Leita í fréttum mbl.is

Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs

Yrði afleiðingin evruúrsagnar þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð?

Evru handjárnin

Fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, segir að við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins hafi því alls ekki verið veitt nein athygli að lönd gætu sagt sig úr myntbandalaginu aftur - þ.e. að ríkin sem einusinni ganga í myntbandalagið gætu skilað evrunni sem gjaldmiðli ef þeim líkaði hún illa sem gjaldmiðill þjóðar sinnar. "Þetta var einfaldlega ekki rætt því allir vissu að það eitt að segja sig úr myntbandalaginu myndi þýða "þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð" fyrir viðkomandi ríki (socio- economic suicide). Þetta var samhljóða skoðun allra þeirra sem stóðu að stofnun og hönnun myntbandalagsins, segir Verplaetse

<><><><> SÍMASKEYTI <><><><> 

Bloomberg: would be socio- economic suicide

When the euro was on the drawing board, “nobody” expected a bust like the current one, said Verplaetse, now an honorary governor, with an office at the central bank’s headquarters. “Even a year ago, I personally -- and I have a lot of experience -- I didn’t think what happened was possible. And I think we are not alone.” 

 

When asked to grade the ECB’s handling of the slump, Verplaetse simply applauded. Speaking a day before the bank cut its main rateto a record low of 1.5 percent, he said the ECB will stop before getting to zero. 

 

While that forecast reflects the market consensus, Verplaetse’s reasoning is different. The dominant force in the euro region, he said, continues to be the German postwar obsession with “stability” andlow inflation

 

“An interest rate of much lower than 2 percent for a long period of time is not possible,” Verplaetse said. “The Germans will not accept that.” 

 

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

Ekki ný ályktun

Í grein minni sem birtist í Þjóðmálum síðastliðið haust (Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?) kom ég einmitt inná þessa hluti því sumir óskhyggju- og draumóramenn á Íslandi hafa einmitt verið að halda því fram að það sé ekkert vandamál að taka upp evru því líki manni hún ekki þá sé ekkert mál að skila henni aftur. Þetta er því miður það vitsmunastig sem ESB og evruumræðan hefur að stórum hluta til verið á - á sjálfu Íslandi. Fæstir á Íslandi virðast gera sér grein fyrir að gjaldmiðlamál þjóða er næstum óendanlega miklu dýpra og flóknara mál en það virðist við fyrstu sýn. Það er einfaldlega ein af forendum sjálfstæðis og sjálfstæðrar tilveru fullvalda þjóða. Einn af hornsteinum fullveldis.

Einnig kemur það fram í viðtalinu við Verplaetse að seðlabaki Evrópusambandsins (ECB) mun ekki lækka vextina niður í núll eins og rétt væri að gera þegar verðhjöðnunarþrýstingur verður of mikill. "Þetta verður aldrei" segir Verplaetse því "Þjóðverjar munu aldrei leyfa það". Þá vitum við hver ræður í bankaráði ECB: Þjóðverjar, auðvitað, enda vissu það allir, en gleyma því þó oftast þegar þeir eru að störfum við að selja sjálfstæði Íslands í skiptum fyrir efnahagsleg handjárn á íslensku þjóðina - að eilífu.

En markaðurinn hugsar sitt

En engu að síður þá eru markaðsöflin farin að huga að skipbroti nokkurra þjóða í myntbandalaginu. Af þeirri ástæðu varar fyrrverandi seðlabankastjóri þýska seðlabankans, Karl Otto Pöhl (sat frá 1980–1991), við hættunni á að segja sig úr myntbandalaginu. Hann segir að gengi landa sem segja sig úr myntbandalaginu myndi falla um 50-60%.

En þá segir markaðurinn: þetta þýðir aðeins að fyrir þessar þjóðir þá er gengi evrunnar 50-60% of hátt metið, - og markaðurinn heldur því áfram að gera ráð fyrir því að sum lönd verði svo illa farin efnahagslega að þau kjósi að taka þeim hörmungum sem því mun fylgja heldur en að deyja þjóðfélagslegum og efnahagslegum dauða innan myntbandalagsins.

 

 Roger Helmer þingmaður á 10 ára afmæli myntbandalagsins

Móðir allra fjármálakreppna

Þær raddir hafa heyrst á Íslandi að ef gangi illa að bindast og taka upp evru sé alltaf hægt að hætta við hana aftur! Að segja sig úr myntbandalagi Evrópusambandsins er vissulega hægt í orði en nánast útilokað á borði. Úrsögn myndi krefjast langs undirbúnings. Heimili og fyrirtæki myndu gera ráð fyrir gengisfellingu þeirrar myntar sem myndi koma í stað evru. Þau myndu því einnig undirbúa sig vel og flytja bankainnistæður sínar yfir í banka í öðrum evrulöndum eða skipta innstæðum yfir í aðrar myntir. Fjárfestar skuldabréfa myndu skapa kreppu á skuldabréfamörkuðum og hin óskilvirka vél skuldatryggingaálaga myndi einnig fara í gang á ný. Allar alvarlegar umræður um úrsögn úr evru myndu alveg sjálfkrafa vekja ótta, og það ekki að ástæðulausu, um yfirvofandi gengisfellingu þjóðarmyntarinnar því með úrsögninni er verið að segja umheiminum að efnahagsstjórn undir evru hafi skaðað efnahag og efnahagsstjórnunarmöguleika landsins.

Það er ekki kostnaður, eins og stundum heyrist, sem væri vandamálið við úrsögn úr evru-myntbandalaginu heldur sú staðreynd að allir mundu gera ráð fyrir að úrsögnin hefði gengisfellingu í för með sér. Þetta blasir við. Þeir sem hyggjast segja sig úr myntbandalaginu vilja fá aftur fullan umráðarétt yfir eigin mynt, stýrivöxtum og stjórn peningamála. Svo hvað annað en gengisfelling kæmi til greina?

Kohl_Mitterrand

Eitt land hefði þó möguleika á úrsögn undir öðrum formerkjum, en það er Þýskaland. Þá myndu viðbrögð allra verða örðuvísi, því það myndi þýða að rykið yrði dustað af altari hins gamla Deutsche Mark. Allir aðilar markaða myndu samstundis skilja að sú ákvörðun yrði flestum Þjóðverjum og þýsku efnahagslífi gleðifréttir, því það var með miklum efasemdum sem Þjóðverjar gengust undir evru á sínum tíma. Úrsögn Þjóðverja yrði á hinn bóginn miklar sorgarfréttir fyrir þau lönd sem eftir sætu með evru sem gjaldmiðil.

Kæru evruáhugamenn, úrsögn allra leppríkja úr evru-myntbandalaginu, þ.e. allra evrulanda sem heita ekki Þýskaland, myndi einungis þýða að móðir allra fjármálakreppna yrði gangsett í viðkomandi löndum. Úrsögnin myndi skapa stærsta áhlaup allra tíma á fjármálastofnanir, skuldabréfamarkaður yrði lagður í rúst, vextir á erlend lán ríkisins myndu líklega hækka, og kjarasamningum yrði sagt upp. Allir myndu gera sér ljóst að það eitt að yfirgefa evru og taka upp gömlu mynt landsins aftur myndi aðeins leysa hluta af þeim vanda sem kom úrsögninni af stað. Allir myndu jafnframt gera ráð fyrir meiriháttar stefnubreytingum og víðtækum umbótum flestra þátta efnahagsstjórnar og beinlínis krefjast þess. Ef halli á ríkisfjárlögum væri vandamál, þá yrði þess krafist að tekið yrði á þeim vanda strax í sjálfu úrsagnarferlinu. Um leið og úrsagnarferlið hæfist yrði landið gengisfellt um alla eilífð niður í neðstu kjallaradeild Evrópusambandsins og dæmt sem skaðvaldur samstarfsins. Aðeins fáar ríkisstjórnir myndu lifa af þá streitu sem úrsögnin hefði á alla þá sem hafa eitthvað með peninga, skuldabréf, fjármál, kjarasamninga og bankamál að gera.

Það er því fullkomlega glórulaus bjartsýni að tala sem svo að ef Íslendingum líki ekki hið takmarkandi og hið frelsisskerta athafnasvigrúm sem er í löndum sem enga peningastjórn hafa, þá sé hægt að yfirgefa félagsskapinn og fara í gömlu vinnufötin aftur. Þetta eru einungis villtir draumórar sölumanna Evrópusambandsins á Íslandi, veruleikinn yrði allur annar . . . 

Lesið alla greinina hér:

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?

Slóð: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?

Fyrri færsla

Sögulegur atburður: viðtal við seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Ben Bernanke

Forsíða þessa bloggs 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll kæri Gunnar. Þú ert iðinn við kolann og nú fæ ég ekki betur séð en að þú hafir rétt fyrir þér. Myntbandalag er vissulega varasamur gripur.

Vonandi hefur þú áttað þið á þeim miklu kostum sem fyrirkomulag Myntráðs hefur og að myntbandalag og myntráð er tvennt ólíkt, þótt nöfnin sé áþekk.

Myntráð er sveigjanlegt fyrirkomulag sem leyfir þjóðum að víkjast undan hagsveiflu-hnútum, ef vit og vilji ráða för. Við skulum sameinast um sterkan Íslendskan gjaldmiðil, undir stjórn Myntráðs.

Höfnum Seðlabanka ríkisins eins og öðrum skaðlegum ríkisstofnunum. Nýtum okkur kosti hins frjálsa markaðar. Veljum Myntráð strax.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.3.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Við munum rífa okkur upp úr þessari kreppu það er enginn spurning um það, nema.... að ESB trúabrögðin grípi um of um sig. Það gat að heyra á Steingrími Sigfússyni í gær í Silfri Egils að stefnan hjá þeim væri að vísu gegn ESB, en svo þyrfti að semja um öll mál í stjórnarmyndunarviðræðum. Svipað má heyra í bílaviðskiptum, bílinn er ekki til sölu, en ef einhver býður nógu hátt verð....
Valkostum frelsi okkar til handa fækkar óðum...

Haraldur Baldursson, 23.3.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnast öll merki þess, að ESB-trúin sé að breytast í ESB-ofsatrú.

Fjölmiðlum er beitt af slíku ofstæki í þágu ESB-aðildar, að ég hef ekki upplifað slíkt. Fullveldissinnar verða að láta rösklega til sín heyra og kveða niður misbeitingu fjölmiðlanna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2009 kl. 09:03

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Er þá ekki bara málið, að danska leiðin var best.  Danir eru með sína mynt tengda við evruna með vikmörkum.  Það er hægt að breyta þessum vikmörkum (sem svo sem má segja að sé sænska leiðin) og það er hgæt að rjúfa þau án þess að áhrifin verði jafn víðtæk og ef Írar taka aftur upp írska pundið eða Spánverjar upp pesetann.

Marinó G. Njálsson, 23.3.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innleggin.

Já Haraldur, það eina sem getur hindrað það að Ísland komist út úr kreppunni eru rangar skoðanir og ályktanir stjórnmálamanna, sem yfirleitt byggja skoðun sína á þó nokkurri fáfræði og oft á grundvallarmisskilningi um góða hagstjórn. Þeir virðast margir hverjir gera sér litla grein fyrir því að gjaldmiðilsspurningin er nátengd sjálfstæði Íslands og möguleikum Íslands til velmegunar um alla framtíð.

Það er ekki útaf engu að við erum orðin ein ríkasta þjóð í heiminum. Íslenskir stjórnmálamenn ætti að fara í ákafa námsferð til Færeyja því Færeyingar hafa mikla reynslu af  kreppum og bankakreppum og hafa hyldjúpan skilning á mikilvægi eigin myntar (eða réttara sagt, skorti á eigin mynt).

Það var ekki útaf engu að prófessor Kenneth Rogoff sagði í viðtali við Boga Ágústsson um daginn að það myndi jafngilda efnahaglegu sjálfsmorði að ganga í ESB núna og fara inn í ERM ferli. Það er einmit þetta sem er að drepa Lettland, Eistland og Litháen núna. Þessi lönd eru að leggjast í rúst núna. Fólkið mun hverfa brott úr þessum löndum (sjá: RGE Monitor - Why You Need Devaluation - An Open Letter To The People Of Estonia).

Þessu til frekari stuðnings birti ég hér mynd af því ferli sem drap Danmörku eins og við þekktum hana hér áður fyrr. Hagvöxtur í Danmörku hefur verið sá þriðji til fjórði lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár og samfélagið hefur aldrei beðið þess bætur að missa virka peningastjórn. Ennfremur vísa ég á grein mína úr Þjóðmálum sem einnig birtist á fréttablaðinu AMX. Hún heitir Seðlabankinn og þjóðfélagið og fjallar meðal annars um peningastefnu Danmerkur og afleiðingar hennar á þjóðfélagið.

Fastgengisstefna Danmerkur: Verðbólga, stýrivextir og atvinnuleysi. Hvernig maður rústar samfélagi

Stýrivextir vs verðbólga Danmörk fastgegni800

Kveðjur 

   

Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2009 kl. 12:51

6 identicon

Ótrúlegt að það skuli ennþá búa fólk í þessum ESB löndum.

Bobbi (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:05

7 identicon

Ótrúlegt að þú Gunnar getir endalaust sett þig á einhverskonarr "Hlustið á mig, ÉG veit hvernig þetta er" stall með að umsnúa og rangfæra sannleikanum. Hvert sinn sem ég lít hér inn á bloggið þitt verð ég gjörsamlega mállaus. Helduru virkilega að ekki sé fólk hér úti sem sér hvurslags dellu þú ert að færa hér fram trek í trek!

Er ESB að drepa Lettland og Litháen? Er það þessvegna sem það er biðröð landa sem vilja komast í ESB? Þú talar um fáfræði annarra, en setur fram þínar rangskoðanir og rangtúlkanir sem staðreyndir! Ferlið sem drap Danmörk! Villtu ekki kynna þér málin áður en þú leikur á staðhæfingafiðluna þína? Veistu nokkuð um hvernig hagvöxtur er mældur Gunnar? Hefuru einhverja einustu hugmynd um hvaða málaflokkar er teknir með í slíka statistik? Ef þú veist það þá ætturu að sjá sóma þinn í að sýna heildarmyndina en ekki eingöngu örfáa sérvalda málaflokka sem hafa sveiflast niður niður á við.

Ég ætti kannski bara að hlæja að þessu þrugli þínu, hrista hausinn og snúa mér að einhverju viturlegra en þessum þvættingi. Það held ég flestir sem hafa hinu minnstu hugmynd um þessi mál geri. En þó merkilegt sé, þá álpast sárasaklaust fólk inn á bloggið þitt sem trúir þessari staðhæfingasúpu þinni sem nýju neti. Og það þykir mér ákaflega leiðinlegt.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband