Sunnudagur, 13. september 2009
Á hvorn veginn féll Berlínarmúrinn?
Hvort féll múrinn til austurs eða vesturs?
Sameinað Þýskaland líkist meira og meira hinu fyrrverandi Austur-Þýskalandi, þ.e. stjórnmálalega séð. Áður en múrinn féll vildu Austur-Þjóðverjar að allir væru jafn-fátækir. En núna vilja þeir að allir séu jafn-ríkir. Áður hét það að "eiga jafn lítið og nágranni minn". En núna heitir það "ég vil ekki eiga minna en nágranni minn".
Kosningaslagorð vinstrimanna í kosningabaráttunni í Þýskalandi núna eru þessi: "auður fyrir alla" og "skattleggjum ríka". Núna virðast bæði Austur- og Vestur Þjóðverjar hafa sameinast um að á undan frelsinu kemur jöfnuðurinn. Áður en múrinn féll tóku Vestur-Þjóðverjar frelsi fram yfir jöfnuð. En núna virðast austur & vestur sameinuð í einni stefnu: jöfnuðinum, þ.e. "ég sætti mig ekki við minna en nágranni minn".
Þetta krefst náttúrlega að það sé af einhverju að taka, því annars þyrftu menn að sameinast aftur um að að eiga jafn lítið og nágranninn í sameinuðu nýju Austur Þýskalandi
Der Spiegel grein eftir Henryk M. Broder á: Wall Street Journal - Opinion
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 257
- Sl. sólarhring: 269
- Sl. viku: 696
- Frá upphafi: 1389339
Annað
- Innlit í dag: 198
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 192
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Skyldi Brussel panta að það verði kosið aftur í Þýskalandi ef það kemur ekki "rétt" út úr kosningunum í Þýska ríkinu núna? Í hinu nýja sameinaða Þýskalandi þar sem helmingur kjósenda eru orðnir sextugir og eldri? Svona eins og það var pöntuð ný kosning á Írlandi um nákvæmlega sama prógrammið. Kjósa aftur væni minn. Það kom ekki rétt. Lýðræðið vinur minn.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2009 kl. 13:47
Kosningabaráttan í Þýskalandi er sorglega ómálefnanleg. Allir flokkar forðast það að ræða málefnin. Reynslan hefur sýnt það að það borgar sig ekki að segja sannleikann. Gerhard Schröder vísaði því á sínum tíma algerlega frá sér tillögur CDU/CSU um að það þurfti að hækka viðisaukaskattinn í Þýskalandi um 2%. Hann sigraði á meðan hinir töpuðu.... að vísu sveik hann það loforð og hækkaði Vsk um 3% ári síðar. (Vissulega sveik hann ekki með sama leifurhraða og Steingrímur J. Sigfússon, núverandi heimsmeistari í faginu, en hann sveik samt). Núna forðast þýskir stjórnmálamenn sannleikann.
Brussel veit sennilega eins og allir sem það þora að hugsa, að Evran mun falla að loknum kosningunum í Þýskalandi... annað er ólíklegt. Sprungurnar í ESB módelinu fara að gliðna í lok mánaðarins...
Haraldur Baldursson, 13.9.2009 kl. 23:52
Takk fyrir Haraldur
Já. Talandi um þessa 3% hækkun á virðisaukaskatti í Þýskalandi 2006. Hún var mjög merkileg að því leyti að hún átti að gera eitthvað "gott" fyrir þýska samfélagshagkerfið (tekjur ríkisins). En gerði þessi hækkun það? Gerði hún eitthvað "gott" fyrir ríkisfjármálin í Þýskalandi?
Nei það gerðist ekkert gott fyrir ríkiskassann í þessu stærsta ellisamfélagi heimsins:
1) verðlag hélst óbreytt
2) það varð ekkert "pass through" út í verðlag sem er afar merkilegt
3) laun hækkuðu ekki
4) og kostnaður hækkaði ekki
5) ekkert meira kom í ríkiskassann.
En hvers vegna ekki? SVAR: jú þetta er það samfélag heimsins sem hefur hæsta meðalaldur þegnana. Þessir gömlu þegnar drógu bara úr neyslu sinni, hættu að kaupa, smásala féll, og atvinnutækin og atvinnutækifærin voru flutt erlendis og sérstaklega þau atvinnutækifæri sem nota hámenntað fólk. M.ö.o: þegar um ellisamfélög er að ræða þá gilda ekki sömu lögmál og þegar um heilbrigð hagkerfi er að ræða.
Þessutan þá féll raunverð fasteigna í Þýskalandi um 20% frá 2000 til 2007, alveg eins og í ellisamfélaginu Japan.
Þýskaland er history. Svona demografískt deficit er ekki hægt að laga. Það tekur hundruðir ára. Þetta er hinn hrikalegi óstöðugleiki Evrópusambandsins. Í Þýskalandi, Suður Evrópu, Mið Evrópu og allri Austur Evrópu. ESB er að hverfa. Það er að gufa upp.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2009 kl. 08:39
þegar þýska íþróttahreyfingin er farinn að finna fyrir skorti á nýliðun, því það vantar börn... þá er illt í efni. En þetta er algerlega rétt hjá þér Gunnar... jafnvel þó Viagra verði bætt í drykkjarvatnið á morgun, tæki það aldrei minna en 25 ár að fá þá innspýtingu á vinnumarkaðinn sem þarf. Á meðan yrðin biðin afar erfið, því það detta ansi margir út af vinnumarkaðnum á meðan.
Viagra lausnin er hins vegar ekki á leiðinni og því er ekkert í pípunum í Þýskalandi... nema það að margir eru á leið af vinnumarkaðnum sakir aldurs.
Haraldur Baldursson, 14.9.2009 kl. 09:07
Já það vantar börn í Þýskalandi Haraldur, akút. Og það er búið að gera það í marga marga áratugi. En það tekur mun lengri tíma að snúa svona þróun við Haraldur en þessi 25 ár sem þú nefnir .þ.e.a.s ef það þá yfir höfuð er hægt að gera eitthvað við þessu. Það mun í það minnsta taka hundruðir ára.
En því eldra sem samfélagið verður því minni efni hefur það á að gera eitthvað í málunum, því vinnandi fólki í Þýskalandi mun t.d. fækka úr 60 milljón manns í allt að 35 milljón manns fram til ársins 2050. Hvass toppur aldurspíramídans mun svo borast á hvolfi ofaní hausinn á þeim fáu skattgreiðendum sem eftir eru á vinnumarkaði.
Þegar málum er svona komið þá er það hin "lága frjósemisgildra" (the low fertility trap) sem leikur fyrir fullum skrúða og hindrar að samfélagið geti rétt úr kútnum nokkurn tíma. Það eru næstum engar líkur á að samfélag sem fer niður fyrir 1,5 fædd börn á hverja konu í langan tíma muni nokkurntíma ná sér aftur. Fæðingatíðni í Þýskalandi á síðasta ári var aðeins 1,38 barn á hverja konu. Það fæddust 2000 færri börn í Þýskalandi en á árinu áður; Statistisches Bundesamt. Þjóðverjum hefur fækkað um 350.000 manns frá árinu 2005 en þá hófst fólksfækkun Þjóðverja fyrir alvöru og mun hún taka svakalega mikið til á næstu áratugum.
Þetta er eins og taka 100 miljarða króna lán sem á að setja á húseign sem er 10 milljón króna virði. Þú lifir þúsund falt um efni fram og hirðir ekkert um að sá því útsæði sem á að bera uppi landbúnað þinn sem svo á að borga af lánum þínum. Og það sem er enn verra, þú borðaðir allt útsæðið. Það er ekkert eftir. Enginn annar vill bera afborganirnar af lánunum fyrir þig.
Allir góðir bændur þekkja "útsæðislíkan góðrar uppskeru" (farmers seed model). En það gerir Þýskaland ekki. Þeir virðast ekki þekkja þetta líkan. Þeir taka bara og taka af bæði uppskerunni og éta allt útsæðið líka. Þeir munu svelta.
Hver vill fæða börn, vinna og fjárfesta í svona grunnleggjandi brotnu samfélagslíkani? (structural imbalance economy). Engin kona mun vilja snerta á svona samfélagi með eldtöngum, því það eru til betri samfélög annarsstaðar sem hafa efni á að bjóða uppá framtíð fyrir næði konu OG barn hennar. Þær munu einfaldlega neita að taka þátt í svona eyðnisamfélagi. Þetta er eins ónáttúrulegt samfélag eins og það getur orðið. Að eyða um efni fram og éta allt útsæðið líka er perverst
Þetta er það samfélag sem ESB elítan er búin að byggja upp (brjóta niður) í ESB. Þetta eru týpísk sósíaldemógrafísk samfélög sósíaldemókrata. Allt fólk er fífl í augum sósíaldemókrata. Því þurfa sósíaldemókratar að hugsa fyrir það. Þetta er árangurinn: ónýt samfélög.
Hver var að tala um sjálfbærni? Sjálfbært þjóðfélag, anyone?
Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2009 kl. 09:59
Í nútíma kosningum er ekki hægt að kjósa 'rangt'. Báðir eða allir flokkar feta veginn til 'framfara'. Sést vel á okkar búsáhaldabyltingu, við þvinguðum fram kosningar, ný stjórn kosin með þann sem talaði digurbarkalegast um Icesave og ESB kosin inn, ekkert breytist.
Það er bara undantekning þegar svo klaufalega er staðið að málum að fólkið getur raunverulega kosið, svo sem Íralnd um Lissabon 'sáttmálann'.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:31
Sæll Gunnar,
Mér þætti gaman að sjá Þjóðverja kjósa um Evruna eða Markið gamla. En það fá þeir ekki.
Við gætum lært af Þjóðverjum, að sé launum haldið niðri og öll áhersla lögð á úrflutninginn, þá er hægt að halda úti sterkustu ekónómíu Evrópu sem leiðir til betri lífskjara fjöldans.
Nú komu fréttir af því hér í blöðunum að kerppunni sé lokið í Danmörku og hagvöxtur sé að hefjast þar og annarsstaðar í ESB. Hvað hefur þú um þessar fréttir að segja Gunnar sæll?
Halldór Jónsson, 15.9.2009 kl. 12:25
Þakka ykkur innleggin
Halldór:
Hagvöxtur? Hvar? Það eru ekki ennþá komnar tölur fyrir annan ársfjórðung ársins frá Danmörku svo enginn veit hvernig þær munu líta út. Svo ef einhver hefur sagt að það sé kominn hagvöxtur í Danmörku þá veit það enginn ennþá. Tölum frá Danmörku seinkar vegna þess að fyrirtækjum var veittur extra langur frestur til að tilkynna og greiða VASK sem greiðist hér 4 sinnum á ári. Þetta tímabil var lengt vegna kreppunnar. Tölur sem sagt ekki enn komanr
En hér eru seinustu hagvaxtartölur frá Eurostat:
Hagvöxtur í ESB og fleiri löndum á milli ársfjórðunga Fj.1.2009 til FJ.2.2009
Á milli ársfjórðunga
Heimild: Eurostat
Á milli ára:
Annar ársfjórðungur 2009 miðað við annan ársfjórðung 2008
Heimild: Eurostat
Eins og þú sérð er meiri samdráttur á milli ára í eftirfarandi löndum en á Íslandi
Litháen = bundið evru
Lettlandi = bundið evru
Eistlandi = bundið evru
Finnlandi = evruland
Slóveníu = evruland
Rúmeníu
Ungverjalandi
Japan
Þýskalandi = evruland
Svíþjóð
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2009 kl. 15:46
Ef menn vilja kalla 0,3% breytingu fyrir vöxt frá fyrra kvarttali eftir að það kvarttal hrundi um 7,1% eins og það gerði í Þýskalandi þá vona ég að ég þurfi ekki láta svoleiðis fólk reikna út árangur minn hér í lífinu.
Já já, eftir að ég sat fastur í drullunni í 10 ár þá hrundi ég um 6% en svo óx ég um 0,3% aftur. Það er eins og að vera ánægður með 0,3% gengishækkun eftir að það féll um 30%. Svona rók eru eiginlega furstaleg Machiavelli röksemdafærsla. Fyrst slít ég lappirnar undan þér en svo er ég svo góður að gefa þér hækjur í jólagjöf.
Til dæmis þá mun það taka Þýskaland áratugi að vinna þetta hrun upp því meðalhagvöxtur í Þýskalandi frá 2000 til 2010 verður 0,18% á ári. Maurar vinna hraðar.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2009 kl. 15:57
Hagvöxtur hjá ríkjum sem eru auðug af hráefnum og orku sem þau þurfa ekki að sækja annað og sá hluti hans sem myndast vegna fullframleiðslu þeirra mætti gera opinberan því ég álít hann gefa betri mynd af varanlegum hagvexti en nokkuð annað.
Minnkandi eyðsla veraldlegra gæða er náttúrulega í réttu hlutfalli við hækkandi aldur.
Eyðslumynstur er líka mjög tengd menningararfleiðum sem tengjast genagerð meira en nokkuð annað.
Gen á kaldari beltum eru aðhæfð mikilli hitabrennslu. Minni frítími er líka kaupeyðslu hvetjandi. Gen á regnskógarsvæðum holdmiklum líkömum þar sem vatnsbinding styrkir kælikerfið. Hagvöxtur er svæða og þjóðfélagagerðarbundinn.
Alþjóðafjárfestar skoða hann að sjálfsögðu í sínu samhengi.
Austur Þjóðverjur stóðu nær upphafi menningararfleiðar flestra EU ríkja svo sem Rússar um 1900.
EU byggir á þessari menningararfleið hæfs meirihluta fyrst og fremst.
Júlíus Björnsson, 15.9.2009 kl. 22:38
Hagvöxt hef ég ekki heyrt um hér í danmörku en hef hins vegar heyrt að það sé búið að lækka lánshæfismat allra bankanna og búast matsfyrirtæki við því að það verði gríðarlegt tap á útlánum bankanna. Hvaðan skyldi þetta tap svo koma nema frá húseigendum sem koma til með að missa húsin sín. Þá er landbúnaðurinn líka illa staddur
Hörður Valdimarsson, 16.9.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.