Leita í fréttum mbl.is

Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni

Þýtt og endursagt úr ensku - 6. maí 2009

Að henda evrunni og endurræsa hrunið hagkerfi Írlands

Grein eftir Írann David McWilliams hagfræðing, birtist á netinu og í írskum dagblöðum í dag. David vann m.a. áður hjá seðlabanka Írlands

David McWilliams

"Einn af fylgifiskum krísu er sá að "trúverðugleiki dyravarða hinnar réttu hugsunar" sturtast oft út í sjó (hér á eftir bara kallaðir dyraverðirnir).  Dýrðarljómi boðskapar dyravarðanna er mikill og áhrifaríkur því að trúa á hann er auðveldara en að hugsa sjálfur. Ef nógu margir dyraverðir endurtaka boðskapinn nógu oft þá verður boðskapurinn að "sannleika". Svo í staðinn fyrir að hugsa sjálf, þá grípum við boðskap dyravarðanna og trúum á hann. Írland hefur orðið fyrir áhrifum svo mikils sannleika þessara dyravarða að hann mun endast Írlandi heila mannsæfi." . . . .  Ég hef þýtt greinina svo hægt er að lesa hana alla á íslensku hér á www.tilveraniesb.net => Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni

Fyrri Færsla
 
Forsíða þessarar bloggsíðu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þetta. Meðan ég las þett var ég að hugsa um hvernig fólk sem ætlar að stofna lítið fyrirtæki (utan um sjálft sig og kannski 2-4 til viðbótar) ber sig að innan Evrópusambandsins. Þarf það að fara í eitthvert ferli til Brussel?

Kolla (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Horfurnar eru ekki góðar hjá Írum, en úrræðið er ekki að stefna viljandi í gengishrun. Bezta leiðin er að hörfa skipulega út úr hrynjandi og skuldugu peningakerfi. Þess vegna, ættu Írar að gera eins og bezt væri fyrir okkur Íslendinga, að koma á fót nýju peningakerfi við hlið hins gamla.

Efnahagslausn með tvöföldu peningakerfi gerir kleyft að komast úr kviksyndinu:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/866047/

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Loftur.

Ég vissi ekki að það væri hægt að lækna spilavítisfíkn fjárhættuspilara með því að láta þá fá "tvöfalt peningakerfi". Það besta er að hætta að drekka og hætta að stunda fjárhættuspil með lánsfé frá börnunum sínum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll Gunnar.

Þú ert líklega ekki alvöru fjáhættuspilari, fyrst þú talar um drykkjuskap um leið og fjárhættuspil. Þetta tvennt fer alls ekki saman.

Allir alvöru spilamenn nota kerfi, en það þarf að vera einfalt í notkun, svo að menn verði húsbændur kerfisins en ekki þrælar.

Alvöru fjárhættuspilarar leggja aldreigi meira undir en þeir hafa efni á að tapa. Hins vegar vandast málið, ef menn vita ekki að þeir eru að stunda fjárhættuspil.

Þú hefur sjálfsagt heyrt kveðjurnar sem Obama er að senda Írum. Hann herðir að snörunni.

Góð kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 23:46

5 identicon

Sæll Gunnar,

það er greinilegt á öllum skrifum þínum að þér líður voðalega illa að búa í Evrópusambandsríki. Komdu bara hingað heim í dýrðina og farðu að nota þennan gjaldmiðil sem þú ert alltaf að mæra: krónuna. Ég veit að þér mun líða svo miklu, miklu betur. Krónan er nefnilega alveg sérlega sterkur og mikilvægur gjaldmiðill núna, sem styður vöxt og þroska bæði fyrirtækja og heimila á íslandi.

Bestu kveðjur úr gúlaginu,

Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Þessi trúverðuleiki dyravarðanna er nokkuð merkilegur. Í mínum huga hefur þetta kallast göbbels methoden þ.e. að ef maður segir eitthvað nógu oft verður það satt. Methoden kallat jú eftir upphafsmanninum. Það er alveg merkilegt hvað menn trúa mikið á þessa evru og að krónan sé ónýt. Krónan er ekki ónýt það er hagstjórnin sem hefur verið ónýt í 20 ár. Menn verða að gera sér grein fyrir að gengissig getur verið mikilvægt hagstjórnartæki og þá sérstaklega fyrir Ísland sem verður ekki banka nýlenda en verður land sem mun færast mun nær því að vera veiðiþjóðfélag. Við þurfum ekki að líta langt til baka þurfum einungis að hugsa um þá sýkingu sem kom upp í síldinni um árið. Sem veiðimanna þjóðfélag eru sveiflurnar stórar og óútreiknanlegar og því er gengi gjaldmiðilsins mikilvægt hagstjórnartæki. Þetta hagstjrórnartæki missum við ef við tökum upp evru. Að kenna krónunni um hvernig komið er er að hengja bakara fyrir smið. Peningastefnan hefur verðið ónýt þar sem Seðlabanki og ríkisstjórn hafa verði að vinna á móti hvort öðru. Að auki hefur ekki verið neitt eftirlit með útgáfu jöklabréfa. Það þurfti engan snilling til að sjá að þessir aðilar myndu flía eins og rottur ef aðstæður breyttust á alþjóðlegum mörkuðum. Það vissu allir að þessi núllvaxtastefna myndi aldrei vara við. Menn voru að skortselja jen á sama tíma og jenið var að falla og fluttu þetta svo yfir í krónur þ.e. menn borguðu litla vexti í japan á sama tíma og jenið féll og keyptu svo krónur með góðum vöxtum. Menn geta litið á hlutina með mörgum brillum en alþjóðaviðskiftin eins og þau hafa verið seinustu 10 ár hafa verið óeðlileg og það vissu allir af því og það vissu allir að því að þetta myndi bresta bara ekki hvenær. Íslendingar tóku áhættu á öllum sviðum og í öllu þjóðfélaginu. Misvitrir stjórnmálamenn áttu að skapa ramman en þeir kúkuðu upp á bak. Ég bý sjálfur í Danmörku og vissi þegar árið 2003-2004 að þetta gæti ekki gengið svona. Hélt þó að þetta myndi ske fyrr og með mynni sársauka. Þetta sannar bara að lengi er hægt að lengja í hengingarólinni en þá verður hrunið bara stærra.

Hörður Valdimarsson, 7.5.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hörður, þú segir réttilega:

Krónan er ekki ónýt það er hagstjórnin sem hefur verið ónýt í 20 ár…….Peningastefnan hefur verið ónýt þar sem Seðlabanki og ríkisstjórn hafa verði að vinna á móti hvort öðru.

Margir hafa áttað sig á þessu, en það þarf meiri skilning til. Fyrir það fyrsta, þurfa menn að vita hvað þessi peningastefna heitir og hver eru einkenni hennar. Ríkjandi peningastefna og ekki bara á Íslandi nefnist "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy). Seðlabankinn er holdgervingur þessarar stefnu og flestir vita að seðlabankar eru gamaldags form af ríkisfyrirtækjum, sem ekki þurfa að standa neinum skil gerða sinna.

Stefna Seðlabankanna er nefnd torgreinanleg, vegna þess að hún byggir á órökréttum ákvörðunum sem teknar eru í myrkvuðum bakherbergjum. Almenningur fær engu um aðgerðir Seðlabankanna ráðið og það eru vissulega ekki hagsmunir almennings sem hafðir eru að leiðarljósi. Starfsemi seðlabankanna er í algjörri andstöðu við það sem hægt er að nefna markaðs-frelsi. Afskiptasemi seðlabankanna eru engin takmörk sett og því tjóni sem þeir valda eru heldur engin takmörk sett.

Á liðnum máluðum hef ég skrifað margar ritgerðið um "torgreindu peningastefnuna" og andstöðu hennar sem nefnist "reglu-bundin peningastefna" (rule-bound monetary policy). Þú getur fundið þær á blogginu mínu, ef þú hefur þolinmæði til að leita.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.5.2009 kl. 18:05

8 identicon

"First they and their proponents are ridiculed, then they are violently attacked and only then are they accepted as a universal truth. I suspect the same will happen to the idea of leaving the euro."

Það er gott að menn yfirgefa skotgrafirnar og standa fyrir skoðunum sínum eins og McWilliams gerir í þessari grein. En svörinn hafa verið (eins og hann átti von á ) neikvæð, sérstaklega ESB sinnar, eins og þessi hér:

David McWilliams' "let's leave the euro" argument (Irish Independent, May 6) is certainly novel. It is also part of the general "grass is always greener" commentary which, like communism, is best left to theory rather than practice. As an experiment, let's add a small currency to a small country with a big deficit and see what happens.

Initially, our exports would do well because our goods could cost less. But then we won't be able to buy much as our currency is worth buttons. So, we would have to start raising our interest rates to stabilise our currency. And then we'd have to raise them a bit more. And then a bit more.

And then we would have interest rates higher than at present. But instead of our current situation, we would not be able to borrow money at preferential rates from the ECB.

This comes down to choices -- being part of a currency that is the only one to rival the dollar, is used by 320 million instead of just four million and has resulted in greater price stability and half decent interest rates so that Irish businesses has a better chance to borrow.

Or being Iceland.

Andrea Pappin
European Movement Ireland
Merrion Square, Dublin 2

Fyrir mitt leiti finnst mér meira vit í því sem Mr.Pappin er að segja, allavega miðað við reynslu okkar molbúa undanfarin misseri. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:08

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já svörin eru flest neikvæð Magnús. Það er engin leið út úr ESB eða evru aftur hafi maður einusinni gengið í myntbandalagið. Engin leið út aftur. ESB krefst ALGERRAR samvinnu. Ekki samvinnu heldur ALGERRAR samvinnu, alveg eins og Tékkar eru að finna á eigin líkama og þjóðarsál núna. 

 

Svo verður kosið aftur og aftur og aftur 

 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 13:42

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hörður skrifaði: Sem veiðimanna þjóðfélag eru sveiflurnar stórar og óútreiknanlegar og því er gengi gjaldmiðilsins mikilvægt hagstjórnartæki

Þessu eru margir búnir að gleyma Hörður. Vitið datt því miður ofaní Café Latté bollann og leystist upp í þýskan stöðugleika fethisisma. Gleymið ekki að evrusvæðið er einkaútflutningsmarkaður Þýskaland, sérhannað fyrir Þýskaland og Frakkland. Þetta er núna orðinn "holy grail" þessara landa. Og það er engin leið út aftur. Engin.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 14:58

11 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Sæll Gunnar

Var staddur á íslandi um kostningarnar. Var í teiti með ca. 100 öðrum. Að sjálfsögðu var rifist mikið um pólitík en það kom mér á óvart að fólkið vildi taka upp evrun ekki vegna þess að þeir meintu að evran væri svo góður gjaldmiðill heldur vegana þess að þeir treystu ekki stjórnmálamönnum til að stjórna krónunni.

'

Hörður Valdimarsson, 8.5.2009 kl. 18:04

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hörður

Já þetta er yfirleitt svona:

1) Það kemur kreppa

2) Menn kenna stjórnvöldum heima fyrir um allt (eða seðlabankanum)

3) Þeir leita að öðru "betra"

En svo lýkur kreppunni og þá:

4) er batinn "okkur" að þakka. Okkar mönnum og athafnamönnum. "Við erum snillingar"

Það er þetta ferli sem hefur staðið fyrir stækkun Evrópusambandsins undanfarin 20 ár. Óttinn og vantraustið á okkar fólki. Við krefjumst "kraftaverka"

5) Gamla bandlagið á milli Sovét ríkjanna hrynur ofan á Finna. Þeir flýta sér burt í "eitthvað annað". Burt burt frá skrímslinu

6) Sama gerir Austur Evrópa. Burt. Allt er hrunið. Flýtum okkur burt burt frá skrímslinu

En svo kemur hinsvegar heil heimskreppa eins og núna. En hvert leita þeir sem eru í ESB þá? Þeir leita ekki neitt. Þeir hengja sig bara innan í ESB eins og David McWilliams lýsir hengingaról Írlands. Fremja sjálfsmorð innan í ESB

Lettland er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Litháen er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Eistland er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Ítalía er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Spánn er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Grikkland er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Portúgal er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Írland er að hengja sig innan í ESB. Ekkert hægt að gera

Samfylkingin vill að Ísland hengi sig innan í ESB svo ekkert verði hægt að gera. "Við verðum að fá svona hækjur og hengingarólir eins og hinir í götunni ganga með".

7) Evrópusambandið er því orðið ný stór og rotin ruslakista. Þar úldna löndin innan í vömb Evrópusambandsins og geta því miður ekki gengið í eða úr einu né neinu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 19:58

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vitnað var í Angelu Merker hjá Ruv í kvöldfréttunum. Ætli það sé laust pláss í eyðimerkur göngunni sem er framundan?  Ætli innlimunarsinnarnir verða ekki að flýta sér að tryggja sér sæti um borð í þessu skipi meðan rotturnar eru enn um borð?

Heimskt er heimalið barn? EU [ES: Evrópu Sameiningin] er ekki bara verndaðir túristastaðir hlaðnir því besta ES bíður upp á.

Er ekki tekjuskipting að 0,7 % hirða fjórðunginn?

Hjá Aröbum mun 0,7 % hirða 98%. Sinn er siðurinn.

Júlíus Björnsson, 8.5.2009 kl. 21:16

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Júlíus

Hvað var Angela Merkel að segja við ríkisstarfsmenn útvarps Samfylkingarinnar? Var hún að segja ykkur frá hinu glæsilega hagkerfi ónýta þýska skipafélagsins - þar sem sjöundi hver vinnandi maður vinnur við að búa til bíla sem enginn vill kaupa. Eða var hún að segja ykkur frá hversu vel gengur með öll þessi stórauknu aldursumsvif í hinu vel þroskaða hagkerfi Þýskalands? Hagkerfi þar sem verða kosningar í sumar. Hagkerfi þar sem 50% kjósenda í þessu stærsta hagkerfi ESB eru orðnir 60 ára gamlir, eða um sextugt. Var hún að segja að þýskaland hefði ekki efni á neinu því bráðum verða öngvir skattgreiðendur þar eftir til að borga skuldirnar? Eða heyrðist kanski bara hljóðið í dráttarvél hennar? Hún er jú að læra að plægja

Ég sé að ég var allt of bjartsýnn þann 18. janúar þegar ég skrifaði um biðstofu Angelu Merkel. Allt of bjartsýnn. Hrunið er því miður einungis að byrja í Þýskalandi  

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli I

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli II

Beðið eftir Bandaríkjunum: Kafli III

Er Angela Merkel búin á dráttarvélnámskeiðinu?

Bedid_eftir_BNA1

 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 21:59

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hún viðurkenndi m.a. að gamla Danska módelið:  lítil og meðalstór fyrirtæki, þeim verður að bjarga 25% skattlækkun til að [lengja líftíma þeirra?] annars færi þau sjálfkrafa fljótt yfir um.

Ég vona að Íslenskir fiskhráefnisútflytjendur verði fljótir að reyna fyrir sér á öðrum mörkuðum í heiminum, þar sem vaxandi hagvöxtur á framtíð fyrir sér, áður en það verður of seint. 

Enda eru Íslendingar ekki háðir innflutningi frá EU [Evrópu Sameiningunni], sér í lagi komnir með rétt gengi. 

Júlíus Björnsson, 9.5.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband