Leita í fréttum mbl.is

Hrun iðnaðarframleiðslu Evrusvæðis nú 25%. Ný sub-prime fjármálakreppa bíður evrusvæðis

Batinn í iðnaðarframleiðslu á milli maí og júní reyndist 3%

Hagstofa ESB kom með nýjar tölur yfir iðnaðarframleiðslu í ESB í gær. Þar var að finna tölfræðilegan eða sýndarbata eða raunverulegan 3% bata (veldu sjálf/ur) á milli mánaða á evrusvæðinu. Þökk sé ríkisstyrktri skrott premiu á gömlum bílum í Þýskalandi fyrr á árinu. Já, það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hlutir geta haldið áfram að hrynja djúpt og lengi

Sem betur fer hefur Ísland ekki þurft að fást við svona hrun því við höfum jú krónuna okkar til að auka samkeppnishæfni framleiðslu á Íslandi og framleiðslu útflutnings frá Íslandi. Svona tryllitæki hafa engin lönd á evrusvæðinu. Þau hafa ekki krónuna, svo auðvitað er afleiðingin sú að iðnaðarframleiðsla þeirra hefur hrunið meira á evrusvæðinu en í þeim löndum sem búa ekki í spennitreyju hins ósveigjanlega evru gjaldmiðils

Mynd: hrun iðnaðarframleiðslu Evrusvæðis og svo hinsvegar í 27 löndum ESB. Bleika línan er evrusvæðið. Það þarf að fara aftur til ca. 1994 til að komast niður á svipaðar tölur

Iðnaðarframleiðsla ESB og evrusvæðis júní 2009

Heimild: Eurostat 

Á milli ára (júní 2008 og júní 2009) er iðnaðarframleiðsla hrunin um 25,1% á evrusvæði og um 24% í ESB 27 löndunum. Fréttatilkynning hagstofu ESB: Industrial new orders up by 3.1% in euro area

Næsti kafli í hagsögu evrusvæðis hefst nú: holan í efnahagsreikningum Evrópu

Næsti kafli í Evrópskri hagsögu mun fjalla um evrópsku sub-prime bankakreppuna sem mun hefjast bráðum og koma í alla banka nálægt þér, þ.e. ef þú býrð í ESB. Þessi bóla á fjármálamarkaði evrusvæðis virðist hafa farið fram óáreitt beint undir þeflausa nefi seðlabanka evrusvæðis 

  • Í desember 2008 voru 613.000 nýbyggðar íbúðir óseldar á Spáni
  • Í desember 2008 voru þar að auki 630.000 og að mestu óseldar íbúðir í byggingu á Spáni
  • Spánn hefur því um 1-1,3 milljón íbúðir sem þarf að selja - núna!
  • Og þó hefur verð íbúðarhúsnæðis aðeins lækkað um 10% frá því að þau voru á toppinum í júní 2008
  • Þetta er meira en allar íbúðir sem eru til sölu í Bandaríkjunum núna. En þar hefur verð fasteigna lækkað hrikalega 
  • Ofan í þetta kemur svo Portúgal með um 500.000 nýbyggðar og óseldar íbúðir á vitlausum stöðum í landinu 

Takið vinsamlegast eftir

  • Útistandandi lán til byggingafyrirtækja á Spáni voru um 35 miljarðar evrur árið 2000
  • Útistandandi lán til byggingafyrirtækja á Spáni voru komin í  um 318 miljarða evrur um síðustu áramót. Þetta er 850% hækkun á 8 árum.
  • Ef allar skuldir byggingageirans á Spáni eru teknar saman þá eru þær hvorki meira né minna en 470 miljarðar evrur um síðustu áramót. Þetta er 50% af þjóðarframleiðslu Spánar. (Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni)

Hlutabréfavísitala fyrir byggingabransan á Spáni 

Mynd að ofan: Hlutabréfavísitalan fyrir byggingabransan á Spáni. 10 föld hækkun og svo 90% hrun; heimild: Variant Perception    

Raunvextir á húsnæðislánum á Spáni

Mynd að ofan: Raunvextir á húsnæðislánum á Spáni. Hækka þegar þeir ættu að lækka; heimild: Variant Perception

Raunstýrivextir á Spáni

Mynd að ofan: Raunstýrivextir á Spáni. Hækka þegar þeir ættu að lækka; heimild: Variant Perception

 

Stýrivextir seðlabanka evrusvæðis og raunvextir í verðhjöðnun á Írlandi 

Mynd að ofan: Stýrivextir seðlabanka evrusvæðis og raunvextir á Írlandi í verðhjöðnun; heimild: Variant Perception 

 

Spánn gerði sömu mistök í byggingariðnaði og Íslendingar gerðu í bankarekstri. Byggðu allt allt of stórt miðað við stærð hagkerfisins. Þökk sé innstreymi fjármagns frá evrusvæðinu

Það kemur að skuldadögum. Spánn stendur fyrir 10% af hagkerfi ESB. En þeir standa fyrir 30% af öllum nýbyggingum frá árinu 2000 til 2008 í öllu Evrópusambandinu. En það versta er þó að allt þetta húsnæði er byggt á röngum stöðum. Það var nefnilega byggt á ströndinni á Spáni og þar mun enginn yfirskuldsettur og atvinnulaus Vesturlendingur - sem nú er í óða önn að borga niður skuldir sínar - kaupa neitt á næstu árum. Og ekki munu Spánverjar sjálfir kaupa þessar eignir því það er 25-30% atvinnuleysi á Suður Spáni og mun sennilega fara upp í 35-40% áður en yfir um lýkur. SUB-PRIME kreppa evrusvæðis er því öll eftir. Einhver sem vill eiga hlutabréf í spænskum bönkum núna? 

Raungengi nokkurra hagkerfa á Evrusvæðinu 

Mynd að ofan: Raungengi nokkurra hagkerfa á evrusvæðinu; heimild: Variant Perception 

Raungengi hagkerfa í myntbandalaginu og í ESB

Þýskalandi tekst að halda raungengi þýska hagkerfisins lágu með því að hafa hindrað launahækkanir til launafólks í Þýskalandi hin síðustu 10 árin og svo einnig með ríkisstyrkjum til atvinnulífsins. Það eru engin raunveruleg lágmarkslaun í Þýskalandi og því geta tímalaun á sumum svæðum, til dæmis hins fyrrverandi Austur Þýskalands - þar sem er allt að 30% atvinnuleysi - farið niður í 4 evrur á tímann. Svona tekst Þýskalandi að stunda það sem ég vil kalla steikarpönnu-efnahagspólitík. Hún er svona: maður grillar hin löndin til ösku með því að gíra niður laun og kostnað hjá sjálfum sér miskunnarlaust. Ef hin löndin lækka sig þá lækkar Þýskaland sig ennþá meira. Þetta liggur nánast í eðli þýsku þjóðarsálarinnar. Þannig tekst Þýskalandi að halda öllu evrusvæðinu sem sínum einka útflutningsmarkaði í járngreipum. Í augum Þýskalands er bara til einn móralskt réttur ójöfnuður: hagnaður Þýskalands við útlönd (surplus).

Ef Ísland væri með evru þá kæmist raungengi hagkerfis Íslands varla fyrir á þessari mynd hérna fyrir ofan. Því þyrftu launþegasamtökin ASÍ að beita sér fyrir 50-60% raunlaunalækkun hjá meðlimum sínum núna, því þá væri nefnilega ekki hægt að lækka gengið eða láta það síga til að það mætti endurspegla raunverulega samkeppnishæfni landsins. Tískuorðið yfir svona launalækkanir er innvortis-gengisfelling. Svona "innvortis-gengisfelling" tekur alltaf óratíma, tekst yfirleitt mjög illa og eyðileggur samfélagið í lengdina, því vonir unga fólksins í svona atvinnuleysissamfélögum bresta og barnseignir hætta. En í raun heitir þetta fyrirbæri bara "gamaldag launa- og verðhjöðnun"

Vísitala húsnæðisverðs á Spáni 

Mynd að ofan: Vísitala húsnæðisverðs á Spáni. Næstum allar verðlækkanir eiga eftir að koma til framkvæmda; heimild: Variant Perception    

30% atvinnuleysi bíður og ráðstöfunartekjur hverfa vegna atvinnuleysis

Atvinnuleysi á Spáni er nú í heildina um 20% og verður komið í 25% um næstu páska og í 30% í enda ársins 2010. Það er hrikaleg verðhjöðnun í gangi á Írlandi núna og verðhjöðnunin er einnig að hefjast á Spáni. Þetta þýðir að raunvextir bara hækka og hækka í þessum löndum á meðan laun lækka og skulda- og greiðslubyrði hækkar.

Ég mæli með að þeir sem eiga evrur eða peninga í klemmu í ESB lesi skýrsluna frá Variant Perception: Spain: The Hole In Europe’s Balance Sheet   

Meira gott lesefni er að finna hér á vefsetrinu A Fistful of Euros
Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Bara á spáni voru byggðar fleir íbúðir en í USA en takið eftir,  íbúar USA eru 7 sinnum fleiri. Sem ætti að segja okkur hvað vandamálið er geggjað í ESB

Takk fyrir góða færslu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.8.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta eru hrollvekjandi tölur.

Hvernig ætli væri tekið á hruni Tryggingarsjóðs innistæðueigenda Spánar ef bankahrunið yrði mikið?

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.8.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kærar þakkir fyrir þessa upptalningu staðreynda.

Evran mun hríðfalla, fyrir árslok. Verður að gera það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.8.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Já það er eins og það rifjist upp fyrir manni gamlar spurningar úr erlendum fréttamiðlum frá árunum 2006/7. Spurningar eins og "are Icelandic banks really as save as we are told", þegar maður les "Are Spain’s Banks Really As Good As They Look?"

Gjaldeyrisforði Spánar er akademísk stærð eftir að Spánn gékk í myntbandalagið svo þurrð hans mun ekki ná að kveikja nein aðvörunarljós í tíma til að vara menn tímanlega við hörmungunum. Þeir eiga ca. einn til tvo mánuði af forða til að mæta inntflutningi þegar markaðurinn og ECB setur bremsurnar á áður en allt verður lok & læs.

Þetta mun gerast fyrirvaralaust, svona svipað og CDO og sub-prime kreppa BNA tók menn á nærbuxunum í fleng uppi í rúmi. Virði þeirra gjörningana var reiknað út sjálfkrafa í tölvum alveg eins og virðismat yfirtekinna eigna eru reiknuð út í tölvukerfum í bankakerfi Spánar núna og lóðir og land eru þar uppskrifaðar 1000% til að fegra efnahagsreikningana: alveg án nokkurs tillits til hvað verður hægt að fá fyrir eignirnar þegar bankanir verða þvingaðir til að pressa afskriftunum í gegnum klósettskálina. Nema evrusvæðið vilji verða Japan Evrópu; ein stór labbandi zombie tímasprengja zombie banka

Upphaflegu lántakendur verða svo látnir bera mismuninn því þar sleppur fólk ekki við neitt þó svo að eignin sé löngu farin á uppboði. Ekki frekar en annarstaðar í Evrópu

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2009 kl. 16:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég efast stórlega um að evran falli því það kemur sér vel fyrir Kínverja að halda gengi evru upp til þess að komast hjá því að fella sitt eigið gengi. Því þora þeir nefnilega ekki af ótta við viðbrögð Bandaríkjamanna. Svo of hátt ömurlegt gengi evru fyrir evrubúa kemur sér afskaplega vel fyrir Kína á meðan Bandaríkin geta ekki verið þeirra allherjar neytandi til þrautarvarna

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svona samantekt ætti að fá Samfylkinguna til að beiða yfir haus, en hún er of forhert og sér þar að auki ekkert annað en EU.

 En látum vera að einhverjir duglausir afturkreistingar vilji láta EU sjá um allar sínar þarfir, það er hins vegar óskiljanlegt að ASÍ skuli vera tilbúið að taka undir með þeim og svíkja umbjóðendur sína inn í þetta dauðvona kerfi.

Ragnhildur Kolka, 25.8.2009 kl. 21:10

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

For i sma ferd hingad i Evrulandid...for a radstefnu International Judo Federation. Hitti thar formann Jodusambands Thyskalnands. Hann var ad segja mer fra vandamalum theiraa....their fa ekki nylidun inn....ekki af thvi adf ithrottin standi ekki fyrir sinu....thad eru ekki framleidd nogu mörg börn i Thyskalandi....efnahagsvandamal heimsins eru brandari midad vid thann vanda....og Thjodverjar eru farnir ad finna fyrir thessu....

Kosningar i Thyskalandi stabda fyrir dyrum....kosningabarattan er brandari, thvi allir flokkar eru hraeddir vid ad tala um raunveruleikann.....thad folk sem eg tala vid her og er medvitad um raunverulega stöduna, er mjög medvitad um af Evran muni falla eins og steinn eftir kosningar...eg get ad visu ekki metid thad fullkomnlega, en thfar öll vötn falla til Dyrafjardar.....

Haraldur Baldursson, 25.8.2009 kl. 22:35

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er ekki Spánska bankakerfið að leyfa húseigendum að skila lyklunum af sínum nýju húeignum án nokkurra eftirmála? Þetta sagði Lilja Móselsdóttir í Kastljósi nú í kvölNokkrir þingmenn eru með frumvarp í smíðum í þá veru að húseigendur sem skila lyklum af sínum eignum, verði ekki hundeltir af bönunum.

Þessar staðreyndir eru ekki komnar inn i módelið gagnvart Spánskum bönkum ,ef rétt er farið með hjá Lilju!!!  Ef ekki þá hvaða hrun er þá fyrirsjáanlegt hjá spönskum bönkum og getur seðlabanki Evrópu bakkað þá upp?

Eggert Guðmundsson, 26.8.2009 kl. 00:39

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er þá allavega ljóst Eggert að mannréttindi húseigenda eru á hærra plani á Spáni en á Íslandi. Ég hélt reyndar hingað til að það væri á hinn veginn.

Annars held ég að vandamál Spánar sé fyrst og fremst þungt skrifræðisbákn, ég kynntist því í sumar er ég dvaldi þar í rúman mánuð.

Rétt er að geta þess að vextir á Spáni eru brot af því sem þeir eru hér (sé tekið tillit til verðbólgunnar, sem er í raun dulin skattlagning.)

Theódór Norðkvist, 26.8.2009 kl. 00:52

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það sem ég hef áhyggjur af er að ef hagkerfi Spánar er 10% af hagkerfi ESB og Spánskir bankar eru að bjóðast til að taka á móti lyklum og skuldir eru skildar eftir í bönkunum. Þá hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir ESB að skuldastaða Spánar muni versna enn frekar.

'i ljósi færslu Gunnars þá er framtíðin ekki mjög björt í  Evrópu, og því er þetta athugunarefni þessi aðgerð Spánskra banka um afskriftir skulda.  Hvernig ætla spánskir bankar að fjármagna þessar afskriftir öðruvísi en að deila þeim með þeim 27 ríkjum ESB. 

Ég held að Spánverjar séu að ríða á vaðið um slíta samstarfi við ESB. Mér sýnist þetta vera með 1 skrefum að upplausn sambandsins.  Spánverjar munu gera kröfu til Seðlabanka Evrópu um hjálp vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots banka á Spáni, atvinnuleysi vegna sölutregðu sinna afurða. Frakkar munu í kjölfarið feta í fótspor Spánverja vegna sinna banka og sinna fyrirtækja. 

Þjóðverjar með sitt lága ris í framleiðslu og sölu, eða 0,5% hækkun eftir að hafa fallið um 7% í útflutningsgeira, þá munu þeir spyrna við fótum og neita allri hjálp til Spánverja og Frakka.  Ítália hefur ekkert um málið að segja.

Spánverjar eru að stíga skrefið til falls ESB.  Þetta var mín spá fyrir 2 árum og ég hræddist mjög.  Þetta hefur gífurleg áhrif á stöðu Íslands og við 'Islendingar verðum að bregðast við því  að fara að finna nýja markaði fyrir okkar útflutningsvörur. 

Hrun Evrópu (innanfrá) er byrjað að gerast með þesssum fréttum.  Hver þjóðin mun rísa upp á móti hvor annarri, (Finnar á móti Svíjum td. o.s.fr.)

Þetta er rétt hjá Gunnari að Kínverjar séu að halda uppi gengi EVRUNAR, vegna eiginhagsmuna sinna. Kínverjar eru að sprengja upp hagkerfi ESB vegna þess að ef gengi EVRU fellur gagnvart DOLLAR þá veikist bandarískt hagkerfi og Kínverjar tapa umtalsvert vegna DOLLARAEIGNAR sinnar.

Eggert Guðmundsson, 26.8.2009 kl. 01:31

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

THad vill til ad kinverjar eru ad kaupa upp eins mikid og their geta af malmum unnum og ounnum, til ad nyta ser Dollarana sina strax... thad liggur naerri ad aetla ad their reikni med fali Dollarsins.... ef hann fellur, hvernig a tha ad halda evrunni svona lengi harri.... markadir ESB i USA myndu hrynja.

Haraldur Baldursson, 26.8.2009 kl. 07:23

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er ekki Spánska bankakerfið að leyfa húseigendum að skila lyklunum af sínum nýju húeignum án nokkurra eftirmála?

Eggert: nei það gera þeir ekki. Ef menn halda það þá eru þeir úti að aka. Þetta er stórt vandamál. Eins og hagfræðingurinn Edward Hugh í Barcelona, sem hefur fjallað mikið um þessi mál, segir í grein sinni: More Comedy From The Spanish Banking System

"The same thing happens when it comes to the time to “ejecutar una hipoteca” by auction, there being no other way in Spain. Since judges tend to give banks a really hard time if the asset is valued below the amount of the mortgage debt (ie the individual who owes the money has a debt even after the auction) banks normally take the easy way out and value the property at the amount of the debt rather than have the judge cancel the auction. Banks then theoretically have to pay tax on the transfer price to the registry (assuming they end up “adjudicando” the asset to themselves, i.e. taking possession), and the tax office - Hacienda - won’t accept anything other than the price at which the asset has been “adjudicado”."

Skv þessu eru dómstólarnir harðir við bankana um að þeir megi ekki selja yfirteknar húseignir á útsölu nema að tryggt sé að eignin hafi verið boðin upp á því sem næst "réttu verði" því það er húseigandinn sem stofnaði til skuldanna upphaflega sem mun sitja uppi með mismuninn á áhvílandi skuldum og uppboðsverðinu á meðan hann lifir. Héldu virkilega einhverjir að það væri hægt að labba burt frá skuldum hér í Evrópu? Það er ekki hægt, hefur aldrei verið hægt og mun aldrei verða hægt.

Danskir kunningjar okkar eru t.d. ennþá að bogra húsnæðislánin sem hvíldu á húseign þeirra sem fór á nauðungaruppboði fyrir 20 árum síðan. En þá hrundi markaðurinn hér og fasteignaverð féll um 40%. Þá voru nauðungaruppboð hrikalega algeng hér í Danmörku. Nei: skuldir hefta menn fyrir með sinni eigin persónu ásamt eignum sínum. Þeir eru alltaf í sjálfsskuldaábyrgð ofaní veðréttinn.

En auðvitað getur fólk alltaf skilað inn lyklum og labbað burt. En það þýðir bara ekkert annað en að menn fara úr eigininni. Þeir skulda jafnmikið eftir sem áður og innheimta mun fara fram þar til yfir lýkur.   

Haraldur: 

Já ég skil vel að formaður þýska júdó-sambandsins hafi verið svartsýnn og að það skorti nýliða í sambandið. Það vildi svo undarlega til að í gærkvöldi var sýndur hér sjónvarpsþáttur um dauða Evrópu á rásinni DR2. Þetta er í fyrsta skiptið sem fjallað er um þetta stóra mál hér í stórum fjölmiðli, því eins og þú segir þá er nánast "bannað" að tala um þetta. Þetta er svo mikið tabú

En þátturinn greindi frá því að sökum hrikalega lágrar fæðingartíðni í Evrópu mun fólksfjöldi í Evrópu falla um helming á tíma næstu tveggja kynsóða. Sem sagt; mannfjöldi Evrópu mun falla um 250 milljónir á næstu 150 árum eða svo. Það var talað við Þjóðverja sem hafa verið að rífa niður 1,2 milljón tómar íbúðir á síðustu árum í Þýskalandi. Þeir gerðu ráð fyrir að þurfa að rífa niður 1,2 milljón íbúðir í viðbót innan ársins 2015.

Þetta var eki góður þáttur því hann boraði svo grunnt í vandamálið (raunveruleikaflótti) en hann mun þó samt kannski hafa náð að sjokkera alla þá sem hugsa ekkert um þessi mál. Ég veit hinsvegar að fjárfestinga- og fjármagnsheimurinn hugsar um þessi mál á hverjum degi. Pólitíkusar hugsa ekkert um þessi  mál því þeir eru bara í sjónvarpsleik eins og verjulega. Þingið er orðið að búningsherbergi og hin raunverulega pólitíska starfsemi (hér er ég - sjáið mig!  sjáið mig!  sjáið mig!  sjáið mig!  sjáið mig!) er flutt inn í "kemst ég í sjónvarpið hvað sem það kostar" - og - "get ég ekki komist á feit laun niður í ruslakistunni í Brussel". Pathetic, pathetic, pathetic, pathetic, pathetic, pathetic!

Kveðjur      

Gunnar Rögnvaldsson, 26.8.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband