Leita í fréttum mbl.is

Á hvorn veginn féll Berlínarmúrinn?

Hvort féll múrinn til austurs eða vesturs?

Sameinað Þýskaland líkist meira og meira hinu fyrrverandi Austur-Þýskalandi, þ.e. stjórnmálalega séð. Áður en múrinn féll vildu Austur-Þjóðverjar að allir væru jafn-fátækir. En núna vilja þeir að allir séu jafn-ríkir. Áður hét það að "eiga jafn lítið og nágranni minn". En núna heitir það "ég vil ekki eiga minna en nágranni minn".

Kosningaslagorð vinstrimanna í kosningabaráttunni í Þýskalandi núna eru þessi: "auður fyrir alla" og "skattleggjum ríka". Núna virðast bæði Austur- og Vestur Þjóðverjar hafa sameinast um að á undan frelsinu kemur jöfnuðurinn. Áður en múrinn féll tóku Vestur-Þjóðverjar frelsi fram yfir jöfnuð. En núna virðast austur & vestur sameinuð í einni stefnu: jöfnuðinum, þ.e. "ég sætti mig ekki við minna en nágranni minn".

Þetta krefst náttúrlega að það sé af einhverju að taka, því annars þyrftu menn að sameinast aftur um að að eiga jafn lítið og nágranninn í sameinuðu nýju Austur Þýskalandi

Der Spiegel grein eftir Henryk M. Broder á: Wall Street Journal - Opinion

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skyldi Brussel panta að það verði kosið aftur í Þýskalandi ef það kemur ekki "rétt" út úr kosningunum í Þýska ríkinu núna? Í hinu nýja sameinaða Þýskalandi þar sem helmingur kjósenda eru orðnir sextugir og eldri? Svona eins og það var pöntuð ný kosning á Írlandi um nákvæmlega sama prógrammið. Kjósa aftur væni minn. Það kom ekki rétt. Lýðræðið vinur minn.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kosningabaráttan í Þýskalandi er sorglega ómálefnanleg. Allir flokkar forðast það að ræða málefnin. Reynslan hefur sýnt það að það borgar sig ekki að segja sannleikann. Gerhard Schröder vísaði því á sínum tíma algerlega frá sér tillögur CDU/CSU um að það þurfti að hækka viðisaukaskattinn í Þýskalandi um 2%. Hann sigraði á meðan hinir töpuðu.... að vísu sveik hann það loforð og hækkaði Vsk um 3% ári síðar. (Vissulega sveik hann ekki með sama leifurhraða og Steingrímur J. Sigfússon, núverandi heimsmeistari í faginu, en hann sveik samt). Núna forðast þýskir stjórnmálamenn sannleikann.

Brussel veit sennilega eins og allir sem það þora að hugsa, að Evran mun falla að loknum kosningunum í Þýskalandi... annað er ólíklegt. Sprungurnar í ESB módelinu fara að gliðna í lok mánaðarins...

Haraldur Baldursson, 13.9.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Haraldur

Já. Talandi um þessa 3% hækkun á virðisaukaskatti í Þýskalandi 2006. Hún var mjög merkileg að því leyti að hún átti að gera eitthvað "gott" fyrir þýska samfélagshagkerfið (tekjur ríkisins). En gerði þessi hækkun það? Gerði hún eitthvað "gott" fyrir ríkisfjármálin í Þýskalandi?

Nei það gerðist ekkert gott fyrir ríkiskassann í þessu stærsta ellisamfélagi heimsins:

1) verðlag hélst óbreytt

2) það varð ekkert "pass through" út í verðlag sem er afar merkilegt

3) laun hækkuðu ekki

4) og kostnaður hækkaði ekki

5) ekkert meira kom í ríkiskassann.

En hvers vegna ekki? SVAR: jú þetta er það samfélag heimsins sem hefur hæsta meðalaldur þegnana. Þessir gömlu þegnar drógu bara úr neyslu sinni, hættu að kaupa, smásala féll, og atvinnutækin og atvinnutækifærin voru flutt erlendis og sérstaklega þau atvinnutækifæri sem nota hámenntað fólk. M.ö.o: þegar um ellisamfélög er að ræða þá gilda ekki sömu lögmál og þegar um heilbrigð hagkerfi er að ræða.

Þessutan þá féll raunverð fasteigna í Þýskalandi um 20% frá 2000 til 2007, alveg eins og í ellisamfélaginu Japan.

Þýskaland er history. Svona demografískt deficit er ekki hægt að laga. Það tekur hundruðir ára. Þetta er hinn hrikalegi óstöðugleiki Evrópusambandsins. Í Þýskalandi, Suður Evrópu, Mið Evrópu og allri Austur Evrópu. ESB er að hverfa. Það er að gufa upp.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

þegar þýska íþróttahreyfingin er farinn að finna fyrir skorti á nýliðun, því það vantar börn... þá er illt í efni. En þetta er algerlega rétt hjá þér Gunnar... jafnvel þó Viagra verði bætt í drykkjarvatnið á morgun, tæki það aldrei minna en 25 ár að fá þá innspýtingu á vinnumarkaðinn sem þarf. Á meðan yrðin biðin afar erfið, því það detta ansi margir út af vinnumarkaðnum á meðan.
Viagra lausnin er hins vegar ekki á leiðinni og því er ekkert í pípunum í Þýskalandi... nema það að margir eru á leið af vinnumarkaðnum sakir aldurs.

Haraldur Baldursson, 14.9.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það vantar börn í Þýskalandi Haraldur, akút. Og það er búið að gera það í marga marga áratugi. En það tekur mun lengri tíma að snúa svona þróun við Haraldur en þessi 25 ár sem þú nefnir .þ.e.a.s ef það þá yfir höfuð er hægt að gera eitthvað við þessu. Það mun í það minnsta taka hundruðir ára.

En því eldra sem samfélagið verður því minni efni hefur það á að gera eitthvað í málunum, því vinnandi fólki í Þýskalandi mun t.d. fækka úr 60 milljón manns í allt að 35 milljón manns fram til ársins 2050. Hvass toppur aldurspíramídans mun svo borast á hvolfi ofaní hausinn á þeim fáu skattgreiðendum sem eftir eru á vinnumarkaði.

Þegar málum er svona komið þá er það hin "lága frjósemisgildra" (the low fertility trap) sem leikur fyrir fullum skrúða og hindrar að samfélagið geti rétt úr kútnum nokkurn tíma. Það eru næstum engar líkur á að samfélag sem fer niður fyrir 1,5 fædd börn á hverja konu í langan tíma muni nokkurntíma ná sér aftur. Fæðingatíðni í Þýskalandi á síðasta ári var aðeins 1,38 barn á hverja konu. Það fæddust 2000 færri börn í Þýskalandi en á árinu áður; Statistisches Bundesamt. Þjóðverjum hefur fækkað um 350.000 manns frá árinu 2005 en þá hófst fólksfækkun Þjóðverja fyrir alvöru og mun hún taka svakalega mikið til á næstu áratugum.

Þetta er eins og taka 100 miljarða króna lán sem á að setja á húseign sem er 10 milljón króna virði. Þú lifir þúsund falt um efni fram og hirðir ekkert um að sá því útsæði sem á að bera uppi landbúnað þinn sem svo á að borga af lánum þínum. Og það sem er enn verra, þú borðaðir allt útsæðið. Það er ekkert eftir. Enginn annar vill bera afborganirnar af lánunum fyrir þig.

Allir góðir bændur þekkja "útsæðislíkan góðrar uppskeru" (farmers seed model). En það gerir Þýskaland ekki. Þeir virðast ekki þekkja þetta líkan. Þeir taka bara og taka af bæði uppskerunni og éta allt útsæðið líka. Þeir munu svelta.

Hver vill fæða börn, vinna og fjárfesta í svona grunnleggjandi brotnu samfélagslíkani? (structural imbalance economy). Engin kona mun vilja snerta á svona samfélagi með eldtöngum, því það eru til betri samfélög annarsstaðar sem hafa efni á að bjóða uppá framtíð fyrir næði konu OG barn hennar. Þær munu einfaldlega neita að taka þátt í svona eyðnisamfélagi. Þetta er eins ónáttúrulegt samfélag eins og það getur orðið. Að eyða um efni fram og éta allt útsæðið líka er perverst

Þetta er það samfélag sem ESB elítan er búin að byggja upp (brjóta niður) í ESB. Þetta eru týpísk sósíaldemógrafísk samfélög sósíaldemókrata. Allt fólk er fífl í augum sósíaldemókrata. Því þurfa sósíaldemókratar að hugsa fyrir það. Þetta er árangurinn: ónýt samfélög.

Hver var að tala um sjálfbærni? Sjálfbært þjóðfélag, anyone?

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2009 kl. 09:59

6 identicon

Skyldi Brussel panta að það verði kosið aftur í Þýskalandi ef það kemur ekki "rétt" út úr kosningunum í Þýska ríkinu núna?

Í nútíma kosningum er ekki hægt að kjósa 'rangt'.  Báðir eða allir flokkar feta veginn til 'framfara'.  Sést vel á okkar búsáhaldabyltingu, við þvinguðum fram kosningar, ný stjórn kosin með þann sem talaði digurbarkalegast um Icesave og ESB kosin inn, ekkert breytist.

Það er bara undantekning þegar svo klaufalega er staðið að málum að fólkið getur raunverulega kosið, svo sem Íralnd um Lissabon 'sáttmálann'.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:31

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar,

Mér þætti gaman að sjá Þjóðverja kjósa um Evruna eða Markið gamla. En það fá þeir ekki. 

Við gætum lært af Þjóðverjum, að sé launum haldið niðri og öll áhersla lögð á úrflutninginn, þá er hægt að halda úti sterkustu ekónómíu Evrópu sem leiðir til betri lífskjara fjöldans.

Nú komu fréttir af því hér í blöðunum að kerppunni sé lokið í Danmörku og hagvöxtur sé að hefjast þar og annarsstaðar í ESB. Hvað hefur þú um þessar fréttir að segja Gunnar sæll?

Halldór Jónsson, 15.9.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innleggin

Halldór: 

Hagvöxtur? Hvar? Það eru ekki ennþá komnar tölur fyrir annan ársfjórðung ársins frá Danmörku svo enginn veit hvernig þær munu líta út. Svo ef einhver hefur sagt að það sé kominn hagvöxtur í Danmörku þá veit það enginn ennþá. Tölum frá Danmörku seinkar vegna þess að fyrirtækjum var veittur extra langur frestur til að tilkynna og greiða VASK sem greiðist hér 4 sinnum á ári. Þetta tímabil var lengt vegna kreppunnar. Tölur sem sagt ekki enn komanr  

En hér eru seinustu hagvaxtartölur frá Eurostat: 

Hagvöxtur í ESB og fleiri löndum á milli ársfjórðunga Fj.1.2009 til FJ.2.2009

Á milli ársfjórðunga 

geo\time2009q02
Lithuania-9,8
Estonia-3,4
Finland-2,6
Hungary-2,0
Iceland-2,0
Norway-1,3
Spain-1,1
Romania-1,1
Malta-0,9
Netherlands-0,9
Latvia-0,8
United Kingdom-0,7
Italy-0,5
Austria-0,5
Cyprus-0,4
Belgium-0,3
Switzerland-0,3
United States-0,3
European Union (27 lönd)-0,2
Euro area-0,1
Czech Republic0,1
Greece0,2
Sweden0,2
Germany 0,3
France0,3
Portugal0,3
Poland0,5
Japan0,6
Slovenia0,7
Slovakia2,2

Heimild: Eurostat 

Á milli ára:

Annar ársfjórðungur 2009 miðað við annan ársfjórðung 2008

geo\time2009q02
Lithuania-20,2
Latvia-18,7
Estonia-16,1
Finland-9,5
Slovenia-9,3
Romania-8,7
Hungary-7,5
Japan-7,2
Germany -7,1
Sweden-7,0
Iceland-6,5
Italy-6,2
Czech Republic-5,8
European Union (27 lönd)-5,5
Euro area-5,3
Slovakia-5,3
Netherlands-5,1
Bulgaria-4,9
Norway-4,8
Austria-4,6
Spain-4,5
Belgium-3,9
Malta-3,3
France-3,1
Switzerland-2,0
Cyprus-1,1
Greece-0,4
Poland1,1

Heimild: Eurostat

Eins og þú sérð er meiri samdráttur á milli ára í eftirfarandi löndum en á Íslandi 

Litháen = bundið evru

Lettlandi = bundið evru

Eistlandi = bundið evru

Finnlandi = evruland

Slóveníu = evruland

Rúmeníu 

Ungverjalandi

Japan

Þýskalandi  = evruland

Svíþjóð 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2009 kl. 15:46

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef menn vilja kalla 0,3% breytingu fyrir vöxt frá fyrra kvarttali eftir að það kvarttal hrundi um 7,1% eins og það gerði í Þýskalandi þá vona ég að ég þurfi ekki láta svoleiðis fólk reikna út árangur minn hér í lífinu.

Já já, eftir að ég sat fastur í drullunni í 10 ár þá hrundi ég um 6% en svo óx ég um 0,3% aftur. Það er eins og að vera ánægður með 0,3% gengishækkun eftir að það féll um 30%. Svona rók eru eiginlega furstaleg Machiavelli röksemdafærsla. Fyrst slít ég lappirnar undan þér en svo er ég svo góður að gefa þér hækjur í jólagjöf.

Til dæmis þá mun það taka Þýskaland áratugi að vinna þetta hrun upp því meðalhagvöxtur í Þýskalandi frá 2000 til 2010 verður 0,18% á ári. Maurar vinna hraðar.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2009 kl. 15:57

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagvöxtur hjá ríkjum sem eru auðug af hráefnum og orku sem þau þurfa ekki að sækja annað og sá hluti hans sem myndast vegna fullframleiðslu þeirra mætti gera opinberan því ég álít hann gefa betri mynd af varanlegum hagvexti en nokkuð annað. 

Minnkandi eyðsla veraldlegra gæða er náttúrulega í réttu hlutfalli við hækkandi aldur.

Eyðslumynstur er líka mjög tengd menningararfleiðum sem tengjast genagerð meira en nokkuð annað.

Gen á kaldari beltum eru aðhæfð mikilli hitabrennslu. Minni frítími  er líka kaupeyðslu hvetjandi. Gen á regnskógarsvæðum holdmiklum líkömum þar sem vatnsbinding styrkir kælikerfið. Hagvöxtur er svæða og þjóðfélagagerðarbundinn.

Alþjóðafjárfestar skoða hann að sjálfsögðu í sínu samhengi. 

Austur Þjóðverjur stóðu nær upphafi menningararfleiðar flestra EU ríkja svo sem Rússar um 1900.

EU byggir á þessari menningararfleið hæfs meirihluta fyrst og fremst.

Júlíus Björnsson, 15.9.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Hagvöxt hef ég ekki heyrt um hér í danmörku en hef hins vegar heyrt að það sé búið að lækka lánshæfismat allra bankanna og búast matsfyrirtæki við því að það verði gríðarlegt tap á útlánum bankanna. Hvaðan skyldi þetta tap svo koma nema frá húseigendum sem koma til með að missa húsin sín. Þá er landbúnaðurinn líka illa staddur

Hörður Valdimarsson, 16.9.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband