Leita í fréttum mbl.is

Í sumum löndum falsar maður úrslit kosninga. Í Evrópusambandinu er hinsvegar bara kosið aftur þar til rétt niðurstaða fæst

 Látum ekki kúga okkur

Já kæru lesendur - þetta er ekki úr grein Morgunblaðsins heldur úr grein Wall Street Journal frá 26. þessa mánaðar. Ef ykkur skyldi bregða illa við þessa frétt um hin svokölluðu lýðræðisríki Evrópusambandsins, sem þora ekki að hlusta á kjósendur sína, þá verðið þið að hafa í huga að Wall Street Journal er ekki það sama og Morgunblaðið eða Ríkisútvarp Íslands

Morgunblaðið myndi aldrei finna upp á því að skrifa svona, því núna er Morgunblaðið nefnilega rekið sem verkefni. Því er ritstýrt með harðri hendi verkefnastjóra verkefnisins. The project managers. Hin nýja kynslóð stjórnenda þessa miðils. Þessi mál — kosningasvindl í lýðræðisríkjum — falla ekki inn undir verkefnalista Morgunblaðsins. Því skrifar maður ekki neitt um kosningasvindl í Evrópusambandinu. Verkefni Morgunblaðsins er nefnilega að koma Íslandi inn í ESB, næstum sama hvernig það fer fram. Koma Íslandi inn í einmitt svona þægilegt kosningakerfi

Er þetta þá hægt í Evrópusambandinu? 

Þessu hefði hið sáluga stórmenni hinna sálugu Sovétríkja, Leoníd Brézhnev, varla trúað í sínu lifanda lífi. Að þetta væri hægt in das West maður. Vaú! En já, þetta er hægt. Maður hellir bara meðalinu ofaní greiðendur tilgangsins. Uppskeran fellur svo ofaní í vasa fámennrar nafnlausrar elítu Evrópusambandsins. Þessi elíta fær vel útborgað frá einmitt þér. Ef störf hjá ESB væru ekki svona vel útborguð þá hefði enginn áhuga á ESB, enginn. Þess vegna verður að halda launum 180.000 manna herafla sambandsins mjög háum og helst skattfrjálsum. Lífeyrissjóðir starfsmanna ESB verða einnig helst að hafa skattalega heimilisfestu í þeim skattaskjólum sem ESB er núna búið að svartlista fyrir þig og þau "óvinveittu" ríki sem hafa dirfst að innrétta samfélög sín í trássi við "réttar hugmyndir" herafla Evrópusambandsins um hið rétta og fullkomna skattpíningarhlutfall á þegna þessara (ó)heppnu landa. Þetta er nefnilega meðalið sem hellt er ofaní tilganginn. Peningar og meiri peningar — og völdin maður. En ekki fyrir þig væni minn, heldur bara fyrir okkur, fyrir ESB-elítuna

Aldrei aftur

Endalaus áróður sem ekki er hægt að segja upp 

Það sama gildir því miður um Ríkisútvarp Íslands. Þar eru opinberir starfsmenn á fullum launum við að troða þessu sama verkefni ofaní alla landsmenn. Sama hvað það kostar. Og peningar RÚV koma inn í óendanlegum straumi frá þér. Straumur sem þó sennilega er að þorna dálítið upp fyrir aumingja ESB-Moggann. Ég vorkenni ESB-mogganum eiginlega dálítið. Að gera sig sjálfan kanski gjaldþrota fyrir ekki neitt nema verkefnið. En þetta kostar þó starfsmenn og verkefnastjóra RÚV ekki neitt, því þú borgar, endalaust. Sama hvað gengur á þá borgar þú, alltaf. Þetta er ríkisrekinn áróður a la USSR, Kína, Kúba og Norður Kórea. En RÚV gerir þetta þó mjúklega og undir flaggi "almannaheilli" sem stundum er nefnd public service. En þú borgar, alltaf. Þeir fá útborgað fyrir að segja þér og sýna þér. En þeir segja þér bara það sem þú sérð og heyrir. Þeir skrifa aldrei og segja aldrei það sem þú sérð ekki. Þetta eru því miður rúðubrjótar. Þeir segja þér ekki það sem þú hvorki sérð né heyrir, en sem þeir ættu samt að sjá og heyra, því það er hlutverk þeirra, samkvæmt lögum

Interflug til himnaríkis

Við, búrhænsnin í Evrópusambandinu

Já. Þetta er um sambandið Svikin Loforð & Mest Prettir H/F, fyrir fullum skrúða. Spillingu, draumóra, svikin loforð, jarðsetningu virks lýðræðis, kosningasvindl, krossfestingu heillra þjóðfélaga á galdrapappírskrossinum, hnignun félags manna, stöðnun hagvaxtar og hvarf velmegunar. Þetta er um hið komandi stórríki fátæktar. Ríki sívirkrar eyðni velferðar. Evrópusambandið!

Wall Street Journal segir að vegna þess að það hafi komið "nei" út úr þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi, þá þurfi nauðsynlega að kjósa aftur. Og þá er náttúrlega bara kosið aftur. Elítan hefur skipað og hrætt svo fyrir um. Það sem kosið verður um (aftur) er nákvæmlega það sama og kosið var um síðast þegar það kom ekki "rétt" út úr kosningunum

Er þetta ekki dásamlegt? Er ekki dásamlegt að hafa svona glæsilegt verkfæri hinna nafnlausu sér til fullra umráða. Maður minn, þetta getur varla orðið betra. Þú getur fengið nánast hvað sem þú villt. Maður lætur bara þegnana skríða inn í kosningabúrin aftur. Eins og hænur í búri. Kjósið nú aftur, hænur mínar. Gagg a la gagg í ESB. Hænur í kosningabúrum. Sambandið maður! Sambandið! En vinsamlegast haldið þó áfram að verpa peningum fyrir mig

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góð grein hjá þér Gunnar!

Ég hef spurt mig af hverju slæmar fréttir frá EU á Íslendi birtast sjaldnar og sjaldnar. Ég rakst á frétt það sem EU var að reyna að fá USA í lið með sér til að fá Kínverja til taka þátt í WTO. Ástæða að Kína eru mikla námur efnasambanda sem finnst vart utan Kína. Kína þarf því ekki að deila þessum hráefnum verandi utan WTO.

USA öfugt við EU tel ég vera í mjög góðum samskiptum við Kína og Asíu almennt. Þurfa ekki að hjálpa EU. 

Einnig finnst mér sjálfstæðar raddir Norðurhluta EU í mannréttindamálum hafa þagnað frá því sem áður var.

Mengunar gróðahyggja virðist mest inn. 

Júlíus Björnsson, 29.6.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð lesning og grátlega rétt með farið. Einfalt og hittir í mark. Þeir sem breiða út fagnaðarerindi EU umsóknar hafa annað hvort þegar fengið greitt fyrir það, eða fengið loforð um að feitar fúlgur muni bíða þeirra við inngöngu landsins í þennan ófögnuð. Verst er þó að varla er nokkur fjölmiðill lengur til staðar til að halda uppi opinni og upplýstri umræðu um það hvað þessi skelfing myndi leiða yfir okkur. ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!   

Halldór Egill Guðnason, 29.6.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Berjast strákar!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hugsið þið ykkur forréttindin sem við þegnar 'Island fáum umfram þegna ESB.

Við fáum að kjósa um aðild.  Gallinn er sá að kosning okkar skiptir ekki máli, nema að því leyti að  hún mætti vera ráðgefandi.

Sama hver úrslitin verða þá skulum við inn í ESB. "ESB Bjargvættur deyjandi stórvelda"  Við eigum að gefa blóð. 

Ég er sammála þér Halldór um að einhverjir hafa fengið greitt, eða eiga von á stórum greiðslum, fyrir greiðann að "gefa blóð" til þeirra deyjandi stórríkja í ESB. 

ESB - gömul hugmynd frá Ítölskum KOMUNISTUM. Sumir verða jafnari en aðrir í þessum samtökum. Þetta erum við Íslendinga að fá að finna fyrir með nauðarsamningum sem er verið að þröngva upp á okkur.

Svei -veri áróðursmönnum sem vilja okkur þetta hlutskipti.

Eggert Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið.

Hver nema skítapakk kemur fram á alla sjónvarpsskerma heimsins til að rakka niður heila þjóð á þennan hátt? drullu ausið yfir íslensku þjóðina 

- og Steingrímur Joð lyppast fastur niður á stólinn og situr þar lamaður sem UHU-límdur væri. Stólinn sem ef til vill mun kosta Íslendinga alla þjóðarframleiðsluna. Þetta er svo hrikalegt að orð ná ekki til að lýsa gungu- og aula framferði ríkisstjórnar Evrópusambandsins á Íslandi.  

Hvar er svo þessi lögsókn Gordons hins Brúna? Af hverju stendur maðurinn ekki við orð sín? Hvað er hann hræddur við? Að tapa málinu? Að tapa þýrstibullunni?   

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2009 kl. 22:40

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar Steingrímur J flýgur niður til Brussel til þess að ganga frá Aðildarumsókn, mun hann segja okkur að annað hafi ekki verið í stöðunni. Það hafi í raun verið búið að gagna frá málinu í síðustu ríkisstjórn. Honum hafi í raun bara verið falið að ganga frá málinu. Svavar Gest verður í samninganefndinni og semur eflaust um að ESB fái orkulindirnar ef ESB taki við okkur.

Sigurður Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 23:37

7 identicon

Sæll Ómar,

Nú er að hitna í kolunum hér og magnaðir dagar framundan.  Með það í huga er vert að hafa neðangreint efni að leiðarljósi:


The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en
Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Það er nú alveg á hreinu að ég mun velja Evrópsambandsaðild ef röksemdafærsla Evrópandstæðinga verður á þessum nótum sem má sjá hér í þessari bloggfærslu og fleirum. Er málstaður ykkar svo aumur að ekki er hægt að standa fyrir honum nema með fúkyrðum og heimsendaspám. 

Lárus Vilhjálmsson, 30.6.2009 kl. 12:24

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigurður:

þetta er að verða ansi kaldhæðnislegur gangurin á ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi. Hver undirlægjan á eftir annarri

Já Lárus: það er náttúrlega leiðinlegt til afspurnar að einn helsti fjölmiðill heimsins (WSJ) sé að líkja ESB við ríki sem stunda kosningasvindl. En staðreyndin er þó sú að þetta er hárrétt. Kjósendur í ESB eru látnir kjósa þangað til ESB þykir koma rétt út úr kosningunum. Þér veður þó aldrei, Lárus, boðið uppá að kjósa þig út úr evru eða ESB álpist þú einu sinni til að segja já. "Lýðræðið" og frelsið í ESB gildir ekki á þann veginn.

Einnig er afskaplega leiðinlegt fyrir almenning í Evrópusambandinu að lesa um leynda tvöfalda lífeyrissjóði ESB manna - í háborg spillingarinnar: Brussel - í löndum sem þeir hafa dæmt útaf landakortinu sem skattaskjól þegar skattakerfi heimalanda þeirra vantar peninga sökum krónísk lélegs hagvaxtar hin síðustu 25 ár ásamt stöðnunar og krónísks massívs langtímaatvinnuleysis í samfleytt 30 ár.

Hagvöxtur í ESB er jafnframt er á leiðinni til að heyra alveg sögunni til í stærsta hluta Evrópusambandsins. Þá er það ekkert nema fátæktin sem bíður þegnanna sem eru að verða svo aldraðir að um helmingur kjósenda í kosningunum í Þýskalandi í sumar verða orðnir sextugir. Ég hef ekki ennþá séð mikla eftirspurn, hagsæld og sterkar undirstöður hagvaxtar og velmegunar á 400 milljón manna elliheimilum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2009 kl. 14:37

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrópu sameiningin EU er yfirstjórnsýslustig: Miðstýring sem þýðir skattar eða hagræðing og niðurskurður. EU er að falla samanborið við Asíu og USA.

Evrópu andstæðingar segja hverjir? Íslendingar? Ég er Evrópumaður með Íslenskan ríkisborgarrétt og ég finn til með almenningi í Evrópu sér í lagi á Norðurlöndum.

Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband