frá Seðlabanka Íslands að það sé hægt a þurrka út allan möguleika á hagvexti með því að tengjast myntsvæði ESB. Það er alveg 100% hárrétt niðurstaða hjá þeim. Þetta Working Paper frá Seðlabanka Íslands notar bara annað orð yfir hagvöxt, þeir nota orðið "hagsveiflur".
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2009 kl. 06:51
Sæll og takk fyrir alla þína stórgóðu fréttamennsku um ESB.
Ég er enn þungur yfir niðurstöðu kosninga Íra um Lissabon sáttmálann, þar sést vel að þessi fabian öfl sem vilja samþjöppun valds kunna svo vel að beita krísum fyrir sinn vagn. Því óttast ég 'tíkaráhrifin', það er að segja, því verra sem ESB (pimpinn) verður við tíkina sína (fólkið), því meira elskar það sambandið...
Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 07:43
Gunnar, auðvitað á maður ekki að láta fáránleikann koma sér á óvart. Að hundelta fólk út yfir veð og dauða, er bara einn þáttur í að halda almenningi í þræla-kistunni. Torgreinda peningastefnan er þó stórvirkasta tækið til að viðhalda kúgun og arðráni.
Eftir fall Ráðstjórnarríkjanna, er kúgunin hvergi jafn blómleg og í Gosenlandi Sossanna, Evrópusambandinu. Aumingjans fólkið í Mið-Evrópu sem er nýsloppið úr klóm Kommanna, lendir nú í hrömmum Sossanna. Ef við bara gætum komið þessu fólki til bjargar.Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 09:02
Þakka þér fyrir Gullvagn
Já, þú hefur rétt fyrir þér. Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að taka stökk eða bara gera "eitthvað" í sínum málum. Það er best hægt að líkja því við að panta sér 10 ára tíma hjá tannlækni sem svo dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 árum. Hægt, en bítandi, eru tennurnar dregnar út þér og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu enga deyfingu þar sem svíður mest. En tannlaus verður þú smá saman. Það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú sérð eftir þeim seinna.
Þegar þið eruð orðin tannlaus magnast öll vandamál þjóðarinnar vegna þess að sjálfstæðar litlar þjóðir þola ekki að missa flugbeittar tennur frelsis og fullveldis. ESB mun aldrei geta skaffað ykkur gömlu tennurnar aftur eða komið í stað þeirra gömlu sem bitu svo vel. Það verður alltaf hálft bit.
En þá munuð þig bara biðja Brussel um mjúka fæðu og sleikja þann grautar velling sem þaðan mun út leka til smábarnanna sem héldu að ESB væri lausn vandamála þeirra. Þá veðra börnin nú þakklát og kyssa sleifina
Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2009 kl. 09:27
Það er alveg ótrúlegt að hlusta á þetta fólk sem sífelt talar um að kasta krónunni og taka upp evru. Það er greinilegt að þetta fólk fylgist ekki með neinu sem er að gerast í kríngum það. En þú Gunnar hefur einmitt verið að skrifa um þessi lönd sem eru beinteng eru evru. Las um þessa þumalskrúfu Letta í gær og byrjaði að sjálfsögðu að velta fyrir mér sænsku bönkunum sem munu tapa stórum fjármunum á þessu. Þá má benda á að norðurlönd eru það samtengd að þetta mun sennilega hafa áhrif víða. Ástandið hér í Danmörku má nú ekki við því.
Þegar þetta er sagt má hugsanlega velta því fyrir sér hvort ástandið í eystrasaltslöndunum fari ekki að smita yfir í nýmarkaðslöndin í mið evrópu, en stóru löndin í vesturevrópu hafa lánað mikið þangað inn. Þetta mun að öllu jöfnu leiða til enn víðtækari tapa banka hérna í evrópu. Saxobanki hér í danmörku spáði í október á seinasta ári að a.m.k eitt land myndi hverfa frá fastgengi við evru. Spáin virðist vera að rætast.
Ég held að þessi kreppa sé hvergi nærri búinn og get ekki séð hvaðan hagvöxtur eigi að koma frá. Þessu kerfi er haldið gangandi með beinni innspítingu ríkissjóða heimsins. Það virðist vera að þessi innspíting sé ekki að bera árangur, en iðnframleiðsla í bandaríkjunum er ennþá að dragast saman þrátt fyrir að borgað sé með hverjum bíl sem framleiddur er. Sama fyrirkomulag er ú UK, ítaliu, þýskalandi og Frakklandi. Þá má benda á að það er núna borgað með hverri íbúð sem seld er í usa um 16.000 dollarar og á þetta væntanlega um hvern einstakling.
Á sama tíma eru seðlabankar heimsins að kaupa eitruð bréf í stórum stíl og veita bönkunum skammtíma lán og lán til banka sem eru illa stæðir en mega ekki falla.
Þá er búið að rýmka bókhaldslög banka þ.a. ætla má að eignir þeirra séu ofmetnar í ársreikningi. Enda segja nær allir sem stunda fjármálastarfsemi , haldið ykkur frá fjármálafyrirtækjum.
Það er fullt eftir af skít í kerfinu og hangir það að mínu viti á bláþræði.
Þessar aðgerðir eru að valda því að ríkissjóðir vesturlanda eru að skuldsetja sig með ógnar hraða. Margt bendir til þess að farið sé að gæta þreytu en Angela Mercel sagði eftir kostningar að ríkisjóður þar í landi myndi ekki taka á sig frekari ábyrgðir til þess væri ríkissjóður einfaldlega of skuldugur.
Það kemur að skuldadögum annaðhvort með aukinni skattheimtu eða útgáfu skuldabréfa sem leggjast á börnin okkar. Hvoru tveggja leggur bönd á hagvöxt.
Þá má nefna að AGS er á fullu að selja gullbyrgðir sínar og taka lán hvar sem hann getur náð í þau. Þetta bendir ekki til að sjóðurinn sjái fyrir endann á þessari kreppu þó að hann sé að tala þetta upp. Ætlunin er væntanlega að nota þessa peninga til að lána væntanlegum löndum sem lenda í kreppu.
Gengið er hagstjórnartæki sem að sjálfsögðu er hægt að misnota af misvitrum stjórnmálamönnum. Ég hef fylgst vel með peningamálum á íslandi seinustu 10 árin og séð hverja vitleysuna á fætur annari verið framkvæmda. Að mínu viti ætti að svifta flesta að þessum mönnum fjárráðum sem setið hafa á þingi seinusu 10 árin.
Að lokum við höfum haft krónu í langan tíma og hefur hún verið við líði frá því við vorum fátæk þjóð til að verða stórveldi á meðal þjóða. Því er verið að hengja bakara fyrir smið þegar menn eru að tala um að kasta krónunni. Það ætti heldur að hengja þessa stórnmálamenn fyrir að hafa ekkert vit á peningamálum. Öllum hefði átt að vera ljóst 2004-2005 að í óefni stefndi.
Hörður Valdimarsson, 8.10.2009 kl. 17:31
Þakka þér fyrir þetta stórgóða innlegg og fyrir heimsóknina Hörður.
Já sjálft hrunið er búið í bili. En eins og eftir margar stórfelldar loftárásir og bardaga þá hefst lífið í rústunum núna. Pest og kólera mun breiða úr sér í rústunum í langan tíma á eftir og hættan á fleiri áföllum er alls ekki liðin hjá, eins og þú svo réttilega bendir á.
Til þess að komast út úr lífinu í rústunum þarf fullt frelsi, fullt athafnasvigrúm, hugrekki og dirfsku. Enginn þessara hluta fæst í faðmlagi við AGS eða með því að standa klofvega yfir gröf Evrópusambandsins. Ísland þarf að standa fast í báðar lappir og iðka frelsið og sjálfstæðið af fullum krafti.
Allir ættu að taka krónuna upp núna og gefa henni einn koss á kinnina. Það á hún skiltið því hún var misnotuð svo gróflega af of mörgum of lengi. En núna vinnur hún nótt sem nýtan dag við að afrugla hagkerfið og bæta fyrir þau skemmdarverk sem voru unnin á málefnum hennar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2009 kl. 18:28
Lýsing á því hvernig Ávinnings Ríki for-aðildar EU það er Meðlima Ríki eru meðhöndluð ef t.d. hall kemur upp á fjárlögum í stjórnarskrárákvæðum EU er mjög í samræmi við þá meðferð sem Lettar fá og Íslendingar. Lánveitingar sem fylgja stefnuskrá for-aðildar eru ekki til að auka langtíma arðsemi lánstofnanna eldri Meðlima-Ríkja, þær eru til að styrkja grunn innri markaðar til virkar samkeppni innan EU. Lettar virðast hafa hafa talið að að því er virðist væri vegna mats þeirra þroskaðri á þeirra grunnhagkerfi og reynslu og eytt þessu öllu í skammtíma neyslu innan lands BRUÐLAÐ. Rússa undirsátar breytast ekki á einni nóttu.
Samkvæmt stjórnaskrá EU fara svona pressu aðferðir leynilega meðan lögbrjótur er að sýna fram á að hann sé að bæta ráð sitt.
Það kemst enginn upp með að svíkja greiðslu til Miðstýringar eða svína á heildarhagsmunum.
EU var ekki fætt í gær. Insularity í öllu sínu veldi einkennir Ísland að mat ráðamanna í EU. Innræting skiptir máli.
Fasteignavístölu á fasteignir og virðingu fyrir eignarrétti þess sem liggur utan veðbanda. Íslensku Bönkunum þarf ekki að vorkenna þeir eru ekki samkeppnifærir á innri bankamakaði EU mun aldrei verða það vegna yfirburða hinna á sínum heimamörkuðum . Alltof kostnaðarsamir [fjöldi,yfirbygging, og fylgifiskar , verðbréfahöll og eftirlit t.d.] fyrir Íslendinga.
Íslendingar verða að sanna samdrátt í þjóðartekjum til notkunar innanlands áður en EU afhentir með IMF meira fjármagn. Yfirlýsingar eru ekki nóg. Insularity.
Júlíus Björnsson, 9.10.2009 kl. 19:03
Svo sannarlega á hún skilið koss. Hvar værum við nú ef við ekki hefðum krónuna. Kannski 30 prósent atvinnuleysi og engan afgang af viðskiftum við útlönd.Spánn nr. 1 En við höfum nú 10 próstent og afgang af viðskiftum við útlönd seinustu 8 mánuði. Já hún vinnur nótt sem nýtan dag við að bæta fyrir skemmdarverkin
Hörður Valdimarsson, 9.10.2009 kl. 19:13
Og hálf þjóðin tekur undir skrækina um stýrivexti Selabankanssem sem allt séu að drepa. Það segir aldrei neitt um innlánsvexti eða verðtrygginguna okkar Íslendinga. Eina land í heiminum þar sem hægt er að leggja fyrir pening án þess að´honum hafi verið stolið af stjórnglæpamönnunum. En nú ætlar Steingrímur að hækka fjármagnstekjuskattinn í 40 % sem leggst á verðb´æturnar líka þannig að það verður erfitt að geyma peninga á Íslandi eftir það.
Merkilegt að Íslendingar tala svo mikið um að lán séu nauðsynleg fyrir alla, þeir gleyma því að þeir meina raunverulega að það sé bara aðalatriðið að þurfa aldrei að borga neitt til baka sem tekið er að láni. Við erum með þjóðarsál sem er föst í þessu. Frá því í gamladaga þegar ég var ungur. Þá fengust engin lán nema í gegnum pólitíkk. Og öll lán urður að engu í 100 % verðbólgu. Þá voru sumir raunverulega lánssamir þegar lánin voru lán en ekki ólán.
Halldór Jónsson, 11.10.2009 kl. 23:13
Það er víst bara í Ameríku þar sem menn lána útá fasteign og ekki annað. En þar verður lánsmatið áreiðanlega lægra en 100 % eins og bankaséníin okkar innleiddu á Íslandi.
Halldór Jónsson, 11.10.2009 kl. 23:16
Langtíma lán sem bera ofur háavexti 60% lánstímans geta verið búin að borga sig hvað varðar 5% ávöxtunarkröfu mjög fljótt. Þola afskriftir seinni hluta lánstímans.
Allir sem keyptu eða byggðu sér hús yfir höfði voru sammála upp tvennt.
1. Skrá sig í rétta flokkinn.
2. Gera ráð fyrir að lifa spart fyrstu 10 árin.
Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 00:16
Sæll Halldór og takk kærlega fyrir innlitið
Þeir sem leggja til svona skattahækkanir eins og þú nefnir hér að ofan eru annaðhvort vangefnir eða varanlega skaddaðir af of langri veru sinni á framfærslu hins opinbera.
Þetta er eins og að senda sprett- og langhlaupara Íslands á ólympíuleikana með öndunarmæli fyrir vitunum. Því hraðar og því lengra sem þeir hlaupa því meira þurfa þeir að borga fyrir að "fá að vera með" á leikjunum. Hinir munu auðvitað vinna stórt yfir okkar mönnum sem munu koma heim aftur með reikninginn til ríkisins í ferðatöskunni. Þeir munu aldrei taka þátt í svona vitleysu aftur. Aldrei.
Þeir sem halda að það verði Ríkið sem muni tosa Ísland út úr kreppunni eru algerlega á villugötum. Ríkið hefur aldrei stuðalað að velmegun eða velferð á íslandi. Það hefur hinsvegar alltaf lagt steina í götu þeirra sem vilja skapa velmegun og velferð. Því ætti helst að leggja ríkið niður, nema dómsvaldið og lögreglu. Það verða fyrirtækin og einstaklingar sem munu tosa allt Ísland út úr kreppunni.
Þessar ógöngur Ísland núna fundu sér farveg undir mesta, stærsta og dýrasta eftirliti ríksins nokkurntíma. Hvaða hjálp var af þessu blessaða ríki? Ekki neitt. Ekki neitt. Þeir peningar sem skattgreiðendur létu af hendi til ríkisins til eftirlits voru peningar beint út um gluggann og gott betur en það. Betra hefð verið að kveikja í peningunum.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér um lánamálin og verðtrygginguna. Ef það er eitthvað sem hefur skaffað Íslandi fjármagn til að byggja upp landið, hagkerfið og hvetja það áfram til vaxtar, velmegunar og dáða þá er það verðtryggingin. Hún hefur skilað og hvatt til sparnaðar. Banakar eru ekki bara útlánastofnanir. Þeir taka líka við peningum og ávaxta þá og lána þá aftur út til fólks og fyrirtækja sem skapa vöxt. Þetta er rigningarvatn Íslands. Fær gróðurinn til að vaxa.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.10.2009 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.