Leita í fréttum mbl.is

Valdataka Brussel. Kjósið aftur, það kom ekki rétt niðurstaða!

Að kjósa þangað til það kemur rétt út úr kosningum í Evrópusambandinu

Grein eftir Doug Bandow, Cato Institute

Þegar að Evrópusambandinu kemur, þá eru öll kosningaúrslit sem auka völd Brussel álitin sem verandi endanleg úrslit kosninga. En öll kosningaúrslit sem eru andstæð því að aukin völd séu flutt til Brussel eru alltaf álitin sem einungis tímabundin kosningaúrslitúrslit

 

Þessa grein Doug Bandow um stöðu Írlands sem smáríki í ESB er hægt að lesa á íslensku hér á tilveraniesb.net => Valdataka Brussel

 

Fyrri færsla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

... að það væri ekki sérstaklega lýðræðislegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eins “flókin mál” og nýja stjórnarskráin væri.

Ef stjórnarskrá er svo flókin að ekki er hægt að treysti almennum borgurum til að skilja hana eða kjósa um hana, þá er það eitt og sér næg ástæða til að hafna henni. Stjórnarskrá verður að vera skiljanleg.

Haraldur Hansson, 11.9.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Haraldur

Já maður heyrir þetta æ oftar hér í Evrópusambandinu. Að kjósendum sé ekki treystandi. Hvað verður næst? Við höfum nú þegar einskonar einsflokkakerfi í ESB eins og var í Sovét. Það er ekki hægt að fá að vera í friði fyrir ESB og engin leið að losa sig út úr því aftur. Ekki hægt að kjósa sig út aftur því sá valkostur kemur aldrei til kosninga því þetta er nýtt ríki í smíðum. Það er einungis gefinn kostur á að kjósa um inngöngu. Svo höfum við allar þær kosningar sem aldrei fá að fara fram því kjósendum er ekki treystandi. Þar ofaní höfum við svo kosningar þar sem aðeins má koma ákveðin niðurstaða.

Þetta er vægast sagt ömurlegt og óhugnalegt. Framtíðin innan þessa stórríkis fátæktar og hnignunar Evrópu á eftir að verða svakaleg og ógnvænleg. Ég hrylli mig yfir framtíð þeirra landa sem eru nú þegar í Evrópusambandinu

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2009 kl. 15:44

3 identicon

Þessi höfundur er frekar varasamur.

"

Douglas (Doug) Bandow (born ca. 1954) is a former columnist with Copley News Service and a senior fellow at the Cato Institute. He resigned from Cato in 2005 due a scandal involving payments for columns from lobbyist Jack Abramoff and wrote about it in the Los Angeles Times. As of March 2009, Bandow is again working at the Cato Institute.[1] He served as a Special Assistant to President Ronald Reagan and as a Senior Policy Analyst in the 1980 Reagan for President campaign. He is also a columnist for Antiwar.com.

Bandow obtained his bachelor's degree in economics from Florida State University in Tallahassee in 1976. He completed a J.D. degree from Stanford in Palo Alto, California in 1979. He worked in the Reagan administration as special assistant to the president and also edited the political magazine Inquiry.[2] He is also a conservative Presbyterian. He was strongly opposed to the Law of the Sea Treaty and authored several books, including The Politics of Plunder."

Tekið héðan.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað Skuldar Ísland sem heild til EU sem heildar Er til reiknistofnun Seðlabankakerfis EU sem er sjálfstætt gagnvart Meðlima-Ríkjunum en eitt sterkast vopn Umboðsnefndarinnar í Brussel?

Commission=Þóknun.  

Af hverju getur Magma Energy ekki stofnað skúffu fyrirtæki á Íslandi með Íslenska  kennitölu í stað EU kennitölu?

Er eðlilegur fjöldi örsmárra, smárra og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi á Íslenskan mælikvarða hlutafallslega eðlilegur við t.d. miðað við USA stór fyrirtæki yfir 500 starfsmenn, Þýskaland yfir 250 starfsmenn og Belgía yfir 100 starfsmenn. 

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar ESB-sinna þrýtur rök, þá grípa þeir til persónuníðs (samanber Jón Frímann). Vandinn við þessa færslu JF er nákvæmlega sá sami og hann á við að stríða í umfjöllun um ESB, Hann skilur ekki innihaldið.

Lobbyistar eru fagstétt í BNA sem reka áróður fyrir ólíklegustu málefnum gagnvart þing- og valdamönnum í Washington. Þeir eins og ESB og syrgjandi fjölskyldur á Íslandi geta keypt þjónustu pennafærra manna þegar þurfa þykir. Ekkert ólöglegt við það. Abramoff var hankaður fyrir að bera mútur á þingmenn, en það er langt í frá að Abramoff sé eini lobbyistinn sem það hefur gert.

Mér sýnist bæði WSJ og JF kynna Doug Bandow sem hæfan mann til að fjalla um írsku kosningarnar á trúverðugan hátt. Í kynningu Wickipedia segir Chuck Muth hjá Citizen Outreach að Bandow sé "maður takmarkaðs ríkisvalds í anda þeirra sem stóðu að stofnun BNA" og ef það eru ekki meðmæli þá veit ég ekki hvað það er.

Ragnhildur Kolka, 12.9.2009 kl. 08:53

6 identicon

Ragnhildur, það er ekki persónuníð að benda á staðreyndir málsins um þennan mann, sem tilheyrir þeirri grein Bandarískra stjórnmála sem er hvað mest á móti ESB eins og það er til í dag. Þá menn er sérstaklega að finna í Republicaflokknum, þá þeim harðlínuarmi sem þar er.

Það er ennfremur staðreynd að þessi maður tók við múturfé frá þjófinum Madoff fyrir nokkrum árum.

Hérna er ekkert persónuníð á ferðinni, aðeins staðreyndir. Það er hinsvegar persónuníð hjá Ragnhildi að saka mig um slíkt, og það er ennfremur persónuníð hjá henni að saka mig um skilningsleysi og annað slíkt.

Þetta er ótrúleg rökleysa og þvæla hjá andstæðingum ESB. Enda virðast þeir ekki hafa neitt annað þegar það kemur að málflutningi varðandi ESB, stofnanir þess og málefni.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband