Leita í fréttum mbl.is

Heimsviðskipti stöðvuð

The Illustrated Road to Serfdom Planners

World Market Alert - heimsmarkaðs aðvörun - 

Sökum mikilvægs annmarka á heiminum öllum þá eru heimsviðskipti hér með stöðvuð og löggð niður. Það kom nebbnilega í ljós að heimurinn er ekki eitt myntsvæði með eina mynt

 

one market, one money  

© 1991 Jacques Delors; President of the EUC

Því hafa heimsviðskipti verið lögð niður og verða ekki tekin upp aftur fyrr en heimurinn er orðinn eitt myntsvæði. Þessi mistök munu ekki koma fyrir aftur

Mikilvægt er að bregðast rétt við og leita skjóls strax 

Þeir sem eiga reiknivélar eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við yfirvöld í Brussel og muna að taka reiknivélina með sér. Þeir sem hafa notið ávaxta hagvaxtar heimsins hin síðustu 5.000 ár eru beðnir um að gefa sig fram í byggingu númer Z4-A2ZZ-EUD-eMu-B-WASH Brussel

euflag-fewstars

Virðingarfyllst

Fimmtudagurinn 20. ágúst 2009 e.Kf. (stimpill hér)

Myntbandalagið í ESB - 

World European Monetary Union Authority  (stimpill þar)

 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég á reiknivél gamli en þori ekki með hana til Brussel, ég held hún verði gerð upptæk sem hluti af staðalbúnaði hryðjuverkamanna gegn ESB...

Bjarni Harðarson, 20.8.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ó já kæri Bjarni. Hættan er mikil og bráð. En þá er um að gera að hafa sömu gerð reiknivélar og Jón Baldvin Hannibalsson notar við greinaskrif sín. Hún reiknar nebbnilega út 100% gengisfall án þess að útkoman verði núll. Made in Brussel væni minn . . .   

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bíddu Bjarni . . . bíddu nú aðeins hægur . .  ekki svona hratt væni minn . . 

. . . kaffi . . lýsi . . harðfiskur . . slurp . . pípan . . half & half . . . eldspýtur . . . . púff. . . 

. . þetta er ótrúlegt Bjarni, hvað er eiginlega að gerast hér? Hvurslags er þetta eiginlega? Hvernig í veröldinni getur þetta verið? Þetta getur bara ekki verið rétt. Bara ekki rétt lagsmaður! Ég var nebbnilega að fá reikningsyfirlit frá bankanum mínum sem er sparisjóður og þar stendur að útlánsvextir séu: 14,56% á yfirdráttarheimild minni. Og það sem er enn undarlegra er að það eru 0,125% innlánsvextir á innistæðum mínum. Kvurslags er þetta eiginlega!! Kunna þessir menn ekki að reikna hér í ESB? Það er því sem næst 0,0% verðbólga og stýrivextir eru 1,1% !

Eina skýringin hlýtur að vera sú að þeir eru að nota þessa andskotans reiknivél hans Jóns Baldvins Hannibalssonar sem er örugglega framleidd í Brusselbælinu. Þetta er allt saman kol kol vitlaust hjá þeim í bankanum. Jamm, kolvitlaust! Ég hringi í bankann á morgun og þá verður þetta örugglega leiðrétt. Tralla la la la. Ég bara redda þessu maður!

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2009 kl. 19:21

4 identicon

Ég strákar, talandi um einkarellur og Evrópusambandið,

http://gunnarwaage.com/johanna.mp3

og allir með;

Kúkum á kerfið

já nú er það svart

daman er erfið

á þvílílkri fart

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hæ hæ Nafni

Kærar þakkir fyrir þetta Gunnar Waage, hehe (hristist ennþá í stólnum). Þetta var lagið maður. Snilld bara! Hrein snilld. En passar því miður mjög vel við raunveruleika okkar.

Útvarp Alsæla: dagskráin heldur áfram

ƒ Mínar dömur og herrar með sviðin eyru: leikið var lagið við raunveruleikann, - Jóhanna.mp3.

ƒ Næst á dagskránni er aftansöngur úr stólpípuverki fjármálaráðherra: Íspestarkallinn hann

ƒ Þar á eftir koma Danslög Alþingis.

ƒ Dagskráin endar svo á Jóhönnu.mp3 aftur en nú í físdúr við undraleik Banka Bingó Kaupaling Landsbykkjan Glottnir (BBLG)

ƒ Kvöldbænina flytja hagsmunasamtök viðrekstrarfræðinga fjármálageirans, gef oss peninga

 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2009 kl. 08:17

6 identicon

haha, ég þarf eiginlega að gera aðra version með þessum texta, frábært!!

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband