Leita í fréttum mbl.is

Sögulegur atburður: viðtal við seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Ben Bernanke

Viðtal við Ben Bernanke, formann stjórnar seðlabanka Bandaríkjanna

Það hefur varla gerst áður í sögunni að sitjandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna veiti viðtal. Þegar þáttagerðarmenn sjónvarpsþáttar CBS, 60 minutes, höfðu samband við bandaríska seðlabankann (The Federal Reserve, sem í daglegu tali er bara kallaður The Fed) til að biðja um viðtal, var þeim sagt að þeir gætu beðið alla æfina eftir því, það myndi aldrei verða veitt. En hér viðtalið samt, en bara heilu ári eftir að beiðni þáttagerðamanna 60 minutes var send til The Fed. Ástæðan? Jú það er hin sögulega kreppa. Þetta er tækifæri seðlabankans til að tala við þjóðina. Og það er sonar sonar sonur innflytjenda frá Austur Evrópu sem situr þarna fyrir svörum, sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke

Fyrri hluti 

60minutes_the_chairman

Smella hér til að horfa á fyrri hluta (opnast í nýjum glugga)  

Seinni hluti 

60minutes_the_chairman2

Smella hér til að horfa á seinni hluta (opnast í nýjum glugga) 

Fyrri pistill

Bara ef Finnar hefðu evru: þá væri iðnaðarframleiðsla þeirra ekki að hrynja um 40%

Forsíða þessa bloggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þeir verða fyrstir til að komast út úr þessu. þeir eru ótrúlegir. Við ættum frekar að horfa í vestur eftir fyrirmyndum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.3.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nálgunin vestanhafs er eftirbreytniverð. Þarna er verið að vinna að mörgum leiðum til lausnar. Áhyggjur af áliti annarra eru engar. Að Ísland skuli ekki taka þessa nálgun upp, þ.e. að breyta því sem breyta þarf og leiðrétta fyrri mistök á hlaupunum er óskiljanlegt með samfélag sem ekki er stærra en okkar. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er dæmi um frumkvæðisskortinn.

Haraldur Baldursson, 20.3.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ben Bernanke er snillingur, og á eftir að gera góða hluti sem Seðlabankastjóri, ég tel hann fremri en Greenspan, sem ég tel ábyrgann fyrir þessu hruni ýmsa stofnanna undanfarinn ár þá eru það þessi undirmálslán sem Grewenspan stóð fyrir, FMN, Merril Lynch, Bear Sterns og fleirum, hann gerði bara það sem þurfti, lækka vexti, Bandaríkin eiga bara eftir að koma sterkari út úr þessu

Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.3.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Gunnar, þetta viðtal við Bernanke olli straumhvörfum á mörkuðum, þótt þeir séu núna aftur farnir að tapa flugi. Honum tókst það sem Obama og ráðgjöfum hans hafði ekki tekist, þ.e. að skýra björgunaraðgerðirnar á mannamáli.

Fjárfestar bera ekkert traust til Obama og skilaboðin frá stjórninni hafa verið afar misvísandi. Bloomberg vefurinn fjallaði um hið ógnvekjandi hugtak "Bear market" þann 6. mars þegar Dow for undir 6.600, en þá hafði vísitalan fallið 20% frá því Obama sór embættiseið.

Það er ekki ónýtt fyrir Barack Obama að hafa mann eins og Bernanke á sínu bandi.

Það má benda Ægi á að Greenspan átti engan þátt í undirmálslánunum. Þau voru á ábyrgð forseta og löggjafans. Hann ber sök á vöxtunum og feill hans fólst í að trúa á að markaðurinn myndi rétta sig af.

Ragnhildur Kolka, 20.3.2009 kl. 20:11

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlitið og komments

Já ég hef mikla tiltrú á Bernanke. Mun mun meiri tiltrú en á þeirri norsku músartítlu og músarindlafylgisveinum sem núna gistir húsakynni og vaxtaherbergi Seðlabanka Íslands. Eitt prósentustigs stýrivaxtalækkun er náttúrlega svo sprenghlægilegt að það tekur því ekki að tala um svona nánasarskap sem er viðhafður í fullkominni fjarveru votts af vitglóru og í mikilli þökk Samfylkingar-Grænmyglunnar sem núna spókar sig um þjóðfélagið á innskeifum músafótum og sem gera alls ekki neitt nema ógagn hvar sem þeir stíga niður fæti. Þetta er ömurlegt, grátlegt og svívirðilegt - hreint svívirðilegt.

Ef Samfylkingin hefði ekki verið svona undirförull og svikull stjórnmálaflokkur þá væru vextir komnir niður í 10% núna. En Samfylkingin hefur ALDREI hugsað um þjóðarhag eða hag Íslendinga. Það eina sem fer fram í huga þeirra manna er að selja landið til erlendra átrúnaðargoða. Samfylkingin er það versta sem gat komið fyrir Ísland. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband