Leita í fréttum mbl.is

Hvar erum við? Við erum hér, alveg fokklár!

Kreppa, kreppa og meri kreppa - eða hvað? Er þetta kanski að "reddast" með G21-mjólkinni? 

Já kæru lesendur, ég er að hugsa um hvar í kreppuferlinu við erum stödd. Einkum er ég að tala um hvar í kreppuferlinu heimurinn fyrir utan Ísland er staddur. Ísland kom jú fyrst í mark, eins og venjulega. En hvað er eiginlega að gerast þarna úti?

Ógerningur dagsins

Seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) þorði ekki að lækka vexti að ráði í dag af ótta við að myntin evra muni hrynja saman eins og spilaborg á næstu skuldaárum. Þessi ákvörðun ECB fékk gamla og garvaða bankamenn hér i Danmörku - og víðar - til að stynja upp "hvað í fj... eru þeir að hugsa um (Sydbank: "Hvad f..... tænker de på?"). Á viðskiptagólfinu hjá Credit Suisse sagði aðal-gjaldmiðla-maður þeirra í morgun að ef ECB lækkaði ekki vextina um a.m.k 0,5% núna þá lýsti það algerri heimsku bankans - "they would be really totally stupid".

En það kom einungis 0,25% vaxtalækkun og það er verðhjöðnun í gangi og raunvextir á evrusvæðinu hækka bara og hækka - en þó einungis á útlánum, ekki á innlánum. ECB-bankinn er því langt langt undir verðbólgutakmarki sínu sem er 2% verðbólga á ári. Það þarf afl til að búa til verðbólgu - asa, framkvæmdir og þyt. Ekkert af þessu er í gangi hér

En hvar erum við í heimskreppunni?

Að mínu mati - og ég undirstrika að þetta er einungis mitt eigið mat - þá er staðan þannig að undanfarnir 24 mánuðir á þessum stóra byggingarstað, hafa farið í að koma dýnamít túbunum vel og vandlega fyrir í byggingunni. Tonn eftir tonn hafa verið boruð djúpt inn í sökkulinn og í burðarveggina. Byggingin varð sem sagt sprengjuklár í október síðastliðnum, alveg 100% fokklár. Byggingaeftirlitið (stjórnmálamenn og fjármálaeftirlitið) hafa nú tekið sprengjuhleðslurnar út og gefið græna ljósið fyrir því að öllum dýnamít túbunum hafi verið komið rétt fyrir í byggingunni og að öllum byggingareglugerðum var stranglega framfylgt. Svo var haldið reisugilli hjá Sigga Samfó og þá fyrst var ýtt á sprengjutakkana, einn eftir annann í samfleytt 5 mánuði

Þeir voru margir sprengjutakkarnir svo það tók sinn tíma að gangsetja allar hleðslurnar. En full afköst sprengingar fjármálaeftirlitsins eru þó loksins að nást núna. Frá því í október hafa dýnmít hleðslurnar því verið að springa, einni af annari, samkvæmt áætlun. Eigendur og íbúar byggingarinnar hafa verið að flýja bygginguna á meðan

Sprengjudagar 

Svo hvar erum við stödd núna?

Jú núna eru flestir komnir út úr byggingunni, en þó harla allsberir. Það er sem sagt núna að byggingin mun geta byrjað að hrynja saman fyrir alvöru. Fréttirnar af hruninu munu koma í stanslausu flóði á næstu 36 mánuðum. Oft mun þó enginn taka eftir þeim, sérstaklega ekki byggingayfirvöldin (banka- og viðskiptaráðherrar ásamt fjármálaeftirlitsleysinu) en þær munu verða þarna samt, þ.e. fréttirnar. Einkum munu fréttirnar birtast í formi glæsilegra ársreikninga með skínandi rauðum tölum og í útsölubæklingum vinnuafls og húsnæðis, sem svo mun falla um 40-50% í viðbót í mörgum löndum. Hvoru tveggja

Verðbólur á húsnæðismarkaði Bretlands 

Á meðan munu banka- og viðskiptaráðherrar ásamt fjármálaeftirlitsleysinu halda áfram að skála í kampavíninu hjá Forsetanum og vinna ötullega við að skrifa fleiri byggingareglugerðir sem þeir skilja ekki sjálfir og hafa aldrei skilið hvort sem er. En þeir munu hafa allt sitt á þurru, þeir eru nefnilega sprengjuheldir. Á meðan munuð þið hin halda áfram að vera á hryðju-verkamannalistanum 

<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>

FRÁ Hr A.E.P LUNDÚNUM BRETLANDSEYJUM

 The G20 has lost the plot

  So if the surplus states refuse to step into the breach, global demand will collapse. The mercantilist export powers are already being hit hardest by this downturn. Japan&#39;s exports fell 49pc in January: Germany&#39;s GDP has been contracting at 8pc or so (annualized) over the last six months, the worst performance of any major economy in the Atlantic region - although the bitter phase of mass unemployment is yet to come.

 

  This is the plain reality, whoever you blame for causing this crisis. Mrs Merkel - daughter of Lutheran clergyman -- seems to have a moral view that somehow there are good imbalances (Germany&#39;s surpluses) and bad imbalances (America&#39;s deficits). This is frankly childish. The global economy is a single organism. All imbalances are bad when they become extreme.

 

  Until Germany (and China) comes to terms with this elementary point, we will not start to reconstruct the global system on a sound footing. Her comments to the Financial Times that Germany intends to carry on building up trade surpluses forever as if nothing has happened are shockingly stupid . . . . . 

 

. . . . . We are not there yet. For now we watch this G20 fritter away its energies on side-shows, or bread and circuses for the mobs. Tax havens, hedge funds, wars on bankers - it is pathetic. . . . . . 

 

. . . . . So when Angela Merkel and Nicolas Sarkozy attempt to divert all attention to their regulation fetishes  - I refuse to join the applause.

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

 

Fyrri færsla

Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu 

Forsíða þessarar bloggsíðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband